Alþýðublaðið - 08.02.1978, Side 2
Miðvikudagur 8. febrúar 1978
Ályktanír Rafidnaöarsambands íslands:
Staðid verði við gerða
kjarasamninga
Alþýðublaðinu hafa
borist ályktanir fullskip-
aðrar Sambandsstjórnar
Rafiönaðarsambands Is-
lands/ sem hélt fund sinn
í Reykjavík þann 4 sl.
Voru helstu mál fundar-
ins: þróun kjaramálanna/
líf eyriss jóðsmá I og
frumvarp til iðnaðarlaga.
Kjaramál.
Vegna margitrekaðra yfirlýs-
inga stjórnvalda um að fyrir-
hugaðar aðgerðir i efnahags-
málum hljóti með einum eða
öðrum hætti að snerta gildandi
kjarasamninga ályktar sam-
bandsstjórnarfundur Rafiðnað-
arsambands íslands, haldinn 4.
I
Kjarasamningar þeir sem
gerðir voru vorið 1977 voru að
sjálfsögðu gerðir i fullu trausti
þess að við þá yrði staðið að öllu
leyti bæði af rikisvaldinu og at-
vinnurekendum. Allar vanefnd-
ir af hendi þessara aðila hljóta
þvi að svifta þá þvi trausti sem
verkalýðshreyfingin hefur borið
til þeirra sem heiðarlegra við-
semjenda og leiða til nýrra á-
taka á vinnumarkaði sem
myndu án efa magna allan
efnahagsvanda og auka enn á
verðbólgu.
Sambandsstjórnin mótmælir
þvi harðlega öllum áformum
um að leysa aðsteðjandi vanda-
mál með árásum á lifskjör
launafólks og varar rikisvald og
atvinnurekendur við þvi að
hrófla á einn eða annan hátt við
þeim skuldbindingum sem þess-
ir aðilar tókust á hendur með
gildandi kjarasamningum.
Ályktun um lífeyris-
sjóðsmál.
Sambandsstjórnarfundur
Rafiðnaðarsambands íslands,
4. febrúar 1978, mótmælir harð-
lega þeirri ákvörðun Alþingis að
skylda lify erissjóði stéttarfé-
laganna með lögum til þess að
kaupa verðtryggð skuldabréf
fjárfestingarlánasjóðs fyrir 40%
af ráðstöfunarfé sjóðanna. Tel-
ur sambandsstjórnin slika ihlut-
un stjórnvalda um málefni lif-
eyrissjóðanna, sem stofnaðír
eru með frjálsu samkomulagi
aðila vinnumarkaðarins með
öllu óviðunandi og jafnast á við
hreina upptöku á fjármunum
sjóðanna.
Sambandsstjórnin bendir á að
slik lagaþvingun veldur þvi
hvað Lifeyrissjóð rafiðnaðar-
manna snertir að sjóðnum verð-
ur með öllu ókleift að standa við
eðlilegar skuldbindingar sinar
við sjóðsfélaga.
Sambandsstjórnin skorar á
stjórn Sambands almennra lif-
eyrissjóða að leita allra tiltækra
ráða til þess að rétta hlut lifeyr-
issjóðanna gagnvart þessari
freklegu ihlutun rikisvaldsins i
fjármál sjóðanna og heitir jafn-
framt stjórninni fyllsta stuðn-
ingi sinum i þeirri viðleitni.
Ályktun um iðnlöggjöf.
1 tilefni af framkomnu frum-
varpi til iðnaðarlaga, samið af
nefnd á vegum iðnaðarráðu-
neytisins, ályktar sambands-
stjórnarfundur Rafiðnaðarsam-
bands Islands eftirfarandi:
Rafiðnaðarsamband íslands
hefur frá stofnun sambandsins
barist fyrir aukinni verkmennt-
un svo og þvi að gildi verklegra
starfa sé metið að verðleikum.
