Alþýðublaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 3
SSS2T Miðvikudagur 11. janúar 1978 3
[ Meginstefnan f tillögu borgarstjóra um atvinnumál:
Efla ber framleiðslu
— einkum á sviði iðnaðar
og sjávarútvegs
Birglr tsleifnr Gnnnarsson AB-mynd: -GEK
greinarnar
I gær lagði borgarstjóri
Birgir isleifur Gunnars-
son, fram tillögu að
stefnuskrá Borgarstjórnar
Reykjavíkur i atvinnumál-
um. Það hefur lengi verið á
döfinni að bera fram slíka
tillögu. I byrjun árs 1976
var byrjað að vinna
skýrslu um þróun atvinnu-
mála i borginni á undan-
förnum árum. Skýrslunni
var svo skilað í júní '77 og
var hún höfð til hliðsjónar
er tillaga borgarstjóra var
samin.
í fyrrgreindri skýrslu kom
fram m.a., að þjónusta alls konar
og viöskipti hafa aukizt mjög á
undanförnum árum og þá á
kostnaö iönaöar og framleiöslu. 1
tillögu borgarstjóra er gert ráö
fyrir, aö borgarstjórn marki
eftirfarandi meginstefnu:
Til aö tryggja atvinnuöryggi i
Reykjavik i framtlöinni ber aö
efla framleiöslugreinarnar, eink-
um á sviöi iönaöar og sjávarút-
vegs. Jafnframt er nauösynlegt
aö búa áfram ýmiss konar þjón-
ustu, verzlun og viöskiptum góö
skilyröi, þannig aö Reykjavik
haldi þvi - forystuhlutverki, sem
hún hefur haft i þessum greinum.
í tillögu borgarstjóra er gerö
grein fyri stefnumarkandi málum
til eflingar atvinnulifs i borginni
og er þessum málum skipt I 9
þætti.
Fyrsti þáttur fjallar um
stjórnun
Fjallaö veröi um atvinnumál I
Reykjavlk undir stjórn borgar-
stjóra og borgarráös, en hag-
fræöideild borgarinnar fari ann-
ars sérstaklega meö þennan
málaflokk. I meginatriöum veröa
störf hagfræöideildar þessi: Aö
auka samskipti stjórnenda borg-
arinnar og fulltrúa atvinnulifs i
þvi skyni aö örva fyrirtæki til
vaxtar og aukinna umsvifa.
Hvetja til nýbreytni I atvinnu-
rekstri. Vera til ráöuneytis um
val á aögeröum og greiöa fyrir
afgreiöslu erinda úr atvinnulifinu
og finna þeim réttan jaröveg.
Annast sjálfstæöa upplýsinga-
söfnun um helztu þætti atvinnu-
lifsins og treysta tengsl viö ýmsar
stofnanir rikisvaldsins. Stofna til
viöræöna og samstarfs viö hlut-
aöeigandi aöila um atvinnumál á
höfuöborgarsvæöinu öllu.
Annar þáttur fjallar um
skipulagsmál
Þar segir m.a.: Reykjavikur-
borg hefur i aöalskipulagi leitast
viö aö svara þörfum atvinnulífs-
ins meö þvi t.d. aö skipuleggja
land til almennra iönaöarsvæöa,
skipaviögeröastööva og svæöa
fyrir starfsemi er teljast hafn-
sækin. Skipulagning nýja miö-
bæjarins I Kringlumýri, Mjóddin i
Breiöholti svo og endurnýjun
eldri hverfa er ofarlega á dag-
skrá. Jafnframt hefur sú stefna
veriö mörkuö aö draga léttan og
þrifalegan iönaö inn I ibúöa-
hverfin. Aö lokum segir, aö greiö-
ar samgöngur innan borgarinnar
hafi mikla þýöingu fyrir atvinnu-
lifiö I heild. Aframhaldandi upp-
bygging aöalgatnakerfis borgar-
innar og áætlanagerö þar aö lút-
andi veröur þvi aö taka miö af
þessum hagsmunum. ,
Þriðji liður fjallar um
orkumál
Þar segir: Einn megin staöar-
kostur höfuöborgarsvæöisins i at-
vinnulegu tilliti eru hin öflugu
orkufyrirtæki borgarinnar: Raf-
magnsveita Reykjavikur, Hita-
veita Reykjvikur og Vatnsveita
Reykjavikur. Gjaldskrár fyrir-
tækjanna skulu miöaöar viö þarf-
ir þeirra svo fyrirtækin geti
áfram staöiö undir eölilegum
vexti og veitt atvinnulifinu ör-
ugga þjónustu. Einnig er lögö á
þaö áherzla, aö eignarhluti borg-
arinnar i Landsvirkjun tryggi
áfram orkuöfiun fyrir orkuveitu-
svæöi Rafmagnsveitu Reykjavik-
ur.
