Alþýðublaðið - 09.02.1978, Síða 7
"Fimmtudagur 9. febrúar 1978
Upplýsingastöð S.Á.Á. Lágmúla 9. Sími 82399 j
„Gaman ad sjá fólk
snarsnúa vid bladinu”
Spjallaö við Garðar Guðmundsson, skrifstofustjóra
Alþýðublaðið hafði samband við Garðar Guðmunds-
son, skrifstofustjóra S.Á.Á. (Samband áhugafólks um
áfengisvandamálin) að Lágmúla 9, en auk Garðars
eru starfandi á upplýsingamiðstöð S.Á.Á., Anna Þor-
grimsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Ingibjörg
Björnsdóttir. Garðar var léttur og kátur að vanda og
fer spjallið við hann hér á eftir.
Blm.Er margt fólk sem leitar til
ykkar i vandræðum sinum út af
áfengi?
Garðar: Já, það hefur mjög
margt fólk leitað til okkar, bæði
aðstandendur drykkjufólks og svo
drykkjufólkið sjálft. Við segjum
fólkinu hvernig það getur best
brugðist við sinum vandamálum.
Stundum duga upplýsingar,
stundum ráðleggjum við þvi aö
koma hérna til okkar og ræða
málið, en svo i öðrum tilfellum
ráðleggjum við sérstaka með-
ferð.
Blm.: Hvaða tilfelli eru algeng-
ust?
Garðar: Orræðiðer alltaf fyrst að
fara i einhvers konar meðferð,
þ.e.a.s. fyrst þarf viðkomandi að
stoppa drykkjuna. Það er fyrir
öllu. Fara til dæmis upp i Reykja-
dal og vera þar i viku. Og við ráð-
leggjum fólki yfirleitt, eftir þann
tima, að fara i einhverja frekari
meðferð, þvi það er staðreynd að
fólk sem er búið að drekka lengi,
það þarf að hvila sig vel, ef þaö
ætlar að ná sér. Eins höfum við
fræðslufundi hérna fyrir aðstand-
endur drykkjufólksins og eru þeir
fræddir um eðli sjúkdómsins. bar
kemur fólk frá Al-A-non og segir
frá reynslu sinni i þessum mál-
um.
Blm.: Hinn nýi afvötnunarstaður
i Mosfellssveitinni, hvernig hefur
hann reynst?
Garðar: Það er litil reynsla kom-
in á hann ennþá, en við gerum
okkur vonir um að hann reynist
vel. En það er erfitt að tala um
árangur i þessu máli eins og allir
vita. Góður árangur getur farið út
i veður og vind á fimm minútum
eins og þú veist.
Blm.: En hvaðan liggur svo leiðin
þaðan, fyrir fólk sem vill frekari
meðferð?
Garðar: Þaðan liggur svo leiðin á
Vifilstaði eða Freeport, eftir þvi
hvað menn vilja. Við getum ekki
boðið aðrar leiðir ennþá, en þetta
eru hvort tveggja ágætir staðir
svo langt sem það nær. En það er
jú draumurinn okkar að koma
upp góðu endurhæfingarheimili.
Blm.: Nú er það skoðun sumra að
Freeport sé eingöngu fyrir ,,aðal-
inn” ef svo má að orði komast.
Hvað finnst þér um það?
Garðar: Ef það er rétt, þá er það
vegna þess að drykkjusjúklingar
eru „aðallinn” með þjóðinni. Nei,
nei, þangað fara menn úr öllum
stéttum, brennivinið spyr ekkert
um það hvað hver og einn er að
starfa.
Blm.: Hvað hafa margir útskrif-
ast af Vifilstöðum?
Garðar: Það eru eitthvað um
fimm hundruð manns, held ég.
Blm.: Hvað kostar það mig að
fara út á Freeport Hospital?
Garöar: Það kostar þig svona tvö
hundruð þúsund. Þess ber að geta
að innifalið i þvi er gjaldeyrir t.d.
það er að segja vasapeningur fyr-
ir timabilið, sem eru sex vikur.
Þess ber þó að geta, að krónan
okkar er alltaf á einhverju flökti
mður á við, svo að þetta getur að-
eins hækkað núna.
Blin.: Nú er það vitað mál, að
maður sem stendur upp úr fylli-
rii, hann á sjálfsagt ekki mikla
peninga. Vilji hann fara á Free-
port, hvað á hann að gera?
Garðar: Það er engin almennileg
fyllibytta sem getur ekki slegið
sér tvö hundruð þúsund krónur.
En það er rétt að geta þess, aft
tryggingarnar borga alla dvölina
á Freeport, viðkomandi borgar
aðeins ferðirnar og svo vasapen-
ingana auðvitað.
Blin.: Sjúkrasamlagið greiftir
þeim vasadagpeninga sem hafa
verið á Vifilstöðum, hvernig er
það með þá sem fara á Freeport?
Garðar: Það er alveg eins. Ann-
ars er ég persónulega á móti þvi
að taka við þeim sjúkradagpen-
ingum. Rikið er búið að borga
fyrir mann hálfa milljón króna,
en það er það sem meðferðin
kostar þarna úti og mér finnst þaft
alveg nóg.
