Alþýðublaðið - 19.01.1978, Qupperneq 3
Fimmtudagur 19. janúar 1978
Kjarasamningar
og verkfall BSRB til
umræðu
Haldin veröur ráðstefna
um kjarasamninga og
verkfall BSRB á vegum
fræöslunef ndar banda-
lagsins í lok janúar og
byrjun febrúar. Veröa
fyrst 5 umræðufundir í
Reykjavík og síðan munu
starfshópar vinna í Mun-
aðarnesi og þar lýkur ráð-
stefnuninni.
Þátttakaer heimil öllum þeim,
sem störfuöu i verkfalls- og
kjarabaráttu BSRB og aðildarfé-
laganna. — Tilkynna þarf þátt-
töku i siðasta lagi mánudaginn 23.
janúar. — Ætlast er til að menn
sæki alla ráðstefnuna, en ekki i
einstök skipti, en þátttökugjald er
ekkert.
Fundirnir i Reykjavik veröa
haldnir i Hreyfilssalnum við
Grensásveg á timanum kl. 4—7
e.h. — Sótt verður um leyfi frá
störfum fyrir þátttakendur, ef á
þvi þarf að halda.
Dagskrá verður þannig:
Fimmtudagur 26. jan.: Kjara-
samningalögin og kröfugerð
BSRB. (Kristján Thorlacius,
form. BSRB.) Þriöjudagur 31.
jan.: Samningaviðræður rikis-
starfsmanna — sáttatillaga og
kjarasamningur. (Haraldur
Steinþórsson, framkv.stj. BSRB.)
Fimmtudagur 2. febr.: Verkfall
og samningar bæjarstarfs-
mannafélaga. (Þórhallur Hall-
dórsson, form. Starfsm. fél.
Reykjavikurborgar og Helgi And-
résson, form. Starfsmannafélags
Akraness.) Mánudagur 6. febr.:
Störf kjaradeilunefndar. (Agúst
Geirsson, fulltrúi i kjaradeilu-
nefnd.) Aróður og upplýsinga-
starf. (Kári Jónasson og Vilhelm
Kristinsson, fréttamenn.) Miö-
vikudagur 8. febr.: Starf verk-
fallsnefndar BSRB. (Guðni Jóns-
son, form. verkfallsnefndar og
Páll Guðmundsson, varaformað-
ur.) Framkvæmd verkfallsins.
(Július Sigurbjörnsson, stjórn-
andi á verkfallsskrifstofu BSRB.)
Farið verður i Munaöarnes að
kvöldi föstud. 10. febr. og lýkur
ráðstefnuninni þar sunnudaginn
12. febrúar.
Skipt verður þar i þrjá starfs-
hópa, sem ræða ákveðin atriði,
skila greinargerð um þau og und-
irbúa spurningaþátt.
Hópur 1: Gildi verkfallsréttar og
kjarasamningalögin.
Hópur 2: Samstarf innan BSRB
og samvinna við önnur stéttarfé-
lagasamtök.
Hópur 3: Framkvæmd verkfalls.
Ráðstefnuninni lýkur með pan-
ilumræðum, þar sem einhverjir
framsögumanna munu svara
spurningum.
Á einu bretti:
Fiskur fyrir
hálfan milljarð
frá ísafirði
A fimmtudag í fyrri
viku var Hofsjökulb hið
nýja frystiskip Jökla hf.
á isafirði og lestaði þar
rúmlega 46 þúsund kassa
af freðfiski. Fiskurinn
var að mestu leyti i neyt-
endaumbúðum og lætur
nærri að verðmæti hans
sé um hálfur milljarður
króna.
Vestfirzka fréttablaðið segir,
að þetta sé mesta magn af freð-
fiski, sem flutt hafi verið út i
einu frá einni höfn á landinu.
Það voru Ishúsfélag ísfirð-
inga hf., Norðurtanginn hf. og
Ishúsfélag Bolungarvikur hf.
sendu um 12 þúsund kassa
hvert, og Hraðfrystihúsið i
Hnifsdal og Frosti hf. sendu 5000
kassa hvort.
Vestfirzka fréttablaðið segir
ennfremur, að útskipun þessara
rúmlega 46 þúsund kassa i Isa-
fjarðarhöfn hafi aðeins tekið tvo
daga. Til samanburðar er þess
getiö, aö það hafi tekið jafnlang-
an tima að skipa út 15 þúsund
kössum i Akureyrarhöfn.
Þess má geta, að Hofsjökull
tók i þessari ferð sinni fisk að
söluverðmæti um 1.7 milljarða
króna. Þegar skipið haföi siglt i
um það bil sólarhring frá Is-
landi áleiðis til Bandarikjanna,
varð bilun i ljósavél, og skipinu
snúið til Reykjavikur. Þar var
það i gær, en viðgerð átti að
ljúka i gærkvöldi.
