Alþýðublaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. janúar 1978 7 \ Svo mæiir Anker Gaihede# formaður Sjó- mannasambandsins á Skagen. Hann er einn af 1500 Norðurjóskum sjó- mönnum/ sem nú standa uppi algjöriega ráða- lausir, og sjá ekki fyrir hvernig þeir geti brauð- fætt fjölskyldur sínar i framtiðinni. Á sama tíma berjast ráðherrar Efnahags- bandalagslandanna að þvi er virðist vonlausri baráttu til að ná sam- komulagi um ákveðna stefnu í fiskveiðimál- um, sem allar þjóðir innan Efnahagsbanda- lagsins/ svo og utan þess/ geta fallist á. Því hafa nokkrar þeirra/ einkum Eng- lendingar, Skotar og Norðmenn gripið á eigin spýtur til sérstakra ráð- stafana til verndunar fiskveiðum sínum. Kvótarnir minnka stöð- ugt Norðmenn hafa nú algjör- lega bannað veiðar verk- smiðjutogara á sinum yfir- ráðasvæðum, en hleypa aðeins fiskiskipum sem hafa leyfi þar inn. Skotar hafa lokað mörgum sinna svæða og Englendingar vilja færa út fiskveiðilögsög- una. Allar þessar aðgerðir koma afar illa við fiskveiðar Dana þvi með framkvæmd þeirra hefur fiskimiðum þeim, sem danskir sjómenn hafa sótt um áratuga skeið, nú verið lokað fyrir þeim. Ekki bætir það úr skák, að veiðikvótar Efna- hagsbandalagsins minnka stöðugt, og magn þess neyslu- fiskjar sem veiða má, minnk- ar stöðugt. óvissa eftir 1. janúar. Formaður Sjómannasam- bandsins i Hirtshals, Poul Pedersen hefur þetta um á- standið að segja: „Þaö er al- gerlega óviðunandi að búa við þessar aðstæður. Það veit enginn hvað tekur við eftir 1. janúar n.k. og þvi er ekkert hægt að skipuleggja fram i timann. Ég vona að fiskveiðarnar dragist ekki saman eftir 1. janúar, en þó verður sú hætta alltaf meiri eftir þvi sem leng- ur dregst að samkomulag ná- ist innan Efnahagsbandalags- landanna”. Poul Pedersen leggur enn fremur mikla áherzlu á, að haldið sé fast við núverandi skiptingu aflans til neyslu og iðnaðar. 'Áriö 1977 hefur verið gott ár fyrir fiskveiðimenn á Norður- Jótlandi, þrátt fyrir hinar margvislegu ráðstafanir. Er það fyrst og fremst vegna þess hve markaðsverð á fiski hefur verið hátt. Auk þess aflaðist mjög vel i Skagerak á sild- Framhald á bls. 10 Nú berjast allir vid alla — á Norðursjónum Formaöur sjómannasambands i Skagen: — Framtióin hefur aldrei verlö eins vonlaus og nú.— Ástandið hefur aldrei verið eins vonlaust og nú. Útlitið er vægast sagt svart og komi ráðherrar sér ekki fljótlega saman um ákveðna stefnu í fiskveiðimálum, verður hver höndin upp á móti annarri á Norðursjónum. — Og það er einmitt það versta sem komið getur fyrir. Sjómenn á Nordur-Jótlandi Feitfiskveiðar Norðmanna Þrátt fyrir verulega auknar hömlur á veiði í Norðursjó, hefur feitfiskafli Norðmanna aukist að magni og verðmæti á árinu 1977, segir f Fiskaren „Feitfiskveiðar Norðmanna hafa aukizt á árinu 1977 frá þvi 1976 um nálægt hálfa milljón hektólitra, þrátt fyrir verulega- skeröingu á veiðum i Norður- sjó” upplýsir Petter Haraldsen,L framkvæmdastjóri norska sildarsamlagsins, i viðtali við Fiskaren. „Okkur var ljóst” segir Haraldsen, „að við stóðum frammi fyrir talsverðum vanda, þegar Norðursjávar- veiði okkar hlaut að skerðast. Fangaráð okkar var að snúa okkur að veiðum annars feit- fisks, þó rýrari væri en slldin að fitumagni. Þetta hefur tekizt þannig, að