Alþýðublaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 5
feiaKfð1' Þriðjudagur 31. janúar 1978.
5
Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður
„Enginn klæðir sig úr skoðunum
sínum eins og skyrtunni” — eða hvað?
Föstudaginn 20. janúar
s.l. ritaði ég grein í
Alþýðublaðið. Tiiefni
hennar voru skrif í Þjóð-
viljanum um Evrópu-
kommúnisma og fleira
þ.h. I grein minni rakti ég
nokkur dæmi um skrif og
skoðanir Þjóðviljans frá
árunum áður, sem voru
talsvert á aðra lund en í
umræddum skrifum um
Evrópukommúnisma.
Varpaði ég fram nokkr-
um spurningum í því til-
ef ni/ sem ég óskaði að sjá
svör við í Þjóðviljanum.
Þegar þetta er ritað hafa
engin slík borist. Hins
vegar skrifaði Kjartan
ólafsson, Þ jóðví Ijarít-
stjóri, leiðara í blað sitt
þriðjudaginn 24. þ.m.,
sem líklega hefur átt að
vera svarviðgrein minni,
en var það ekki. Af þeirri
einföldu ástæðu, að flest-
allt sem í leiðaranum
stendur, snertir umræðu-
efni mitt alls ekki neitt.
Um var að ræða hefð-
bundin viðbrögð Alþýðu-
bandalagsmanna, þegar
þeir eru beðnir að horfast
i augu við fortíðina. Rök-
færslan verður þá tómir
útúrsnúningar af því tagi,
sem kallað er hundalógík
— bull og vitleysa, sem er
móðgun við heilbrigða
skynsemi.
TÓMT ÞVAÐUR
t leiðaranum ætlar Kjartan
Ólafsson að koma sér hjá að
svara spurningum um hvernig
flokkur geti aðhyllst stefnumál
um sjálfstæði stjórnmálaflokka
til mótunar eigin stefnu og um
nauðsyn þess að flokkar starfi á
grundvelli þingræðis og lýðræð-
is án þess að taka um leið af-
stöðu gegn og fordæma þær
skoðanir, sem Þjóðviljinn og
flokkar hans voru grundvallaðir
á, með þvi enn einu sinni að
upphefja fimbulfambið um
NATO og Vietmam. Sama
gamla sagan. begar kommún-
istar vita ekki hvað þeir eiga að
segja byrja þeir ávallt á sömu
NATO þvælunni. Hún ætlar
lengi að duga þeim sem deyfilyf
fyrir hugann.
bao er auðvitao oilum vili-
bornum mönnum ljóst, að af-
staðan til NATO eða landhelgis-
útfærslunnar árið 1971 kemur
ekki á nokkurn hátt við þeim
pólitiska ágreiningi vinstri
manna, sem leiddi til klofnings-
ins i kommúnista annars vegar
og jafnaðarmenn hins vegar. Þó
ekki væri nema vegna þeirrar
einföldu ástæðu, aö NATO var
ekki stofnað fyrr en 4. april árið
1949. bá voru tæp 20 ár liðin frá
þvi islenzk verkalýðs- og vinstri
hreyfing hafði klofnað i
kommúnista annars vegar og
jafnaðarmenn hins vegar með
stofnun Kommúnistaflokks ís-
lands og á 12. ár frá þvi Samein-
ingarflokkur alþýðu, sósialista-
flokkurinn, var stofnaður.
Hvernig gat nú afstaðan til
NATO skipt máli, hvað þá held-
ur verið eitthvert meginatriði i
pólitlskum ágreiningi kommún-
ista og jafnaðarmanna á Is-
landi, sem hófst 20árum áður en
NATO kom til sögunnar — raun-
ar talsvert fyrr? Eða deilurnar
um útfærslu landhelginnar árið
1971 — fjörutiu og einu ári eftir
stofnun Kommúnistaflokks Is-
lands? Svona þvaöur er ekki
einu sinni aðhlátursvert. En
einmitt svona eru gjarna svör
Þjóðviljans, þegar hann er beð-
inn að horfast i augu við fortiö-
ina.
ERU ÞA
SJALFSTÆÐISMENN
SANNASTIR
SÓSIALISTAR?
