Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 5
4 Sunnudagur 11. desember 1977 Rætt vid Sigurd Eyjólfsson, 85 ára á mánudag — í Grindavík. í Selvog undir Dröngum og annars staðar viða hef ég róið. Þó að á söltu hafi löðrað löngum lengi skröltir ennþá gamla hróið. — Þessi visa skauzt upp Ur Sig- urði Éyjólfssyni, þegar hann frétti að Alþýðublaöiö hefði hug á að fá að spjalla við hann i til- efni 85 ára afmælis hans, sem er á mánudaginn kemur, þann 12. desember. Ekki kvaðst hann vita hver höfundur væri, en vis- an væri jafngóð fyrir það. Blaðamanni var ljúflega tekiö á heimili þeirra hjóna, Sigurðar og Mariu Þórðardóttir, og boðið til stofu, þar sem fram var reitt kaffi og meðlæti — Ég er fæddur 1892 i Hrúta- fellskoti undir Austur-Eyjafjöll- um, hóf Sigurður spjallið. Þegar ég var á fjórða ári, var ég flutt- ur vestur i Biskupstungur, þeim verstu flutningum, sem við Islendingar megum alltaf skammast okkar fyrir þ.e. sveitaflutningum Þar ólst ég upp á bæ, sem tJthlið nefnist. Mérer þetta feröalag sérstak- lega minnisstætt vegna atviks sem gerðist i Þjórsárholti, sem þá var ferjustaður yfir Þjórsá. Faðir minn reiddi mig alla þessa löngu vegalengd á hnakk- kúlunni fyrir framan sig, og hann var einmitt nýkominn á bak þarna við ferjustaðinn, þeg- ar ég kom auga á belju, sem eitthvað var að róta og lét ófrið- lega. Ég varð auðvitað logandi hræddur, en það lagaðist þó fljótlega þegar faðir minn kippti mér upp I hnakkinn til sin. Annars man ég fyrst eftir mér i jarðskálftunum miklu 1896. Bærinn okkar var byggöur eins og þá tiðkaðist og þegar skjálf- tarnir hófust, voru allir i fasta- svefni. Ekki þótti þorandi að fara með okkur börnin um göngin, ef þau skyldu falla saman, svo gripið var til þess ráðs að taka glugga úr torfgaflinum á bæn- um, og henda okkur þar út. Þetta tókst allt saman vel, og án þess að nokkur slasaðist. Siðan var heyböggum hlaðið upp i eins konar hús, og þar bjuggum viö I öryggisskyni, meðan það versta var að ganga yfir. Það var svo vorið eftir, sem ég flutti i Biskupstungurn- ar. Sú kennsla sem unglingarnir fengu á þessum timum þætti ekki beysin nú. Þá var aðallega Sigurður Eyjólfsson ásamt konu sinni Maríu Þórisdóttur. „Maður verður að sætta sig við lífið og tilveruna” - ■ ■ ' ...... ' ... ..... Frá Alþjóða vinnumálastofnuninni, ILO: Alþjóöa vinnumálastofnunin (ILO) hefur gert viöamiklar athuganir á kjörum fólks í nokkrum landbúnaðarlöndum. Þessi lönd eru Bangladesh, Indonesía, Malaysía, Pakistan, Filippseyjar, Sri Lanka og auk þess f jögur af stærri ríkjum Indlands. Niðurstöður þessara athugana eru mjög athylisverðar og snúa að vanda- máli viðkomandi rikja, sem raunar hefur verið landlægt um aldir — van- næring og vesæl kjör hinna fátæku. I öllum þessum ríkjum kom í Ijós — þegar Bangladesh er undanskilið —að hagvöxtur hefur aukizt nokkuð, þó misjafnlega. Misskipting lands: Meginástæðan fyrir bágum kjörum dreifbýlismanna Yfirlit yfir þrettán ára tima- bil frá 1960-1973 sýnir hagvöxt frá 18% til 65% miðað við allt timabilið. Samt kemur það i ljós, að kjör hinna fátækari fara siversnandi og það verða sífellt fleiri og fleiri, sem eru undirorpnir sárri fátækt, sem jaðrar við algera neyð og hungur. Einna lakast