Alþýðublaðið - 28.01.1978, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 28.01.1978, Qupperneq 12
alþýöu- blaðið tJtgefandi Alþýöuflokkurinn ; LAUGARDAGUR Ritstjórn AlþýOublaOsnins er aö Siöumiila IX, simi 8X866. Auglýsingadeild blaösins er aö _ _________ Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarslmi 14900. 28 JANLJAR 1 978 Leysa blödin kjaradeiluna hvert fyrir sig „Það hefur ekki verið nógu góð samstaða i þessu félagi og þetta hefur nú klofnað svona eins og þú veizt”, sagði Eiður Bergmann, fram- kvæmdastjóri Þjóð- viljans, er AB innti hann eftir áliti á afsögn Haraldar Sveinssonar formanns Fél. blaðaút- gefenda. Sem kunnugt er klauf Þjóðviljinn sig út úr félaginu þegar það gerðist aðili að félagi prentiðnaðarins og þar með að Vinnuveitenda- sambandinu. Aöspurður um hvort hann teldi liklegt að Morgunblaðið myndi semja sérstaklega við blaöamenn sina, sagði Eiður, að það teldi hann ekki liklegt, nema þá að höföu samráði við hin blööin. Um það hvað Þjóðviljinn myndi gera ef til sliks kæmi sagði hann „...einhverja samninga verður að gera og ef til slikra sérsamninga kemur verðum við að semja fyrr eða siðar.” Eiður taldi þó farsælast aö gengiö yrði frá samningunum af blöðunum sameiginlega. Framkvæmdastjóri Reykja- prents, útgefanda Visis og rekstraraðila Alþýðublaðsins, Davið Guðmundsson, sagðist ekkert vilja um afsögn Haraldar að segja. Hún væri algjört innan- húsmál blaðaútgefenda. t viðtali við Visi i gær, sagði Kristinn Finnbogason, að svo gæti vel farið að blöðin semdu hvert fyrir sig. Stærri mynteining Ekki sérstaklega gagnleg ein sér — segir hagrannsóknastjóri „Það má vera að slik breyting hefði hagstæð áhrif ef hún væri hluti af hei Idarráðstöf unum til þessaðkoma á meira jafn- vægi og stöðugleika i efna- hagsmálum," sagði Jón Sigurðsson hagrann- sóknarstjóri að auki þá er hann var inntur álits á þeirri hugmynd að breyta krónunni i átt til stærri myntar. Eða eins og sumir orða það, taka nokkur núll aftan af. Hann benti auk þess á að þjóðir eins og t.d. Japanir, er hafa komizt ágætlega af efnalega, hefðu mjög smáa mynt- einingu. Jón sagði að aðferö þessari, þ.e. stækkun eða þynging myntar, hefði veriö beitt bæði i Frakklandi og Finnlandi. Mynt landanna, sem orðin var óþægilega smá, breytt samfara skipulagsbreyt- ingu á myntkerfinu. Var það þá gert i tengslum við aðrar efna- hagsaögerðir. Þetta var talið lánast allvel, en þó var þaö ekki myntbreytingin sem slik er átti heiður skilið umfram annað. Stundum hefur verið talið að myntbreyting væri til hagsbóta i viðskiptum 't.d. hvað varðaði vörureikningagerð. En i raun hefur hagræðing þegar átt sér stað nú er reiknað er i tugum aura eða krónum. Seðlabanki Islands hefur látið frá sér fara nokkrar álitsgerðir um málið að beiðni Alþingis. 1 álitsgerðum þessum hefur ekki verið tekin ótviræð afstaða hvorki með eða á móti myntbreytingu. J.A. TTÞessi mál eru ekki létt viðfangs” Sjávarútvegsráðherra um vandamál frystiiðnaðarins: — Ég get ekki um það sagt i hverju þessar aðgerðir eru fólgn- ar og hvenær þær koma til fram- kvæmda, það er rikisstjórnar- innar og Alþingis að ákveða, sagði Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráönerra, er Alþýðublaðið spurði hann um hugsanlega opinbera aðstoð við frystiiðnaðinn i landinu. — Þesi mál eru búin að vera mjög til umræðu undanfarnar vikur og mánuði og eru ekki létt viðfangs. En ég hvorkí get eða vil um það spá hvenær