við höfum fengið nokkra veiðiaukningu (um 1/2 millj. hl.) á árinu og um leið og veiðar sildarinnar i Norðursjó drógust saman, hefur sildin, sem veidd var til manneldis, hækkað i verði. Hér er auðvitaö um að ræða talsverða breytingu á framleiðsluvörum, þar sem mjöl og lýsi eru miklu meiri að vöxtum en áður. En þrátt fyrir það komum við rúmlega sléttir út miðaö viö 1976.” Petter Haraldsvik Blm.: „Hvað er að segja um verð og sölumöguleika á lýsi og mjöli?” Haraldsen: „Vissulega hafa orðið nokkrar sveiflur á verði mjöls og lýsis, en verðið hefur hækkað þegar allt kemur til alls. Þannig er meðalverð á mjöli (70% protein) um tæplega 0.50 n.kr. hærra en i fyrra og sömu sögu er um lýsið að segja, að kg verð hefur hækkað um 0,43 n. kr.” Blm.: „En hvað um sölu- möguleika?” Haraldsen: „Salan hefur verið greið. Þannig höfum við selt fyrirfram verulegan hluta af næsta árs framleiðslu, auk þess sem við eigum engar birgðir frá liðandi ári. Sérfræð- ingar lita svo á, að verðlag verði tiltölulega stöðugt á mjöli og lýsi á fyrstu mánuðum ársins 1978. Þetta er þó auðvitað háð þvi, hvað Perúmönnum tekst að fiska. Veiði þeirra 1977 var langtum lakari, en gert hafði verið ráð fyrir og útlitið hefur litið skánað þar”. Blm.: „Hvað er að ségja um útlitiö á veiðum okkar i ár?” Haraldsen: „Rétt þykir að reikna með enn frekari skerð- ingu á sildveiöum okkar i Norðursjó. Eins og er höfum við leyfi til veiða á 15.000 hl af síld i janúar vestan við 4 v.l. Fastar ákvarðanir um framhaldið sið- ar á árinu liggja ekki fyrir, þó við vonum hið bezta. Viö vinn um nú aö þvi að nýta betur kvóta, sem við gátum ekki full- nýtt 1977, t.d. á brisling og ma- kril. Likiegt er að veiði okkar á öggu og trönusili verði svipuð og áður, gæti þó ef til vill aukizt nokkuð”. Blm.: „Enhvaðum samninga við Efnahagsbandalagið?” Haraldsen: „Það er okkur vissulega óþægilegt, ef lengi dregst að fullganga þar frá hlut- unum. Samt mun mega fullyrða að veruleg breyting verði ekki frá þvi sem nú er um veiðar á Norðursjávarsild, brislingi og makril , eða það vonum við að minnsta kosti.” Blm.: „Hvað viltu segja um framtiðina?” Haraldsen: „Það er ætið erfitt að spá um framtiðina, þar kem- ur svo margt til greina. Það er þó nokkurnveginn vist að okkur er óhætt að leggja aukna á- herzlu á kolmunnaveiðar. Þar er um auðugan garö að gresja, hvað stofnstærð áhrærir, en þaö kostar auðvitað að breyta all-. nokkuð tækjum og vélum verk- smiðja. Allt er þetta i deiglunni. ' Það eitt er vist, að verðum við fyrir skerðingu á einni tegund' framar en nú er, munum við snúa okkur að veiðum annarra tegunda, sem vannýttar kunna að hafa verið.” Blm.: „Nú hefur stórsildar- veiðin aukizt og stofninn virðist vera að rétta við. Bindið þið ekki talsverðar vonir við það?” Haraldsen: „Auðvitað er þaö okkur gleðiefni, að hin alþekkta Noregssild, sem var aðalverk- efni okkar áður, sé að vaxa upp að nýju. Þess mun þó verða langt að biða, að hún nái sinum forna sessi. En hvað sem þvi lið- ur virðist ekki ástæða til neinn- ar sérstakrar svartsýni um möguleika okkar til feitfisköfl- unar i framtiðinni, enda þótt það kunni að kosta okkur ýmsar breytingar á veiöiaðferðum og vinnslu”, voru lokaorð Harald- sens.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.