Alþýðublaðið - 25.01.1978, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 25.01.1978, Qupperneq 12
alþýöu- blaðið Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaösnins er aö Siðumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. MIÐVIKUDAGUR 25. JANLJAR 1978 Af hverju er verdbólgan látin viðgangast? Stjórnmálamerm blaðra um efnið án þess ad koma med úrlausnir! — kemur fram í grein Björns Jónssonar, forseta ASÍ og Ásmundar Stefánssonar, hagfræðings „Þvi miður hafa stjórnmála- menn sýnt mjög takmarkaða innsýn i efnahagsmál og kjósa þvi gjarnan þá leið að blaðra almennt um efniö án þess aö koma beint að ákveðnum úr- lausnum”, segja Björn Jónsson og Asmundur Stefansson, hag- fræðingur ASÍ i grein sem þeir rita i siðasta hefti Hagmála, timarits Viðskiptafræöideildar Háskóla Islands. Þetta telja þeir að sé ein ástæðan fyrir þvi að verðbólgan er látin viögang- ast I landinu. Takmarkaða irasýn I efna- hagsmál telja þeir þó ekki ein- hlita skýringu, væntanlega sé það jafnvel veigameira að stjórnmálamennirnir hafa margir ánetjast þeim verð- bólguhugsúnarhætti sem hér rikir. Þeir séu farnir aö lita á veröbólguna sem eðlilegt ástandi, sem ekki verði breytt. Rétt eins og aörir þjóðfélags- þegnar reyni þeir þvi að hag- nýta sér þá möguleika, sem þetta kerfi gefur til þess aö ná I verðbólgugróða. Liklega vegi það þó þyngra, aö þó heildin tapi á verðbólg- unni gera það ekki allir. Sumir hagnist vel. Enn fleiri séu þeir þó sem tapa, en halda sig græöa i raun og veru og vilji þvi ekki fyrir nokkurn mun missa verð- bólguna. Gagnvart sjónarmiðum þess- ara hópa séu stjórnmálamenn veiklundaðir. Ríflegar greiðsl ur til banka- ráðsmanna Greidd þóknun til meðlima i bankaráði Búnaðarbankans nam áriö 1976 samtals 2 milljón- um 819 þúsundum og 607 krón- um. Sambærilegar tölur fyrir bankaráð Seðlabankans eru 1.409.415 krónur, fyrir bankaráð Útvegsbankans 1.314.945 krónur og fyrir bankaráð Landsbank- ans 1.314.930 krónur. Ofangreindar upplýsingar er að finna meðal efnis i nýút- komnu hefti Frjálsrar verzlun- ar. Þar kemur einnig fram að Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans fær greiddar 805 þúsund 619 krónur fyrir störf I bankaráði. Formað- ur bankaráös Útvegsbankans, Olafur Björnsson, fær hins veg- ar greiddar 438 þúsund 325 krónur fyrir störf I þágu Útvegsbankans. Hjá Seðlabank- anum þiggja tveir menn laun fyrir formennsku I bankaráði árið 1976 og fær hvor um sig 438 þúsund 310 krónur. Þetta eru þeir Ragnar Ólafsson, hrl. og Einar Olgeirsson fyrrverandi alþingismaður. Þaö vekur óneitanlega athygli, að svo virðist sem bankaráösmenn Búnaðarbank- ans hafi mest upp úr „krafsinu” fyrir störf sin og má i þvi sam- bandi benda á að formaður bankaráðs Útvegsbankans er „ekki nema” rétt hálfdrætting- ur á við kollega sinn i bankaráöi Búnaðarbankans. Hins vegar ber aö geta þess, að samanlagð- ar greiðslur til þeirra tveggja sem skipta á milli sin formennsku I bankaráði Lands- bankans þetta ár, eru samtals 876 þúsund 620 krónur, sem er heldur hærra kaup en Stefán Valgeirsson alþingismaöur fær greitt i Búnaðarbankanum. Vegna þessa máls hafði Alþýðublaðið sambandi við Stefán Valgeirsson formann bankaráðs Búnaðarbankans og spurðist fyrir um eftir hvaöa reglum væri farið þegar laun bankaráðsmanna Búnaðar- bankans væru ákveðin. Stefan Valgeirsson sagði: „Það er bankamálaráðherra sem ákveður laun bankaráðs- manna i öllum bankaráðunum og eftir þvi er fariö”. Enn frem- ur sagði Stefán aö þær tölur sem