Alþýðublaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 7
Laugardag ur 14.janúar 1978 7 Við Suðuriandsveginn/ rétt eftir að ekið er fram- hjá Rauðhólunum á leið frá Reykjavik er skilti sem allir kannast við. Þar stendur //Hjólkoppar til sölu". Skilti þetta hefur verið þarna árum saman og tug- þúsundir manna hafa bar- ið það augum. Þeir eru færri, sem þekkja sölu- manninn eða hafa átt við- skipti við hann. Alþýðu- blaðsmenn röbbuðu lítil- lega við Valdimar Sigurð Norðdahl í vikunni. Benz-koppur byrjunin. Ég er búinn að standa í þessu i ein tiu til fimmtán ár. Upphaflega fann ég einn Bonz-kopp við veg- inn, hann hafði dottið af einhverj- um bilnum. Svo frétti einhver af þvi, að ég ætti svona kopp og vildi kaupa hann, þvi hann vantaði kopp á bilinn sinn. Ég sá þá, að þetta gat verið arðvænlegt og hef safnað hjólkoppum og selt þá sið- an. Hvað áttu marga koppa núna? Ef ég vissi það. Það er ótrúleg- ur fjöldi. Til dæmis á ég meira en 500kúpta Volkswagen-koppa. Það gengur erfiðlega að selja þá vegna þess að nú framleiða þeir þá ekki lengur og kopparnir á Volkswagen eru flatir núna. Koppana finn ég við vegarkant- ana, á graseyjunum við Miklu- braut. Mitt svæði er aðallega Miklabraut og Breiðholtið en ann- ars fer ég viða um. Svo eru vinir minir, þeir finna koppa og láta mig fá. Þeir hjá vegagerðinni láta mig t.d. oft fá koppa. Siðastliðið sumar fór ég til Akureyrar og Mývatns. Ég heim- sótti afa minn, sem býr i Svarfað- ardal. A þessari leið fundum við 33 koppa, þar af fimm i Hvalfirð- inum. A bakaleiðinni var Vega- gerðin nýbúin að láta hefla svo við leituðum ekki einu sinni. Það er mjög misjafnt hvað ég finn marga koppa af sömu gerð- inni. Fiat-kopparnir eru t.d. mjög lausir á, detta af undir eins, einn- ig Mazda-kopparnir. Ég á mikinn fjölda af koppum af þessum gerð- um. Það er einnig mismunandi gott i koppunum. Sumir ryðga eins og skot og verða ljótir en i öðrum er ekta ryðfritt stál i gegn með þykkri krómhúð. Það eru beztu kopparnir. Frá 1200-6000 kr. Hvernig gengur salan? Hún gengur yfirleitt vel. Það hefur þó litið selst undanfarið. Ég hef sennilega selt meira en 10.000 koppa i allt. Sennilega miklu meira þó. Hvað kosta hjá þér kopparnir? Það er mjög misjafnt. Sá dýr- asti kostar 6000 krónur. Það er koppur á Thunderbird. Svoleiðis koppur kostar meira en 10.000 krónur i búð. Sá ódýrasti kostar liklega um 1200 krónur en yfirleitt eru þeir helmingi ódýrari hjá mér en i búð. Og þeir eru eins og nýjir hjá mér, ef ekki betri. Ég næ af þeim ryðinu, ber á þá ryðvarnar- efni, mála þá þar sem það á við og bóna þar til þeir skina eins og nýir væru. Ég má til með að segja ykkur eina sögu sem ég var að heyra. Þið vitið hvar Hallærisplanið er? Það var nýlegur Buick þar eitt föstudagskvöldið. Menn aka þar gjarnan eins og vitlausir menn. Buickinn spólaði og spólaði og allt i e'inu losnaði koppur af honum. Koppurinn skauzt i búðarglugga og braut hann og fór inn i búðina. Bilstjórinn varð svo hræddur aö hann ók i burtu á fullri ferð og lét koppinn eiga sig. I framhaldi af þessu þætti mér vænt um ef búðareigandinn vildi láta mig hafa koppinn, ef hann hefur sjálfur ekkert við hann að gera. Mið vantar einmitt svona kopp. Vladimir Hjólkoppsky. Vinir minir kalla mig margir Vladimir Hjólkoppsky. Það kem- ur til af skiljanlegum ástæðum. En ég er kallaður Valdi I skemmtibransanum. i skemmtibransanum? Valdlmar meö ívo al glæstustu hjólkoppunum f safninu >ð|k .; ipSil í Hi t - m 'iívím 4 --*> i l/ m mWm j mX k fÆfcÉm? J $ Já, ég hef verið að fikta við að syngja með hljómsveitum og þá aðallega i Klúbbnum. Maður fikt- ar við svo margt, t.d. að syngja, að reykja vindla, og svo fiktar maður við kvenfólk, svona eins og gengur. Svo kvöddum við Valda. Við getum með sanni sagt, að það er enginn svikinn af koppunum hans. Er við komum inn i skemm- una hans voru koppar i snyrtileg- um röðum hreint úti um allt. Og það er sannarlega satt, kopparnir eru alveg eins og nýir. Vanti þig hjólkopp, þá ættirðu að lita við hjá honum Valdimar við Suður- landsveginn, rétt þar sem Rauð- hólunum sleppir. Athugaðu hvað hann getur gert fyrir þig. ATA MKÍiL Þeir eru ófáir sem kannast við Vaida á hjóiinu sinu. Þetta er eitt giæsilegasta hjólið i bænum. A þvi ferðast hann um f leit sinni að hjólkoppum. AB-myndir: — GEK.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.