Sambandsstjórnin telur það
ekki i samræmi við þessa meg-
instefnu að dregið sé úr gildis-
mati verklegra starfa með
skerðingu á réttindum iðnaðar-
manna, svo sem stefnt er að
með frumvarpi þessu. Sérstak-
lega bendir sambandsstjórnin á
að þegar fjallað er um iðnrétt-
indi og iðnaðarstörf verður að
taka tillit til mikilvægis lög-
giltra iðngreina hverrar um sig,
þar sem mjög mismunandi
kröfur eru i raun gerðar til
hinna ýmsu greina, bæði hvað
þekkingu snertir og ábyrgð.
Sambandsstjórnin varar við
þvi, að nokkrar þær breytingar
verði gerðar á núverandi lögum
um iðju og iðnað sem stefnt geti
gildi verkmenntunar og framtið
iðnaðar i voða.
Sambandsstjórn lýsir yfir
sérstakri andstöðu við 8. gr.
frumvarpsins svo og það ákvæði
um að fella niður heimild gild-
andi laga til að áskilja próf frá
Meistaraskóla sem skilyrði fyr-
ir meistararéttindum.
Stjórn S.I.B.
mótmælir hard
Samband islenzkra
bankamanna fékk s.l. vor
fullan samningsrétt um
kjör félagsmanna sinna og
á þeim grundvelli gerði
SÍB kjarasamninga við
bankana, sem undirritaðir
voru hinn 1. nóvember s.l.
Með samningsréttinum
varð áratuga baráttumál
bankamanna að veruleika.
Nú eru hins vegar uppi hug-
myndir af hálfu ríkisvaldsins um
skerðingu á frjálsum samnings-
rétti stéttarfélaga, m.a. með af-
námi eða skerðingu visitölu-
ákvæða gildandi kjarasamninga.
Stjórn SIB mótmælir harðlega
hvers konar hugmyndum um
skerðingu kjarasamninga banka-
manna. Vill stjórnin benda á, að
skerðing visitöluákvæða kjara-
samninga hefur áður verið reynd
til lausnar efnahagsvanda og til
að draga úr verðbólgu, án sýni-
legs árangurs.
Stjórn SfB treystir þvi að ekki
verði gerðar af hálfu stjórnvalda
neins konar efnahagsráðstafanir i
andstöðu við launþegasamtökin i
iandinu.
,.Erum að leggja
línurnar”
Fóstra skal það vera
— segir Jón Guðmundsson
nýráðinn erindreki Frjálslyndra
//Við erum að leggja
svona línurnar þessa dag-
ana" varð Jóni Guðmunds-
syni, nýráðnum starfs-
manni Samtaka frjáls-
lyndra og vinstrimanna, að
orði þá er hann var inntur
frétta af fyrirhugaðri
kosningabaráttu samtak-
anna. Hann kvað enn ekki
hafa verið teknar neinar
ákvarðanir um tilhögun
baráttunnar. Jón sagði að
boðiö yrði fram i öllum
kjördæmum og a.m.k. i
þeim sveitarfélögum þar
sem Samtökin eiga full-
trúa fyrir.
Varðandi þá spurningu blaða-
mans hvort núverandi þingmenn
Samtakanna, þeir Magnús Torfi
Ólafsson og Karvel Pálmason,
tækju þátt i kosningabaráttunni
sagðist Jón ekki geta gefið nein
ákveðin svör. Hann hefði nýhafið
starf sem erindreki Samtakanna,
eða nú um helgina og hefði þvi
ekki unnist timi til þess að kanna
ailar aðstæður.
Breidholt hf. með 216
verkamannaíbúðir á næstu
tveim árum
„Getum bætt vid
okkur aftur þeim
sem hættu”
segir Jón Sigurðsson hjá
Breiðholti h.f.
