Alþýðublaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 31. janúar 1978. SK£r Minning: Mig setti hljóðan þegar hringt var til min laugardaginn 21. jan. sl. og sagt að vinur minn Þórar- inn Sigurðsson hafi látist þá um morguninn. Þórarinn eða Tóti eins og vinir hans allir kölluðu hann, hafði ekki gengið heill til skógar um nokkurt skeið. Hann hafði fengið hjartaáfall fyrir tveimur til þremur árum, en þeirra fáu manna sem var mjög traustur vinur vina sinna. Það var m jög gott að ræða við Tóta og leita ráða hjá honum, og vist er að mörgum hjálpaði hann ef hann gat. Margan greiðann gerði hann fyrir vini sina á hinum ýmsu höfnum i kringum landið og ófáir voru pakkarnir sem hann var beðinn Ekki má þó skilja þetta svo að Tóti hafi ekki getað talað um al- vörumál lika, þvert á móti, slik- ir menn sem hann var, eru miklir hugsuðir um lifið og til- veruna. Hann var triímaður mikill. Tóti trúði á lif eftir þetta lif og margar eru frásagnirnar sem hann sagði mér um þau mál. Hann fann oft ýmislegt á Þórarinn Sigurdsson — f. 10,3. 1903. — d. 21. 1. 1978 náði sér nokkuð fljótt af þvi, og hafði hafið vinnu aftur skömmu siðar. 21. des. sl. fékk hann ein- hver óþægindi fyrir brjóstið og var lagður inn á Borgarspital- ann til rannsóknar. Þegar und- irritaður heimsótti hann á sjúkrahúsið 15. jan. sl. og hitti hannhressan ogkátan einsog hann ævinlega var, þá sagðist hann fá að fara heim daginn eft- ir. Fékk hann þvi að dvelja heima siðustu fimm dagana áður en kallið kom, og naut hann þar umönnunar sinnar ástriku eiginkonu, Aðalheiðar Magnúsdóttur, og mun óhætt að segja að það hafi verið honum mikið gleðiefni. Ég kynntist Tóta fyrst 1954 þegar ég varð skipsfélagi hans á skipum Skipaútgerðar rikisins. Tóti réðst til Skipaútgerðarinn- ar árið 1929, eða við stofnun hennar og var þar upp frá bvi. eða i 49 ár. Sýnir þetta trú- mennsku hans. Hann fór á Súð- ina gömlu þegar hún kom hing- að i april 1930 og siðan á Esju þegar hún kom ný til landsins 22. sept. 1939, og enn slöar á Heklu þegar hún kom til lands- ins. Margt varTóta minnisstætt frá þessum árum, ekki sizt frá strfðsárunum, t.d. hin fræga „Petsamo” ferð Esju 1940, loft- árásin á Súðina i júni 1943, eða þegar ESJAN kom til Kaup- mannahafnar 26. júni 1945, en þá hafði ekki komið þangaö skip frá tslandi i 5 ár, og flutti þetta 158 farþega skip 300 tslendinga heim. Tóti fór i land fyrir fáum árum og vann hjá Rikisskip við Reykjavikurhöfn siðan. Tóti naut óskoraðs trausts yf- irmanna sinna hjá Rfkisskip, hann var einn þeirra manna sem allir báru virðingu fyrir og litu upp til og hann var einn fyrir ,,suður”og ævinlega stóðst það, að allt komst til skila sem hann tók að sér að gera. Um nokkurra ára skeið lágu leiðir okkar ekki saman, en um veturinn 1966 þegar ég keypti verzl. Holtskjör við Langholts- veg, þá endurnýjaðist kunnings- skapurinn, en Tóti bjó i' næsta nágrenni. Eftir að hann kom i land, þá var það fastur liður að hann kom við á leiðinni heim úr vinnu og voru ekki margir dagarnir sem liðu án þess, og þá helzt þeir, þegar hann vann. frameft- ir. Það var eins og eitthvað vantaði ef Tóti hafði ekki náð heim fyrir lokun hjá okkur, slik- ur var krafturinn, glaðværðin og glettnin að með eindæmum sér og sá sem aðrir ekki finna eða sjá, eða veita ekki athygli. Þannig vár t.d. með herbergis- og kojufélaga hans á Súðinni, en það var ungur maður sem farizt hafði, þegar skipinu var