Alþýðublaðið - 19.01.1978, Page 10
10
Fimmtudagur 19. janúar 1978 i
Staða framkvæmdastjóra
Orkubús Vestfjarða
Stjórn Orkubús Vestfjarða auglýsir eftir
framkvæmdastjóra fyrir Orkubú Vest-
fjarða. Lögð er áhersla á haldgóða mennt-
un og starfsreynslu á sviði stjórnunar og
fjármála. Umsóknarfrestur er til 15.
febrúar 1978. Með umsókn skulu fylgja
upplýsingar um menntun og fyrri störf.
Umsóknir skulu stilaðar til stjórnar Orku-
bús Vestfjarða og sendar formanni stjórn-
ar, Guðmundi H. Ingólfssyni, Holti, Hnifs-
dal, ísafirði, sem jafnframt gefur frekari
upplýsingar.
Isafirði 4. janúar 1978
Stjórn Orkubús Vestfjarða.
Sjúkrahús á Akureyri
Tilboð óskast i múrhúðun þriggja hæða
nýbyggingar Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri og skrifstofu bæjarverkfræðings á
Akureyri gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri
fimmtudaginn 2. febrúar 1978 kl. 11 fyrir
hádegi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÖLF 1441 TELEX 2006
20. leikvika — leikir 14. janúar 1978
Vinningsröð: 1 2 X — 1 XI —21 2 —1 21
1. vinningur: 11 réttir — kr. 30.500.-
968 7834+ 30838(1/11,1/10) 41010(1/11,4/10) 40297(1/11,4/10)
1131 30259 32008(1/11,1/10) 40118(1/11,4/10) 40431(1/11,4/10)
1361 30720 33336(2/11) 40152(1/11,4/10) 40813(1/11,4/10)
7494+ 30837 34199 40167(2/11,6/10) 41187(1/11,4/10)
2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.600.-
227 5648 9212 31103 32596 34222 40347(2/10)
238 5703 9267 31157 32604 34227 40424
270 5733 9361 31158 32621 34232 40453(2/10)
354 6143 9491 31305 32663+ 34245 40492
506 6158 9504 + 31336 32698 34253 + 40532
510 6159 10141 31353 33002 34305 40575
554 6172 10310(2/10) 31429 33068 34306 40609(2/10)
1014 6203 10442 31588 33095 34398 40896+
1973 6834 30023 31653+ 33137 34430 40937(2/10)
2063 6967 30191 31832(2/10) 33258 35090+ 40961
2401 7838 30283 31854 33383 40053 41105(2/10)
2672 7954 30347 + 31958 33675 40079(2/10)
3019 8060 30360 31965 33683 40096(2/10)
4661 8421 30388(2/10) 32005 33958 40139
4741 + 8431 30491 32042+ 33960 40140(2/10)
4931 8530 30683 32049 34008+ 40149(2/10)
5029 8564 30839 32123 34018 40155(2/10)
5114 9042 30864 32292+ 34141 40158
5123 9125 30981 + 32293 34207 40166
5229 9157 31043 32591 34212 40169 + nafnlaus
Kærufrestur er tii 6. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar.
Kærueyfiublöð fást hjá umbo&smönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupp-
hæðir geta lækkað, ef kærur verða teknartil greina.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvfsa stofni eða senda stofninn og
fuliar upplýsingar um nafn og heimílisfang til Getrauna fyrir greiðsludag
vinninga.
GETRAUNIR — tþréttamiðstöðin — REYKJAVÍK________________________
spékoppurinn
Sigurjón Opna
ljósmyndina núna sýnist mér.
Ljós og skugga, svart-hvitt. Ekki
liti. Það verður að leggja mikið
upp úr ljósmyndum. Þær verða
að vera góðar, til að skila. Oft
getur góður ljósmyndari sýnt ein-
hverja hlið á skúlptúr sem ekki er
gott að sjá öðru visi. Hann biður
þess að ljósið falli á einhvern
ákveðinn máta á, jafnvel gegn
um skúlptúrinn. Þannig vinn ég
til dæmis ekki. Ég vinn bara eftir
forminu, ekki ljósinu.
Tvö listasöfn
Jæja, þið þurfið að fara? Biðið
þið aðeins, ég ætla að sýna ykkur
hérna bók.
Þarna er mynd af manni sem
ég gerði að gamni minu. Hann sat
ókeypis fyrir. Fékk þó bjór og var
vel ánægður.
Þessi sýnir listina frá ýmsum
timum sögunnar. Sjáiði hérna
þessar tvær myndir. Rafael hefur
málað alveg eins mynd og fannst i
Pompei. Hann hlútur að hafa séð
eitthvað frá Pompei. Stelling-
arnar eins, þessi hönd alveg i
sama stað og svo heldur þessi
svona alveg eins. Seinna málaði
Rubens þessar þrjár listagyðjur
lika.