%
Fjórði meginþátturinn er
Hafnarmál
Þar segir i grófum dráttum, aö
vesturhluti Reykjavikurhafnar
veröi fiskihöfn, þ.e. aö stórbætt
veröi aöstaöa fyrir útgerö togara
og nótaskipa frá Reykjavik.
Haldiö veröi áfram uppbygg-
ingu Sundahafnarinnar og þannig
stefnt aö þvi aö flytja sem mest af
farmskipum þangaö. Tekin veröi
sem fyrst ákvöröun um staðsetn-
ingu oliuhafnar i Reykjavík. Aö
lokum er tekiö fram, aö eitt
stærsta verkefniö I atvinnumál-
um borgarinnar sé aö bæta aö-
stööu til skipasmiöa og skipaviö-
geröa I Reykjavik. Reykjavikur-
borg er reiöubúin til aö taka þátt i
aö koma upp öflugri skipaviö-
geröastöö.
I fimmta lagi er rætt um
lóðamál og gatnagerðar-
gjöld
Þar segir, aö Reykjavikurborg
muni kappkosta aö hafa á boö-
stólum lóöir fyrir atvinnufyrir-
tæki I sem flestum greinum. A
þessu ári veröa lagöar fram i
borgarstjórn tiHögur umlækkun
gatnageröargjalda af atvinnu-
rekstri en jafnframt veröi lóöar-
leiga endurskoöuö til hækkunar.
Lóöir undir léttan og þrifalegan
iönaö veröi i tengslum viö Ibúöa-
hverfin og séö veröi til þess aö
þungaiönaöur veröi ekki i nálægö
viö Ibúöahverfi. Othlutun Ibúöa-
lóöa veröi sem jöfnust milli ára
svo aö komiö veröi I veg fyrir of
Vegna þeirra tillagna
borgarstjóra Reykjavfkur í
atvinnumálum, sem getið
er hér á síðunni ræddum
við stuttlega við Björgvin
Guðmundsson, borgarfull-
trúa, um álit hans á tillög-
unum í heild og einstökum
þáttum þeirra.
Björgvin sagöi aö sér fyndist
höfuöeinkenni tillagnanna vera
aö hér væri um aö ræöa fram-
tiöarstefnumörk en ekki hluti sem
framkvæmast ættu I nánustu
framtið, þaö er aö segja á þessu
nýbyrjaöa ári. Hann benti sér-
staklega á aö á þessu ári er
hvorki gert ráð fyrir neinu stór-
átaki I málefnum útgeröar né iön-
aöar, utan þaö aö ákveöiö hefur
veriö aö veita styrki til rannsókn-
ar á nýiönaöartækifærum.
Björgvin taldi athyglisvert aö i
tiliögum borgarstjóra væru tekn-
ar upp nokkrar af þeim tillögum
sem Alþýöuflokkurinn hefur flutt
i borgarstjórn á liönum árum.
Sem dæmi nefndi hann fyrir-
ætlanir um aö kom á fót iöngörö-
um. Hér er átt viö aö borgin byggi
og leigi út húsnæöi til iönaöar-
starfsemi. ,,Ég flutti tillögu um
þetta mál I borgarstjórn á siöasta
ári”, sagöi Björgvin, „en hún var
felld. Nú skýtur þetta mál hins
vegar upp kollinum á ný i tillög-
um borgarstjóra.” Björgvin gat
einnig um tillögur um aö bæta aö-
stööu til skipaviögeröa og ný-
smiöi skipa sem Alþýöuflokkur-
inn heföi beitt sér fyrir.
1 sambandi viö skipasmiöarnar
benti Björgvin á aö ekki er gert
ráö fyrir aö nein ákvöröun veröi
tekin i þvi máli fyrr en eftir um
þaö bil ár.
miklar sveiflur I byggingariðn-
aöi.
Sjötti málaf lokkurinn
f jallar um Iðngarða
Reykjavikurborg taki sam-
kvæmt tillögunni nú þegar upp
samstarf viö samtök iönaöarins
um byggingu Iöngaröa, þar sem
iönfyrirtækjum gefist kostur á aö
taka húsnæöi á leigu. Borgin
hefur ekki áöur átt aöild aö slik-
um byggingum.
i sjöunda lið er f jallað um
innkaup og útboð
Borgarstjórn samþykkir, aö
stofnanir og fyrirtæki borgarinn-
ar beini viöskiptum sinum eins og
unnt sé til islenzkra fyrirtækja,
bæöi um kaup á rekstrar- og f jár-
festingarvörum. Innkaupastofn-
un Reykjavikur veröi heimilt aö
taka tilboöi innlends framleiö-
anda fram yfir erlenda vöru, þótt
verö innlendu vörunnar sé allt aö
15% hærra.
