Alþýðublaðið - 24.11.1977, Page 7
tsssr Fimmtudagur 24. nóvember 1977
7
Rádstefna Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum
um auðæfi hafsins haldin í Reykjavík
Á vegum Sambands ungra jafnaöarmanna á
Norðurlöndum er nú haldin alþjóðleg ráðstefna i
Reykjavík/ þar sem fjallað er um auðæfi hafsins,
hafréttarmál og málaflokka þeim tengdum. Ráð-
stefnuna sitja 28 þátttakendur, þar af 23 erlendir.
Þeir koma frá Portúgal, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Danmörku, Belgiu, Bretlandi og Vestur-
Þýzkalandi.
Þaðvar Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, sem
setti ráðstefnuna á mánudag og síðan f jalla.ði Ivan
Kristoffersen frá Noregi um hafréttarmál. Á
þriðjudag ræddi Benedikt Gröndal, formaður Al-
þýðuflokksins um efnahagslögsögu, verndun eða
yfirráðastefnu strandríkja. I gær, miðvikudag,
f jallaði norski vísindamaðurinn, Kim Traavik, um
baráttu rikja til að öðlast yfirráðarétt yfir verð-
mætum í hafi og á hafsbotni. Ráðstefnunni lýkur á
föstudagskvöld, en meðal annarra ræðumanna þar
er brezki þingmaðurinn Mark Huges og Gunnar
Sætersdal, forstjóri norsku hafrannsóknastofnun-
arinnar. Á ráðstefnunni er mikið starfað í hópum,
og munu niðurstöður hennar síðan verða gefnar út í
skýrslu.
Atvinnulaus sjómaður
frá Hull.
Þessi ráðstefna er liður i þvi
starfi ungra jafnaðarnaianna á
Norðurlöndum, að fjalla um
einstaka mikilvæga málaflokka
i þeim tilgangi meðal annars, að
kynnast mismunandi sjónar-
miðum og reyna að samræma
stefnu jafnaðarmannaflokk-
anna til þeirra málefna, sem
fjallað er um.
Á þessari ráðstefnu hefur ver-
ið valin sú leið, að fá til skrafs
og ráðagerða fulltrúa strand-
rikja i Norður og Suöur-Evrópu,
rikja, sem nærfellt eru landlukt
og rikja, sem eiga takmarkaðan
aðgang að sjó. Þannig situr t.d.
ráðstefnuna fulltrúi frá Hull,
ungur sjómaður úr brezka
verkamannaflokknum, sem nú
er atvinnulaus, m.a. vegna
þess, að íslendingar færðu út
landhelgi sina i 200 mllur. Þá
stuðning viða um heim, og þá
ekki sizt á Norðurlöndunum.
Lökken sagði, að Samband
ungra jafnaðarmanna á Norð-
urlöndum reyndi á hverjum
tima að fjalla um mál, sem væru
ofarlega á baugi. Þannig vildi
sambandið auka þekkingu fé-
laga sinna og gera þá hæfari til
að mynda sér skoðanir, byggðar
á beztu fáanlegu upplýsingum.
Það væri einnig mjög mikilvægt
fyrir ungt fólk i þessari hreyf-
ingu að skiptast einarðlega á
skoðunum, og reyna sfðan að
móta sameiginlega stefnu til
þeirra mála, sem fjallað væri
um.
Hann gat þess, að Sambandið
myndi efna til fimm ráðstefna
og funda á þessu ári. Á næstunni
yrði haldin fjölmenn ráðstefna i
Noregi, þar sem rætt yrði um
slökun spennu i heiminum,
hernaðarmál og fleira. Hann lét
mjög vel af þessari ráðstefnu,
Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, flytur erindi á ráðstefnunni.
Einn fulltruinn vard
atvinnulaus vegna
útfærslu íslenzku
landhelginnar
Antonio Ribeiro, formaður nefndar portúgöisku rlkisstjdrnar-
innar, er fjallar um endurnýjun sjávarútvegs og fisklðnaðar.
— Landheigin útaf ströndum
Portúgals er aðeins litill hluti
þeirra hafsvæða, sem Portúgal-
ir fá yfirráð yfir við útfærsluna.
Stærstu svæðin verða i kringum
eyjarnar Madeira og Azoreyjar.
