Alþýðublaðið - 24.11.1977, Page 2
2
Fimmtudagur 24. nóvember 1977
í
Hreinn Halldórsson
heidradur
A fundi i stjórn Starfs-
mannafélags Reykja-
víkurborgar þann 18. nóv-
ember var ákveöið aö
heiðra einn félagsmann-
inn, Hrein Halldórsson,
Evrópumeistara í kúlu-
varpi með peningagjöf að
upphæð krónur 250.000.
Stjórn félagsins vildi með þessu
veita Hreini viðurkenningu fyrir
einstakt afrek og frábæra þraut-
seigju.
Á árshátið Starfsmannafélágs
Reykjavikurborgar þann 18-fflóv-
ember var Hreini HalldóMK'ni
svo veitt þessi viðurkenninjW
Á myndinni sézt, er ÞórWlur
H-álldórsson, formaður SflE-fs-
mannafélagsins óskar HreaH til
hamingju. fí
Flóamarkadur í Galleri Sólon Islandus
Næstkomandi fimmtu-
dag og föstudag verður
haldinn í Galleri Sólon
íslandus flóamarkaður á
vegum nema i Myndlistar-
og handíðaskólanum.
Eru þar á ferðinni þriðjja árs
nemar sem eru að safna fyrir
námsferð sem farin verður um
páskana. Verður margt um góða
muni á boðstólum, svo sem fatn-
að, plötur, bækur og mikið úrval
af skófatnaði. Þess skal getið að
hér er ekki um að ræða hinn ár-
lega basar skólans, hann verður
haldinn eftir áramót. —KIE
Delta Kappa Gamma
á íslandi
Á síðustu árum hafa
alþjóðleg félagssamtök
kvenna í fræðslustörfum,
Delta Kappa Gamma, ver-
ið að breiðast út um heim-
inn. Hér á landi hafa nú
þegar verið stofnaðar
þrjár deildir, tvær á
Reykjavíkursvæðinu og ein
við Eyjafjörð. Markmið
samtakanna eru m.a.:
— Að efla starfsáhuga og stöðu
kvenna á sviði menntamála.
— Að stuöla að æskilegri laga-
setningu um menntamál.
— Að fræða félaga um það sem
er efst á baugi i þjóðfélaginu og
stuðla með þvi að virkari þátttöku
þeirra i málum samfélagsins.
Nýlega var haldið fyrsta lands-
þing samtakanna. 1 stjórn eru
Þuriður J. Kristjánsdóttir,
prófessor, Ingibjörg Auðuns-
dóttir, kennari, Pálina Jónsdóttir,
endurmenntunarstjóri, Guðrún
Halldórsdóttir, skólastjóri, Elin
ólafsdóttir, lifefnafræðingur og
Anna Kristjánsdóttir, námsstjóri.
Siðastliðinn vetur var Frum-
varp til laga um fullorðinsfræðslu
rættgaumgæfilega i samtökunum
og tillögur til breytinga lagöar
fyrir viðkomandi menntamála-
nefnd á Alþingi. Ætlunin er að
gera öðrum frumvörpum er
snerta menntamál sömu skil.
Samtökin hafa sent eftirfarandi
áskorun til forystumanna stjórn-
málaflokkanna og til kjördæma-
ráða:
,,Eins og yður er kunnugt er
hlutdeild islenzkra kvenna i þjóð-
málum og sveitarstjórnarmálum
mun minni en i þeim löndum hins
vestræna heims sem við teljum
okkur helzt eiga samstöðu með.
Má i þvi sambandi benda á að
einungis 5% islenzkra alþingis-
manna eru konur, i Danmörku
eru rúm 16% þingmanna konur og
á hinum Norðurlöndunum er hlut-
fallið hærra.
Þvi beina Islenzkar konur i
Delta Kappa Gamma samtökun-
um, alþjóðlegu félagi kvenna i
fræðslustörfum, þeim tilmælum
til stjórnmálaflokkannan að þeir
hvetji og styðji konur til framboðs
við komandi kosningar til
Alþingis svo og til bæjar- og
sveitarstjórna.”
Pólska grafíksýningin á
Kjarvalsstödum vekur
athygli
Nú hefur sýning sú á nýrri
pólskri grafik sem Listráð að
Kjarvalsstöðum stendur fyrir,
staöið yfir i rúma viku. A henni
eru alls 142 verk eftir 34 lista-
menn o'g hefur aðsókn veriö góð
og undirtektir gagnrýnenda hin-
ar beztu. Selst hafa alls 85 verk
og mun það vera einhvers konar
met þegar um grafik er að ræða.
I sambandi við þessa sýningu
hafa þegar veriö haldnir fyrir-
lestrar og sunnudaginn 20. þ.m.
var leikin pólsk nútimatónlist I
Austursal Kjarvalsstaða og
heldur sú dagskrá áfram þessa
viku, en sýningin verður
væntanlega framlengd fram I
desember. Dagskráin er sem
hér segir:
Miðvikudaginn 23. nóv. kl. 20.30
— Kvikmyndir um pólska
myndlist, þ. á.m.
