Alþýðublaðið - 28.01.1978, Side 6
6
/
Laugardagur 28. janúar 1978.
Slysavamafélag
fslands 50
ára á morgun
Frá öndverðu hefur SVFI haft á
stefnuskrá sinni byggingu skips-
brotsmannaskýla og starfrækir i
dag 44slik skýli. Auk þeirra hefur
SVFl reist 29 björgunarskýli á
fjallvegum landsins. Langflest
þessara skýla éru búin fjar-
skiptabúnaði, neyðartalstöðvum
eða sima, og þar er einnig að
finna allan nauösynlegan
öryggisbúnað til varnar vosbúö
og kulda. Björgunarstöðvahús
fyrir starfsemi slysavarnadeilda
og björgunarsveita hafa risið eöa
er verið að reisa á 25 stöðum á
landinu og tækjageymslur hafa
björgunarsveitirnar til umráða i
flestum byggðalögum. Samtals
eru þetta 98 björgunarstöðvahús
og skýli, en þessum þætti starf-
seminnar hafa kvennadeildirnar
lagt sérstakt lið.
Tilkynningaskyldan
Tilkynningaskylda islenzkra
skipa er yngsta starfsgrein
félagsins, en til hennar var stofn-
að með reglugerð i mai 1968 og
SVFI falin skipulagning hennar
og framkvæmd. I mai 1977 var
Tilkynningaskyldan lögfest og
þar ákveðið að hún yrði áfram i
ábyrgð SVFI. Með Tilkynninga-
skyldunni eiga skipin að láta vita
um ferðir sinar, brottför úr höfn,
staðarákvörðun og komu til
hafnar. 1 fimm mánuði ársins,
mái/sept., er varðstaða frá kl.
08.00 á morgnana til miðnættis og
einn skyldutimi að deginum...
tsfirðingar bjarga áhöfninni af breska togaranum Boston Wolvale
G Y 407 I blindby 1 og stormi viö Arnarnes.
Starf
Slysavarnafélagsins
Innan Slysavarnafélags Islands
voru fljótlega stofnaðar deildir
utan Reykjavikur. Fyrsta deildin
var stofnuö i Sandgerði sumarið
1928, slysavarnadeildin Sigurvon,
og hinn 28. júli 1929 var fyrsta
björgunarstöð félagsins vigð i
Sandgerði og fyrsti björgunarbát-
urinn „Þorsteinn” tekinn i notk-
un. t>á voru sérdeildir kvenna
stofnaðar innan SVFl hin
fyrsta, Kvennadeildin i Reykjvik,
28.4.'30. Kvennadeildirnar hafa
ávallt styrkt félagsstarfið með
fjársöfnunum til kaupa á björg-
unartækjum. Nú eru 30 kvenna-
hefur frá fyrstu tið verið megin
viðfangsefni björgunarsveita
SVFl, og þvi starfrækir félagið
fluglinustöðvar hringinn i kring
um ailt land. Fyrsta björgunin á
vegum SVFI með slikum búnaði
var framkvæmd 24. marz 1931, er
björgunarsveitin Þorbjörn i
Grindavik bjargaði 38 mönnum af
franska togaranum „Cap
Fagnet” er strandað hafði á
Hraunsfjöru.
Hina sjö mánuðina, okt/aprl., er
varðstaða allan sóiarhringinn og
þá kvöldskyldutima bætt við dag-
skyldutimann. Strandarstöðvar
Landssima Islands taka á móti
tilkynningum og koma þeim til
miðstöðvarinnar i húsi SVFt, þar
sem úrvinnsla fer fram og staðar-
ákvarðanir skipanna eru skráöar.
Auk þess er haft samband við
verstöðvaradió hinna ýmsu
sjávarþorpa vegna ferða skip-
anna.
Lögin frá 1941
Arið 1941 er lögum félagsins
breytt og boðað til fyrsta lands-
þings Slysavarnafélags Islands i
marz 1942. Nú eru Jandsþingin
haldin þriðja hvert ár i
Reykjavik, en aðalfundir félags-
ins þess á milli i landsfjórð-
ungunum til skiptis. A lands-
þingum er kjörin 11 manna aðal-
stjórn með fulltrúum landsfjðrö-
unganna.