Til þessa hafa portúgalskir
sjómenn einkum sótt mið út,af
Kanada, Suður- og Norður-
Afriku. Þeir vita litið um eigin
fiskstofna, og hafa nú fengið
norska visindamenn og haf-
rannsóknaskip frá Noregi til að-
stoðar við könnun fiskstofna
innan þeirra eigin landhelgi,
eins og hún verður eftir 1. júli
næst komandi. Þeir félagar
kváðust hafa mikinn áhuga á
þvi, að koma á svipaðri sam-
vinnu við lslendinga.
Þeir sögðu, að Itússar, Spán-
ver jar og Japanir hefðu stundað
veiðar á miðunum útaf Portú-
gal, við Madeira og Azoreyjar.
Viö þessar þjóöir væri nú reynt
að semja vegna útfærslu land-
helginnar.
Búast má við, að veruleg
aukning verði i framleiðslu
sjávarafurða eftir útfærsluna.
Nú starfa um 15 þúsund sjó-
menn i Portúgal og um 10 þús-
und vinna i fiskiðjuverum. Þessi
tala mun hækka verulega, þeg-
ar landhelgin stækkar. — Þeir
félagar sögðu, að rikisstjórn
Soaresar hefði mikinn áhuga á
þvi að efla sjávarútveginn, þvi
að hann gæti tekiö við verulegu
vinnuafli.
Þeir sögðu, að vegna óhag-
stæðs viðskiptajafnaðar Portú-
gala við útlönd, virtist erfitt fyr-
ir þjóðina að kaupa mikið af
fiski erlendis frá. Þetta ætti
meðal • annars við um Islend-
inga.
Hins vtgar stæðu vonir til
að lslendingar gætu keypt
meira af Portúgölum, og þá
gætu fiskkaupin aukizt.
Þeir félagar sögðu, að þeir
væntu sér mikils af ferðinni
hingað. Þeir gætu margt lært af
tslendingum, sérstaklega i
sambandi við tæknivæðingu
sjávarútvegs, en á þvi sviði
væru Portúgalar skammt
komnir. Hins vegar væri nú haf-
inn undirbúningur að miklum
breytingum og endurnýjun
fiskiskipastóls landsins, svo og
fiskvinnslustöðva.
Jan Lökken.
Alþýðublaðið ræddi við
nokkra fulltrúa á ráðstefnunni,
og verða viðtöl við þá i blaðinu I
dag og á morgun. — Jan Lökken
frá Osló er ritari Sambands
ungra jafnaðarmanna á Norð-
urlöndum, sem greiðir kostnaö-
inn af ráðstefnuhaldinu.
Hann sagði, að Samband
ungra jafnaðarmanna á Islandi
hefði átt hugmyndina að ráð-
stefnunni og unnið mikið undir-
búningsstarf. Hann sagði, að ts-
land hefði orðið fyrir valinu til
ráðstefnuhaldsins vegna þess,
að Islendingar hefðu staðið I
fararbroddi þeirra þjóða, sem
barizt hefðu fyrir 200 milna
landhelgi. Stefna tslendinga i
þessum málum nyti mikils
Eurico Monteiro, blaðnmaöur frá Portúgal.
Portúgölsku fulltrúarnir.
Frá Portúgal komu tveir full-
trúar: Antonio Ribeiro, formað-
ur þeirrar nefndar rikisstjórnar
Portúgals, er fjallar um fiskiðn-
að og sjávarútveg, og Eurico
Monteiro, blaðamaður, en báðir
eru þeir i Sambandi ungra jafn-
aðarmanna i landi sinu.
Portúgalir færa út landhelgi
sina i 200 milur 1. júli næst kom-
andi. Til að geta nýtt þau veiði-
svæði, sem þjóðin fær þá til eig-
in afnota, þurfi að smiða og
kaupa ný og fullkomnari skip og
að beita nýjum veiðiaðferðum.
Jan Lökken, ritari Sambands ungra jaínaðarmanna á Norður-
löndum.
eru þar fulltrúar Portúgala,
sem á næsta ári ætla að færa út
landhelgi sina i 200 milur og
fuiltrúi frá Belgiu, þar sem
sjávarútvegur er sáralitill.
taldi hana i réttu umhverfi og
kvaðst vænta þess, að árangur
yrði góður.