I áttunda lið er rætt um
jafna aðstöðu fyrirtækja
Borgarstjórn Reykjavikur
Framhald á bls. 10
I tillögum borgarstjóra kemur
fram aö hann getur hugsaö sér aö
borgin taki timabundinn þátt I
stofnun og rekstri fyrirtækja. Hér
sagði Björgvin aö um væri aö
ræöa eina af tillögum Alþýöu-
fiokksins. Svo væri reyndar einn-
ig um þá hugmynd aö úthluta
stórum byggingafyrirtækjum
heilum svæöum þar sem þeim
yröi faliö aö ganga frá öllu, svo
sem húsum, skolplögnum, götum
og útivistarsvæðum. „Þessa til-
lögu hef ég flutt áöur, en henni
var þá visaö frá.”
Höfuövankantarnir á tillögum
borgarstjóra sagöi Björgvin vera
þá, aö greinilegt væri aö áfram
ætti aö vanrækja útgerö I Reykja-
vik og einnig væri þaö afleitt hve
löng biö yröi á þvi aö ákvöröun
yröi tekin um framtiö skipasmiöa
i höfuöborginni.
Höfuöeinkenni á þróun atvinnu-
mála I Reykjavik sagöi hann hafa
veriö þá aö borgin heföi dregist
aftur úr til dæmis Akureyri á
sviöi útgeröar og skipasmiöa.
Stálskipasmiöar I Reykjavik
hófustfyrr en á Akureyri. Nú er á
Akureyri blómlegt og stórt fyrir-
tæki á þessu sviði, en þessi iön-
grein hefur lagst niöur i höfuö-
borginni. Hvaö varöar útgerö þá
gat Björgvin þess að togurum
BtlR heföi fækkaö á undanförn-
um árum á meöan Útgeröarfélag
Akureyringa heföi eflst aö skipa-
kosti. Þá benti hann á aö fisk-
vinnslustöö Ú.A. væri betur I
stakk búin en samsvarandi fyrir-
tæki BÚR. „Nú er veriö aö vinna
aö endurbótum á gömlu húsi þar
sem fiskvinnslustöö Bæjarút-
geröarinnar veröur til húsa.
Þetta er náttúrulega engan veginn
fullnægjandi, rétt eins og aö bæ a
gamla og lúna flik”, sagöi Björ 5-
vin Guömundsson að lokum.
Alþýduflokksins A-77
Reikningar birtir
5,5 milljónir +
Alþýöuflokkurinn safnaði á ið var í upphafi ársins, og væru inna endurskoöenda flokksins
siðastliðnu ári 5,5 milljónum Þær enn 4-5 milljónir, en þessi og afgreiðslu á flokksþingi
króna meðal félagsmanna og byrði hefði iést til muna, þvi næsta haust eins og lög flokksins
annarra i þeim tilgangi að vextir og afborganir heföu mæla fyrir um.
lækka gamlar skuldir Alþýöu- gleypt alltof mikiö af aflafé Hér fer á eftir reikningsyfir-
blaösins, sem lengi hafa verið flokksins á undanförnum árum. *>tið fyrir A-77 nema kvaö upp-
þungur baggi á flokknum. Söfn- talningá ráöstöfun til einstakra
un þessi gekk undir naf ninu A-77 Garöar gerði einnig grein aöila er dregin saman. Þá hefur
og var hún gerö upp af endur- fyrir niöurstöðum þriggja veriö ákveðið aö óráðstafað fé,
skoðanda 15. desember, en þá flokkshappdrætta. Reikningar kr. 302.000, renni til rekstrar
lágu fyrir loforð um ’nokkur þessirmunu allirganga til kjör- skrifstofu flokksins.
frekari framlög, sem ekki kom- SÖFNUN A-77 — YFIRHT 15.12.1977
ust til skila fyrir reikningsskil.
Garöar Sveinn Arnason, Tekjur:
framkvæmdastjóri Alþýöu- Safnaðfé.vixlar og mumr .......... 5.502.530
flokksins, gaf skýrslu um söfn- Gjöld:
unina á flokksstjórnarfundi i Ferðakostnaöur ......... 353.995
fyrrakvöld, og voru honum Auglýsingar ............. 54.920
þökkuð ágæt störf við þetta Burðargjöld ............. 52.842
verkefni.
Benedikt Gröndal, formaður Gjöldalls ................... 461.757
flokksins, færði þakkir öllum
þeim, sem lögðu flokknum lið Ráðstöfun:
meö framlögum, en i þessari Til skuldaskila ...... 4.128.824
söfnun tóku aðeins einstakling- Alþýðuflokkurinn ....... 609.120
ar þátt. Hann kvað hinar gömlu Ráðstafaðalls..................... 4.737.944
skuldir hafa reynst meiri en tal- Óráðstafað......................... 302.829
Björgvin Guðm undsson borgar-
f ulltrúi um tillögur borgarstjóra:
Þetta eru langtíma
stefnumið en
skjótra
úrbóta er þörf!