Alþýðublaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 10. febrúar 1978 Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, sími 81866. Kvöldslmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftar- og kvartanaslmi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur Ilausasölu. Óyndisúrrædi ríkis stjórnarinnar Þegar þessar línur eru ritaðar má heita fullvíst, að ríkisstjórnin, (nema hún haf i gugnað á síðustu stundu) haf i gripið til ein- hvers mesta óyndis- úrræðis, sem völ var á til að takast á við efnahags- erfiðleikana. Jafnvel til- lögur verðbólgunefndar- innar voru að engu hafðar og ákveðið að raska svo vísitölukerf inu, að verkalýðshreyf ingin á engra annarra úrkosta völ en að seg ja upp samn- ingum. Sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að kippa óbeinum sköttum út úr f ramfærsluvísitölunni, þar sem þeir vega um 19 af hundraði, er lúaleg kjaraskerðing, sem ekki verður við unað. Rikis- stjórnin mun státa sig af því, að hafa ekki hróflað við gerðum kjarasamn- ingum. Það hefði þó verið öllu heiðarlegra, heldur en eð koma aftan að launþegum, eins og nú hefur verið ákveðið. Þessi skyndibreyting ríkisstjórnarinnar á vísi- tölukerfinu er runnin undan rifjum Fram- sóknarmanna. Hér er ekki um að ræða lausn til nokkurra mánaða, heldur á þetta að vera breyting til frambúðar. Án sam- ráðs við launþega, og lík- lega án samráðs við vinnuveitendur, hefur ríkisstjórnin ákveðið að gjörbylta fyrirkomulagi vísitöluútreiknings, sem hefur verið ein helzta trygging launþega gegn kjaraskerðingu. Rikisstjórnin á eftir að gjalda þessarar ráð- stöfunar sinnar, og fróð- legt verður að sjá við- brögð þeirra fulltrúa ríkisst jórnarinnar á þingi, sem enn hafa dulít- ið samband við verka- lýðshreyf inguna. Ætla þeir að kyngja þessum ráðstöfunum, sem eiga eftir að bitna harkalega á öllum launþegum í laridinu? Með ákvörðun sinni hefur ríkisstjórnin lýst fullkominni fyrirlitningu á launþegahreyf ingunni í landinu. Hún hefur komið aftan að henni, ekki látið hana vita um fyrirætlanir sínar og hvergi haft hana með í ráðum. Það mun duga henni skammt, að lýsa því yfir að þún hafi axlað einhverja ábyrgð, sem hún síðan muni leggja undir dóm kjós- enda. Ríkisstjórnin hefur hreinlega hagað sér eins og dóni. Þessi síðustu viðbrögð hljóta að kalla á algjöra samvinnu og sameiningu allra þeirra afla í þjóðfé- laginu, faglegra og póli- tískra, sem berjast fyrir auknum áhrifum og rétti launþega. Þeir munu þjappa sér^ saman til þeirrar baráttu, sem nú er framundan gegn óvin- veittu ríkisvaldi. í verðbólgunefndinni tókst ákveðin samvinna með fulltrúum launþega og verkalýðsf lokkanna. Alþýðublaðið vill taka undir með Þjóðviljanum, sem segir í gær, að von- andi sé þessi samstaða upphaf breyttra viðhorfa í allri baráttu launþega hér á landi. Ekkert stuðl- ar meira að slíkri sam- stöðu en einmitt ríkis- vald, eins og launþega- hreyfingin þarf að berj- ast við í dag. Það sannar betur en nokkuð annað öllum vitibornum mönnum, að efnahags- vandi þjóðarinnar verður aldrei leystur, nema með miklum áhrifum fulltrúa launþega á landsstjórn- ina. Núverandi ríkisstjórn hefur ennþá einu sinni sýnt og sannað, að henni er ekki treystandi fyrir stjórn landsmálanna. Hún svífst einskis til að koma áformum sínum í framkvæmd. Hún bæði svíkur og prettar