Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5
sssr Miðvikudagur 8. febrúar 1978 .. " 5 Þingfararkaupsnefnd: Þar sem mjög er hallað réttu máli i um- ræðum um kaup og kjör þingmanna, þykir þingfararkaupsnefnd Alþingis nauðsyn til bera að gera opinber- lega gréin fyrir stöðu þeirra mála. Aðalforsendan, sem allir gagnrýnendur gefa sér, er sú að þing- menn hafi nú ákveðið laun sin sjálfir. Þetta er rangt. Kaup þing- manna er ákveðið skv. kjarasamningi (eða kjaradómi) um laun starfsmanna rikisins, en ýmis önnur kjaraat- riði sin ákveða þeir skv. lögum um þingfar- arkaup alþingismanna. Kjaradómur úr- skurðaði nú laun þing- manna með dómi sin- um i nóvember s.l. Samkvæmt lögum taka þingmenn laun skv. þriðja efsta flokki i launaskrá starfsmanna rikisins; efsta þrepi þess flokks og allir þingmenn sömu laun, án tillits til starfsaid- urs. ómótmælanlegt er, að nú er þriðji hæsti launaflokkur starfs- manna rikisins flokkur 120 i launatöflu rikis- starfsmanna Banda- lags háskólamanna. Kjaradómur úrskurð- aði að laun i efsta þrepi þess flokks skuli vera kr. 328.590 á mánuði, sem þar af leiðandi eru nú laun þingmanna. Þegar þingfarar- kaupsnefnd bókaði þessa niðurstöðu kjaradóms á fundi sin- um hinn 29. nóv. s.l., þá er það að visu rétt, að engimi nefndarmanna mun hafa athugað þá óþægilegu staðreynd, að hækkun launa þing- manna milli ára væri þar með orðin ein hin mesta. Þó svo hefði verið, hefði það I engu breytt orðnum hlut samkvæmt úrskurði kjaradóms, nema lög- unum, sem um þetta gilda, hefði áður verið breytt. Eins og áður segir lírskurðar þingfararkaupsnefnd önnur kjör þingmanna skv. lögum þar um. Verður nú gerð grein fyrir þeim og þau borin saman við kjör annarra starfsmanna rikis- ins, með sérstakri vísun til sér- kennilegrar fréttar frá háskóla- mönnum um þessi efni nýverið. Það er staðreynd, að nær allir starfsmenn rikisins, sem nú taka laun skv. þriðja efsta flokki, hæsta þrepi, samnings BHM, voru áður i sama flokki og þingmenn, og hafa þvi fengið nákvæmlega sömu hlutfalls- hækkun launa og þingmenn nú. Ennfremur fá þessir starfs- menn, hver einasti, 20% viðbót við laun sin mánaðarlega fyrir ómælda yfirvinnu. Þeir fá þvi gi’eiðdar i laun kr. 393.308.- á mánuði, meðan þingmönnum eru greiddar kr. 328.590.-, eins og áður segir. Yfirvinnugreiðsl- ur til þingmanna hafa aldrei tiðkazt, en fróðlegt væri að kanna, hvað greiða þyrfti öðr- um starfsmönnum rikisins i yf- irvinnu fyrir að vinna störf þingmanna i fjárveitinganefnd t.d. Samkvæmt úrskurði þingfar- arkaupsnefndar fá þingmenn, sem búsettir eru utan Reykja- vikur og nágrennis, greiddan húsaleigustyrk, kr. 1.300 á dag ogkr. 2.950 á dag i fæðispeninga meðan þing stendur, eða sam- tals kr. 4.250 á dag. Allir aðrir starfemenn rikisins, sem dvelja vegna vinnu utan heimilis sins, fá til kaupa á gistingu og fæði á dag kr. 7.100 eða kr. 2.850 meira á dag en þingmenn, eða sem svarar kr. 85.500 meira á mán- uði. Þingmenn fá greiddar flug- ferðir i kjördæmi sin, þó eigi fleiri en 24 á ári. Að sjálfsögðu fá aðrir starfsmenn rikisins all- ar slikar ferðir greiddar, sem þeir fara vinnu sinnar vegna. Þingmönnum eru greiddar kr. 40.00 á km, ef þeir aka á eigin bifreið til og frá kjördæmi sinu. Aðrir starfsmenn rikisins fá aft- ur á móti kr. 47.00 greiddar á ekinn km, ef þeir aka á malar- vegi, annars kr. 40.00. Aki þing- menn á eigin bifreiö i kjördæmi sin, kemur það i stað flugferðar. Þá er þingmönnum greiddar kr. 187.500 hálfsárslega i bif- reiðastyrk vegna aksturs i eigin kjördæmi, en þar er að sjálf- sögðu ekkert km-gjald greitt. Þingmenn i nágrenni Reykja- vikur fá greidda hálfa dagpen- inga, kr. 1.475 á dag meðan þing stendur, og hefir svoverið gert sinan 1953. Þingmenn sem búsettir eru i Reykjavik, en gegna þing- mennsku fyrir landsbyggðar- kjördæmi, fá greiddan húsa- leigustyrk milli þinga, og hálfa dagpeninga, og hefir svo verið gert siðan 1973. Að marggefnu tilefni skal það skýrtfram tekið, að samkvæmt gildandi lögum njóta alþingis- menn og ráðherrar ekki neinna eftirlauna fyrr en þeir hafa náð 65 ára aldri, hvað lengi sem þeir hafa setið á Alþingi. Vegna áburðar um skattsvik þingmanna, skal það fram tek- ið, að enginn greiddur kostnað- ur vegna starfa þeirra hefir ver- ið talinn fram til skatts. Hefir svo verið frá upphaf i. Um það er skattyfirvöldum fullkunnugt. A þetta reyndi 1976, þegar skatt- stjóri Vestfjarðaumdæmis bætti bifreiðastyrk við tekjur þing- manns. Þingmaðurinn kærði og tök rikisskattanefnd kæru hans til greina með úrskurði 13. april 1976 og visaði til D-liðs 10. gr. laga nr. 68/1971, sem segir, að endurgreiðsla, sem skattgreið- andi f ær, ef hann verður að vera um stundarsakir fjarverandi frá heimili sinu vegna starfa i almenningsþágu, teljist ekki til tekna. Þess má geta, að fyrir 1964 var hálft þingfararkaup skattfrjálst. Unnið er nú að þvi að gera ná- kvæman samanburð á kaupi og kjörum þingmanna á tslandi og á öðrum Norðurlöndum. Mun sá samanburður birtur innan tiðar. Alþingi, 1. dag febrúarmánaðar 1978. Þingfararkaupsnefnd. Sverrir Hermannsson, form. Ingvar Gislason, varaform., Helgi Seljan, ritari, Gunnlaugur Finnsson, Sigurlaug Bjarna- dóttir, Eggert G. Þorsteinsson, Friðjón Þórðarson. Mjög hallað réttu máli f umræðum um kjör þingmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.