(Leitin að fegurðardrottningu
íslands að hefjast:
Keppendur mega
ekki vera giftir
né hafa alið börn
Bráölega mun hefjast undan-
keppni fegurðarsamkeppni Is-
lands og verður i vetur keppt um
eftirfarandi titla: Fegurðar-
drottning tslands, Ungfrú tsland,
Fegurðardrottning Reykjavfkur,
Ungfrú Reykjavik og bezta ljós-
myndafyrirsætan. Erhún valin af
blaöaljósmyndurum.
Keppnin sem haldin er á vegum
ferðaskrifstofunnar Sunnu, er
einungis opin stúlkum á aldrinum
17—25 ára. Keppendur mega ekki
vera, né hafa verið giftir, eöa
hafa alið börn.
Verða fulltrúar landsbyggðar-
innar valdir á feröakvöldum
Sunnu viös vegar um landið og er
fólki bent á að koma ábendingum
um stúlkur, er þykja liklegar til
þátttöku i keppninni, til næsta
umboðsmanns Sunnu. Siðast i
mai munu svo stúlkurnar utan af
landi keppa við 3 þær efstu úr
Reykjavik og verður Fegurðar-
drottning tslands 1978 þá kjörin.
Er vonazt til að nýkjörin Miss
World frá Sviþjóð komi til lands-
ins til að krýna nýkjörna fegurö-
ardrottningu.
Könnun á bóklestri og bókakaupum
Fólk hvatt til að
senda svör sem fyrst
Nú um jólin fengu nokk-
ur þúsund Islendinga í
hendur spurningarlista um
bókakaup og bóklestur.
Þaö er Hrafnhildur
Hreinsdóttir nemi í bóka-
safnsfræðum, sem stendur
fyrir þessari könnun, og
sendi hún lista meö þrem
bókatitlum: Heimsmeta-
bók Guinnes, Lokazt inni í
lyftu, eftir Snjólaugu
Bragadóttur og Allt var
þaö indælt stríð, æviminn-
ingar Guðlaugs Rósin-
kranz.
Alls hafa nú borizt um 1.500
svör, en er talið æskilegt að þau
verði um 3000 talsins, til að ná
sem nákvæmustum niðurstöðum.
Með könnuninni fylgir umslag,
sem setja má ófrimerkt i póst og
er skilafrestur til janúarloka.
Fólk, sem enn hefur ekki sent
inn svör sin, er eindregið hvatt til
að gera það áður en fresturinn
rennur út. Verður dregið úr svör-
um þeim sem berast og nokkrum
þátttakendum sendar bækur i
þakklætisskyni.
TUkynning frá
olíufélögunum
Vegna sívaxandi erfiöleika við
útvegun rekstursfjártil þess aðfjár-
megna stöðugt haekkandi verð á
olíuvörum, sjá olíufélögin sig knúin
til þess að herða allar útlánareglur. 3.
Frá og með 1. febrúar næst kom-
andi gilda því eftirfarandi greiðslu-
skilmálar varðandi lánsviðskipti:
1. Togarar og stærri fiskiskip
skulu hafa heimild til að skulda
aðeins eina úttekt hverju sinni.
Áður en að frekari úttektum 4.
kemur skulu þeir hafa greitt
fyrri úttektir sínar, ella má gera
ráð fyrir að afgreiðsla á olíum 5.
til þeirra verði stöðvuð.Greiðslu-
frestur á hverri úttekt skal þó
aldrei vera lengri en 15 dagar.
2. Önnur fiskiskip skulu almennt
hlýta sömu reglu. Hjá smærri
bátum, þar sem þessari reglu
verður ekki við komið, skal viö
það miðað að úttekt sé greidd
um leið og veðsetning afurða
hjá fiskvinnslustöð fer fram.
Þeir viðskiptamenn, sem hata
haft heimild til lánsviðskipta í
sambandi við olíur til hús-
kyndingar, hafi greiðslufrest á
einni úttekt hverju sinni. Þurfa
þeir því að hafa gert upp fyrri
úttekt sína áður en til nýrrar út-
tektar kemur.
Um önnur reikningsviðskipti
gilda hliðstæðar reglur.
Að gefnu tilefni skal ennfremur
tekið fram, að olíufélögin veita
hvorki viðskiptamönnum sínum
né öðrum peningalán eða aðra
slíka fyrirgreiðslu, né heldur
hafa milligöngu um útvegun
slíkra lána. Tilgangslaust er því
að leita eftir lánum hjá olíu-
félögunum.
m (fsso) Sheli
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F. OLÍUFÉLAGIÐ H.F. OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR H.F.