Alþýðublaðið - 25.01.1978, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 25.01.1978, Qupperneq 7
6 Miðvikudagur 25. janúar 1978 Miðvikudagur 25. janúar 1978. 7 Meðfram veggjum hanga myndir af pislargöngu Krists. Þær eru einnig gjöf, en þegar innar kemur, ber fyrir augu hliöarölturu, vinstra megin i kirkjunni eitt tilcinkað Mariu móður Krists...... ...og hægra megin f kirkjunni annað, mjög svipað, nema til- einkað Jósef, eiginmanni Marfu og veraldlegum föður Krists, ef svo má að orði komast. Illiðarölturu þessi munu hafa verið nokkuð notuð hér áður fyrr, en ekki hin siðustu ár. Þau, líkt og aðalaltari kirkjunnar, komu úr gömlu kirkjunni, sem nú er ÍK-húsið. Til hliðar I kórnum stendur svo biskupsstóllinn. Orgelið er svo uppi á þessum svölum, en það mun vera all hljómfagurt. Hitt er svo kross allmlkill, með Kristsmynd á, sem Rfkharður Jónsson gerði. Kross þessi hangir yfir kórnum og varðar þar veginn. Tvennt grlpa vakti sérstaka athygli Alþýðublatemanna I kór dómkirkjunnar, þó ef til vill mest vegna þess aðséra Georg tiltók þá sérslaklega. Annað var gamalt Mariulíkneski. Lfklega frá þvi fyrir siðaskipti. Talið er að það sé erlent að gerð, en hafi verið I Islenzkum kirkjum um margar aldir. Þetta likneski er sérkenni- legt, i þvi að Maria er miðaldra kona, sem réttir barnið fram á hendi sér og sýnir það. Þar er Kristur óumdeilanlegur konungur Domkirkja Krists konungs, Landakoti. Fullbyggð árið 1929. Dómkirkja rétt um eitt þúsund og tvö hundruð rómversk kaþólskra karla, kvenna og barna. Eina kaþólska dómkirkjan hér, enda aðeins ein kaþólsk kirkjudeild starfandi á landinu. Islendingar eru f lestir mótmælendatrúar. Lútherskir mótmælendur, sem fyrir nokkrum árhundruðum snerust á sveif með uppreistnarmönnum gegn páfa. I dag myndu ef til vill margir telja sig trúlausa með öllu, en þó er það staðreynd, að kirkjusókn er enn aII nokkur hér, einkum á hátiðum. Á aðfangadagskvöld sækja til dæmis margir Dómkirkju Krists konungs að Landakoti, mun fleiri en svo að þar geti verið um að ræða kaþólska eina. Ef ekki til að sækja trúarfestu, þá til að njóta hátíðleika og íburðar messuhalds, sem af flestum kunnugum er talið bæði umfangsmeira og tilkomumeira fyrir sjón og heyrn en messuhald þjóðkirkjuklerka. Fyrir fáum dögum brugðu Alþýðublaðsmenn sér í stutta heimsókn i dómkirkj- una að Landakoti. Fengu að taka fáeinar Ijósmyndir og jafnframt svör við nokkrum spurningum um þá muni sem prýða kirkjuna. Svörin sá séra Georg um. Hér kemur svo afraksturinn, í máli og myndum: Þegar inn er komið verteir ekki lengur talað um fráhrindandi lit- lit. Þvert á móti. Hvelfingin er tignarleg og friðsæi. Súlur og loft nýlega máiað og litaðir gluggar varpa mislitri birtu inn, þannig að hver súla og hver hvelfingareining virðast hafa sinn lit. Milda liti, sem falia saman. Hins vegar kom enginn tii skrifta enda ekki von, þvi syndir kaþólskra á islandi eru ekki meiri en svo að stóllinn er tómur, ut- an eina eða tvær klukkustundir vikulega. Beint á móti þvf kliðaraltar, sem tileinkað er Mariu, hangir mynd ein ailmikil, augsjáanlcga gömul. Þessi mynd fannst undir kórgólfinu i kirkjunni, þegar hún var máluð. Hefur liklega legið þar frá 1929, þvi fáir munu eiga erindi þar undir gólfið að jafnaði. Ekki munu menn vera á eitt sáttir um uppruna, efni eða aldur þessarar myndar. Efst á altarinu stendur Hkneskið af Kristi I konungshlutverki sinu. Hann stendur á jarðarlikneski, sem umsveipað er kórónum konungdæma og boðskapurinn er augijós: Kristur er konungur konunganna. Framar i kórnum stendur annað altari, nýlegra og úr marmara. Við það standa prestar og biskup nú þegar þeir messa, I stað þess að standa við gamla altarið eins og venja var. Þegar sú breyting varð að hætt var aðhafamessur alveg á latinu, móðurmái við- komandi þjóðar tekið upp i staðinn, hættu þeir sem messa jafn- framt að snúa bakinu i söfnuðinn. Þvi er nýja altarið komið framar i kórinn. Með þökkum til séra Georgs Til eru þeir er finnst Landakotskirkjan kuldaleg, steinrunnin og fráhrindandi. Ef til vili gefur ytra útlit kirkjunnar að einhverju leyti tilefni til slikra tilfinninga, en óneitanlega er hún festúleg og traustvekjandi, þar sem hún stendur á Landakoststúninu. Aðalaltari kirkjunnar er hið fegursta. Gamallegt og virðulegt, með hillum og hirzlum. Við hlið þess logar svonefnt eilifðarljós, sem sýnir þeim er koma i kirkjuna að brauðið, sem við altaris- göngu verður að likama Krists, er geymt i kirkjunni. Texti: Halldór Valdimarsson Myndir: Axel Ammendrup

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.