Alþýðublaðið - 10.01.1978, Síða 4
4
Þriðjudagur 10. janúar 1078
(Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn. ' ' L
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- !
s°n. Aösetur ritstjórnar er I Siöumdla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, ;
Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftarverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur i lausasölu.
ff
Flokkur” flokkanna
íslendingar hafa síð-
ustu misseri orðið vitni að
alvarlegri fjármálaspill-
ingu. Reynt hefur verið
að leita skýringa. Bent
hefur verið á áhrif ára-
langrar verðbólgu á allt
verðmætamat, ranga
fyrirgreiðslu peninga-
stofnana og almenna
upplausn á peningamark-
aði.
Minna hefur verið rætt
um staðnað flokkakerfi,
hreyf ingarleysi íslenzkra
st jórnmála.
Sömu f lokkarnir og
sömu mennirnir hafa
jafnvel um áratuga skeið
farið með völd í öllum
helztu peningastofnunum
þjóðarinnar. Þar hafa
menn ekki f undið ferskan
vindblæ um langt árabil.
Við slikar aðstæður
þróast samtrygginga-
kerfi stjórnmálaf lokk-
anna. ,,Ef þú gerir þetta
fyrir mig, skal ég gera
þetta fyrir þig." Fari
eitthvað úrskeiðis eru all-
ir múlbundnir, enginn
segir neitt. Allir eru sam-
ábyrgir. Skipulag fyrir-
greiðslunnar hef ur náð að
fullkomnast. Um það
hefur verið reistur
varnarmúr, sem erfitt er
að brjóta niður.
Eitt bezta dæmið um
hið óeðlilega ástand er
stjórn Sjálfstæðisflokks-
ins á málefnum Reykja-
víkur. Ekki skal neinum
getum leitt að því, að þar
hafi þróast meiri spilling
en gengur og gerist í þjóð-
félaginu. En hver maður
hlýtur að sjá í hendi sér,
að hættan er mikil, þegar
sami flokkur hefur farið
með stjórn svo áratugum
skiptir. Það væri sama
hvaða flokkur ætti í hlut.
Æðstu yfirmenn stofn-
ana Reykjavikurborgar
eru Sjálfstæðismenn. Yf-
irmenn þeirra er svo
meirihluti borgarráðs og
borgarstjórnar, og í þeim
meirihluta eru fulltrúar
Sjálfstæðisf lokksins. I
stjórnum borgarstofnana
eru Sjálfstæðismenn í
meirihluta. A milli þess-
ara fulltrúa flokksins
styrkjast vináttubönd og
traust manns á manni
verður svo mikið, að
sjálfsögð gagnrýni og
eftirlit verður nánast lít-
ið.
Auðvitað hefur helftin
af þessum mönnum unnið
gott starf. En hættunni er
boðið heim. Það er því
fyljilega tímabært að
valdi Sjálfstæðisf lokks-
ins í Reykjavík verði
hnekkt. Það hefur sýnt
sig að undanförnu, að
hreyf ingarleysi og stöðn-
un í embættiskerfi og
stjórnmálalífi, getur haft
alvarlegar afleiðingar í
för með sér.
Dæmið um Reykjavík-
urborg getur einnig átt
við um hið margfræga
samtryggingarkerf i
flokkanna. Þar eru það
tilteknir sameiginlegir
hagsmunir fyrirgreiðslu-
aflanna, sem þrengja
f ulltrúum allra f lokka inn
í einn„flokk", — „flokk"
þeirra, er gæta hagsmuna
ákveðinna skjólstæðinga.
Fyrirgreiðsla getur
auðvitað verið réttlætan-
leg. En það er hins vegar
Ijóst, að það er nokkur
hópur manna í þjóðfélag-
inu, sem hefur meiri og
betri aðgang að fyrir-
greiðslunni en aðrir. Þeir
hafa notið hinnar óeðli-
legu fyrirgreiðslu í skjóli
„flokks" flokkanna. Og
það er þetta kerfi, sem
þarf að brjótast inn í og
lagfæra.
Það er meðal annars
þetta kerfi, sem á sök á
þeirri spillingu, sem Is-
lendingar nú verða vitni
að. Það er áratuga að-
staða nokkurra aðila í
peningastofnunum, sem
þjóðin verður að stöðva
með því að koma hreyf-
ingu á staðnað flokka-
kerfi. —AG—
Ferðaklúbburinn Ameríkuferdir:
Þetta samband
má ekki rofna
— segir Helgi Vigfússon um
sambandið við V-íslendinga
— Pantanir og upp-
hringingar hafa verið
miklu fleiri en ég gerði
mér í hugarlund, sagði
Helgi Vigfússon, tals-
maður Ferðaklúbbsins
Ameríkuferðir i samtali
við Alþýðublaðið fyrir
helgi. Þessi ferðaklúbbur
hefur undanfarið augiýst
þrjár ferðir til Vestur-
heims, Islendingabyggða,
og leitaði blaðið upplýs-
inga i auglýstu símanúm-
eri, til að forvitnast um
þessar ferðir og ferða-
klúbb þennan.
