Alþýðublaðið - 28.01.1978, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1978, Síða 1
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR Ritstjórn bladsins er ' til húsa fSídumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsím i frétta- vaktar (91)81976 Framkv.stj. Landssm. um samdráttarskýrsluna: „Leita alls þess neikvæda” Er haft var samband við Ágúst Þorsteinsson fram- kvæmdastjóra Lands- smiðjunnar og hann inntur álits á kaf la þeim í skýrslu nefndar um samdrátt rikisumsvifa er f jallar um Landssmiðjuna# sagði hann sem það virtist vera höfuðtilgangur nefndar- manna að ieita alis þess er neikvætt væri í fari Lands- smiðjunnar. Hann sagði skýrslugerðarmenn t.d. ioka augunum fyrir þeirri staðreynd að enn ættu járniðnaðarfyrirtæki sem Landssmiðjan við að stríða erfiðleika er stöfuðu af „ harðindaárunum" 1967-68. Gert væri lítið úr starfsemi fyrirtækisins sem þó er meðal þeirra stærri í járn- iðnaði/ enda starfsmenn þess 65 að tölu. Ágúst kva6st ekki nú sem stæBi geta gefiB ákveBin svör um skýrslu þeirra samdráttar- nefndarmanna þar eB máliB væri enn á mjög viökvæmu stigi. Þeir LandssmiBjumenn vildu fá tæki- færi til þess a& undirbúa mál- flutning sinn sem bezt, enda væri framtiB fyrirtækisins i húfi. VarBandi þá tillögu nefndar- manna aö starfsfólk fyrirtækisins myndi kaupa þaö og yfirtaka verkefni þess, sagöi Ágúst þaB hægara sagt en gert. Kröf luskýrslan vænt- anleg f næsta mánudi Kröfluskýrslan sem 10 Alþingismenn fóru fram á að iðnaðarráðherra léti taka saman um gang framkvæmda við Kröflu# er væntanleg i næsta mán- uði. Þetta kom fram í við- tali við Pál Flygering/ ráðuneytisstjóra í iðnaðar- ráðuneytinu í gær. — Ég veit ekki nákvæmlega hvaö þetta veröur mikil skýrsla, sagöi Páll, en eftir öllu þvi efni aö dæma sem dregiö hefur veriö saman vegna hennar, sýnist mér aö hún geti oröiö afskaplega ýtar- leg. — Til dæmis um umfang skýrslunnar, nefndi Páll, aö hann heföi á bor&inu fyrir framan sig ýmis fylgiskjöl varöandi hana og sá bunki einn væri minnst 30-40 sm. þykkur. Taldi hann auösætt aö ekki yröu þau gögn öll prentuö og lögð fyrir þingmenn, slikt yröi alltof viöamikiö. —GEK Starfsmaöur Landssmiöjunarviö vinnu slna Nú er það kaffið sem hækkar! — um 10% Verðhækkun á kaffi var leyfð i gær og sam- kvæmt upplýsingum sem AB fékk á skrifstofu Verðlagsstjóra, hækkar kilóið af þessum vinsæla drykk úr kr. 1848 i 2040, en það þýðir að hver kaffipakki hækkar i smásöiu úr kr. 462 i kr. 510. Von er á fleiri tiðind- um af verðhækkana- skriðunni á mánudag- inn, þannig að raunvirði krónunnar okkarlækkar ört þessa dagana. Slysavarnafélag íslands verdur 50 ára á morgun. í blaðinu í dager adfinna frásögn af hátíðarfundi í Slysavarnafélagshúsinu á miðvikudaginn, raktir þættir ur sögu félagsins og efni ræðu forseta þess, Gunnars Friðrikssonar. — Sjá bls. 5 og 6. SÍS selur frysta loðnu til Japan — menn frá SH leita eftir samningum á sömu mörkuðum I gær voru undirritaðir samningar milli Sjávaraf- urðardeildar Sambandsins og japanska fyrirtækisins Mitsui og Co. Ldt. um sölu á allri loðnu# sem fryst verður i frystihúsum deildarinnar á þessari vertíð. Voru þrír fulltrúar frá japanska fyrirtækinu hér á ferðíþeim erindagjörðum að undirrita samningana. Ekki tókst í gær að afla upplýsinga um söluverð samkvæmt þessum samn- ingum. Að sögn Sigurðar Markússonar framkv.stjóra Sjávaraf- urðardeildar verður ekki greint frá þeim þætti að svo stöddu. Skv. upplýsingum frá fulltrúum Sjávarafuröadeildar er taliö sennilegt að loönumagniö, sem hæft er til frystingar, geti orðið á bilinu eitt til tvö þúsund lestir, miöaö viö sæmilega hagstæö skil- yröi. Þá er einnig gert ráö fyrir aö Mitsui og Co kaupi öll loðnuhrogn, sem fryst veröa á vegum deildar- innar i vetur. Ekki hefur enn ver- iö gengiö frá samningum um þennan þátt framleiöslunar, en þaö verður væntanlega gert ein- hvern næstu daga. Sölumiðstöö Hraðfrystihúsanna hefur einnig hug á a& gera sölu- samning um frysta lo&nu viö Jap- ani. Eru tveir menn á vegum hennar, þeir Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson forstjóri og Björn Halldórsson framkv.stjóri, nú staddir i Japan i þessum erinda- gjörðum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.