Symbólistann Malczewski,
tréristuhefðina i Póllandi og
Framhald á bls. 10
Getraunaspá Alþýdubladsins:
Stígum á stokk og
strengjum heit
i
Íb riöum ekki feitum
frá spánni i siðustu
, fengum aðeins
n rétta. Margir leikir
m seðli komu á óvart
stað þess að afsaka
ir stigum við á stokk
rengjum þess heit að
a á brattann, stefna
aftur hátt, þ.e. verðlaun
innan fjögurra vikna.
hjá okkur að
eru 9 réttir.
Þetta er að vísu óheppi-
leg vika til að gefa út slik-
ar yfirlýsingar, því seðill
vikunnar er mjög erfiður bæði í fyrstu og annarri
og leika saman efstu liðin deild.
Arsenal-Derby
Apsenal hefur gengið vel i leikjum sinum undanfarið. Þeir ættu
tæp^st að vera i vandræðum með óöruggt lið Derby á heimavelli
sinum i Lundúnum. Heimasigur.
Aston Villa-Newcastle.
Sömu sögu er að segja hér. Villa verður vart i vandræðum með
slakt Newcastle-liðið, en það situr nú eitt og yfirgefið á botninum
með aðeins 6 stig eftir 16 leiki og er þremur stigum á eftir næst
neðsta liðinu.
1 Bristol City-Middlesbro.
' Þessi leikur er næsta jafnteflislegur enda eru liðin mikil jafn-
teflislið. Middlesbro er heldur sterkara lið, en jafntefli við Liver-
pool á laugardaginn jók mjög sjálfstraust leikmanna Bristol
City. Við spáum jafntefli.
Everton-Coventry.
Hérna eigast við lið númer 2.-3. i fyrstu deildinni. Coventry
hefur komið ótrúlega mikið á óvart i vetur og er nú aðeins tveim-
ur stigum á eftir Forest, sem trónar i efsta sætinu. Hins vegar er
Everton ekki mikið fyrir að gefa eftir. Liðin hafa jafnmörg stig
en við spáum þvi, að heimavöllur Everton verði þeim það mikil
hvatning, að sigur náist. Jafntefli til vara. (Fyrsti tvöfaldi leik-
urinn.)
Takmarkið
þessu sinni
© The Football League
Leiklr 26. nóvember 1977
Arsenal - Derby .......
Aston Villa - Newcastle .
Bristol City - Middlesbro
Everton - Coventry ....
Leicester - Liverpool . .
Man. City - Chelsea ...
Norwich - Birmingham ..
Nott’m Forest - W.B.A. . .
Q.P.R. - Manchester Utd.
West Ham - Leeds ....
Wolves - Ipswich ......
Bolton - Tottenham ....
IK
ZK^
Leicester-Liverpool.
Liverpool er komið niður i 6. sæti fyrstu deildarinnar og virðist
vera að missa af lestinni. Leicester hefur aðeins tekið á i siðustu
leikjum, náði nú siðast jafntefli á móti Birmingham i Birming-
ham. Það er þó trú vor, að Liverpool takist að ná báðum stigun-
um þó á útivelli sé.
Manchester City-Chelsea.
City er illvigt lið á heimavelli, áhorfendurnir sjá um það. Þó
svo Chelsea færisthægt og hægt upp af botninum og eigi reyndar
ekki skilið að vera i fallhættu, missa þeir bæði stigin i
Manchester.
Norwich-Birmingham.
Það er leiðinlegt að spá fyrir um þennan leik, liðin eru hvorki
litrik né afgerandi. Norwich verður þó heldur nærri sigrinum og
spáin er heimasigur.
Notthingham Forest-WBA.
Þetta verður toppleikur þvi þarna mætast topplið. Forest tap-
aði sinum leik á laugardaginn var og WBA missti stig. Það er þó
engin ástæða til að ætla að liðin séu i öldudal, andstæðingarnir
voru verðugir. Liklegast er, að liðin skipti með sér stigum að
þessu sinni, en til vara spáum við jafntefli. (Annar tvöfaldi leik-
urinn.)
QPR-Manchester United.
Bæði eru liðin i neðri helmingi deildarinnar, QPR I beinni
fallhættu. United vann góðan sigur á Norwich á laugardaginn
var og er það aðdáendum liðsins von um bjartari daga. Við spá-
um útisigri en jafntefli til vara. (Þriöji tvöfaldileikurinn.)
West Ham-Leeds.
Leeds afrekaði það um siðustu helgi að sigra Forest. Það af-
rek hafði talsverð áhrif á spá vora, en við spáðum Leeds sigri að
þessu sinni. Leikurinn gæti allt eins orðið jafntefli.
Wolves-Ipswich.
Ipswich var af sérfræöingum spáð mikilli velgengni á þessu
leiktimabili en liðið hefur brugðizt vonunum og hangir um miðja
deildina. Við spáum jafntefli, en ef nokkuð er verða Úlfarnir
skæðari i leiknum.
Bolton-Tottenham.
Þetta verður tvimælalaust leikur vikunnar. Hér eigast við tvö
langbeztu liðin i annarri deildinni og er óhætt áð spá þvi, að þau
flytjast bæði upp i fyrstu deild eftir þetta keppnistimabil. Bolton
er sterkt lið á heimavelli og vinnur leikinn sennilega, en til vara
spáum við jafntefli. (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn.)
L —ATA