hleypt af stokkunum i Rostock 1895, og hafði siðan fylgt skipinu og fylgdi þvi að sögn meðan það var i'siglingum hér. Ýmsiraðrir urðu varir við þennan „skipsfé- laga” sinn og likaði ekki öllum vel, aðrir urðu vinir hans og var Tóti i þeim hópi. Tóti var virkur félagi i Al- þýðuflokknum og starfaði þar lengst af og var mjög ötull að vinna fyrir vini sina þar, og vist er að þeir sem leituðu til hans á þeim vettvangi gripu ekki i tómt. Tóti var fæddur 10. marz 1903 t Þórarinn Sigurðs- son er látinn. Ötull jafnaðarmaður, sem mikið lagði af mörk- um fyrir þá stefnu, er hann ungur kynntist og trúði ávallt á. — í lifi sinu og starfi var Þórarinn heilsteyptur maður, vörður mann- gildis- og mannúðar- hugsjónar. Þórarinn starfaði hjá Skipaútgerð rikis- ins, var frá stofnun hennar árið 1929 eða í 49 ár. í erfiðum sigl- ingum á striðsárun- um, strandferðum og i hverju þvi verki, er hann tók að sér, kom vel i ljós hver mann- dómsmaður hann var. Alþýðuflokkurinn þakkar honum störf i þágu flokks og þjóðar og flytur eftirlifandi konu hans, börnum og barnabörnum samúð- arkveðjur. Minning um góðan dreng mun lengi lifa. Alþýðuf lokk urinn. Hann átti sextán barnabörn og sex barnabarnabörn. Fyrir hönd starfsfólks Holts- kjörs, flyt ég hans góðu konu Aðalheiði Magnúsdóttur, og að- standendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Maður, sem Þórarinn Sig- urðsson var, á góðrar heim- komu von hinu megin. Guð varðveiti hann. að Bjarnarstööum, sonur hjón- anna Jóreiðar Olafsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar. Tveggja ára að aldri var hann tekinn i fóstur af Helgu Guðmundsdótt- ur og Eiriki Amasyni i Þórðar- koti i Flóagaflshverfi i Flóa, og ólsthann upp hjá þeim til 19 ára aldurs eðatil 1922 að hann fór að stunda sjóinn og næstu 7 árin var hann á ýmsum stöðum, eða til 1929 að hann réðst til Rflris- skip eins og áður er sagt. Hann átti eina systur sem nú er látin. Tóti var tvikvæntur. Með fyrri konu sinni átti hann fimm börn og eru fjögur þeirra á lifi. Hann ól upp son siðari konu sinnar, Aðalheiðar Magnúsdótt- ur, og gekk honum i föðurstað. Ólafur Björnsson. 1 haust hringdi hjá mér sim- inn, einu sinni sem oftar. t sim- anum var Þórarinn Sigurðsson, fyrrum sjómaður og þá starfs- maður hjá Rikisskip. Erindið var það að veita stuðning sam- eiginlegum málstað okkar i prófkjöri Alþýðuflokksins. Mér þótti mikið til þessa simtals koma, meira enflestra annarra. Sá maður var aldrei á flæðiskeri staddur, sem naut atfylgis Þór- arins Sigurðssonar. Við hitt- umst oft á vinnustað Þórarins við höfnina i Reykjavik og við- ar. Mér er ljóst, að munað hefur um minna. Þórarinn Sigurðsson var ekki einasta sannur og góður fulltrúi stéttar sinnar. Hann var hug- sjónamaður um breytt og bætt þjóðfélag, þjóðfélag frelsis og jafnaðar. Hver æskumaður varð rflcari i hjartanu af kynnum við mann eins og Þórarin Sigurðs- son. Fundum okkar Þórarins bar fyrst saman i starfi fyrir Al- þýðuflokkinn við Alþingiskosn- ingar 1963. Þórarinn sá þá um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu fyrir flokksins hönd. Ótrúleg þekking hans á mönnum og málefnum, og þó einkum i sjó- mannastétt, var Alþýðuflokkn- um ómetanleg, þá sem fyrr og siðar. Ég starfaði þá sem eins konar undirkokkur Þórarins og naut samvistanna bæði til náms og leiks. Siðan bar fundum okkar oft saman, við kosningar og önnur tækifæri. Þórarinn Sigurðsson var lifandi