Þótt viðbára Kjartans Ólafs-
sonar um NATO og landhelgis-
málið sé ekki umræðuverð i
þessu sambandi get ég þó ekki
neitað mér um þá ánægju að
ihuga þá viöbáru frá eilitið öðru
sjónarhorni. Kjartan, og raunar
margir fleiri Alþýðubandalags-
menn, vilja gjarna halda þvi
fram, að það sé afstaðan til
slikra deilumála, sem greini
sauði frá höfrum i stjórnmálum
— m.ö.o. skipti fólki i hægri og
vinstri, kommúnista (eöa só-
sialista eða hvað það nú er sem
Þjóðviljamönnum þóknast að
nefna sig þá stundina) og krata
o.s.frv. Ef ágreiningur milli ein-
stakra stjórnmálakenninga
ristir ekki dýpra en þetta er ekki
að iurða, þótt margir telji sig
hafa misst áttirnar. Sjálfstæðis-
menn báru allra stjórnmála-
manna fyrstir fram kröfuna um
útfærslu landhelginnar i 200
mílur. Samkvæmt „Þjóövilja-
kenningunni” ættu Sjálfstæðis-
menn þvi að vera talsvert til
vinstri við Alþýðubandalags-
menn — meiri sósialistar, meiri
baráttumenn fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar allt eftir „smag og
behag” Kjartans Ólafssonar!
Kommúnistaflokkur Italiu
hefur lýst þvi yfir, að hann sé
eins og sakir standa fylgjandi
aðild landsins að NATO og að
vestrænar þjóðir gæti varnar-
hagsmuna sinna i þvi banda-
lagi. Alþýðubandalagiö hefur
ekki, a.m.k. ekki enn, aðhyllst
þær skoðanir. Samkvæmt
„Þjóðviljakenningunni” ætti
Alþýðubandalagið þvi að vera
til vinstri viö Kommúnistaflokk
ttaliu — m.ö.o. sannari
kommúnistaflokkur en hann!
Auðvitað byggist munur á
stjórnmálastefnum ekki á slik-
um og þvilikum ágreiningsmál-
um. 1 öllum flokkum á Islandi er
fólk, sem er andvigt aöildinni að
NATO. I Alþýðuflokknum t.d.
hefur þetta lengi verið yfirlýst
stefna ungra jafnaðarmanna og
notið talsverðs fylgis á flokks-
þingum.
Það, sem skiptir mönnum i
flokka — t.d. annars vegar i
kommúnista og hins vegar i
jafnaðarmenn — er miklu djúp-
tækari ágreiningur. Sá ágrein-
ingur kemur m.a. mjög glögg-
lega fram í öílum skjölum og
skriflegum gögnum sem fóru
milli striðandi fylkinga innan
Alþýðuflokksins fyrir klofning-
inn 1930 og I öllum slikum gögn-
um, sem farið hafa á milli
Alþýðuflokksins annars vegar
og fyrst Kommúnistaflokks ts-
lands, siöar Sósialistaflokksins
hins vegar. Þessi ágreiningur
kemur lika mætavel fram i
skrifum Þjóöviljans allt fram
undir vora daga, þótt nú upp á
siökastið sé reynt að láta þar
kveða við annan tón. Það var af-
staða til þessara ágreinings-
mála, sem ég var að óska eftir
frá bjóðviljanum, en ekki
heimskulegt fjas um einstök
timabundin pólitisk ágreinings-
mál, sem urðu til mörgum ára-
tugum siðar.
HVAÐ ER I VEGINUM?
Forystumenn Kommúnista-
flokks tslands, Sisialistaflokks-
ins og Alþýðubandalagsins
héldu þvi fram, m.a. i Þjóðvilj-
anum, að flokksmenn og flokks-
blað ættu að taka skilyrðislausa
afstöðu með Sovétrikjunum og
ekki liða neina gagnrýni á þau.
Þjóðviljinn lætur nú i það skina,
að hann sé kominn á aðra skoð-
un. Ef svoer i raun og sannleika
hvað er þá i veginum fyrir að
viðurkenna að hin fyrri skoðun
hafi verið röng og aö svo miklu
leyti, sem Þjóðviljinn og Þjóö-
viljaflokkarnir urðu til um þær
röngu skoðanir þá hafði það
verið mistök?