gefnar væru upp I Frjálsri verzlun um laun bankaráðs- manna Búnaöarbankans væru villandi, þvi i þeim launum sem Frh. á 10. siöu Bílainnflutningsmálid: Gæzluvardhald innflytjand- ans rennur út á morgun A morgun 26. janúar rennur út gæzluvaröhaldsúrskurður sem kveöinn var upp fyrir sex vikum yfir innflytjanda j notaðra Mercedes Benz bifreiöa, en eins og margoft hefur komið fram voru bifreiðar þessar fluttar inn með ólöglegum hætti. Alþýðublaðiö haföi samband viö Erlu Jónsdóttur deildar- stjóra rannsóknarlögreglu rikisins og spuröist fyrir um hvort tekin hefði veriö ákvörðun um framlengingu gæzluvarð- haldsins. Sagði Erla að ákvörö- un um þaö atriði hefði ekki verið tekin og að hennar væri ekki aö vænta fyrr en seinni partinn i dag, miðvikudag. Stuttu eftir aö maöur sá sem hér um ræðir var hnepptur i varöhald, var opinber starfs- maður i Hafnarfirði einnig sett- ur i varðhald vegna þessa máls, en taliö er að hann hafi aöstoöaö 1 við svikin. Gæzluvarðhald að- stoðarmannsins rann út þann 18. janúar siðast liðinn og var hann þá látinn laus. Yfirheyrzlur vegna þessa máls eru i fullum gangi ennþá og i samtali við blaðið i gær sagðist Erla ekkert geta sagt um hvort þeim færi aö ljúka eða ekki. Þess má að lokum geta, aö að rannsókn málsins vinna nú fjórir starfsmenn rannsóknar- lögreglu rikisins. —GEK Útflutningur óunnins garns: Ásmundur Stefánsson, hagf rædingur ASB Ekki ástæða til að létta undir með keppinautunum — med því aö selja þeim óunnið fslenzkt garn „Sérstæðni islenzku ullarinnar gæti forðað okkur frá þeirri þróun, sem átt hefur sér stað i vefnaðariðnaðinum i Evrópu”, sagði Asmund- ur Stefánsson, hagfræðingur ASI, er hann var inntur álits á ullarútflutningnum. Ásmundur kvað það hafa verið þróun mála erlendis i vefnaðariðnaði,að stór hluti atvinnu- greinarinnar hefði flutzt frá iðnaðarlöndum Vestur-Evrópu til ýmissa hinna meira þróaðri landa þriðja heimsins, væri hér jafnvel um að ræða yfir milljón atvinnutækifæri. Framleiðsla fyrir- tækja, t.d. í Suður-Kóreu, Hong Kong, Formósu og víðar væri í mun betri samkeppnisaðstöðu á mörkuðum Evrópu vegna þess hve ódýrar þær væru. Lág laun auk ým- issa ívilnanna, er fyrir- tæki þessi nytu i viðkom- andi löndum væru hins vegar höfuðástæða hins lága verðs. Markaðir hafa opnast þessum ódýru vörum gegnum tollaviðræður á vegum GATT. Það var ótvírætt álit Ásmundar að fullvinna bæri sem flestar íslenzk- ar vörur hérlendis. Sakir sérstæðni hinnar íslenzku uilarvöru sagði Ásmund- ur ekki ástæðu til þess að óttast svo mjög sam- keppni af hálfu erlendra aðila. En þó sagði hann ástæðulaustað létta undir með erlendum keppinaut- um með þvi að selja þeim óunnið ísienzkt garn. Framleiðsla íslenzks ullarfatnaðar ætti því framtið fyrir sér, en þyrfti ekki að hljóta sömu örlög og ýmsar greinar vefnaðariðnaðar á meg- inlandinu. Ólafur Jóharmesson, viöskiptaráöherra: Hlynntur því að sem mest sé unnið hér „Almennt vill maður að sem mest sé fullunnið hér”, sagði Olafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra, er blaöið hafði sam- band við hann í gær og innti hann álits á útflutningi Alafoss á óunnu garni. Aö ööru leiti kvaðst ráðherrann ekki tilbúinn að svara spurningunni, þar eð hann heföi ekki kynnt sér málið nægjanlega. Alafossverksmiðjurnar munu vera að fullu i eign Fram- kvæmdasjóðs rikisins, þannig aö reikna má með þvi aö af- staða stjórnvalda komi til meö að ráða gangi mála I sambandi við garnútflutninginn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.