virtist ástandið i Utta Pradesh i Indlandi, þar sem hlutfall hinna blásnauðu haföi hækkað á tima- bilinu úr 40% i 63.6%. I sex rikjum var ástandið þannig, að um 20% af ibúunum sátu að um 50% af framleiösl- unni, en um 40% landsbúa af hinum fátæku faigu I sinn hlut aðeins 12—18% af heildarfram- leiöslunni. Fátadcasti hlutinn — um 20% landsbúa— fékk aöeins 3.9—7% af þjóöarkökunni. Hiö raunalega er, að skortur- inn er ekki fyrst og fremst að kenna minnkandi framleiðslu, heldur svo grófri misskiptingu, sem hér hefur verið tiunduö. Framleiðsla matvæla hefur raunar aukizti réttu hlutfalli við aukningu fólksfjölda, eða jafn- vel farið fram úr henni viðast, nema i Bangladesh. Af þessu er ljóst, að vaxandi hungur og ör- birgð i Asiulöndum er engan veginn að kenna lélegum af- köstum við fæðuöflun I það heila tekiö. Misskipting lands. Hér kemur til greina fyrst og fremst misskipting lands og aðrar ástæöur, sem af þvi leiða. Að visu hefur verið gerð nokkur leiðrétting I Pakistan, á Filipps- eyjum og i Sri Lanka. En margt ber til þess, aö þar hefur þó hin- um snauðari haldizt illa á land- aukum sinum. Fyrst og fremst hefur fátæktin orðið þess vald- andi, að menn hafa ekki haft bolmagn til að rækta landauk- ann og látið hann af höndum. Þvi hefur sýnt sig, að skort hefur á fé til nýtingar á landinu og nógir eru um bitana, til að hirða það, sem bændur megn- uöu ekki að nytja. Með hæfilegri hjálp myndi þó einmitt sann- gjarnari skipting verða drýgsti þátturinn i að bæja hungurvof- unni frá dyrum hinna snauðu. Ýmsar þverstæður. Staðreynd er, að tækifæri, vegna landgæöa, eru viöa fyrir hendi I löndum, sem athuganir náöu yfir. En þau eru illa eða alls ekki nýtt. Sumpart stafar þetta af kunnáttuleysi ibúanna i að rækta þær tegundir, sem mest gefa af sér. 1 annan stað er léleg heilsugæzla orsök, sem þjáir fátæka dreifbýlisbúa og loks og ekki hvað sizt allskonar aðstöðuleysi. Þannig búa þeir yfirleitt við orkuskort, lélegar samgöngur og þar af leiðandi dapurlega markaðsmöguleika ef eitthvað væri afgangs til að selja. öll innkaup verða dýr og torveld og samanlagt orsakar þetta vonleysi og framtaksleysi. Þegar svo vannæring og lélegt heilsufar bætast ofan á, er ekki að sökúm að spyrja. Þessi þjóðfélagslega mis- skipting kemur viða fram. Hinir máttarmeiri hafa fjölda tæki- færa til að sitja að fjármagninu, sem annars er i boði, sem er lokað fyrir fátæklingunum. Þeir hafa þvi möguleika til að vél- væða rekstur sinn og það kemur aftur fram i þverrandi eftir- spurn á vinnuafli. Tæknivæðing þjóöfélagsins er i heild annars bágborgin og ein- ungis litill hluti vinnuaflsins getur fengið störf við verulega lifvænlega iöju, og enn kemur þetta haröast niöur á dreifbýlis- fólkinu. Hér er um að ræöa ranga efnahagsstefnu eða ef til vill öllu heldur stefnuleysi i nýtingu fjármagns og tækifæra. Viðast búa um 70—80% lands- manna i dreifbýli, og ofan á allt annað kemur það i ljós i öllum rikjunum, sem að ofan eru talin, rikir einmitt á þessum svæðum vaxandi atvinnuskortur. Þetta gefur efnuðum atvinnu- rekendum i betur settum héröð- um tækifæri — og þau eru ekki látin ónotuð — til þess að reka starfsemi sina með sára ódýru vinnuafli. Menntunarskortur á hér rikan þátt, þvi