Alþýðublaðið - 12.01.1978, Síða 6
6
Fimmtudagur 12. janúar 1978 ££&*
Þannig kemst Oluf
Lauth umsjónarmaður
þáttarins „Einhver til að
tala við" i danska ríkisút-
varpinu að orði, en í hverri
viku berast þættinum
fjöldamörg bréf frá út-
varpshlustendum. Fjalla
þau einkum um félagsleg
vandamál, einmanaleika,
og hjúskaparvandamál.
Þau mannlegu vanda-
mál, sem þannig líta dags-
ins Ijós eru stjórnanda
þáttarins mörg hver einkar
skiljanleg. Hann er nefni-
lega sjálfur bundinn hjóla-
stól.
— Þau vandamál, sem
skapast við langtima-at-
vinnuleysi, fylgja oft fötl-
uðu fólki um aldur og ævi,
segir Lauth. Hann bætir
við, að það sé útbreiddur
misskilningur, að fatlað
fólk eigi margt til að lifa
fyrir og sé hamingjusamt
og ánægt með tilveruna.
Þessi rómantik, sem oft
vilji einkenna umræður um
afbrigðilegt fólk, sé tómt
hjóm. Það hafi lifsreynsl-
an sannað fyrir löngu.
Áttræð á elliheimili.
Flestir þeirra sem senda bréf
til þáttarins, eru af eldri kynslóð-
inni, en þó berast einnig bréf frá
hinum yngri. /
Þessi samsetning gerir þaö aö
verkum, að það eru einkum
vandamál eldra fólksins sem tek-
in eru til meðferðar. Til dæmis
hefur hlustendum nýlega gefist
tækifæri til að fylgjast með deil-
um um elliheimili og hlutverk
þeirra.
Hófust þær þannig að áttræð
kona sendi bréf til þáttarins, þar
sem hún lýsti hvernig hún hefði
orðið að yfirgefa allar persónu-
legar eigur sinar og flytjast á
dvalarheimili. 1 þau fáu skipti,
sem börn og barnabörn kæmu i
heimsókn, sagði hún, væri ekkert
pláss til að taka á móti þeim.
Konan sagði enn fremur, að oft
hvarflaði að henni hvað yrði eig-
inlega af eigum hennar. Börnin
vildu ekki sjá þessa muni og á
elliheimilinu væri ekkert rúm
fyrir þá.
Þetta bréf vakti talsverða at-
hygli, og skömmu siðar barst
annað slikt til þáttarins frá
áheyranda, sem kvaðst vera
mjög trúaður. Áminnti hann m.a.
konuna um, að jarðnesk auðævi
væru ekki ætluð til eignar heldur
væru þau „aöeins lánuö” viðkom-
andi, þar til yfir lyki.
Eins mörg og stjörnur
himins.
Annars eru efni þeirra bréfa,
sem berast i þáttinn eins mörg og
margvisleg og stjörnur himins-
ins. Oft bera þau með sér, að
bréfritarar eru svolitið sérlunda
og hafa óbifanlegar skoðanir á
hlutunum. En þau eiga það lika
sameiginlegt, að þau eru send
vegna þess að fólk þarf að tala við
einhvern, fá útrás fyrir vanda-
mál, sem ef til vill hafa hrannast
upp á skömmum tima.
Oluf Lauth segist vera mjög
ánægður vegna þeirrar athygli sem
þátturinn vekur. Ekki vegna vin-
sældanna sjálfra heldúr vegna
þess, að nú sé hægt að koma til
móts við fólk og veita tjáningar-
þörf þess útrás.
Þegar þættinum var fyrst út-
varpað i Danmörku fyrir tæpum
þrem árum, sýndi bréfaflaumur-
inn, að nauðsynlegt yrði að hafa
hann vikulega, i stað hálfsmánað-
arlega, eins og fyrirhugað hafði
verið.
Og þaö er ekki siður þýðingar-
mikið fyrir stjórnandann að hafa
vinnu við útvarpið, en hlustendur
að koma skoðunum sinum á
framfæri.
— 1 þvi samfélagi sem viö lif-
um i, er það fyrir öllu, að hafa ör-
ugga atvinnu. Þaö er hið einasta
sem gefur þér tækifæri til að
standa jafnfætis öðrum i lifsbar-
áttunni, segir hann.
Ctilokun frá vinnumarkaftinum er þaft aem fer verat meft fólk. Þd
fyrst fer þaft að finna til einmanaleika, seglr Oluf Lauth, stjórnandi
þáttarins „Einhver til að tala viö”.
Fólk sem f lytur — eða er f lutt — á elliheimili á oft erf itt með að laga sig að
breyttum aðstæðum. Það finnur ósjaldan til einmanakenndar og á einnig við
ýmisleg önnur vandamál að etja.
Börn og tengdabörn koma sjaldan auga á vandamál þau er skapast á elli-
heimilum, og það er algengt að heyra setningar eins og þessa: „Tengda-
mamma hef ur það reglulega gott á elliheimilinu. Nú hef ur hún einhvern til að
hugsa um sig, og er alltaf þokkalega til fara."
Erlendis
frá
Skammvinnur valdatími
Dubceks í Tékkóslóvakíu
Eftir Dag
Halvorsen;
Fyrir röskum 10 árum,
eða nánar þann 5. janúar
1968 uppgötvuðu 14
milljónir Tékka og
Slóvaka, að þeir höfðu allt i
einu fengið nýjan flokks-
formann.