Forystumenn Kommúnista-
flokks Islands, Sósialistaflokks-
íns og Alþýðubandalagsins
héldu þvi fram, m.a. i Þjóðvilj-
anum, að lýðræöi væri það, að
meirihlutinn réði á þann hátt,
sem hér segir: Meirihluti hverr-
ar þjóðar væri alþýðan. Flokk-
ur alþýðunnar væri Kommún-
istaflokkurinn (og arftakar
hans). Skoðanir flokksins hlytu
þvi að vera skoðanir alþýðunn-
ar. Þar sem svo væri, væru
skoðanir flokksins þvi skoðanir
meirihluta þjóðarinnar og lýð-
ræði væri það, að þær næðu
fram að ganga. Að láta undan
kommúnistum væri þvi aö
framkvæma lýðræði. Að hafa á
móti vilja þeirra væri að taka
afstöðu gegn lýðræðinu. Þar
sem hið „borgaralega þing-
ræði” hafði ekki séð svo um aö
vilji kommúnista næði fram
væri þaö i eöli sinu ólýðræöis-
legt. Þvi hiyti flokkurinn að
taka afstöðu gegn þvi. Flokkur-
inn væri þvi með lýöræði eins og
það er skilgreipt hér að framan
en á móti þingræöi og viöur-
kenndi þvi ekki reglur þingræð-
isins. (Þessa röksemdafærslu er
ég reiðubúinn til þess að birta
sem skriflega yfirlýsingu viö-
komandi aðila ef óskað er, þvi
hún er til).
Nú virðist af skrifum Þjóð-
viljans, sem hann sé kominn á
öndverða skoðun. Telji rétt að
virða leikreglur lýðræðis og
þingræðis eins og þvi er fyrir
komið i vestrænum löndum. Ef
svo er i raun og veru hvers
vegna þá þessi fyrirstaöa á að
viöurkenna það og lýsa þvi jafn-
framt yfir, aö sú hin fyrri af-
staða sé röng og þau stjórn-
málaöfl, sem höfðu hana að
leiöarljósi, hafi ekki haft rétt
fyrir sér?
Þetta var inntakið i grein
minni. Spurningum þar aö lút-
andi er enn ósvarað.
ERINDREKAR
ERLENDSVALDS
Aöeins eitt minni háttar atriöi
i leiðara Kjartans Ólafssonar er
vert svars. Þaö er þegar hann
segir: „Islenskir sósialistar
voru aldrei erindrekar erlends
valds.”
Ég trúi þvi ekki, að þessi orö
séu til marks um, að Kjartan
Ólafsson skorti vitneskjuna.
Miklu liklegra að þau beri aö
taka þannig, að hann skorti ekki
ósvifnina. Auðvitað er honum
um það kunnugt ekki siður en
mér, að Kommúnistaflokkur ís-
lands var eins og allir kommún-
istaflokkar á þeim timum stofn-
aður ekki sem sjálfstæður flokk-
ur heldur sem flokksdeild i ein-
um sameiginlegum kommún-
istaflokki, sem viöurkenndi
engin landamæri rikja og laut
einni og sömu yfirstjórn. Þetta
hefur aldrei veriö neitt laun-
ungamál, enda lýst afdráttar-
laust yfir þvi á sinum tima og
margendurtekið i ýmsum siðari
tima ritverkum, t.d. I minningu
þeirra manna, sem stóðu að
flokksstofnuninni. Staða
Kommúnistaflokks Islands var
þvi nánast eins og staða flokks-
félags i flokkakerfi okkar i dag
nema hvað flokksstjórnin sat
ekki á Islandi heldur i Moskvu.
Utanfarir forystumanna
Kommúnistaflokks tslands á
þessum timum voru þvi ekki
neinar „sendinefndareisur”
heldur annað hvort til þess að
ráðgast við „flokksstjórnina”
um einstök mál, eða til þess að
sitja „flokksþingið” — þ.e.a.s.
reglulegt þing alþjóðasambands
kommúnista.
Ef Kjartani Ólafssyni eru
þetta einhver ný sannindi ætti
hann að kynna sér fyrirlestur,
sem Brynjólfur Bjarnason hélt
um sögu islenskrar verkalýðs-
hreyfingar viö háskólann i
Greifswald i Austur-Þýska-
landi. Af þýskri nákvæmni var
fyrirlestur þessi prentaöur og
gefinn út. Þar lýsir Brynjólfur
þvi m.a. með dæmum, sem
hann tilfærir, hvernig
Kommúnistaflokkur tslands
framkvæmdi þá stefnu, sem
mörkuð var með samþykktum
alþjóðasamtaka kommúnista —
og lýsir þar til dæmis þeirri
breytingu, sem varð á viöhorfi
flokksins til islenskra jafnaðar-
manna i kjölfar samþykktar 7.
