Alþýðublaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 5
*j^|y’ Miövikudagur 11. janúar 1978 5 SKOÐUN Árni G. Pétursson skrifar ..... —...■—™—" '1 TTDýrt er Haf- liði keyptur” — þankar um áramót Arið 1977 voru mikil umbrot i islensku þjóðlifi. t>að urðu mikl- ar verðlags- og kauphækkanir, undirstöðuatvinnuvegir börðust i bökkum, og ef fer sem horfir, rikisbúskapurinn i fjörbrotun- um. Hvað veldur? Frumat- vinnuvegir þjóðarinnar, fiski- veiðar og landbúnaður, virðast ekki lengur geta staðið undir rikisbákninu. Hvað verður til úrlausnar? Aframhaldandi stóriðja til að stytta fjörbrotin? Eða heilbrigð skynsemi til að bjarga þvi sem bjargað verður? Ég var uppalinn á þeim tima, þegar var talinn sjálfsagður hlutur, að sveitarfélagið stæði að mestu undir eigin rekstri og framfærslu. Nú i seinni tið hefur afkoma og framfærsla færst æ meir yfir á rikisheildina, svo vandséð er hvers er hvað i stór- um dráttum. Aður fyrr bar hreppsfélagi skylda til að sjá fyrir sinum þurfalingum, en engin skylda, að gefa til ann- arra utan sveitarfélagsins, væri það ekki aflögu fært. Ég lit svo á, að þessar reglur standi óhaggaðar i dag, þótt þær yfir- færist æ meir á rikið sjálft, fremur en sveitarfélög. A seinni árum hafa stórvirkj- anir verið all verulegur liður i þjóðarútgjöldum. 1 ágætu blaðaviðtali við Erik Briem, framkvæmdastjóra Landsvirkj- unar, kemur fram, að raf- magnsverð tilneytenda sé m.a. þetta hátt vegna örra uppbygg- inga orkuvera og dreifikerfa. Að hans áliti og ýmsra annarra gerði ISAL samningurinn það kleiít að hægt var að ráðast i Búrfellsvirkjun. En hvað kostar sá „Hafliði” okkurí dag? Við verjum i niður- greiðslur á rafmagni til ISAL miðað við verð til heimilisnota 1977 eða i útflutningsbætur með áli, hverjum og einum er frjálst að velja hvora nafngiftina hann notar, kr. 225.000 með hverju tonni af áli, eða alls kr. 15.750 milljónir á ári, miðað við með- alframleiðslu og lágmarksraf- magnsnotkun, en það gerir 75.000á hvert mannsbam i land- inu. Sumir munu ef til vill betur skilja, að með þessarri fjárhæð hefði verið hægt að greiða árið 1976 öllum bændum landsins og skylduliði þeirra verðlags- grundvallarkaup, rikissjóði fullar útflutningsbætur, og haft þó til ráðstöfunar 6 milljarða króna. Og þá haft á borðum bil- legustu og bestu landbúnaðar- vörur, sem fyrir fundust á heimsmarkaði, jafnvel þótt rik- issjóður viðhéldi 20% söluskatti. Arið 1976 var á fjárlögum var- ið 1.1 milljarði tio raforkumála, 9.3 milljöröum til menntamála, 19.5 milljörðum til heilbrigðis- og tryggingamála, 3.7 milljörð- um til vegamála, og svo mætti áfram telja. Og á árinu 1976 hefðum við getað keypt 30 skut- togara fyrir meðgjöfina. Nú halda margir að ISAL borgi svo mikið fyrir raforku. En miðað við meðgjöfina held ég, að okkur myndi litið muna um að bæta við þeim 1 milljaröi . sem ISAL greiðir, eða hækka meðlagið úr 75.000 i kr. 80.000 á mann á ári. En hvað með gjald- eyrisöflunina? Ariö 1976 gaf 1 tonn af áli sama nettó gjaldeyri og eitt kg. af æðardún. Ég held að dúnbændur væru kátir ef þeir hefðu fengið kr. 265.000 fyrir kg. af dún það ár. Og hvernig væri hagur undirstöðuatvinnuvega okkar i dag, ef varið hefði verið til þeirra meðlaginu undanfarin ár. Ber okkur ekki fyrst skylda til, að sjá okkur sjálfum far- borða, ef við erum ekki aflögu- færir, áðurenvið förum að flott- ast við aö gefa með erlendum auðhringum? 