Alþýðublaðið - 03.01.1978, Side 2

Alþýðublaðið - 03.01.1978, Side 2
2 Þriðjudagur 3. janúar 1978 Hvad segja verkalýdsforingjar um áramótin? Hefur árið 1977 verið hagstætt verkalýðnum? Um það eru ýmsar skoðanir og þær talsvert skiptar. Við fengum nokkra verkalýðsforingja á landsbyggðinni til að svara tveimur spurn- ingum blaðsins. Hver var þróun mála í kjara- og verkalýðsbaráttunni á ný- liðnu ári? Hver eru helztu verkefni verkalýðshreyfingarinnar á nýbyrj- uðu ári og hverjar eru framtiðarhorfurnar? Hendrik Tausen, formadur verka- lýdsfélagsins Skjaldar, Flateyri: ,?Ordin ein eru ekki nóg” Sem aðili að Alþýðusambandi Vestfjarða eru mér að sjálfsögðu efst i huga kjarasamningar þeir, sem gerðir voru hér á Vestfjörð- um á siðastliðnu ári og þá sér- staklega undir hvaða kringum- stæðum þeir voru gerðir. Þar á ég við það, aö ASV samdi eitt og sér. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, eins og málin stóðu, það er þegar fulltrúar okkar i samninganefnd ASl fóru heim, að þá hafi það verið rétta skrefið, ekki aðeins fyrir ASV heldur og fyrir hreyfinguna i heild. Og þvi til sönnunar er það staðreynd, að hreyfing komst á að nýju þar syðra og „Sólstöðusamningam- ir” urðu að veruleika tveim dög- um eftir að við vorum búnir að semja. Annað atriði frá samningamál- unum á siðastliðnu ári eru mér einnig ofarlega i huga. Þar á ég við þann árangur sem náðist i sjó- mannasamningunum á siðasta ári hér á Vestfjörðum. Sérstak- lega vil ég benda á þá viðurkenn- ingu sem fékkst frá iltgerðar- mönnum á þvi, að hér vestra væri mun erfiðara en annars staðar að sækja sjóinn. En sú viðurkenning fékkst með þvi, að Utgerðarmenn féllust á að hér ætti að vera hærra kaup tilsjómanna en annarsstað- ar á landinu. En það, sem hæst ber hjá okkur hér á Vestfjörðum i dag i kjaramálum er sú stað- reynd að við erum með lausa samninga landverkafólks. Akvæði i Vestfjarðasamningun- um um að hægt væri að segja upp kaupgjaldsákvæðum samn- inganna ef aðrir hópar fengju verulega hærri kauphækioin á samningstimanum var notað eftir aö ljóst varð hvað rikisstarfs- menn fengu i kauphækkun. Haldnir hafa verið tveir samn- ingafundir en þvi miður hefur lit- ið miðað. Næsti samningafundur verður þriðja janúar og hafa þá væntanlega öll félögin, sem aðild eiga að Vestfjarðasamningunum aflað sér verkfallsheimildar eins ogsamninganefnd ASV hefur lagt til. Það er von min að samningar náist án þess að til verkfalls komi og væri óliklegt að til slikra alvarlegra atburða gæti komið þegar litið er til þess, hvað vertfirzkir atvinnurekendur standa traus'tum fótum með sinn atvinnurekstur, miðað við aðra atvinnurekendur á landinu. Varðandi spurninguna um þró- unina á næsta ári er vafalaust erfitt að spá, en eitt er vist að það sem gerist á árinu það gerist á Alþingi og er verkalýðshreyfingin Hendrik Tausen. þegar búin að fá smjörþefinn af þvi. Þar á ég við samþykktina um bindingu á ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna. En höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar á næsta ári verður það að standa vörð um kaupmáttinn og vil ég i þvi sambandi benda á þá samþykktum kjaramál sem gerð var á sambandsstjórnarfundi þann 25. og 26. nóvember siðast- liðinn.og þó sérstaklega niðurlag þeirrar samþykktar þarsem var- að var mjög alvarlega við allri skerðingu kaupmáttarins. En ég vil