þings Komintern árið 1935.
„SKILYRÐISLAUS
AFSTAÐA MEÐ
SOVÉTLÝÐVELD-
UNUM"
Svo annað raunhæft dæmi sé
nefnt um erindrekstur
kommúnista á tslandi fyrir hið
erlenda vald má nefna, að strax
og viðræöur hófust um stofnun
nýs flokks, sem siðar hét Sam-
einingarflokkur alþýöu —
sósialistaflokkurinn, hélt
Brynjólfur Bjarnason til
Moskvu til þess að ráðgast við
þarlenda aðiia, en afstaðan til
Sovétrikjanna var einmitt eitt
af deiluatriðunum i viöræöun-
um. Þann 24. september,
skömmu fyrir stofnun hins nýja
flokks, var Brynjólfur heim
kominn og boðaði fund i mið-
stjórn flokks sins. Þar fékk hann
samþykkta ályktun, sem hér fer
á eftir:
„Hinn sameinaði flokkur tek-
ur skilyrðislausa afstöðu með
Sovét-lýöveldunum, sem landi
sósialismans, og leyfir engan
fjandskap gegn þeim i blöðum
flokksins eða af hálfu starfs-
manna hans.
Hinn sameinaði verkalýös-
flokkur hefir vinsamlegt sam-
Sighvatur Björgvinsson
band við bæði Alþjóðasamband
kommúnista og Alþjóðasam-
band jafnaðarmanna. Hann
styður viðleitni Alþjóðasam-
bands kommúnista og allra
annara flokka, sem vinna að
einingu verkalýðsins gegn fas-
ismanum, jafnt i einstökum
löndum sem alþjóðlega, enda
álitur flokkurinn það eina aðal-
trygginguna fyrir sjálfstæði is-
lenzku þjóðarinnar að verkalýð-
urinn sé alþjóðlega sameinaður
gegn fasismanum. Flokkurinn
leyfir ekki fjandsamlega af-
stöðu til Alþjöðasa mbands
kommúnista innan vébanda
sinna.”
Hinn sameinaði flokkur er I
ákveðinni andstöðu við þá menn
innan verkalýðshreyfingarinn-
ar.sem vega aftan að lýðræðinu
á hættulegustu stundum þess og
reka erindi fasismans gegn lýð-
ræöinu og sósialismanum undir
yfirskyni „sósialskra” og „bylt-
ingarsinnaöra” slagorða, eins
og hinir svokölluðu trotzkisinn-
ar, og leyfir ekki að málsvarar
slikrar stefnu hafi aðgang aö
blöðum flokksins eða hafi neina
ábyrgðastöðu á hendi.”
A þessum grundvelli var
Sósialistaflokkurinn svo stofn-
aður. A þeim grundvelli var
hann rekinn og Þjóöviljinn
skrifaður, hafir þú ekki vitað
það Kjartan Olafsson.
//ENGINN KLÆÐIR SIG
Ú R
SKOÐUNUM
SÍNUM...."
1 yfirlýsingu frá forvigis-
mönnum Kommúnistaflokks Is-
lands, sem enn er til, er þess
m.a. getið, aö þóað félagar hans
geti fallist á að ganga i flokk
með öörum, þá muni þeir eigi
að siður halda skoöunum sinum
alveg óbreyttum og vinna að þvi
að þær veröi flokksins. Þetta
orðaði einn af forystumönn-
unum þannig i viöræðum við
Alþýðuflokkinn samkvæmt bók-
un á fundinum:
„Við hljótum aö verða
kommúnistar áfram þó við get-
um hugsaðokkur að ganga I
flokk með ykkur, þvi enginn
klæðir sig úr skoðunum sinum
eins og skyrtunni”.
Þetta var i þá daga, þegar
þau öfl og þeir einstaklingar,
sem bjóðviljinn studdist viö,
þorðu aö kannast við sjálf sig.
En hvað nú? Eru félagarnir
komnir úr skyrtunni, Kjartan
Ólafsson? Eða hafa menn látið
sér nægja að draga af sér skyrt-
una, snúa henni viö og klæða sig
svo i hana öfuga. Slikt og þvilikt
telst til algerra einsdæma
á Islandi, þótt aldrei muni það
hafa gerst á hinum betri bæjum.
Enn í tilefni af Þjóðvilja-
skrifum — og Þjóðviljaþögn!