kunnáttu- laust fólk hefur ekki annarra kosta völ en að selja bolmagn sitt i pundfetum við næstum hvaða smánarverði sem er. Utrýming hinnar landlægu fá- tæktar og skorts er þvi aöeins möguleg, að hér verði snúist hart við og auk þess aö skipta landinu réttlátlegar verður að fylgja þvi eftir með fjárhags- og tækniaðstoð. Skiptingin er samt frumatriði. Létta verður af hinu þrúgandi vonleysi, sem þjáir hina snauðu, hvenær sem sá dagur rennur upp að sá draumur rætist. sœxs* iSunnudagur 11. desember 1977 5 stuðst við Kverið og Bibliusög- urnar. Þá var kennt hrafl I reikningi og maður fékk fyrir náð að læra um Island. Ég átti gott með að læra, og hef m.a. lært mikið af vísum um ævina. Eitt atvik er mér þó minnisstætt, vegna þess, að ég bar þó nokkuð lengi kinnroða fyrir minninguna um það. Þannig var, að presturinn hafði komið I húsvitjun og var að hlýða mér yfir kverið. Fletti hann upp á 10. kafla, en i honum var einmitt Faðirvorið. — Nei.skrambinn, hugsaði ég með mér, það getur varla verið að hann ætli að fara að láta mig þylja Faðirvorið. En sú varð raunin, og liklega vegna þess hve mér kom þetta á óvart, eld- roðnaði ég og mig rak stöðugt I vörðurnar. — Þú hefur nú varla farið að skilja Faðirvorið eitt eftir af öllu kverinu, Sigurður minn, man ég að presturinn sagði. En eins ogég segi, þá fór þetta eitt- hvað svo I mig, að það leit út eins og ég kynni ekki nema hrafl i Faðirvorinu. — Elztur á 300 manna ættarmóti Sigurður er kominn af mann- margri ætt, og voru þau syst- kinin ellefu talsins. Má geta þess, að I sumar var haldið niðjamót I Skálholti, og voru þar samankomin rúmlega 300 niðjar Helga Ólafssonar, Þórunnar Eyjólfsdóttur og Valgerðar Eyjólfsdóttur. En Helgi var móðurfaðir Sigurðar, sem var aldursforseti ættarmótsins, og „stolt hópsins” eins og tengda- dóttir hans komst aö orði. Sigurður stundaði lengi sjó- inn, og var fyrst 11 vertiöir á áraskipi. Siðan fór hann á tog- ara og sótti sjóinn um 20 ára skeið. — Jú það er margs að minnast frá þeim tima, svaraði hann spurningu blaðamanns. Fyrst eftir að ég fór að stunda sjóinn voru t.d. engin svefnlög, þannig að maður var alveg réttlaus. Maður stóð upp á endann og vann eins og vitlaus meðan eitt- hvað var að gera. Það var ekki fyrr en búið var að vinna allt sem fyrir lá, að menn gátu farið að hugsa til hvildar. Mér er það t.d. minnisstætt, að einu sinni stóð ég samfleytt I 36 tima við að salta. Þá var skipið orðið fullt, svo ég fór I koju, og svaf I tuttugu tima. Þegar ég kom fram aftur, mætti ég skipstjóranum, sem sagði að bragði: „Hvað andskoti ertu orðinn hálsstuttur Sigurður minn!” Ég sagði það væri ekki nema von, þvi ég hefði sofið I tuttugu tima samfleytt. Sagðist hann þá hefði látið einhvern vekja mig, heföi hann vitað þetta, þvi það var það versta sem hægt var að gera, að sofa svona lengi i einu. Það fór alveg með mann. — Varst þú á sjónum I Hala- veðrinu mikla? — Já, þá var ég á togaranum Mai úr Reykjavik, og við vorum einmitt fyrir austan Reykjanes. Við höfðum það þvi betra en margir aðrir, sem einnig voru á sjónum. Við komum inn á há- degi daginn eftir, og þá voru skipin að tinast inn. Það stórsá á þeim mörgum, enda voru mörg hætt komin eins og t.d. Egill Skallagrimsson. Ég var