taka það fram, að orðin ein eru ekki nóg, og tel ég til dæmis, að sólarhrings allsherjar- verkfall hafi verið viðeigandi svar verkalýðshreyfingarinnar við árásum rikisstjórnarinnar á llfeyrissjóðina. Eitt er það verk- efni sem vinna þarf að, sem ekki tókst að ná fram á siðasta ári það erað komast að samkomulagi við rikisstjórnina um félagslegar Framhald á bls. 10 Hákon Hákonarson, formaður Alþýdusambands Nordurlands: ,,Yfirvinnubannid vakti fólk til umhugsunar” 1 ársbyrjun 1977 einkenndust störf verkalýðshreyfingarinnar af miklum umræðum um væntan- lega samningagerð. Niðurstaðan varð sú, að ákveðið var aö ganga til sameiginlegrar samninga- gerðar allra aðildarfélaga Alþýðusambands Islands undir sameiginlegu merki. Slamninga- viðræður drógust mjög á langinn og gekk á ýmsu. Verkalýðshreyf- ingin beitti nýjum baráttuaðferð- um, svo sem yfirvinnubanni og staðbundnum dagsverkföllum. Samningar voru svo undirritaðir 22. júni og verður að telja, aö á ýmsum sviðum hafi náðst viðunandi samningar. Mér ber ekki að leyna að hin svokallaöa lágiaunastefna, sem talið er að hafi verið framfylgt i samningunum tók á sig allfurðu- legar myndir I ýmsum tilvikum og er aö minu mati alls ekki séð fyrir endann á þvi, hvaöa afleið- ingar það hefur fyrir samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er ein af spurningunum sem eftir standa i dag ásamt mörgum öðrum. önnur spurning er hvort hetðbundin stefna um mjög harö- an slag fyrir verulegum kaup- hækkunum færi fólki raunveru- lega kjarabætur. Einnig tel ég, að reynslan af yfirvinnubanninu hafi kannski vakið fólkið til umhugs- unar um, að Iifið er annað en 10—15 tima vera á vinnustað flesta daga ársins. Þessir punktar geta kannski verið lauslegar hugmyndir minar um stöðuna i dag og nokkur stefnumál framtiðarinnar. En eitt er vist, að grundvöllurinn aö samstööu og samstarfi er raun- veruleg virðing og tillitsemi við alla þá, er vinna á með. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða: Ef la verður verkalýðs- f lokkana í landinu Þegar litiö er til baka og árang- ur kjarabaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar árið 1977 er met- inn kemur i ljós að með samstööu og breyttum baráttuaðferðum tókst að ná fram þeim kjarabót- um sem áttu að gefa fólki bað sem glatazt hafði i kaupmætti launa undanfarið ár. Þó var hægt aö hafa þær hækkanir innan þess efnahagsramma sem settur haföi verið af reiknimeisturum þjóðar- innar og gjaldþol atvinnuveganna átti að þola. Siðan kemur svo í ljós, að samningar verkalýðsfélaganna innan ASf voru ekki notaðir sem viðmiðun I kjarasamningum sem gerðir voru seinna á árinu. Þar virðist ekki hafa þurft aö tak- marka launahækkanir við efna- hagsrammann eða gjaldþol at- vinnuveganna. Launajöfnun er eftir semáður, þrátt fyrir jákvæö- ar tiiraunir i samningum al- mennu verkalýðsfélaganna, aö- eins i orði en ekki á borði. Framundan er á þessu- ári sem I garð er gengiö, það stóra verkefni að verja kaupmátt þeirra launa sem um samdist á liðnu ári. Framundan eru þingkosningar, þar verður verkafólk að styrkja sina stöðu með þvi að efla verka- lýðsflokkana i landinu. Nú á allra siðustu árum hefur jákvætt sam- starf hafizt á milli Alþýðuflokks- manna og Alþýðubandalags inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Framhald á bls. 10 Gunnar Már Kristófersson, form. Alþýðusambands