„Það hefur fækkað um liðlega
hundrað menn hjá okkur frá þvi
sem mest var i fyrra, en hluti af
þvi voru skólastrákar, sem hættu
sjálfkrafa, þannig að fækkunin i
föstum mannskap var á milli
fimmtiu og sextiu. Nú á föstudag-
inn voru undirritaðir samningar
um byggingu á tvö hundruö og
sextán ibúðum I verkamannabú-
stöðum i Breiðholti og á grund-
velli þess verkefnis getum við
áreiðanlega bætt þeim hóp við
aftur, sagði Jón Sigurðsson, hjá
Breiðholti h.f., i viðtali við
Alþýðublaðið i gær.
„Það liggur fyrir, sagði Jón
ennfremur, að vinna við verka-
mannabústaðina hefjist um 10.
marz næstkomandi, en þá eiga
Framhaid á bls. 10
Um helgina var talið í at-
kvæðagreiðslu þeirri sem
Fóstrufélag Islands efndi
til 27. og 28. janúar siðast-
liðinn um starfsheitið
Fóstra. Atkvæðagreiðsla
þessi er i framhaldi af tíI-
lögum sem bornar voru
fram á siðasta aðalfundi
félagsins sem haldinn var í
nóvember þess efnis að
breyta beri starfsheiti
fóstra í forskólakennari
þar sem að nafnið Fóstra
væri kyngreining og lýsti
ekki nægilega starfi
þeirra.
Siðan bárust tiliögur um tvö
nöfn til viðbótar, þ.e. Leikkennari
og leikskólakennari. Var siðan
kosið milli þessara fjögra nafna,
og er skemmst frá þvi að segja að
gamla fóstru nafnið hlaut flest at-
kvæði eða 132, en Forskólakenn-
ari 91 atkvæði, siðan fékk Leik-
kennari 1 atkvæði og Leikskóla-
kennari 2. Þaðer þvi gamla nafn-
ið Fóstra sem verður notað
áfram. —KIE
Þorgrímur Þorgrímsson, rædismaður Chile
Aðeins fyrirgreiðsla
við ferðafólk og
vegna viðskipta
Stjórnarfarið mætti mín vegna vera kommúnískt
Ég legg áherslu á að
hér koma stjórnmál ekki
nærri að neinu leyti og
ástæðan fyrir að ég tókst
þetta á hendur er sú ein,
að ég hef f rá því ég lærði
spönsku á unglingsaldri á
Spáni haft mikinn áhuga
á þessari tungu og þeim
þjóðum sem hana tala,
sagði Þorgrímur
Þorgrímsson, nýskipaður
ræðismaður Chile á
íslandi.
Upphaf þessa máls var það að
sendiherra Chile i Kaupmanna-
höfn, Mario Rodriguez, sem
verið hefur sendiherra lands
sins i meira en 40 ár, kom hing-
að til 'ds að leita að ræðis-
manni og komum við 4 til
greina. Embættisskylda sendi-
herrans bauð honum að leita að
slikum manni og þar sem lagt
var að mér að taka við starfinu,
fóru leikar svo að ég varð við
þvi. Þetta er ólaunað starf og af
minni hálfu fullkomlega
ópólitiskt. Stjórnarfarið gæti
þess vegna verið kommúniskt.
Þorgrimur kvaðst að sönnu
ekki hafa til Chile komið, en af
viðtölum við menn og af lestri
bóka vissi hann að hér ræddi um
þjóð sem væri talin friðelsk og
rólynd. Landið væri ekki ósvip-
að Islandi að þvi leyti að það
væri land mikilla andstæðna,
jöklar og eyðimerkur, fjalllendi
mikið og siðast en ekki sist væri
þetta mikil fiskveiðiþjóð. Að
lokum itrekaði Þorgrimur Þor-
grimsson, að engin hætta væri á
að hann tæki upp áróður eða
annað pólitiskt vafstur fyrir þá
stjórn sem nú sæti, en þvi ver
hefðu byltingar og hallarvalda-
tökur löngum tiðkast i S-
Ameriku og væru stjórnvöld oft
eftir þvi.
AM.