Alþýðublaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 10
AAiðvikudagur 11. janúar 1978 Vetrarönn hefst 16. janúar. Nýir byrjenclaflokkar verða: Spænska: kennari Steinar Árnason, hefst mánudaginn 23. jan. Franska: kennari Þór Tulenius hefst mið- vikudaginn 18. jan. Þýska: kennari Friða Sigurðsson hefst mánudaginn 16. jan. ítalska hefst í kvöld miðvikud. 11. jan. Kennari Rigmor Hanson. Innritun i Miðbæjarskóla kl. 19-21. Námsflokkar Reykjavikur. SÍNFÚNÍUHUÖMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30 Stjórnandi VLADIMIR ASHKENAZY Einleikari JOSEPH KALICHSTEIN Efnisskrá: Bartok — Tvær myndir Chopin — Pianókonsert nr. 2 Brahms — Sinfónia nr. 4 Aðgöngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig, Bókav. Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti og við inn- ganginn. Auglýsing um Bæjarþing í Kópavogi Fyrst um sinn verða regluleg bæjarþing i Kópavogi háð i salarkynnum tómstunda- ráðs að Hamraborg 1, jarðhæð. Gengið er inn i norðvesturhorni hússins. Bæjarþingin verða haldin svo sem verið hefur hvern virkan fimmtudag kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1978 liggja frammi i skrifstofu félagsins frá og með fimmtud. 12. janúar. öðrum tillögum ber að skila i skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 13. janúar 1978. Kjörstjórn Dagsbrúnar Pele 6 Skyndilega varð mér hugsað til Dondinho, heima i Baurú, sem á þessu andartaki myndi sitja við útvarpstækið sitt og gæta þess að missa ekki af neinu orði eða hljóði. Hvernig leið honum? Var hann kviðinn? Vitanlega var hann kviðinn! En bað hann þess, að við sem vorum staddir hérna á leik- vanginum i Sviþjóð, værum ekki eins kviðnir og hann? Og móðir min? Ég vissi að hún myndi sitja heima i stofunni, ákveðin i að hlusta ekki á lýsing- una á leiknum, jafnvel þótt ég vissi að eftir leikinn myndi hún ráðast á Dondinho og hella yfir hann spurningum um hvernig ég hefði það og hvernig mér hefði gengið. Hún þurfti ekki að hlusta á útvarpið til að heyra hvernig leikurinn gengi. Hverju brazi- lisku marki myndi verða fagnað með fagnaðaröskri innan úr stof- unni, — svo ekki sé talað um flug- eldana yfir bænum, — en mörkum andstæðinganna myndi mætt með djúpu andvarpi sem myndi heyr- ast um allt húsið. (Þýtt. — hm.! Svindlið burt 2 valda er þung, vegna þess sinnuleysis sem þar hefur gætt varðandi þessa þróun alla. Flokksstjórn Alþýðuflokksins leggur rika áherslu á það, að það er söguleg reynsla fýrir þvi með öðrum þjóðum, að ástand eins og það sem hér hefur verið að skapast styrkir öfgaöfl i stjórnmálum. Sagan þekkir i þeim efnum óhugnanleg dæmi. Flokksstjórn Alþýðuflokksins minnir á það forustuhlutverk sem þingmenn Alþýöuflokksins hafa á undanförnum misserum haft, bæði með tillöguflutningi á Alþingi og i umræðum um þessi mál. Þarhefur þó i flestum efn- um verið talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Alþýðuflokkurinn mun i kosn- ingum þeim, sem fram fara að vori, leggja þunga áherslu á umbótastarf á þessum vett- vangi. Það er rökrétt framhald af málflutningi flokksins á þvi kjörtimabili, sem ni) er senn að ljúka. SVINDLIÐ BURT! Efla ber 3 leggur áherzlu á, að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sitji við sama borð og fyrirtæki annars staðar á landinu, aö þvi er fjármagnsfyrirgreiðslur varöar. Reykjavik fær hlutfallslega mun minna úr hinum ýmsu sjóöum rikisvaldsins, sem úthluta fé til uppbyggingar atvinnulifsins. Þetta er að áliti borgarstjóra lið- ur i þeirri byggöarstefnu, sem rekin hefur verið undanfarin ár. I níunda og síðasta lið er fjallað um Framkvæmda- sjóð Reykjavíkurborgar SjóðUr þessi á að efla alhliða at- vinnulif I Reykjavík. Sjóöurinn á m.a. taka timabundinn þátt I stofnun og rekstri fyrirtækja I borginni, að ábyrgjast lán til fyrirtækja, sem hafa sérstaka þýðingu fyrir atvinnulif i borg- inni, að veita styrk til rannsókna á nýjum atvinnutækifærum I Reykjavik