Núverandi forseti SVFI er
Gunnar Friðriksson, forstjóri, frú
Hulda Sigurjónsdóttir, varafor-
seti, Hannes Þ. Hafstein, fram-
kvæmdastjóri og öskar Þór
Karlsson, erindreki. Aðalstöðvar
félagsins eru i SVFl-húsinu á
Grandagarði 14, Reykjavik, simi
2 70 00. Neyðarsimi félagsins er
2 71 11.
Skýrt f rá nokkrum þáttum
um sögu og starf félagsins
SwaEm;
Nýsköpunartogarinn Jón Baldvinsson eftir að öllum skipverjum 42,
hefur veriö bjargað.
í dag er Slysavarnafélag
Islands fimmtíu ára. i til-
efni af afmælinu boðaði
stjórn félagsins til blaða-
mannafundar og kaffi-
samsætis i húsakynnum
sínum við Grandagarð á
miðvikudaginn. Þar
minntist forseti félagsins
ýmissa atriða úr sögu þess
og enn var veitt viðtöku
höfðinglegum gjöfum
kvennadeildarinnar í
Reykjavik og Lionsklúbbs-
ins Freys.
Gunnar Friðriksson, forseti
félagsins, gat þess i upphafi aö
stofnun Slysavarnafélags
Islands, hefði verið frumkvæði
Guðmundar Björnssonar, land-
læknis, sem þá, likt og mörgum
öðrum, ægði hið geigvænlega
manntjón af völdum sjóslysa á
Islandi. Gunnar minnti á Geirs-
slysið 1912, þegar 27 menn fórust
og 60 börn urðu munaðarlaus.
Enn fremur á Halaveðrið i febr.
1925, þegar Leifur heppni og
Fieldmarshal Robertson frá
Hafnarfirði fórust með allri
áhöfn. Þá minntist hann á það,
þegar 4 bátar fórust sama
haustið á Isafjaröardjúpi 1924,
með 32 mönnum. 011 urðu þessi
slys til að reka á eftir stofnun
félagsins, og Guðmundur land-
læknirritaði bæklinginn „Um sjó-
slys á Islandi.” A þessum tima
fórust 12 sinnum fleiri i sjó á
tslandi en i Noregi að jafnaöi.
Félagið var svo stofnað i
Reykjavik 29. janúar 1928 og var
Guömundur læknir fyrsti forseti
þess, en fyrsti starfsmaður Jón E.
Bergsveinsson. Starfið beindist i
fyrstu aðeins að slysavörnum á
sjó, en siðar voru slysavarnir á
landi einnig teknar inn i markmiö
þess.
Gunnar Friöriksson,
forseti félagsins
deildir starfandi inan SVFI og um
13 þús. konur eru félagar. SVFI
starfar i sérdeildum karla og
kvenna, sameinuðum deildum og
unglingaliöadeildum. Félags-
deildir eru starfandi i öllum
byggðalögum landsins og auk
þess er svd. Gefion, starfandi i
Kaupmannahöfn. Alls hafa starf-
að 210 deildir innan SVFl og
félagatala er yfir 30 þúsund.
Björgun manna úr sjávarháska
Fjórtán aldraöar baratiuKonur voru heiöraöar f hófinu. Tólf þeirra gátu kom-
iö. Þær sjást á þessari mynd, taliö frá vinstri: Sigriöur Jónasdóttir, Ingibjörg
Arnórsdóttir, Sigriður Húnfjörö, Guðný Helgadóttir, Soffia Vagnsdóttir, Hall-
dóra Bjarnadóttir, Sigriður Jónsdóttir, Guðbjörg Gissurardóttir, Guðbjörg
Guðmundsdóttir (hún flutti þakkir fyrir hönd hópsins^Þorbjörg Grimsdóttir,
Frá 40 ára afmælishátíð Kvenfélags
14 aldraðar
konur voru
Eins og skýrt hefur veriö
frá í blaðinu minntist Kven-
félag Alþýðuf lokksins í
Reykjavík 40 ára afmælis
sins með glæsilegu hófi á
föstudag í fyrri viku. Þar
var hvert sæti skipað og
varð úr hin bezta skemmt-
un.
í þessu hófi voru 14 aldr-
aðar Alþýðuf lokkskonur
heiðraðar fyrir mikið og
gott starf i þágu félagsins
og Alþýðuflokksins. Tólf
þessara kvenna sátu hófið.
Sonja Berg bauð gesti vel-
komna og setti hófið. Helga
Einarsdóttir var veizlustjóri
og Helga Möller gerði grein
Heiga Einarsdóttir var skörulegur veizlustjóri.