Alþýðublaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 28. janúar 1978.
isssr
Otgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur I
lausasölu.
Slysavarnafélag
íslands 50 ára
1 ............
stofnun þess eru sjóslysin
ekki nema þriðjungur
allra þeirra slysa, sem
verða við og á landinu.
Baráttan við óblið nátt-
úruöfl og fyrir bættu ör-
yggi á sjó, hefur snúist í
baráttu við sífellt aukinn
hraða nútímaþjóðfélags-
ins. — Á síðasta ári létust
39 Islendingar af völdum
umferðarslysa. Þá slös-
uðust að jafnaði í hverj-
um mánuði 24 alvarlega
af völdum umferðar-
slysa, en í heild urðu um-
ferðarslysin 536.
Ohætt mun að fullyrða,
að umferðarslysin eru
orðin ein versta plága,
sem þjóðin á við að stríða.
Þau kosta þjóðfélagið ó-
hemju mikla fjármuni i
formi sjúkrakostnaðar og
eignatjóns og ógleymdum
hörmulegum afleiðingum
fyrir einstaklinga og f jöl-
skyldur.
Gunnar Friðriksson,
forseti Slysavarnafélags-
ins, hefur komist svo að
orði, að nú stafi mannin-
um mest hætta af sjálf-
um sér. Hann hafi náð
verulegum árangri í bar-
áttunni við náttúruöflin,
en hafi ekki komið við
nægum vörnum gegn
hættum, sem hann sjálf-
ur hefur skapað. Því sé
það eitt helzta verkefni
Slysavarnafélags Islands
á þessum tímamótum, að
fylkja öllum til baráttu og
beita öllum tiltækum ráð-
um til að koma í veg f yrir
umferðarslysin.
Alþýðublaðið vill á 50
ára afmæli Slysavarna-
félagsins færa þvi þakkir
fyrir fórnfúst og giftu-
drjúgt starf í hálfa öld.
AAegi árangur þess verða
mikill á öllum sviðum
slysavarna á komandi ár-
Slysavarnaf élag Is-
lands er 50 ára á morgun,
sunnudag. Þetta eru ein
merkustu f jöldasamtök,
sem stofnuð hafa verið
hér á landi, og hafa fé-
lagsmenn karlar og konur
unnið hin ótrúlegustu af-
rek í anda mannúðar- og
manngildishugsjónar.
Þegar félagið var
stofnað beindust augu
allra að hinum ægilegu
sjóslysum hér við land.
Guðmundur Björnsson
landlæknir og fyrsti for-
seti félagsins, komst svo
að orði á stofnfundi í
Bárubúð í Reykjavík:
,, Er nú vert að minnast
þess, að elzta og f rægasta
erfiljóðið, sem ort hefur
verið á íslenzka tungu,
var gert eftir ungan og
hraustan efnismann, sem
lét líf sitt i sjónum, hér
upp við AAýrar, þar sem
svo margir hafa drukkn-
að. Ég á við Sonatorrek,
sem Egill Skallagrímsson
gerði eftir drukknun Böð-
vars sonar síns:
Sleit marr bönd
minnar ættar,
snaran þátt
af sjálfum mér.
Þegar Slysavarnafé-
lagið var stofnað urðu
nær 75 af hundraði allra
dauðaslysa hér á landi af
völdum óhappa á sjó.
Slysavarnastarfið beind-
ist því fyrst og fremst að
sjónum og eru afrek fé-
lagsins á því sviði öllum
kunn.
Þó var það svo, að þeg-
ar árið 1937 ráði félagið
starfsmann til að kanna
sérstaklega og fylgjast
með umferðarslysum og
slysum á vinnustöðum.
Þar vann félagið einnig
brautryðjendastarf.
En breyttir þjóðfélags-
hættir hafa raunverulega
skapað félaginu nýjan og
stærri starf sgrundvöll.
Fimmtíu árum eftir
ÁTTUM
Niðurrifsstefna borgarstjórnarmeirihlutans
Sem kunnugt er, samþykkti
borgarráö nú fyrr i mánuöinum
timamótatillögu um skipulag
miðbæjarins. Gerir hún ráö fyr-
ir aö 10 gömul hús sem standa
við Hallærisplanið verði jöfnuð
við jörðu, en 11.800 fermetra
glanshöll byggð umhverfis og
ofaná rústirnar.
Ef það skyldi hafa farið fram
hjá einhverjum sem les þessar
linur hvað sé i rauninni fram
undan i skipulagsmálum mið-
bæjarins nái tillagan fram að
ganga skal nýhýsinu lýst nokkru
nánar.
Veröur það allt aö 5 hæöa hátt.
