Alþýðublaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 11
, Laugardagur 14.janúar1978 Bíótfi /LeUchúsin JF1-89-36 Myndin The Deep er frumsýnd í London og borgum Evrópu um islenzkur texti Spennandi ný amerisk stórmynd i litum og Cinema Scope. Leik- stjóri Peter Yates. Aðalhlutverk: Jaqueline Bisset, Nick Nolte, Robert Shaw. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Bönnuð innan 12 ára Hækkað verð Ferðir til jólastjörnunn- ar sýnd kl. 3. B I O . A Sími 32075 Skriðbrautin rou ARE IN A RACE A UNIVERSAL PICTURE TECHNICOLOR ■ PANAVISION ■ -3®- Mjög spennandi ný bandarisk mynd um mann er gerir skemmdaverk i skemmtigörðum. Aðalhlutverk: George Segal, Richard Widmark, Timothy Bottoms og Henry Fonda. ISLENSKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára Snákmennið Ný mjög spennandi og óvenjuleg bandarisk kvikmynd frá Univer- sal. Aðalhlutverk: Strother Martin, Dirk Benedict og Heather Menzes. Leikstjóri: Bernardi Kowalski. Isl. texti. Sýnd kl. 5, 7 og 11.15 Bönnuð börnum innan 16 ára. Silfurþotan. SILVER 5TREHI4) GENE WILDER JILL CLAYBURGH RICHARD PRYOR "SILVER STREAK”.^ MÉó*B€Árt»-ci»!ONjAMfiM PATRICK McGOOHAN ÍSLENSKUR TEXTI Bráðskemmtileg og mjög spennandi ný bandarisk kvikmynd um all sögulega járnbrautalestaferð. Bönnuð innan 14 ára Sýnd kl. 5, 7,10 og 9,15. GAMLA BIO Slmi 11475 TÓNABÍÓ 3*3-11-82 Gaukshreiðrið (One flew over the Cuckoo's nest.) Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi Öskarsverðlaun: Besta mynd ársins 1976 Besti leikari: Jack Nicholson Besta leikkona: Louise Fletcher Besti leikstjóri: Milos Forman Besta kvikmyndahandrit: Lawrence Hauben og Bo Goldman Hækkað verð. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7,30 og 10. Ný Walt Disney-kvikmynd, spennandi og bráðskemmtileg fyrir unga sem gamla. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9 Flóttinn til Nornafells ífíWÓflLEIKHÚSIfl HNOTUBRJÖTURINN i kvöld kl. 20 sunnudag kl. 15 (kl. 3) miðvikudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. TÝNDA TESKEIÐIN sunnudag kl. 20 Litla sviðið: FRÖKEN MARGRÉT sunnudag kl. 20.30 þriðjudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. 3*2-21-40 Svartur sunnudagur Black Sunday Hrikalega spennandi litmynd um hryðjuverkamenn og starfsemi þeirra. Panavision Leikstjóri: John Frankenheimer. Aöalhlutverk: Robert Shaw, Bruce Dern, Marthe Keller. ISLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 3. 6. og 9. laugardag kl. 6. og 9 sunnudag Hækkað vcrð Þessi mynd hefur hvarvetna hlot- ið mikla aðsókn enda standa áhorfendur á öndinni af eftir- væntingu allan tlmann. sunnudagur: öskubuska sýnd kl. 3. Verö pr. miða kr.: 450.00 W®Me4áéL~ Cirkus Enn eitt snilldarverk Chaplins, sem ekki hefur sést s.l. 45 ár — sprenghlægileg og fjörug. Höfundur, leikstjóri og aðalleikari: CHARLEI CIIAPLIN ISLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Varalitur (Lipstick) Bandarisk litmynd gerð af Dino De Laurentii og fjallar um sögu- leg málaferli, er spunnust út af meintri nauðgun. Aðalhlutverk: Margaux Hemingway Chris Sarandon isl. texti — Bönnuð innan 16 ára sýnd kl. 9. Þessi mynd heíur hvarvetna ver- ið mikið sótt og umtöluð. Sími50249 í.iukfLiac 2i2 REYKIAVlKUK SAUMASTOFAN i kvöld uppselt fimmtudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. SKALD-RÓSA 8. sýning sunnudag uppselt gyllt kort gilda. 9. sýning miðvikudag uppselt 10. sýning föstudag kl. 20.30 SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20.30 Miðasala I Iðnó kl. 14-20.30 BLESSAÐ BARNALAN Miönætursýning i Austur- bæjarbló i kvöld kl. 23.30 Miðasala i Austurbæjarbio kl. 16-23.30, simi 11384. „Með miklum ágætum”! ,,Haft ánægju af....”! Sitthvað athyglisvert kom fram i þættinum, Spurt i þaula i fyrra kvöld, þar sem Matihlas fjármálaráðherra sat. fyrir svörum. Skuldaaukning rikissjóðs hefur, að vonum, orðið umræðu- og áhyggjuefni landsmanna á ráðsmannstima núverandi fjár- málaráðherra. Þetta hefur vit- anlega leitt hugann að þvi, hvernig þeim ráðsmanni hljóti að liða — sálarlega, ef unnt er um slikt að tala — þegar stöðugt gengur niður á við og baráttan birtist helzt i þvi að láta hverj- um degi nægja sina þjáningu. Hafi hinsvegar einhver haft áhyggjur af sálarró Matthiasar fjármalaráðherra, sýnist það vera hreinn óþarfi eftir yfirlýs- ingu hans. Aðspurður sagði hann, að hann hefði haft ánægju — og af raddhreimnum mátti ráða, hreint ekki svo litla — af störf- um sinum i fjármalaráðuneyt- inu! Jafnframt þessu varð nokkuð bert, þó undir