Blin.: Hvað er nú framundan?
Garðar: Þetta er bara fyrsta
skrefið, en það hefur margt gerst
á skömmum tima. Vifilstaöir
tóku til starfa og hressingarheim-
ilið i Mosfellssveitinni er tekið til
starfa. Það sem vantar ef til vill
mest er það sem Amerikaninn
kallar „industrial program”/ ég
veit ekki hvað best væri að kalla
það á isl., en það er sem sagt
áð auka skilning atvinnurekanda
á þessu vandamáli. Og að at-
vinnurekendur og verkalýðsfélög
tækju að sér að pressa svolitið á
starfsfólkið. Þetta er sú leið sem
hefur gefið langbesta raun er-
lendis. Ef sjúklingur finnur að
það er búið að eyða talsverðu fé i
að þjálfa hann upp og allir vilja
allt fyrir hann gera svo honum
geti liðið sem best, þá er eins og
menn hugsi sig tvisvar um, áður
en þeir fara ofan i sama drullu-
pollinn aftur. Og skilningurinn
þarf lika að koma ofan frá, eins
og ég sagði.
Blm.: Nú er drykkjusýki fjöl-
skylduvandamál, er það ekki
rétt?
Garðar: Jú, það er að segja, það
er ekki aðeins drykkjusjúklingur-
inn sjálfur sem á i vandræðum,
heldur lika allir i kringum hann.
Eiginkonur drykkjumanna eru
t.d. oft mjög illa farnar. Þær hafa
nefnilega gengið i gegn um þetta
allt saman deyfilyfjalausar, en
drykkjumaðurinn meira að
minna út úr heiminum. Fyrir eig-
inkonur eða maka drykkjumann-
eskjuhöfum við A-La-non samtök-
in, sem eru bráðnauðsynleg og
hafa gert feykilega mikið gagn.
Þar er fólki til dæmis bent á, að
það er ekki til nein endanleg lausn
á þessu, en það er ótrúlegt hvað
hægt er að gera ef viðkomandi vill
þiggja þá hjálp sem i boði er. Sið-
an e‘r börnunum bent á að sækja
A-La-tin fundi. Þau samtök eru
mjög nauðsynleg og hafa sannað
ágæti sitt.
Ég vil taka fram að okkar starf
hér er umfram allt að fá fólk til að
hugsa sjálft um málið. Við göng-
um alls ekki undir alls konar dellu
i þjóðfélaginu sem fólki er svo
gjarnt að blanda saman við hið
eiginlega vandamál — drykkj-
una. Það er brennivinið sem er
vandamálið. Það leysist margt af
sjálfu sér þegar brennivinið er
farið.
Blin.: A Ránargötunni er húsnæði
fyrir fólk sem er að byrja að ná
sér á strik?
Garðar: Jú, en það er bara allt of
litið. Það er þáttur sem þarf að
laga, ef vel á að vera. Eins er hús-
næði i Brautarholtinu, en þetta er
þvi miður ekki nóg.
Blm.: Hvað svo?
Garlar: Við erum með tilraun á
prjónunum, sem við vonum að
gefi góða raun. Meiningin er að
fara i skólana og kynna unga fólk-
inu okkar mál. Við teljum að það
þurfi að vinna mikið upplýsinga-
starf, ef á að takast að stöð.va þá
þróun sem verið hefur undanfarin
ár, þá þróun að drykkjan sé alltaf
að aukast, ekki sist meðal ungs
fólks. Við vitum ekki ennþá
hvernig þetta kemur til með að
verða, en okkar hugmynd er að fá
menn úr okkar hópi með mikla
reynslu til þess að vinna þetta
starf. Meiningin er að byrja af
fullum krafti næsta haust.
Blm.: Er ekki skilningur manna
að aukast á þessum málum?
Garðar: Hann er alveg gjör-
breyttur, skilningur ráðamanna á
þessum hlutum til dæmis. Og það
er ekkert annað en fordæmið sem
kemur þar til. Menn eru búnir að
horfa upp á fólk sem, var mjög
illa farið, snarsnúa við blaðinu og
ýmsir sem sverja fyrir að við-
komandi hafi nokkurn tima
bragðað vin, hvað þá heldur meir.
Þegar svoleiðis lagað sýnir sig,
þá eru allir fljótir að sjá hvað
gerst hefur.
Blin.: Nú færð þú upphringingar
frá fólki sem liður i mörgum til-
fellum mjög illa. Er það ekki oft
erfitt svona persónulega?
Garðar: Það er oft mjög hryggi-
legt,' en það er þó mjög gott að
geta bent fólki á leið út úr þessu
viti, þvi að hún er vissulega til.
Margirsem voru áður mjög illa
haldnir eru nú á vissan hátt lykil-
menn i þjóðfélaginu, ef svo má
segja.
Nú kosturinn við þessa stöð
hérna er umfram allt sá að nú
getur fólk sem á i erfiðleikum
snúið sér til ákveðins aðila. Og við
vonum að allir sem eiga i vand-
ræðum vegna áfengis láti frá sér
heyra. Siminn er 82399.
Og þar með setjum við tappann
i þetta spjall.
Örn Bjarnason.