Á efti hæöunum er gert ráö fyrir
mannabústöðum og veröa þar
80 ibúðir. Má benda á það til
gamans, að þetta viðlag var lika
sungiðþegar Morgunblaðshöllin
var reist. Þá voru loforðin mörg
en efndirnar engar.
A neðri hæðum hýsisins verða
svo þjónustustofnanir og vezl-
anir. Til viðbótar við þetta verð-
ur lóð hótel íslands tekin undir
útiveitingasölu og þess háttar
starfsemi aðra. Má ekki seinna
vera, að við semjum okkur að
siðum hinna suðrænu þjóöa.
Undir herlegheitunum verður
bílageymsla uppá tæpa 4000 fer-
metra.
Vegna þessarar ákvaröanar
borgaryfirvalda, sem nú hefur
reyndar verið frestað, risu upp
margar óánægjuraddir. Hópar
og félagasamtök sendu frá sér
harðorðaðar ályktanir, þar sem
eindregið var lagzt gegn
þessari gjörbyltingu i miðbæn-
um.
Það fer heldur ekki hjá þvi, að
þessi samþykkt beri með sér
keim fljótfærni og hugsunar-
leysis. Framkvæmdirnar eru
sagðar til að gæða gamla mið-
bæinn nýju lifi og athafnasemi.
Eiga ibúðirnar áttatiu að vera
einn liður i þessari stefnu meiri
hlutans. Að athuguðu máli er
hins vegar augljóst, að ungt fólk
mun ekki gleypa við þessu hús-
næði. Þar um kring verður ekk-
ert útivistarsvæði fyrir börn.
Umferð verður aftur þar af
meiri, og hávaöi og mengun sú
sem stafa af henni er hvorugt
vel til þess falliö að laða fólk i
þetta húsnæði
Liklega yrði endirinn sá, að
öldruðum yrði holaö niður
þarna mitt i „stórborginni”.
Nema ef ske kynni að peninga-
valdið kæmi klónum i feitt og
gerði tilboð sem ekki væri hægt
að hafna!
Eftir þvi sem næst verður
komist, hafa hvergi komið fram
upplýsingar um mat á þessum
gömlu húsum sem nú eiga að
hverfa. Þau virðast sumsé
hvorki hafa verið metin með til-
liti til notagildis né þeirra verð-
mæta sem fólgin eru i þeim.
Aftur hefur heyrzt haft eftir
þeim sem eru i aðstöðu til að
dæma, að ef húsin yrðu rifin,
yæri geysimiklum verðmætum
kastað i súginn. Húsin séu upp
til hópa i svo góðu ástandi, að
þau geti þjónaö sinu hlutverki
miklu lengur.
Þriðja mótbáran og ekki sú
léttvægasta varðar menningar-
sögulegt gildi þeirra. Er ekki
vitað til að nein athugun hafi
farið fram á sögu húsanna,
heldur virðist stefnt að þvi að
rifa sem fyrst og sem mest, áð-
ur en hægt er að depla auga.
Þau munu mörg hafa merkilega
sögu aö baki enda komin til ára
sinna.
Að þessu samanlögðu sést að
þetta flas borgarstjórnarmeiri-
hlutans yrði aldrei til fagnaðar.
Það myndi aldrei klæða miðbæ-
inn liflegri búning. Hann myndi
þvert á móti lognast alveg útaf,
verða grámyglulegt og óaölað-
andi gimald.
Þaö sem hér hefur verið rætt
ber ekki með sér þann boðskap
að vernda skuli hverja einustu
fúaspýtu sem fyrirfinnist hér.
Mörg þeirra gömlu húsa sem
sjá má hér viðsvegar um bæinn
eru það illa farin, að ekkert vit
er i, að halda verndarhendi yfir
þeim.
Þvi ber að láta sjónarmið
hagnýtis, svo og fegurðar ráöa
ferðinni hverju sinni, en ekki
þeirri niöurrifsstefnu, sem nú-
verandi borgarstjórnarmeiri-
hluti er blindaður af.
Tækniteiknarar
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða
tækniteiknara sem fyrst.
Starfsreynsla æskileg. Umsóknir með
upplýsingum um menntun, aldur og fyrri
störf sendist starfsmannastjóra.
Rafmangsveitur rikisins
Laugavegi 116, Rvik.
m utboð
Tilboð óskast i eftirfarandi fyrir Hitaveitu
Reykjavikur:
A). Smiði pipuundirstaðna og stýringa.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, R. gegn 5.000,- kr. skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama
stað, þriðjudaginn 14. febrúar n.k. kl. 14.00
e.h.
B). Leggja Reykjaæð II. 5. áfanga. út-
boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, R. gegn 10.000.- kr. skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama
stað, 7. mars n.k. kl. 11.00 f.h.
ÍNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirlíjuvegi 3 — Sími 25800