í þeim tilgangi. —AG UB YMSUM ATTUM_______ Margur leitar langt yfir skammt „Margur leitar langt yfir skammt”. Það gerir hann Jón okkar Sigurðsson, ritstjórnar- fulltrúi á Tímanum i blaöi sínu á miðvikudag. Þar hefur hann nokkur orö um skepnuskap Alþýðuflokksins gagnvart bændum. Hann segir forystu- menn Alþýöuflokksins reyna aö gera islenzka bændastétt tor- tryggilega og að þeir reyni aö torvelda bændastéttinni aö sækja sér eölileg lifskjör til samræmis við aörar stéttir landsins. Um þessar fullyröingar hans Jóns okkar mætti hafa nokkur orö. Þaö verður þó ekki gert á þessum vettvangi, heldur aöeins bent á, að þaö voru forystumenn Alþýðuflokksins, sem fyrstir uröu til þess að reyna aö koma forystumönnum bændasamtakanna i silning um, aö nauösyn væri endurskoðunar á málefnum bændastéttarinnar upp til hópa. Þessar ábendingar Alþýöuflokksmanna hafa ræki- lega sannast á bændafundum aö undanförnu, og þarf ekki að hafa fleiri orð um þaö. Forystu- menn Alþýðuflokksins hafa aldrei og munu aldrei hella þeim skömmum yfir bænda- stéttina, sem sumir hafa orðiö til aö gera að undanförnu. Gagnrýni þeirra hefur verið málefnaleg. Bragð er að... Jón okkar á Timanum dregur svo örlítiö I land um skepnuskap okkar krata. Hann segir, aö bragö sé aö þá barniö finni, og vitnar i grein i Alþýöumannin- um á Akureyri, þar sem fjallaö er um bændastéttina á nákvæm- lega sama hátt og Alþýðublaðið hefur gert undanfarin ár, en það ku jú vera málpipa krataleiö- toganna. Jóni okkar finnst margt gott um þessa grein, hún vera jákvæð og aö þar kveöi við annan tón en hjá krötum yfir- leitt. En svo kemur rúsinan... En jón okkar hefur I þessum skrifum sinum leitaö býsna langt yfir skammt. Greinin I Alþýðumanninum er nefnilega oröréttur leiðari, sem ritstjóri Alþýöublaösins skrifaöi og birt- ist I Alþýðublaðinu fyrir nokkr- um vikum. — Jón okkar SigurösSon heföi getaö sparaö sér alla biöina eftir Alþýöu- manninum og bara lesiö Alþýðublaðiö. En kannski er nú þarna kominn grundvöllur þess blinda áróöurs Framsóknar- manna um aö kratar séu á móti bændum. Þeir einfaldlega lesa ekki þaö sem málgagn Alþýöu- flokksins segir um þessi mál. Næst getur Jón bara hringt I Alþýðublaöiö og fengið llnuna. Þaö væri sko bragö aö þvl. alþýðu- Dómur í merkjamáli 1 gær var kveðinn upp i Borgardómi Reykjavikur dómur i Sparimerkjamálinu svokallaða, sem Gunnar H. Baldursson höfðaði gegn rikis- sjóði. Mál þetta sem er próf- mál og nær aftur til ársins 1964, reis vegna ágreinings um hvernig reikna skuli verðbæt- ur á sparimerki ungmenna, en þvi hefur verið haldið fram að eigendur sparimerkja hafi ekki fengið fullar veröbætur fyrir merki sin. 1 Borgardómi kvað Guðmundur Jónsson borgar- dómari upp þann dóm, að greiðsluskylda hvildi á rikis- sjóði. Gjafsókn var i málinu, þannig að rikissjóður greiðir allan kostnað af rekstri þess og voru málflutningslaun skipaðs verjenda Gunnars H. Baldurssonar ákveðin 550 þús- und krónur. Lögmaður fjár- málaráðuneytisins i þessu máli var Gunnlaugur Claessen. Þrátt íyrir að upphæð sú sem stefnt var út af hafi verið lág, eða aðeins 1274 krónur og 75 aurar, má fullyrða að end- anlegar lyktir málsins munu skipta miklu máli fyrir rikis- sjóð og er þvi öruggt að dómi bæjarþings verði áfrýjað til Hæstaréttar. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.