Alþýðublaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 12
€ r XL alþýðU' blaðið Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að • Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 _______ J Aðstod við Alþýðublaðið: A-pressan vill kanna möguleika Yfirlýsing frá Benedikt Gröndal/ formanni Alþýðuflokksins/ í tilefni af frétt Dagblaðsins um Alþýðublaðið: Viðræður um áfram- haldandi rekstrarsam- starf Alþýðublaðsins og Vísis hafa staðið yfir um skeið/ en gildandi samn- ingur rennur út um ára- mót. Hagur allra dag- blaðanna hefur farið versnandi og er Ijóst, að Alþýðuflokkurinn verður einsog fyrr að færa mikl- ar fórnir til að tryggja út- komu blaðsins. I gær gerði Dagblaðið sér mat úr þessu á heldur óvandaðan hátt. 1 tilefni af því vil ég taka eftir- farandi fram: 1) ba6 er alger uppspuni, að Visir hafi sett Alþýðublaðinu þunga kosti eða gert neinar kröfur á hendur þvi um pappirsútvegun. Samstarf blaðanna hefur verið ágætt og leitt til margvislegs sparnað- ar. 2) A-pressan, samtök dagblaða jafnaðarmanna á Norður- löndum, hefur að fyrra bragði boðist til að kanna möguleika á að veita Alþýðublaðinu að- stoð við pappirskaup i Noregi, og er það mál i athugun, en óútkljáð. 3) Alþýðuflokksfólk og velunn- arar flokksins munu eins og fyrr bera meginþunga af halla Alþýðublaðsins. 1 ár hefur verið gert stórátak með söfnuninni A-77, sem lýkur 15. desember, og hefur árangur verið langt umfram vonir. betta fé hefur þó að mestu farið til að greiða gamlar skuldir blaðsins. Happdrætti og framlög einstaklinga koma hér einnig við sögu. Ég er sannfærður um að Alþýðuflokknum muni takast að tryggja útkomu Alþýöublaðsins, ekki sizt af þvi að blaðið og flokkurinn hafa nú greinilegan meðbyr hjá þjóðinni. Benedikt Gröndal. Góð spurraing hjá ráðuneytisstjóra iðnaóarráðuneytis: Af hverju var ég rádinn, alls óvanur madurinn? — Ég vil svara þessari spurningu þinni með ann- arri spurningu, þ.e. hvers vegna var ég fenginn til starfa hingað í ráðuneytið alls óvanur maður á vor- mánuðum 1975, sóttur í annað fyrirtæki. Þú getur spurt ráðherra þessara tveggja spurninga. — Þannig hljóðaði svar Páls Flygering ráðuneytissjóra í iðnaðarráðuneytinu, er hann var inntur eftir því hvaða sjónarmið hefðu ráðið ferðinni þegar val- inn var maður til að gegna embætti orkumálastjóra c fjarveru Jakobs Björns- sonar, sem er á förum til Kaupmannahafnar í rúm- lega tveggja mánaða leyfi. bað hefur vakiö nokkra athygli að iðnaðarráðherra hefur sett bórodd Th. Sigurðsson vatns- veitustjóra Reykjavikurborgar i embætti orkumálastjóra á meðan að Jakob dvelur erlendis, i stað þess að fela Guðmundi Pálma- syni forstöðumanni stærstudeild- arinnar þetta verk, eins og flestir hefðu talið eðlilegast. 1 einu dagblaðanna i gær er það haft eftir Jakobi Björnssyni að þessi ráðstöfun komi honum mjög á óvart og að hann hafi gert ráð fyrir að Guðmundi Pálmasyni yrði falið þetta starf. Svo sem fram kemur hér að framan visaði Páll spurningum vegna þessarar ráðningar alfarið til ráðherra. Sagði Páll að mál þetta hefði að sjálfsögðu verið rætt i iðnaðarráðuneytinu, en ákvörðunin væri ráðherrans. —GEK íbúðabyggingum á Keflavíkurflugvelli midar greidlega áfram Lokið er senn smíði 334 nýrra fbúða Tekjur hrepp- anna af fram- kvæmdum óverulegar I maí n.k. munu Aöal- verktakar á Keflavikur- flugvelli afhenda herliðinu 184 íbúðir, sem þeir þá munu hafa lokið við að reisa, en áður er lokið smíði á 150 íbúðum, sem töldust til fyrri áfanga. Sem kunnugt er, er smíði allra þessara íbúða fram- kvæmd samkvæmt samningi við herinn frá 1974 og miðaði að þvi að koma þeim 270 fjöl- skyldum hermanna, sem þá bjuggu utan vallar, inn- fyrir girðingar herstöðv- arinnar. bessar og fleiri upplýsingar fengum við eða rifjuðum upp i samtali við þá Thor O. Thors.hjá