Gamlinginn, Antonin
Novotny, sem stjórnað
hafði með harðri hendi í
fimmtán ár, vék nú sæti
fyrir lítt þekktum Slóvaka,
Alexander Dubcek.
Novotny hélt raunar forseta-
tigninni og aðalhugmynda-
fræðingur hans, Jiri Hendrych,
lét svo um mælt við blaðamenn,
að stjórnarskiptin i flokknum
boðuðu engar nýjungar. Hér væri
aðeins verið að styrkja stjórnina
með þvi að færa æðstu völdin á
fleiri herðar!.
Að visu hafði gengið orðrómur
um sundurþykkni i innri málum
flokksins, en hinn litt ræmdi
Novotny var þó enn forseti og i
augum ibúa Prag var hinn
„óþekktí Slóvaki” auðvitað
óskrifað blað.
Það voru aðeins menn i innsta
hring, sem vissu að Dubcek hafði
um nokkra hrið haldið uppi
sterkri gagnrýni á stjórn
Novotnys. Hann hafði ekki ein-
ungis krafizt jafnrétti* Slóvaka,
heldur og pólitiskra og efnahags-
legra umbóta.
Hér var um að ræða valdabar-
áttu- harða baráttu, sem lauk
með ósigri Novotnys bakvið Iok-
aðar dyr „spánska salarins” i
hinni fornu keisarahöll, Hradscin,
i Prag.
breytti gangi mála innan
kommúnistahreyfingarinnar,
sem enn býr að þar í sveit!
Allt fram að áramótum
1967/1968 leit svo út, sem Novotny
myndi bera sigur úr býtum. Það
var nánast ekki fyrr en á elleftu
stund, sem meirihluti flokksráðs-
ins sneri baki við honum. Meira
að segja tækifærissinninn,
Hendrych slóst i þann hóp i
Situr í hjólastól og
vonlausri baráttu viö að
varðveita völd sin og áhrif!
Novotny hafði i desember 1967
kallað Brjesnev sér til aðstoðar.
Gesturinn hlýddi á deilumál
hinna striðandi aðila og kvað svo
upp þann dóm, að þetta væri mál,
sem flokkurinn yrði að ráða fram
úr á eigin hönd!
Grunur leikur á, að Brjesnev
hafi siðar iðrast sárlega eftir að
hafa þannig gert valdaskiptin 5.
janúar möguleg!
Novotny freistaði þess að á
siðustu stundu að gera herinn'
handgenginn sér. En tök hans á
hernum höfðu slaknað nægilega á
undangengnum 15 árum, til þess
að þar var ekki skjóls að leita.
Það bætti heldur ekki úr skák,
að hljóðbært varð um skrá yfir
minnst 2000 manns, sem ætti að
fangelsa og flokksdeildinni i
hernum var stjórnað af fylgis-
manni umbótanna, Prichlik hers-
höfðingja.
Það virðist vera þverstæðu-
kennt, að það var einmitt No-
votny, sem stakk upp á að Dubcek
yrði eftirmaðurinn! Hann mun
hafa álitið, að „Slóvakinn’ væri
nægilega óreyndur til þess að
hann hefði i öllum höndum um
stjórnina!
Trúlegt væri að Tékkarnir i
Prag litu þetta aðskotadýr
óhýrum augum og á þeim grund-
velli taldi Novotny sér færi að
nota Dubcek einmitt til að hrekja
umbótamennina i varnarstöðu, ef
ekki reka þá á flótta!
Þetta reyndist hinsvegar einber
og óraunhæf óskhyggja og það
kom brátt i ljós, aö hér var ekki
aðeins um að ræða mannaskipti
við stjórnvölinn, heldur og rót-
tæka stefnubreytingu.
Eflaust átti ánægja fólksins
ekki hvað sizt rætur að rekja til
þess, að Tékkóslóvakia var eina
landið i Austurblökkinni, sem
hafði búið við og þekkti frá fornu
fari lýðræðisiegt stjórnarfar.
Varla var liðinn mánuður frá
stjórnarskiptum þegar sýnt var,
að alvarleg stefnubreyting var á
komin.
Rýmkað var stórlega um tján-
ingarfrelsi blaðanna i Prag og
Bratislava og blaðamenn
streymdu til landsins eMendis
frá, til að vera vitni að þessum
kapitulaskiptum.
Þegar sumarið 1967 höfðu kom-
ið upp harðvitugar deilur á rithöf-
undaþingi i Prag og þar komu
fram óvægnar ádeilur á rikjandi
stjórnarfar. Það hellti svo oliu á
eidinn, að i september 1967 voru
margir rithöfundanna reknir úr
flokknum og timarit hinna frjáls-
lyndu, Litterarny Noviny, var
sett undir opinbert eftirlit
menntamálaráðherrans!
Ýmsir erlendir fréttamenn litu
svo á, að þessar deilur milli
tékkneskra rithöfunda boðuðu
ekki annað en að nú þætti timi —
að áliti stjórnvalda — til að herða
tökin á þeim óþægu og þeir
myndu bogna.
Miklu færri vissu, að allt árið
1967 hafði verið unnið að þróun i
frelsisátt, sem siðar kom á dag-
inn og átti eftir að skekja ofurvald
kommúnismans i Evrópu harka-
lega.
Framhald á bls. 10
ræðir vandamál annarra