Vesturlands: Blikur á lofti Sá meðbyr, sem krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun virt- ist fá hjá þjóðinni og kjarasamn- ingarnir, sem undirritaðir voru 22. júni siðastliðinn er það fyrsta sem kemur upp i huga manns þegar litið er til baka til nýliðins árs. Með kjarasamningunum og þvi, sem á undan þeim hafði gengið hygg ég að verkafólk al- mennt hafi gert sér vonir um að brotið hafi verið blað i kjaramál- um þess, veruleg kjarabót hafi náðst og meiri likur til þess en oftastáðurað sú kjarabót héldist. Vist er, að verulegur árangur náðist með samningunum og von- andi er, að með þeim ljúki þeirri varnarbaráttu, sem verkalýðs- hreyfingin hefur verið i á undan- förnum árum. En þó þetta skref hafi verið stigið, vantar verulega á að kjör verkafólks sé viðunandi og að tekjuskiptingin innan þjóð- félagsins sé réttlát. Nú siðustu mánuðina hafa þær blikur verið á lofti, að rikisvald og atvinnurek- endurhyggist reyna að rifta þess- um kjarasamningum. öllum er kunnur sá áróður atvinnurek- enda, að atvinnureksturinn hafi ekki þolað þær kauphækkanir, sem urðu , en benda má á að þær forsendur, sem fyrirlágu við gerð þessara samninga hafa á ýmsan hátt brugðizt. Aukning þjóðar- tekna hefur orðið meiri en reikn- að var með. Atvinnurekendur hafa stutt þennan áróður sinn með þvi að veifa vofu atvinnuleysis yfir heil- um byggðarlögum, lokað fyrirtækjum sums staðar og hót- að lokun annars staðar. Sé um rekstrarerfiðleika fyrirtækja að ræöa eru þeir ekki af völdum kauphækkana sem orðið hafa, þar er annarra orsaka að leita að rnínu mati. Það er kominn timi til að atvinnurekendur og rikisvald átti sig á að ekkert verður leyst með þvi að ráðast sifellt á garð- inn, þar sem hann er lægstur. Það verður þvi aðalverkefni verkalýðshreyfingarinnar á næstu vikum og mánuðum að gæta þess að ekki verði ráðizt á nýgerða samninga. Verkalýðs- hreyfingin verður ogþá allir sem einn, að sporna við fótum, og gera allt sem i hennar valdi stendur til aö sú kaupmáttaraukning sem ætlað er að verði á þessu ári, standist- öllum árásum hvaðan sem þær koma á kjör verkafólks verður að verjast og i þeirri bar- áttu mega þeir, sem eitthvað bet- ureru staddir, ekki láta sitt eftir liggja. Jón Karlsson, formaður Verkamannafélagsins Fram, Saudárkróki ,,Ekki verdi hróflad við samningunum” Það mikilvægasta sem á vannst á árinu 1977 tel ég vera, að þaö tókst að gera kjarasamninga, sem eiga að tryggja kaupmátt þeirra launa, sem samið var um. Þá tel ég afar mikilvægt, að áfram er unnið að endurbótum á lifeyriskerfinu, sem hefur i för með sér verulegar hagsbætur fyrir eftirlaunafólkið innan ASl, þó mikið vanti á að þar sé nóg að gert. Það er mikilvægast i næstu framtil v- standa vörð um þá samninga öem gerðir voru á þann hátt.að við þeim verði ekki hrófl- að af stjórnvöldum. Sú hætta er vissulega fyrir hendi og m á be nda á lögþvingun á skuldabréfakaup- um lifeyrissjóða og sjálfbirgings- legan málflutning ráðherra i þvi sambandi. Þá er ekki siður mikil- vægt að launþegar á Islandi geri sér ljóst i þeim kosningum sem verða á árinu 1978, að þeirra hagsmunum er bezt borgið með þvi að gera traustan og sterkan jafnaðarmannaflokk að öðru helzta baráttu tæki sinu og veiti Jón Karlsson Alþýðuflokknum nægilegt braut- argengi til aðsvo geti orðið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.