1 Alverinu vinna 658 manns, eða framfærslu af þvi hafa um 3000 Islendingar. Einhver hefur talið eftir, það sem þjóðfélagið leggur að mörkum til landbún- aðarmála,rétteins og hann áliti að engar tekjur komi i sameign- arsjóðinn frá þeim atvinnu- rekstri. En þar er ekki saman að jafna við Alverið. Af frum- greinum landbúnaðar hafa um 20 þúsund manns framfærslu sina og þreföld sú tala ef með koma þjónustumiðstöðvar, úr- vinnslugreinar og dreifingar- kerfi. Árið 1976 var brúttóútflutn- ingur frá Alverinu 12.401,7 millj. kr. það svaraði riflega tvöföld- um útflutningi landbúnaðar- vara það ár, en ekki nema rúm- lega 1/5 hluta af útflutningi sjávarafurða viðkomandi ár. Var þó um nokkra birgðasölu að ræða hjá Álverinu þvi ekki voru framleidd hjá verksmiðjunni það ár nema 66.200 tonn af áli, en flutt út 78.200 tonn. Það skyldi þó ekki vera, aö til þyrfti að koma ný stofnun til ráðuneytis, þjóðahagsstofnun, framkvæmdastofnun og öðrum slikum, sem eiga að hafa vit fyrir okkar umbjóðendum, al- þingismönnum og rikisstjórn, og fá þá til að nota brjóstvit og heilbrigða skynsemi. Ég er undrandi á að Dagblaðið, óháð blað, og eina blaðið sem ekki er á þurfalingsframfæri hjá þjóð- arbúinu, skuli ekki hafa tekið þetta mál til meðferðar og gagngerðar ihugunar. En eitt er vist, aö frumat- vinnuvegi verður að tryggja, áður en næsta „þjóðargjöf” Járnblendiverksmiöjan, kemur til skjalanna. Og ég tel fráleitt að hafa á framfæri, Atlants- hafsbandalagið á Miðnesheiöi og erlendan auðhring i Straumsvik, svo lengi sem við sjálf eða okkar þjóðfélag erum vart sjálfbjarga. RÁNSKAPURC VELFERÐARRIKI A fyrstu dögum þessa janúar- mánaðar snýst athyglin mest aö rannsóknarliði lögreglumál- anna, stjórninni i bankanum, yfirhlýöingum aö baki dyfl- issudyranna og guð veit hvaða aðgæsluaðili, dómari eða endur- skoöandi veit nú sitt rjúkandi ráð. Aöur virðulegir menn hafa beöið hátt fall, og fyrir súgnum af fallinu hafa aðrir fokið, eins og gengur, úr embætti eöa kannski nefnd, hlöss af bók- haldsgögnum eru ferjuð milli mestu dómshúsanna og upp kemur nýtt og nýtt og enginn veit neitt nema það að mikiö af munaðarlausum pen- ingum er á villigötum. En þaö er nú engin ný bóla. Ariö sem leið var mikiö tugthúsanna og réttarsalanna ár og undir nýár- iö voru fjórmenningarnir dæmdir og læst á eftir þeim. Þá hafði verið gerð endurbót á rannsóknarlögreglunni og stofnuð ný og afkastameiri, eins og er gert þegar árar vel hjá at- vinnuvegunum. A Óseyri viö Axlarfjörð var sagt aö árlega gengju yfir þús- und óveður og i hvert sinn sem nýtt skall á urðu menn jafn hissa. Sömuleiöis er enginn endi á undrun fólks þegar skandal- ana drifur að þessa dagana og menn spyrja hverjir aðra hver ósköpin valdi, einkarlega eru þeir þó hissa, sem sjálfir hafa aldrei kunnaö að stela fimmeyr- ingi. Sá hópur er merkilega fjöl- mennur á þessu landi, enda hvergi kjörnari vettvangur fyrir ræningja, en þar sem granda- leysiö rikir. Alberti, sem á fyrstu árum aldarinnar var dómsmálaráðherra Dana og Is- landsráðherra, lét einmitt kjósa sig til embætta af strangheiðar- legasta fólki I landinu, sjálensk- um bændum, til aðstela sfðan úr sparisjóði þeirra og smjörsölu- samlagi slikum upphæöum, að báðum þessum stofnunum lá við gjaldþroti. Sá maður þekkti sitt fólk, — en mikið urðu bændur á Sjálandi hissa. Hvi er stolið i velferð- arríki? Þaö hefur veriö almenn trú hér á landi lengi að á Islandi væri velferðarríki. Þaö getur ekki veriö ýkt skilgreining á velferðarríki aö þar sé velferð- arriki sem fólk getur haft til fæöis og klæða og allra