Alþýðublaðið - 15.12.1977, Síða 1
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER
268. TBL. — 1977 - - 58. ÁRG.
4§
Ritstjórn bladsins er
til húsa íSíðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
Sjóflód valda
usla á Stokks-
eyri og í
Grindavík
2 bátar uppi á bryggj-
um 3 bátar uppi í fjöru á Stokkseyri
Sjóflóð ollu miklum
usla í kauptúnum á
suðurströndinni í gær-
morgun i mestu flóðahæð
sem orðið hefur að sögn
heimildamanna blaðsins,
frá þvi 1925. A Stokkseyri
fór bátur upp á bryggj-
una og þrjá rak upp í
fjöru, en í Grindavik fór
einn bátur upp á brygg ju.
Guðni Einarsson i hraöfrysti-
húsinu á Stokkseyri, sagöi
blaöinu i gær aö um kl. 9 þá um
morguninn heföi allt virzt meö
felldu þar, en hálftima siöar brá
mjög til hins verra og tveir
bátar urðu lausir og ráku upp i
fjöruna og skömmu siöar fór sá
þriöji sömu leiö. Þetta voru bát-
arnir Hásteinn, Jósep Geirsson
og Vigfús Guðmundsson, allir
frá Stokkseyri. Ekki tókst betur
til með Bakkavik frá Eyrar-
bakka, sem kastaöist upp á
bryggjuna og stendur þar,
þegar þetta er skrifað. Ekki er
gott aö sjá hverjar skemmdir
hafa orðiö á bátunum, þar sem
ekki verður enn séö undir botn á
þeim.
A Eyrarbakka mun hins-
vegar enginn bátur hafa verið i
höfninni, en Bakkavikin var viö
bryggju þeirra Stokkseyringa,
þar sem vátryggingafélagiö
haföi sett fram kröfu um aö hún
lægi þar en ekki i heimahöfn.
Tókst þó ekki betur til en nú sér
á.
Á Stokkseyri flæddi upp um
allt þorpið og unnu þeir sem
vettlingi gátu valdiöaö þvi i gær
aö hreinsa grjót og þara af
götunum, sem eru mjög illa
Talsveröar skemmdlr uröu á ollugeymum BP þegar gróf undan
þeim f veörinu.
farnar og varla færar nema
jeppabifreiöum.
t Grindavik náöum við tali af
Jóni Guðmundssyni hjá Frysti-
húsi Þórkötlustaöa. Sagöi Jón
aö flóðiö hefði verið meö ólik-
índum mikiö og heföi bátur i
höfninni, sem nýkominn var til
Grindavikur og ætlaöi á linu-
veiðar, kastast upp á bryggj-
una. Ekki virtist hann þó mikiö
skemmdur og ætti aö vera ger-
legt aö ná honum ofan meö
aðstoö krana. Flóöið heföi fariö
upp um öll tún og viöa heföu
trillur, sem stóðu uppi og taliö
hafði veriö óhætt fyrir sjógangi,
lagst á hliðina. Aö Hrauni i
Grindavik, sem er austasti bær
þar, heföi sjávarkamburinn
gengið langt inn á túniö.
28 bátar lágu i Grindavikur-
höfn, þegar flóðiö bar aö, og
sagði Jón mega þakka þaö
garöinum, sem byggður heföi
veriö fyrir Hópiö, að ekki fór
ver. Brim heföi ekki verið i
höfninni, fyrst og fremst mikiö
sog.
Samkvæmt siðustu heim-
ildum hefur tjón á mann-
virkjum i Grindavik ekki oröiö
mikið en þó nokkurt eignatjón,
svo sem skemmdir á bátum og
kjöllurum húsa.
AM
Ljósmyndari blaöslns 1 Grindavlk, Siguröur Agústsson, tók meöfylgjandi myndir. Hér aö ofan getur aö
lita vélbátinn Erlingur KE 20,en hann kastaöist upp á bryggju I Grindavik og lá þar er veörinu slotaöi.