Aöalverktökum og Pál Asgeirhjá Varnarmálanefnd I gær og fyrra- dag. Blaðamaður innti Thor eftir þvi hver væri kostnaður á rúmmetra við smiöi þessara ibúða, en orð hefur veriö haft á að þær væru mjög dýrar. Thor sagði, að I umfjöllun um það mál hefði þess ekki verið gætt, að inn I kostnað- inn kæmu ýmsar framkvæmdir, sem ekki væru tindar til, þegar vanalegur byggingarkostnaöur væri tiundaður, t.d. i Reykjavik. Meðal þess mætti nefna lagningu vatns, rafmagns og þess háttar, malbikun og gerð gatna, sem bæjarfélög önnuðust ella. bessi atriði flæktu málið ekki svo litið og engin leið væri aö svara spurn- ingunni um kostnað á rúmmétra i byggingunum. bá mætti nefna að byggingarefni væri allt fengið frá Bandarikjunum og þvi dýrara fyrir vikið, en Bandarikjamenn- irnir leggðu sig eftir að vera ekki komnir uppá framleiðslu annarra þjóða með endurnýjun og vara- hluti. Thor sagði að Aðalverktakar væru um þessar mundir einnig með önnur mjög viöamikil verk á hendi, svo sem endurmalbikun stærstu flugbrautarinnar. bá væriunnið aðsmiði á nýjuþakiá stærsta flugskýli vallarins, það sem Flugleiðir nota hvað mest, og enn mætti nefna vinnu við að úti- loka aö sjónvarp sæist utan svæðisins. Loks væri verið að grafa simalinur i jörð, sem til þessa hafa verið bornar uppi af staurum. Aöstöðugjöld til hreppanna afnumin Páll Asgeir hjá Varnarmála- nefnd sagði okkur að tekjur þeirra hreppa, sem lögsögu ættu yfir svæði þvi, sem framkvæmdir Aðalverktaka fara fram á nú, væru mjög óverulegar, eftir að aðstöðugjöld heföu verið afnumin. Einkum hefði það verið Njarðvikurhreppur, sem ábata hefði haft af gjöldunum, og að nokkru Miðneshreppur, en markaiina umráðasvæðis þeirra hefði raunar legið um sjálfa skrif- stofubyggingu Aðalverktaka á Vellinum. Landið sjálft væri hins vegar eign rikisins. Auk þessara tveggja hreppa eiga Hafnar- hreppur og Gerðahreppur umráð yfir landi á flugvallarsvæðinu, en litið mun hafa veriö um stórfram- kvæmdir á þeim hluta þess. Flugskýlin þrjú Við inntum Pál Asgeir eftir flugskýlunum þrem, sem íslend- ingar teljast eiga á vellinum, og rætt hefur verið um að óheimt væri leiga af. Páll sagði að hér ræddi um þrjú litil flugskýli, sem tslendingar hefðu fengið ráðstöf- unarrétt yfir, þegar Bandarikja- Framhald á bls. 10 EFLIÐ ALÞÝÐUFLOKKINN - ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vinnum aðeflingu Alþýðuflokksins með þvi að gcra Alþýðublaðið að sterku og áhrifamiklu baráttutæki fyrir jafnaðarstefnuna á lslandi. Gerizt áskrifendur i dag. Fyllið út eftirfarandi eyðublað og sendið það til Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Reykjavik eða hringið i sima 14-90« eða 8-18- 66. Gunnar Thor- oddsen, iðn- adarráðherra: Enginn er sjálfkrafa staðgengill orku- málastjóra — Þóroddur Th. Sig. er gagnkunnug- ur þessum málum Svo sem fram kemur i við- tali við ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins er birt- ist hér annars staðar á siö- unni, ráðlagði Páll Flygering eindregið að spurningum varðandi ráðningu bórodds Th. Sigurðssonar vatnsveitu- stjóra I embætti orkumála- stjóra, yrði beint til iðnaðar- ráðherra. Alþýðublaðið leitaöi þvi til Gunnars Thoroddsen iðnaðar- ráðherra og spurði hann hvaða sjónarmið hefði ráðið ferðinni er ákveðið var að setja bórodd Thoroddsen Sigurðsson i þetta embætti. 1 svari sinu sagði ráðherrann meðal annars. „í Orkustofnun er enginn sjálfkrafa staðgengill orku- málastjóra, það er, enginn starfsmaður sem af sjálfu sér tekur við i forföllum éöa fjar- veru orkumálastjóra. Iön- aðarráðuneytið ákvað þvi að fá bórodd Th. Sigurðsson verkfræðing til að gegna þessu starfi i fjarveru Jakobs, en bóroddur hefur um þriggja ára skeið verið ráðunautur iönaðarráðuneytisins i orku- málum og er gagnkunnugur Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.