hugsjón. Minningu hans verður mestur sómi sýnd- ur með þvi, að slik hugsjón brenni ævinlega i brjóstum okk- ar allra. Vilmundur Gylfason. Sigurdur Helgason forstjóri Flugleiða: „Svipað meðalfargjald nú og 1977 á Atlantshafsflugleiðinni” Geröar hafa verið til- teknar breytingar á gjöld- um Flugleiða á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf# en það gerist i kjölfar þess óróa er nú rikir í far- gjaldamálum á þessari flugleið. Tilfæringarnar hafa þó ekki leitt til lækk- unar fargjalda. í Ijós hefur komið, að verulegur samdráttur varð á sölu undanrennu á sölu- svæði Mjólkursamsöl- unnar i Reykjavík fyrstu dagana eftir að verðhækk- unin umdeilda tók gildi. Er haft var samband við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, sagði hann svipað meðalfargjald myndi gilda nú og i fyrra. Far- gjöld Flugleiða yrðu þvi svipuð og hjá flestum öðrum flugfélögum á Atlantshafsflugleiðinni. Meðal- fargjöld verða um 80.000.00 isl. krónur milli Bandarikjanna og Luxemborgar, fram og aftur. Sigurður sagði samkeppnina vissulega hafa harðnað á ofan- Lætur nærri að salan hafi minnkaö um 20% að þvi er fréttir frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins herma. Einnig varð örlitill samdráttur i sölu nýmjólk- ur en þó ekki meiri en venjulega þegar verðhækkun hefur verið auglýst. Um miðjan desember tók nefndri flugleið, enda eru nú um 30flugfélög er keppa um hylli far- þega á þeirri leið. Bandarikja- stjórn hefur nú heimilað flug frá Evrópu til annarra borga en New York og Chicago s.s. Dallas, Atlanta og Pittsburg. Flugleiðir munu sem áður aðeins fljúga til New York og Chicago. Flugferð- um á viku mun þó fjölga til Chicago samkvæmt sumaráætlun og verða nú sex i stað fjögurra. undanrennusalan aö aukast á ný, og nú mun vera sáralitill munur á sölumagni nýmjólkur og undan- rennu, eða svipaður og var fyrir verðhækkunina. Sala á rjóma hefur aftur verið tiltölulega góð einkum þó I des- embermánuði siðastliðnum. Alls munu þvi Flugleiðir halda uppi um 20 ferðum á viku til ferdir Þessa dagana er að hef ja starfsemi sína ný ferða- skrifstofa hér í bæ, Ferða- skrifstofan Atlantik. Er haft var samband við Böðvar Valgeirsson framkvæmdastjóra skrif- stofunnar sagði hann hana mundu hafa á boðstólum hverskonar ferðaþjónustu svo sem útgáfu farseðla í áætlunarf lugi utanlands sem innanlands og hóp- ferðir til nærliggjandi landa og sólarlanda. Sú nýjung verður tekin upp að efnt verður til ferða um Mið-Evrópulönd þ.e. Bandarikjanna, en nú er flogið 12—15 sinnum til New York.JA— Þýskaland, Sviss, Austur- riki og Frakkland. Atlantik mun einnig láta til sin taka hérlendis og hefur i þvi sam- bandi gert samninga við ýmsar erlendar ferðaskrifstofur varð- andi komu erlendra ferðamanna til landsins, s.s. i tengslum við skipakomur. Meginmarkmið ferðaskrifstofunnar er að veita sem besta þjónustu en minni áhersla er lögð á fjölda ferða- manna. T.d. mun ferðaskrifstof- an halda uppi ferðum til eyjar- innar Jersy en það er eyja nokkur úti fyrir ströndum Frakklands að visu undir breskri yfirstjórn, en nýtur þó, nokkurrar sjálfstjórnar. Þangað sækir fjöldi ferðamanna árlega bæði vegna sérkenna eyj- arinnar og frihafnar þeirrar er þar er. Starfsmenn Atlantik, sem hefur aðsetur i Iðnaðarhúsinu að Hall- veigarstig 1, eru nú þrir. UndanrennusaMan: Dróst verulega saman eftir hækkunina! Mid-Evrópu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.