þessu lýkur, það er margra að tala og við marga aö ráðfæra sig um hvaö sé bezt og skynsamlegast að gera. Rúmar 100 milljónir kostaöi þetta hús 1976, en kostnaöur vegna breytinga og endurbóta á þvi er nú kominn i um 200 milljónir króna. — Mynd-ATA Kostnaður vid hús Lyfjaverzlunarinn- ar komin í300 millj. Kostnaður vegna endur- bóta og viðgerða á húsi Lyf javerzlunar ríkisins, þar sem áður var til húsa Rúgbrauðsgerðin, nálgast nú 200 milljónir króna. Þetta kom fram í viðtölum við þá Erling Edwald for-. stöðumann Lyf javerzlun- arinnar og Jón Kjartans- son forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Það var á árinu 1976 að hús- eignin var seld hlutafélaginu Borgartún 6 hf., en aðaleigendur þess hlutafélags eru Afengis- og tóbaksverzlun rikisins og Lyfja- verzlun rikisins, sem eiga yfir 90% hlutabréfa, en auk þessara tveggja rikisfyrirtækja eru þrir af fyrri eigendum hússins skráðir fyrir hlutabréfum. Fyrir húseigninga, sem er um 20 þús. rúmmetrar að stærð, voru að sögn ofangreindra greiddar 105 milljónir króna áriö 1976, sem nálgast að vera 5000 kr. fyrir hvern rúmmetra. Samanlagður kostnaður við þessa húseign er þannig kominn i um 300 milljónir króna sem þýðir að rúmmeterinn kostar i dag um 15000 krónur. Al- þýðublaöið bar þessar kostnaðar- tölur undir fasteignasala hér i borg og taldi hann að þarna heföi veriö um hagstæð viðskipti fyrir rikiö að ræða. Hann tók þó fram að venjulega væru verð á fast- eignum miðuð við fermetra og þvi væri nær lagi að segja aö fermeterinn i Borgartúni 6 kost- aði um 45 þús. krónur, enda væri óvenju hátt til lofts i þvi húsi, eöa vlðast hvar um og yfir 3 metrar. Engu aö siður taldi hann kostn- aö við hvern fm litinn þvi i dag væri fm i sambærilegu húsnæöi á sviöuðum stað seldur á um 100 þúsund krónur. ririr Hreppsnefndarmenn á Selfossi greinirá: Var skodanakönriun- in marktæk eda ekki? Hreppsnefnd Selfoss virðist ekki á einu máli um túlkun á niðurstöðu almennrar skoðanakönn- unar um kaupstaðarétt til handa Selfossi, að því er Árbiaðið hermir. Niður- staða könnunarinnar varð sú, að af þeim sem kusu sögðu tæplega 72% já, en 26.6% nei. Auðir seðlar voru 16 talsins. Brynleifur Steingrimsson, hreppsnefndarmaður og hér- aðslæknir, lét bdka sérstaklega á fundi i hreppsnefndinni 11. jan., að skoöanakönnunin væri ekki marktæk vegna dræmrar kjörsóknar. Einnig taldi hann að einhliöa áróðri hafi verið beitt, bæði I Arblaðinu og með kosningaskrifstofu sem opin var. Annar hreppsnefndarmaður, Eggert Jóhannesson, átaldi óla Þ. Guðbjartsson, oddvita, harö- lega fyrir að hafa komið fram 1 sjónvarpi kosningakvöldið og mæla þar með kaupstaöarétt- indum. Tók hann undir það Nemendur Barnaskóia Selfoss sjónarmið að könnunin væri ekki fyllilega marktæk. A fundinum gerðist það siðan, að 5 hreppsnefndarmenn lögðu til að hreppsnefndin færi fram á það við þingmenn kjördæmis- ins, að þeir flyttu frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um kaupstaðaréttindi fyrir Selfoss. Einn hreppsnefndarmaður lagöi til aö lögfræðingi hrepps- i frfminútum (Mynd: Arblaöiö) ins yröi faliö aö gera uppkast aö frumvarpi til laga um máliö. Þau drög yrðu slðan lögö fyrir hreppsnefnd. Brynleifur Steingrimsson lagði til að málinu yrði frestað til næsta fundar og voru 2 af 7 fundarmönnum mótfallnir þvi. Er þvi enn beöið á Selfossi eftir að leiötogar þorpsbúa ákveði framhald málsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.