einnig á sjónum, þegar franska hafrannsóknarskipið Pourqui Pas fórst út af Mýrum. Þá fórust allir nema einn af áhöfninni, sem fannst með lifs- marki I fjörunni. Þá var ég á togaranum Belgum, og við vor- um að koma frá Þýzkalandi. Ég man að við vorum lengi að braska við, að snúa skipinu upp i veðrið til að verja það áföllum, og ég hef líklega aldrei séð sjó- inn ábúðarmeiri en þá. Slikt var veðrið. Rekinn fyrir aldurs sakir — Hvenær fluttist þú til Reykjavikur, Sigurður? — Það var árið 1924. Þá keypti ég húsið hér að Fálkagötu 34, — A ég að sýna þér hvað ég er rlkur?, sagöi Siguröur um leið og hann dró upp mynd af sér i hópi siö sona sinna. Aftari röð f.v. Baldur Bragi, Einar, sem þá var nefnt Skæringsbær. Kaupverðið var þá hálft sjöunda þúsund, og þótti mikið. En það hefur margt breyzt siöan, og get ég nefnt þér sem dæmi, að fyrstu árin okkar hér, höföum við hjónin eina kú, sem ég keypti upp I Borgarfirði. Húsið sjálft hefur ekki farið varhluta af breytingunum held- ur, þvi á þessum tima hef ég byggt þrisvar sinnum við það. — Hvað tókstu þér fyrir hend- ur, þegar þú hættir á sjónum? — Þá hóf ég að vinna hjá Almenna byggingarfélaginu, og var þar lengi. Þar vann ég t.d. verk, sem lfklega á eftir að sjást nokkuö lengi Það er skeifan við Háskólánn. Eyjólfur, Bergur. Fremri röð f.v. i Siðan fór ég til Eimskipa- félagsins og var þar i 17 ár, eða allar götur þar til að ég var kominn yfir aldursmörkin. Þá var ég rekinn. Mér fannst svona háflt i hvoru, að maður færi að verða illa séður, þegar aldurinn tók að færast yfir. Ég hefði lika getað unnið þarna miklu lengur heilsunnar vegna, þvi mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. En ég skil þessa afstöðu lika ósköp vel, þvi þetta varð að ganga jafnt yfir alla. Sumir urðu lika afkastaminni með aldrinum, en auðvitað hefðu all- ir viljað halda vinnunni. Nú orðið held ég mest kyrru Ifi, Siguröur og Sigþór. fyrir. Ég varö fyrir áfalli fyrir rúmu ári siðan, fékk kransæða- stiflu, svo ég má litið hreyfa mig. En það þýðir litiö annaö en aö sætta sig viö lifið eins og það er allt annað er skoðanaleysi. Ég ætla i lokin að biðja þig að skila kveðju upp á Alþýðublað. Ég hef stutt Alþýðuflokkinn allar götur frá 1918 og er nú orð- inn ævifélagi, Alþýöublaöiö hef ég keypt frá 1924 eða 1925. Mér hefur likað vel við blaðið i gegn- um árin ög ég er bjartsýnn fyrir hönd þess og flokksins, sagði Sigurður Eyjólfsson, er við kvöddum hann og óskuöum hon- um og konu hans heilla um ókomin ár. —JSS „Mest spennandi bók ársins" Sunday Times Marco Riccione er félagi f Mafíunni og kunnur fyrir að geta framið fulikomna glæpi. Frammistaða hans i störfum Mafíunnar gerði það að verkum að hann komst frá fátæku þorpi á Sikiley til æðstu starfa á vegum Mafíunnar i Bandarikjunum. Samstarf Mafiunnar og CIA í ákveðnum verkefnum varð til þess að hann var valinn í verkefni, sem talið var það erfiðasta. En hann vissi ekki í hvað mikilli hættu hann var sjálfur..... „Það rísa á manni hárin við lestur þessarar bókar" Financial Times CIA FÉKK LANAÐAN SERFRÆÐING FRÁ MAFÍUNNI NORMAN LEWIS Síkíleyjar 1 NORMAN LEWIS SAMSTARF MAFIUNNAR OG CIA FÉKK ÓVÆNTAN ENDI... Verð kr. 2.990.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.