Helgi sagöi, aö klúbburinn
heföi veriö stofnaöur fyrir
stuttu. Þar væri ekki veriö aö
stofna neina feröaskrifstofu eöa
þviumlikt, heldur yröi samiö viö
einhverja feröaskrifstofu um
útgáfu farseöla. Þegar Helgi
var aö þvi spurður, hverjir
stæöu fyrir þessum klúbbi,
sagöi hann það vera hann sjálf-
an og nokkra úr fjölskyldu sinni,
sem væri ættstór vestanhafs og
mjög áhugasöm um tengsl milli
Islendinga austan hafs og vest-
an.
Vantar betri
samvinnu
— Aö elska og minnast, sagði
Helgi, — þaö tvennt liggur hvaö
upp aö öðru i sál Vestur-lslend-
inga. Þeir elska Island innilega
og þráin til aö minnast gamla
landsins er stórkostleg. Rikasta
þrá þeirra er aö hafa samband
viö Island og Islendingá. Hér
heima hefur þvi miöur vantaö
nánari og betri samvinnu um
þessi samskipti. Það er miöur,
þvi þetta málefni má ekki veröa
deilumál milli aöila.
— Margir þeirra sem hafa
hringt, er fólk sem fór til Vest-
urheims árið 1975 með Sunnu,
en Guðni Þóröarson á einmitt
miklar þakkir skiliö fyrir þaö
upphaf slikra feröa. Ef hann
hefði ekki lagt allt i sölurnar og
fórnaö mannoröi sinu, heföi
ekkert oröiö úr slikum feröum.
En fyrir þetta framtak sitt hefur
hann orðiö fyrir ómaklegu aö-
kasti.
Kirkjukór og knatt-
spyrnulið
Feröir feröaklúbbsins verða
þrjár, eins og fyrr segir. Hin
fyrsta veröur farin i lok júni og
veröur i tengslum við aldaraf-
mæli íslendingabyggöar i
Noröur-Dakota. Sú ferö er háls-
mánaöarferð. Onnur feröin er
þriggja vikna og veröur þar
komiö viö á Islendingadeginum
i Gimli, en þriðja og siöasta
feröin er fjögurra vikna og flog-
iö til Seattle og meöal annars
komiö til Hawai og dvalizt á
hóteli þar í eigu vestur-Is-
lenzkra hjóna.
Helgi Vlgfúfson.
Helgi sagbi að þegar heföu
fjölmargir einstaklingar pantaö
sæti i þessum feröum, auk þess
sem félagasamtök heföu pant-
aö. Meöal annarra kirkjukór og
knattspyrnuliö. Þar sem hér
væri ekki um feröaskrifstofu aö
ræöa, gæti hann aðeins tekiö á
móti pöntunum, en ekki látiö
greiöa inn á væntanlegan feröa-
kostnaö, sem hann sagöi að yröi
aö visu I lágmarki, en hann gæti
þó ekki gefið upp.
Þeir sem pantaö heföu far,
yröu hins vegar aö gefa það upp
fyrir næstu mánaðamót, hvort
þeir væru ekki alveg staöráönir
i aö fara, þar sem ganga þyrfti
frá pöntunum á hótelum. Tilboö
heföu komið frá hótelum I Fargo
og Winnipeg, og þau mál þyrftu
afgreiðslu hið fyrsta.
ódýr hótel og ættingjar
Þegar Helgi var aö þvl spurð-
ur, hvort gist yröi hjá einstak-
lingum, eins og gert var á siö-
asta sumri þegar hópar fóru
vestur um haf, kvaö hann nei
viö. Hjá einstaklingum yröi ekki
gist nema þvi aöeins aö ein-
hverjir ættu ættingja vestra
sem þeir vildu gista hjá. Raunar
væri mönnum ráðlagt aö gera
þaö ef unnt væri, en annars yröi
útveguö dvöl á „ódýrum en sér-
staklega smekklegum hótel-
um”. Ef um þaö yrði að ræöa,
aö koma þyrfti einhverjum fyrir
hjá fjölskyldum vestra, án þess
aö þar væri um skyldleika aö
ræöa, sagði hann slika dvöl al-
gerlega háöa þvi, aö greitt yrði i
sömu mynt þegar V-íslendingar
koma hingaö til lands.
— Þessar feröir klúbbsins eru
alls ekki ætlaöar til höfuös ein-
um eða neinum, sagöi Helgi aö
lokum, — en það væri bezt fyrir
alla aöila, ef unnt væri aö sam-
eina feröir hinna ýmsu aöila
vestur um haf. En aðalatriðið er
aö halda tengslunum viö þessa
frændur okkar 1 Vesturheimi
sem nú munu vera yfir hálf
milljón og ótrúlega margir
mælandi á betri Islenzku en
unglingar hérlendis. Þetta sam-
band má ekki rofna meöan is-
lenzkt blóð rennur i bláæöum
okkar.
—hm