Alþýðublaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 22. desember 1977 £SSd* Réttarvernd gagnrýnir seinagang í dómskerfinu Dregið hefur verið i Happdrætti Alþýðu- flokksins og komu eft- irfarandi númer upp. Litasjónvarp: 7500, 19365, 16291. Utanl^ndsferð: 3211, 14380, 843. AOalfundur tslenzkrar Réttar- verndar var haldinn á Hótel Loft- leiöum um sföustu helgi. 1 skýrslu formanns dr.Braga Jósepssonar, kom fram aö rúmlega 200 einstaklingar höföu leitaö tii félagsins um aöstoöa á árinu 1977, en eins og kunnugt er starfrækir Islenzk Réttarvernd lögfræöilega upplýsinga- og þjónustuskrifstofu fyrir almenning. Lögfræöingur félagsins hefur veriö Þorsteinn Sveinsson hdl., og færöi fundurinn Þorsteini sér- stakar þakkir fyrir mikil og góö störf i þágu félagsins og þeirra mörgu einstaklinga, sem leitaö hafa til Islenzkrar Réttarverndar um aösoö. Þorsteinn hefur nú lát- iö af störfum og hefur félagiö nú ráðiö Björn Baldursson lög- fræöing til starfa. Aö lokinni skýrslu formanns uröu allmiklar umræöur um mál- efni og starfsemi félagsins. Þá voru samþykktar nokkrar álykt- anir, þar sem m.a. seinagangur á afgreiöslu dómsmála var harö- lega gagnrýndur, og skoraö var á Alþingi aö setja lög um embætti umboðsmanns, er gætti réttar þegnanna gagnvart hinu opin- bera. I ályktun aöalfundar segir m.a.: „Fundurinn bendir á, aö mikiö af þvi misrétti, sem viðgengst i þjóðfélaginu má rekja til seinagangs i dómskerfinu. Félagsleg og réttarfarsleg röskun á llfsháttum þeirra, sem árum saman þurfa aö biöa eftir afgreiðslu mála sinna fyrir dóm- stólum hlýtur aö vera áhyggju- efni allra þeirra, sem trúa á frjálst og heilbrigt réttarfar á Islandi. Þá itrekar fundurinn samþykkt frá síðasta aöalfundi, aö Alþingi samþykki tillögu um skipum sér- stakrar þingnefndar til þess aö kanna gang og framkvæmd dómsmála og vinna á annan hátt aö þvi aö efla réttarfariö i land- inu, en þingsályktunartillaga um þaö efnivareinmittfluttá siöasta Alþingi. Dr Bragi Jósepsson var endur- kjörinn formaöur félagsins, en aukhans eru nú i stjórn tslenzkr- ar Réttarverndar: GIsli G. Isleifsson, Gunnlaugur Stefáns- son, Valborg Böðvarsdóttir, Jörundur Ingi, Guöný Bergsdótt- ir, Hjördis Þorsteinsdóttir, Sig- uröur Þóroddsson og Jónina Jónsdóttir. I varastjóm eiga sæti: Alfreð Gislason, sr. Siguröur Haukur Guöjónsson og Páll Skúli Halldórsson. Endurskoöendur voru kjörnir: Ingólfur Kristbjörnsson og Þorsteinn Sveinsson. Félagsmenn eru um 300 talsins. BÓKIN sem strákarnir tala um Aflaskip í lamasessi: Að lökum gat ólafur Mixa þess aö þaö væri Rauöa krossi Islands heiöur aö fá tækifæri til aö veita mikilhæfu fólki þennan heiöur. Gat hann þess aö Helga Níels- dóttir væri brautryöjandi á Islandi i ljósmóöurfræöu m, hún hefur stofnaö fæöingarheimili I Reykjavik, unniö aö heimilishjálp fyrir aldraöa og sjúka um margra ára skeiö. Hún hefur látiö mannúðina ráöa i starfi sinu þar sem hún hafi verið og sé enn mál- svari þeirra sem minna mega sin. Gisli Sigurbjörnsson hefur á fimmta tug ára verið forystu- maöur i málefnum aldraöra. Hann hefur unniö merkilegt verk sem alþjóö er kunnugtog þekkt er viöa um lönd. GIsli hefur ekki un- aö kyrrstööu á sviöi öldrunar- mála og ,látiö miklar athafnir fylgja oröum sinum. Forseti íslands hefur að tillögu nefndar heiðursmerkis RKl veitt þeim Gisla Sigurbjörns- syni forstjóra og Helgu M. Nielsdóttur ljósmóður heiðurs- merki Rauða kross íslands. Gísli og Helga heidrud V Leynilögreglu félagið Leynilögreglufélagið er eftir hinn fræga unglingabókahöfund Capt. W. E. Johns. Hann hefur skrifað margar unglingabækur og eru Bennabækurnar þeirra frægastar, sem allir strákar muna eftir. Leynilögreglufélagið er strákabók sem fjallar um nokkra pilta í Lond- on sem eru áhugasamir um að upplýsa af- brot, og aðstoða oft lögregluna i erfiðum málum. VERÐ KR.: 1.750.- HAGPRENTH/F Sigurdur RE biladur Nú er fullljóst, aö aflaskipiö Siguröur RE 4 veiöir ekki meira á yfirstandandi vetrarvertfö. Þaö óhapp vildi til fyrir stuttu, aö sveifarásinn i skipinu brotnaöi, en sú bilun er svo yf irgripsmikil, aö útilokað er aö viögerö ljúki nægilega timanlega til aö Siguröur geti fariö á frekari loönuveiöar. Agúst Einarsson framkvæmda- stjóri Hraöfrystistöövarinnar i Reykjavik, sagöiblaöinuigær, aö enn væri ekkert ákveöiö um, hvaö gera skyldi. Sveifarásar I skip af þessari stæröargráöu eru ekki lagervarningur, þannig aö nauö- synlegt veröur aö smiöa nýjan. Þaö tekur sinn tima. Mögulegt er aö hægt sé aö fá sveifarásinn fluttan hingaö til lands, en þó er talið aö hagkvæm- aragetiveriö aöláta draga skipið utan til Bremerhaven, þar sem það var smiðaö. —hm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.