Alþýðublaðið - 25.01.1978, Síða 1
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR
20. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
JRitstjórn blaðsins er '
til húsa í Síðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
I Dómkirkju Krists
konungs í Landakoti
Margir eru þeir eflaust
hér á landi, sem ekki hafa
augum litið innviði ka-
þólskrar kirkju, enda
mun ekki vera nema ein
slík hér á landi. Það er
kirkja Krists konungs í
Landakoti.
Blaðamaður og Ijós-
myndari Alþýðublaðsins
brugðu sér þangað fyrir
skömmu og er greint frá
heimsókninni í máli og
myndum á blaðsíðum 6 og
7 í blaðinu i dag.
VEXTIR
VERÐA
SKATT-
LAGÐIR
— Og höfuðstóllinn líka, þar
sem ekki er gerð fullnægjandi
grein fyrir honum
Rannsókn á bankainni-
stæðum fslendinga í er-
lendum bönkum er haldið
áfram af fullum krafti. í
samtali við Garðar Valdi-
marsson skattrann-
sóknarstjóra í gær, kom
fram, að nú er verið að
senda út frekari fyrir-
spurnir bæði til erlendra
aðilja sem og þeirra ís-
lendinga sem uppvíst
hef ur orðið um að eiga fé
í dönskum bönkum.
Til þessa hafa skattrann-
sóknarstjóra borizt upplýsingar
frá þremur dönskum bönkum,
en þaó eru Finansbanken og
tveir minni bankar á Sjálandi. t
Finansbanka fannst alls 81
reikningur i eigu tslendinga,
þar sem innistæöur voru yfir 10
þúsund danskar krónur, en aö
sögn Garöars Valdimarssonar
eru reikningshafar viö hina
bankana tvo innan við 10.
Svo sem kunnugt er var um-
ræddum reikningshöfum ritaö
bréf, þar sem þeir voru beönir
um aö gera grein fyrir tilurö
þessara peninga og vöxtum sem
þeir hafa haft af þeim. Sagöi
.Garöar aö þegar svör allra
reikningshafanna heföu borizt
yröu þau metin og i framhaldi af
þvi yrðu vextir skattlagöir. 1
þeim tilfellum þar sem ekki
fengjust fullnægjandi upplýs-
ingar um höfuðstólinn yrði höf-
uöstóllinn skattlagöur lika.
Ekki taldi Garöar útilokaö aö
samskonar upplýsingar fengj-
ust frá fleiri erlendum bönkum
þótt of snemmt væri aö fullyröa
nokkuö um þaö á þessu stigi
málsins.
—GEK
Blaðamenn segja
upp samningum
Blaðamannafélag Islands
sendi i gær frá sér svohljóöandi
fréttatilkynningu.
Blaðamannafélag tslands
sagöi i gær upp samningum sin-
um við Félag blaöaútgefenda i
Reykjavik, Dagblaöiö h.f. og
titgáfufélag Þjóöviljans, en
heimild til uppsagnar samning-
um var i samkomulagi sem
félagiö undirritaði viö áöur-
nefnda viðsemjendur sina hinn
28. júli 1977. I þvi samkomulagi
var svo kveöiö á, aö samræma
skyldi kjör félaga i Blaða-
mannafélaginu og fréttamanna
Rikisútvarpsins. Skyldi sam-
ræmingunni lokiö fyrir 20. janú-
ar en næöist ekki samstaöa um
hana gæti hvor aðili um sig sagt
upp samningunum.
Fulltrúar blaöaútgefenda,
sem fjaliaö hafa um þessi mál
viö Blaðamannafélagiö, fram-
kvæmdastjórar dagblaöanna
komust nýlega að þeirri niöur-
stööu aö þegar væri algjört
samræmi i kjörum blaöamanna
og fréttamanna Rikisútvarps.
Þessi niöurstaöa er fengin sam-
kvæmt útreikningum þeirra
sjálfra, sem framkvæmda-
stjórarnir hafa neitaö aö sýna
blaöamönnum. Ennfremur hafa
þeir hafnað þeirri tillögu Blaða-
mannafélags tslands, aö hlut-
laus nefnd, Kjararannsókna-
nefnd, reiknaöi út þann mis-
mun, sem telja má vist aö sé á
kjörum blaöamanna og frétta-
manna. Meö hliösjón af þessum
tveimur synjunum litur Biaöa-
mannafélagiö svo ó, aö fram-
kvæmdastjórar úagblaöanna
hafi af ráönum hug stefnt kjara-
málum blaöamanna i tvisýnu
meö þvi aö mynda ágreining viö
þá um samræminguna,sem auö-
vitaö getur ekki leitt til annars
en Blaöamannafélagiö neyti
þess réttar sins, sem samkomu-
lagiö frá þvi i júli veitir þvi.
Sem dæmi um þann mismun
sem er á launakjörum frétta-
manna Rikisútvarpsins og
blaöamanna, skal tekiö fram,
aö byrjunarlaun blaöamanns
eru nú 109.990 krónur, en
byrjunarlaun fréttamanns hjá
Rikisútvarpinu eru 190.911
krónur. Laun blaðamanns
þyrftu þvi að hækka um 73,6%
til þess aö jöfnuöur næöist. Þá
skal þess einnig getið aö hæstu
laun blaðamanns eftir 13 ára
starf eru nú 192.427 krónur eöa
1.516 krónum hærra en byrj-
endalaun fréttamanns hjá
Rikisútvarpinu.
Auk þess sem hér er aö
framan taliö, má geta þess aö
laun blaöamanna hafa hækkaö á
bilinu frá 1. desember 1976 til 1.
desember 1977 að meöaltali um
47,6%. A þessum sama tima
hafa laun alþingismanna sem
kunnugt er hækkaö um 78,3%,
launþega innan ASI að meöal-
tali um 60% og launþega BSRB
aö meðaltali um 76,5%. Launa-
hækkun fréttamanna Rikisút-
varpsins á þessum sama tima
en það eru þeir menn, sem
vinna hin sömu störf og blaða-
menni hafa hækkað um 74,8%.
Blaðamannafélag tslands
harmar ab framkvæmdastjórar
dagblaöanna i Reykjavik skyldu
ekki standa viö undirskrift sina
viö samkomulagiö frá 28. júni
1977. Blaöaútgefendur eru ný-
gengnir i Vinnuveitendasam-
band tslandss. Þaö er lág-
markskrafa blaöamanna, aö
þeir viöurkenni grundvallar-
reglur þess félagsskapar, sem
þeir eru nýgengnir I. Vinnuveit-
endasambands Isíands, aö
greiöa skuli sömu laun fyrir
sömu vinnu án tillits til þess hjá
hverjum hún sé unnin.
Það er von Blaöamannafélags
tslands, að leysa megi kjaramál
félaga þess meö friösamlegum
hætti, svo sem ávallt hefur veriö
utan einu sinni, að kom til verk-
falls. Þrátt fyrir þaö veröur aö
segjast aö afstaöa fram-
kvæmdastjóra dagblaöanna
gefur ekki tilefni til bjartsýni.
Þeir viröast þvi miöur ekki hafa
skilning á þvi aö dagblööin
veröa aö geta keppt viö aöra
vinnuveitendurum hæfan og vel
menntaöan starfskraft.
Stjórn-
mála-
menn hafa
sýnt mjög
takmark-
ada
innsýn í
efna-
hagsmál
— sjá
baksídu .