og að veita Bæjarút- gerðinni nauösynlega fjármagns- fyrirgreiðslu. Borgarstjórn Reykjavikur mun stuðla að eflingu sjóösins á næstu árum, þannig að hann geti sem bezt sinnt þvi hlutverki sem hon- um er ætlað. Munið alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. RAUDI KROSS tSLANDS Áburdarverksmiðjan starfar án tilskilinna leyfa Aburöarverksmiðja rikisins I Gufunesi hefur nú I fimm ár starfaö án tilskilinna leyfa. Þetta kemur fram I viðtali við Hrafn Friðriksson, forstöðumann Heil- brigðiseftirlits rikisins, sem birt- ist I nýjasta tölublaði Vinnunnar. Samkvæmt reglugerð um iðju- mengun á áburðarverksmiðjan aö fá starfsleyfi frá heilbrigöis- og tryggingarmálaráöherra, þar sem kveðið yröi á um mengunar- varnir innandyra og utan. Leyfi þetta hefur enn ekki verið veitt og kemur þar helzt til að menn lita alvarlegum augum þann reyk sem leggur frá verksmiöjunni. Nú mun hins vegar unnið að þvl að ganga frá leyfisveitingu þess- ari. Þaö hefur lengi legiö ljóst fyrir aö erfitt myndi \iera að koma við mengunarvörnum í saltpéturs- sýruverksmiðju þeirri, sem er hluti af áburðaryerk- smiðjunni. Verksmiðja þessi er nokkuð gömul og ekki auðvelt við þetta að eiga, nema hreinlega aö byggja nýja verksmiöju. Þaö hefur nú orðið ofaná og veröa mengunarvarnasjónarmið þá höfö að leiðarljósi. A þessari for- sendu mun starfsleyfiö að öllum likindum veitt. Heilbrigöiseftirlitið hefur hing- að til ekki gert neinar mælingar á andrúmslofti I verksmiðjunni sjálfri. Forráðamenn eftirlitsins telja þó að nauðsyn sé aö gera slikar mælingar og er það nú á verkefnaskrá. 1 þvl sambandi er sérstaklega bent á hættu sem starfsmönnum verksmiöjunnar kynni að stafa af notkun kisilgúrs, sem er húðunarefni i verksmiðj- unni. Kisilgúr getur innihaldið kisilsýru sem er hættuleg lungum manna. _es Enginn hlaut verdlaun í leik ritasamkeppni Alls bárust 29 leikrit Sem kunnugt er efndi Listahátið til leikritasam- keppni um einþáttunga, í tilefni af listahátið 1978, og var áskilið að efni leiksins skyldi tengjast Ijósmynd, sem birt var í dagblöðum á sínum tíma. Dómnefnd I Leikritasamkeppni Listahátiðar hefur nú lokið störf- um. Samkeppninni bárust 29 leik- rit, allt einþáttungar. Niðurstaða dómnefndarinnar varö sú, að þrátt fyrir að allmörg þeirra leikrita sem bárust væru kunnáttusamlega samin, þá væri ekki tilefni til að veita neinu þeirra verðlaun Listahátiðar. í dómnefndinni áttu sæti: Davið Oddsson, Briet Héðinsdótt- ir, Erik Sönderholm, Hjörtur Pálsson og Sigriöur Hagalin. Höfundar eða fulltrúar þeirra geta vitjað leikritanna til Guö- rúnar S. Jónsdóttur, gjaldkera Listahátiðar, á skrifstofu Nor- ræna hússins (opið 9-16 dagl.) og verða þau afhent samkvæmt upp- gefnum dulnefnum. MEngin tilviljunað Landsbankamálið komst upp: TTVorum að kanna hvað við værum að greiða” — segir Jón Hallsson, forstjóri „Það er rangt að það hafi einhver tilviljun ráðið þvi að upp komst um mis- ferli Hauks í Landsbank- anum gegnum þetta fyrir- tæki. Þótt svo fyrirspurnin sem beint var til bankans og sem svo átti sinn þátt I þvi að upp komst um þetta væri einfaldlega um erlend- an kostnaö, en ekki um þessi efni beint, var ekki um neina tilviljun að ræða, þvi hjá okkur var verið aö leita eftir þvi hvað verið væri að greiöa og það var sú athugun sem leiddi til málsins”, sagöi Jón Hallsson, forstjóri Sindra-stáls, I viðtali við Alþýðublaðið I gær. „Við vitum að á lofti eru alls konar kjaftasögur”, sagði Jón ennfremur, „þar af flestar alger- lega úr lausu lofti gripnar. Það er til dæmis alger óhæfa aö athugun þessi hafi farið af staö vegna gruns um misferli innan Sindra. Einnig hafa tölur þær, sem nefnd- ar hafa verið hingað til, ekki átt sér neina stoö, enda er rannsókn rétt að byrja og viö vitum ekkert um upphæðirnar sem um ræðir enn.” Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allfiestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.