nauð- synja, — tölum ekki um óhóf, — auk húsnæöis, með ekki of mik- illi vinnu. Fyrst þetta er ekki hægt hér, getur landið varla kallast þessu nafni. Þar með er ekki sagt að hér sé alveg sér- stakt hörmungarbæli. Á Islandi er nokkurs konar meðalvegur farinn, sem hefur á sér snið beggja, velferöar fyrir næga vinnu og úrval vöru, og vesæld- arfyrirhvaö vinnan er vanlaun- uö og vinnudagurinn lengi ævi langur og vara dýr. „Lífsgæða- kapphlaupiö,” sem allir eru með á vörum og þykjast vera aö bölva, er I fleiri dæmum en færri ekki annað en viöleitni til að halda sig svo, að hægt sé án kinnroða að hleypa fólki inn fyrir slnar dyr, — isskápur, slmi, sjónvarp eöa boðleg sæti hgnda gestum og sér sjálfum, er ekkert óhóf nú til dags, en nauð- synjar, sem varla nema skepn- ur mega án vera. Þegar miöl- ungskontórista finnst hann vera að taka þátt I lifsgæöakapp- hlaupi, vegna þess að hann hef- ur veitt sér slíka hluti, er þaö varla nema misskilningur og sjálfshýðingarhvöt. Láglauna- standið I landinu hefur aftur á móti gert þessa hluti of örðuga viðfangs að eignast fyrir marga, kannske eftir aö menn hafa útvegað sér skalla við aö ná eignarhaldi á of þröngri Ibúö. Llfsgæöakapphlaup hefst svo viö annað og björgulegra tekju- mark. Tækifæri handa Alberti 1 þessu þjóöfélagi með andlit velferöarinnar, en allan lima- burð up_pdráttarsýki hafa skap- ast skrýtnar aöstæöur. Félagsllf á öllum sviðum er að heita má dautt, þátttaka I stjórnmála- starfi er lltil sem engin, þvi al- menningur þykist hafa skynjað lögmál þessa „kerfis”, sem hann þykist engan tlma hafa til að blða eftir að læknist, hvaö þá að hann trúi á aö umkomulítil persóna hans sjálfs fái ein- hverju um þokað. Og þessi skilningur er ekki mjög vitlaus og það er ekki margt sem tendr- ar hugsjónir I brjóstum manna nú til dags. Einkum ber það þó til aö tlmi er ekki vlöa aflögu hjá mönnum. Stjórnmálamenn þjóöarinnar eru margir ein- kennilega upp sprottuir og þaö- an sem enginn heföi átt þeirra von. Hinn lúsiðni stólaraöari flokksfundanna uppsker sin laun um slðir, þegar aðrir gefa sig ekki til. Blankur maður sem reist hef- ur sér hurðarás um öxl er nokk- urs konar fulltrúi alls þess sem íslenskast er á vorum dögum. Og stjórnmálamaðurinn, sú gerðin, sem hirt hefur vald sitt upp af götunni, fyrir veröleika á borð við fyrirgreiðslur til vild- armanna, meö tilstyrk em- bætta, sem honum hefur veriö trúaö fyrir, er ómissandi bak- hjarl hans. Enda er hugmynd margra um stjórnmálamann ekki önnur en sú aö hann sé lykilmaður viö bakdyr, þegar aöaldyr eru luktar. Viö þessar aðstæöur, þegar viöhorf manna er að bjarga sínu með öllum ráðum og fyrir flest gjald, er boöiö heim ringulreið I fjármálalífi, sem einkennt hefur Island lengi. 1 kjölfar ringul- reiöarinnar siglir spillingin og Alberti hreiörar um sig I hverju skotinu á fætur öðru. Eftirlits- laust brask og krókaleiðir fjár- muna eru jarðvegur manna, sem geta látiö greipar sópa I stærri stíl. Hugmyndin um að eitthvað miklu stærra hneyksli en nokkurn órar fyrir dafni i þessu fjármálalffi læðist aö mönnum, — þótt það verði aldrei upplýst. Kannske þaö sé meira að segja lög? „Það eru til nægir peningar I þjóðfélaginu, ef við aðeins gætum náð til þeirra,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson eitt sinn, og allir vita að hann sagöi satt. En hvar eru þeir þá? Hvenær nást þeir. Vilhjálmur hafði ekki mikla von, frekar en þú og ég. Atli Magnússo-,1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.