Ferjuflugmadur fórst í fyrrinótt:
Fór í sjóinn við
Reykjanes
— adeins ÍO mínútna flug frá Keflavík
I fyrrinótt fórst banda-
rískur ferjuf lugmaður,
eftir að vél hans nauðlenti
úti af Reykjanesi. Hér var
á ferðinni eins hreyfils,
fjögurra sæta flugvél af
gerðinni Piper Cherokee, á
leið frá Gander á
Nýfundnalandi til Evrópu.
Vélin lenti i mótvindi og isingu
á leiöinni til landsins og lét flug-
maöurinn vita af þvi, aö eldsneyti
hans væri á þrotum og vafasamt
aö hann næði landi. Flugvél frá
bandariska hernum á Keflavikur-
flugvelli fór til móts viö vélina til
aö fylgja henni siöasta spölinn, en
þegar tæpar tuttugu milur voru til
Keflavikur þraut eldsneytiö og
litla vélin varö aö lenda á sjónum
um þrjúleytiö i fyrrinótt.
Samband rofnaði viö flug-
manninn þegar hann lenti á
sjónum, en skip sem voru nálæg
sigldu að flugvélinni og héldu sig i
námunda viö hana þaö sem eftir
var nætur, en gátu ekki siglt aö
henni vegna veöurs. Þyrla frá
hernum á Keflavikurflugvelli fór
til aöstoöar, en varö frá að hverfa
vegna veöurs.
Um hádegiö i gær, kl. 12.03,
slæddu skipverjar á togaranum
Ingólfi Arnarsyni lik flugmanns-
ins upp úr sjónum, en þaö hafði þá
rekiö frá flugvélinni. Gúmmi-
bátur sást á reki viö flugvélina i
gær. Var hann á hvolfi og álitiö að
hann væri frá vélinni.
Ferjuflugmaðurinn, sem hét
George Martin, var þaulvanur
ferjuflugmaður, og haföi oft haft
viðkomu hér á landi á feröum
sinum milli Bandarikjanna og
Evrópu. Hann átti aðeins 10 min-
útna flug til Keflavíkurflugvallar
þegar hann fór I sjóinn.
Eftir aö lik flugmannsins fannst
yfirgáfu nærstödd skip staðinn,
en siöast þegar fréttist stóö stél
vélarinnar upp úr sjó, vegna lofts
i tveimur tómum benzintunnum
sem i vélinni voru.
Togarinn Ingólfur Arnarson
kom með lik Georges Martin til
Reykjavikur laust eftir kl. 15 i
gærdag.
—hm
Togarinn Ingólfur Arnarson
kemur til Reykjavlkur meft ilk
flugmannsins George Martin.
Togarinn kom ekki inn, heldur
fór dráttarbáturinn Magni til
móts vift hann, sótti likift og kom
meft þaft I land. A myndinni sést
hvar þaft liggur á bryggjunni.
(AB-mynd: HC)
Umfangs-
mikið
smyglmál
f rannsókn
Alþýðublaðið hefur
fregnað að nú standi
yfir hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins rannsókn
á umfangsmiklu smygl-
máli. Vegna þessa snéri
blaðið sér til Hallvarðs
Einvarðssonar rann-
sóknarlögreglustjóra
rikisins og spurðist fyrir
um þetta mál.
Vildi Hallvaröur engarupp-
lýsingar gefa þar eö rannsókn
væri á algjöru frumstigi. Hann
staöfesti þó aö rannsóknarlög-
reglunni heföi borizt máliö frá
tollgæzlustjóra siöast liöinn
mánudag og aö rannsókn þess
vinni nú aöallega tveir starfs-
menn.
Hann vildi ekki segja hvort
hér væri um aö ræöa smygl
sem borizt heföi til landsins i
flugi eöa meö skipi.
—GEK