rós væri talað, að hann mun gera sér nokkuð rök- studdar vonir um að halda sæt- inu eftir næstu kosningar. Vitanlega liggur hver svo sem hann hefur um sig búið, og er þarflaust að ræða það frekar. Meiri ástæða væri til að rifja nokkuð upp, hvernig umbúnað- urinn er eins og sakir standa, og mun þó flestum ljóst, að ekki er um enda gert núi augnablikinu. Þá kemur til álita, hvað það er, sem hefur valdið ráðherran- um slikrar ánægju, að hann fær ekki orða bundizt. Rikisstjórn Geirs Hallgríms- sonar settist að völdum að rösk- lega hálfnuðu árinu 1974. Hand- bærar tölur umviðskilnað vinstri stjórnarinnar, hvað áhrærir skuldir, liggja ekki fyrir. Þegar hinsvegar er litið á stöðu okkar um áramót 1974/1975, kemur þetta i ljós: Erlendar skuldir námu þá rösklega 41 milljarði, og ef rétt er munað, þótti það nokkuð geigvænleg upphæð, að minnsta kosti i túlkun Moggans fyrir-Kosningarnar það ár. Nú, rétt eftir áramótin er staðan þannig, að erlendar skuldir nema um 127 milljörðum! Rétt rösklega gert á ekki lengri tima ogsýnir, að hér hafa engin smá stumparmenni um vélt! Þetta var nú um erlendu skuldirnar. En stendur þá ekki hár kúfur upp af inneignum í Seðlabankanum, sem myndast hafa vegna þess, að rikissjóður hafi lagt þar inn verulegt af andvirði gjaldeyrislána? Ef miðað er við sömu áramót og áður, eftir að Matthias tók við fjármálunum, virðist staða rikissjóðs þá hafa verið þannig, að lausaskuldir i Seðlabankan- um námu 3,5 milljörðum. Það var yfirdráttur á hlaupareikn- ignum i þeirri hásælu stofnun. Nú um áramótin var þessi yfirdráttarskuld orðin 15,3 mill- jarðar! Þegar þess er gætt, að Seðla- bankinn eltist við að sekta ein- staklinga fyrir nokkurra króna yfirdrátt, sem jafnvel getur stafað af samlagningarskekkj- um hjá reikningseiganda má vekja nokkra furðu, hversu langlundargeð bankans virðist ótæmandi gagnvart Matthiasi ráðsmanni! Þetta hefur verið fjármagnað með aukinni seðlaprentun. Nú er það vitað, að seðlar eru fyrst og fremst i eðli sinu ávisanir á verðmæti. En sú spurning hlýt- ur að verða nokkuð áleitin hjá landsmönnum: Út á hvaða verðmæti eru þessar ávisanir gefnar? Hitt má svo vera, að fjár- málaráðherrann bæti þvl alloft við kvöldbænirnar sinar: Guði sé lof fyrir mátt prentlistar- innar! En það er nú reyndar ennþá meira blóð i kúnni. Rikissjóður hefur á undan- förnum árum gefið út svokölluð verðtryggð skuldabréf — sumt i formi happdrættislána, sem ætlað var til tiltekinna fram- kvæmda, en annað til aö hafa eitthvað að dunda við — án þess að féð væri merkt neinu sérstöku. Eins og nú standa sakir mun upphæð — nafnverð — þessara bréfa vera um 6 milljarðar. Innlausn þeirra fer fram svona öðru hvoru á nokkurra ára bili. En ráðherrann upplýsti, að væru bréfin innleyst nú, myndi það kosta rikissjóð um 20 mill- jarða! Almenningur veit, að það litla, sem enn hefur verið inn- leyst af þessum bréfum, hefur gerzt á þeim grunni einum, að gefa út nýja flokka! Nú höfum við um stund reynt að gaumgæfa hvað þaö er sem hefur verið þess valdandi að fjármálaráðherrann hefur haft svona einstaka ánægju af i starfi sinu i fjármálaráðuneyt- inu. Vissulega er öllum ljóst, að allir hafa ekki sama smekkinn um skemmtanir fremur en ann- að. En i tilefni af þvi, sem hér hefur fram komið, gæti verið fróðlegt — þó ekki væri nema fyrir síðari tima grúskara — að vita, hvað það er sem ráðherr- anum þætti leiðinlegt! En ef við tölum nú laust við alla'glettni, sem máske er ekki ástæða til að gera um svo alvar- leg mál, hlýtur að vakna nokkur slatti af spurningum, sem hver og einn ætti að hafa gott af að velta fyrir sér. Hér verður látið nægja fátt eitt. Við skulum hafa hliðsjón af, aðMatihias er ekki — frekar en Palli — einn i heiminum. Alita verður, að hér hafi að verki staðið ráðherrasúpan öll, þó hann hafi verið framkvæm- andinn. Hafa nú allir þeir verið hjartanlega sammála og inni- lega ánægðir með ofannefndar fjárreiður? Ekki ber á öðru, að minnsta kosti enn sem komið er, þó máske kunni „hjónin” siðar að deila, til fróðleiks fyrir „hjúin”. Aðspurður um samlyndið og samstarfið i rikisstjórninni, svaraði Matthias þvi til: „Það hefur verið með miklum ágæt- um”! Þá vitum við það. ! i HREINSKILNI SAGT PlllSÚMt llf Grensásvegi 7 SÍmi 82655. fil RUNTAL-0FNAR Birgir Þorvaldsson Sími 8-42-44 Auu^sencW! AUGLYSiNGASlMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVE FN BEKKJA Höfðatúni 2 Reykjavik. Simi 15581 2- 50-50 Sendi- bíla- stöðin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.