Biðið við. Ég ætla að fylgja
ykkur til dyra. Ég veit ekki hvað
ég get sagt ykkur, strákar. Það
ætti aö vera hér tvöfalt listasafn.
Eitt svona eins og er, sem keppir
að þvi að safna verkum þessara
gömlu, sem fara að kveðja þenn-
an heim. Annað fyrir popp-list.
Til að sýna hvað gengur á i dag á
hverjum tima. Já, þaö þarf tvö
listasöfn.
Verið þið bless og ég vil fá að
sjá þetta áður en þú setur það á
prent. Það er aldrei að vita hvað
þið látið fljóta. Heimspressan er
svo pólitisk”.
Þegar Alþýðublaðsmenn óku á
brott stóð Sigurjón úti á hlaði,
lágvaxinn, kvikur og yfirfullur af
lifi. Hvort hann telst til gömlu
mannanna, eða popparanna er
vafaatriði, sem undirritaður
treystir sér ekki að skera úr um.
—hv
SUJ 5
manna. Allar þessar mannrétt-
indaskerðingar hafa veriö rétt-
lættar með þvi að verið sé að
vernda lýðræðiö fyrir ágengni
andlýðræðislegra afla.
Verður atlögum „hryöjuverka-
manna” á lýðræðisþjóðfélag hrint
með skerðingu á lýðréttindum?
Er hægt að vernda lýðræðið með
þvi að skerða réttindi fólksins?
Svarið er nei. Hvers vegna? Til
þess að geta svarað þessu þurfum
við að gera okkur grein fyrir þvi
hvert sé markmið „hryðjuverka-
manna”, hversu öflug eru samtök
þeirra, hversu sterk eru þau?
Markmið „hryðjuverkasamtak-
anna” er að skapa ringulreið i
þjóðfélaginu. Andsvör v-þýskra
stjórnvalda stefna að sama
markmiði. Samtök „hryðju-
verkamanna” eru veik, fámenn
samtök pólitiskra ævintýra-
manna, sem eiga engan hljóm-
grunn meðal alþýðu Þýskalands.
Þeirra eina von um aukin áhrif og
aukin styrkleika er að stjórnvöld
grípi sifellt til aukinnar skerð-
ingar lýðréttinda og aukins
fasima, er leiði til þess að sifellt
fleiri öfl þjóðfélagsins risa upp og
veita „hryðjuverkaöflunum”
stuðning.
— 31. þing SUJ harmar þá
skerðingu lýðréttinda,
sem nú á sér stað i V-
Þýskalandi og felst í því,
að menn með tilteknar
skoðanir fá ekki vinnu
hjá hinu opinbera, og er
sagt upp störfum.
— SUJ harmar afstöðu
þýskra jafnaðarmanna í
þessu máli og bendir á að
lýðræði og jafnaðar-
stefnan eru greinar af
sama meiði.
— SUJ bendir þýskum
jafnaðarmönnum á að
lýðræði verður ekki varið
með skerðingu lýðrétt-
inda.
Þetta
gráhærða.
U M BOÐSMAÐU R —
STYKKISHÓLMUR
Alþýðublaðið hefur fengið nýjan umboðs-
mann i Stykkishólmi. Það er Sigurður
Kristjánsson, Laugarholti 21, simi (93)
8179.
Styrkir til háskólanáms í Frakklandi
Franska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt að boðnir
séu fram sex nýir styrkir handa islendingum til háskóia-
náms i Frakklandi háskólaárið 1978—79.
Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum
prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 14. febrúar
n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
12. janúar 1978.
Styrkir til háskólanáms í Grikklandi
Grisk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndum
sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla-
náms i Grikklandi háskólaárið 1978—79. — Ekki er vitað
fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut
isiendinga. Styrkir þcssir eru eingöngu ætlaðir til fram-
haldsnáms viö háskóla og skulu umsækjendur hafa lokið
háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Þeir ganga aö
öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja
stund á grisk fræði. Styrkfjárhæðin er 8.000 drökmur á
mánuði auk þcss sem styrkþegar fá greiddan ferðakostn-
að til og frá Grikklandi. Til greina kemur að styrkur veröi
veittur til allt að þriggja ára.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: State Scholar-
ships Foundation, 14 Lysicrates Street, Gr 119 ATHENS,
Greece, fyrir 30. april 1978 og lætur sú stofnun jafnframt i
té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið,
12. janúar 1978.
Styrkir til náms vié lýdháskóla
eða menntaskóla i Noregi
Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlend-
um ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða
menntaskóla skólaárið 1978—79. Er hér um að ræða styrki
úr sjóöi sem stofnaður var 8. mai 1970 tii minningar um aö
25 ár voru liðin frá þvi að Norðmenn endurheimtu frelsi
sitt og eru styrkir þessir boðnir fram i mörgum löndum. —
Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur i
hlut islendinga. — Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði,
húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. —
Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga
þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta iagt fram gögn um
starfsreynslu á sviði félags- eða menningarmála.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. febrúar
n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
12. janúar 1978.