Alþýðublaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 6
Föstudagur 10. febrúar 1978
Minnissamt má öllum
vera, sem fylgzt hafa
meö fréttum/ að ofsaleg-
ur jaröskjálfti lagði
Managua/ höfuöborg Miö
Ameríkuríkisins/ Nicara-
gua/ í rúst fyrir fimm ár-
um.
Heita mátti aö gjörvöll
borgin hreyndi til grunna
eins og hver önnur spila-
borg og enn í dag — eftir
fimm ár — er borgin/
næstum aö segja( eins-
konar draugaborg þar
sem augum mæta rústir
einar. Aö kalla hiö eina,
sem fært hefur veriö í
lag, eru göturnar, sem þó
þola ekki nema mjög
hæga umferð.
Um miðjan janúar síð-
astliðinn, var ritstjóri La
Prenza, útbreiddasta
blaös landsins, Pedro
Joaquin Chamorro, á leið
frá heimili sínu, þvert yf-
ir borgarrústirnar, til rit-
stjórnarskrifstofu sinn-
ar. Hann ók hægt, vegna
hálfgerðrar umferða-
teppu og því tókst bifreið,
sem haföi elt hann um
hríö, að aka framúr. Um
leiö og bílarnir voru hlið
viö hlið dundi ofsaleg
skothriö á bíl Camorros
og særður af fjölda kúlna
missti hann vald á bílnum
og ók á Ijóskersstólpa.
Hann var i skyndi fluttur
á slysavaröstofu þar sem
læknarnir álitu að sár
hans stöfuöu af bilslysi
og hann dó á rannsóknar-
boröi þeirra — af skotsár-
um.
Þar meö féll i valinn kunnastí
blaðamaður i Mið-Ameriku og
óhvikull baráttumaður fyrir
mannréttindum þar i sveit.
Siðastliðin 30 ár hefur
Chamorro verið harðasti and-
stæðingur Anastasio Somoza og
fjölskyldu hans, sem hafa haft
einræðisvald i Nicaragua rösk
40 ár og stjórnað með harðri
hendi.
Morð Chamorros kom af stað
pólitiskum jarðskjálfta i land-
inu litlu áhrifaminni en jarð-
skjálftanum, sem deyddi 10000
manns i Managua, auk eyöingar
borgarinnar.
Þegar Ukkista Chamorros var
flutt úr likgeymslu sjúkrahúss-
ins áleiöis til heimilis hans með
viðkomu i skrifstofum La
Prenza, þustu 40000 fylgismenn
hans út á strætin til aö taka þátt
i lfkfylgdinni.
En þeir áttu fleiri erindi en aö
heiðra fallinn foringja . Tilraun
var gerð til að leggja eld i
vefnaðarverksmiðju i eigu
Somoza fjölskyldunnar og rifa
niður blóðbanka, sem fjölskyld-
an hafði komið á fót, til þess að
geta selt úr landi blóð lands-
manna, sem þeim hafði verið
gertað skylduað láta i té endur-
gjaldslaust, en fjölskyldan haföi
selt á okurveröi. Lögreglustöðin
var grýtt og mannfjöldinn hróp-
aði: „Drepum Somoza”! „Nið-
ur meö handbendi banda-riskra
heimsveldissinna”!
Um það bil 20 byggingar og
þar á meðal Bandariski bankinn
urðu fyrir ikveikjutilraunum.
Lögreglan beitti óspart tára-
gasi, til að dreifa mannfjöldan-
um og fjölskylda Chamorros
var neydd til að láta Utför hans
fara fram með leynd, til þess að
forða frá frekari óeirðum.
Fylgjendur Chamorros sök-
uðu Somozafjölskylduna um að
hafa staðið fyrir morði
Chamorros, og vissulega höfðu
þeir fulla ástæöu til aö tor-
tryggja það lið.
NUverandi höfuð Somozafjöl-
skyldunnar, Tacho, sem er
þriðji liður frá Anastasio, sem
sölsaðiundir sig völdin i landinu
1936 og var myrtur 1956, og
Chamorro, höfðu veriö óvinir
Þar sem
byssurnar eru
látnar þagga
niður gagnrýni
allt frá 8 ára aldri er þeir sóttu
sama barnaskólann!
Iviðtali viðTIME lagði Tacho
áherzlu á, að óvinátta hans við
Chamorro stafaði af þvi, að
hann hefði alltaf ofsóit „pabba
Pedro Joaquin Chamorro.
og afa” i blaði sinu og það hefði
hann ekki getað þolað, þó hann
neitaöi harðlega hlutdeild i
morðinu!
Deiiur þeirra drengjanna I
barnaskólanum urðu hinsvegar
upphafið að æfilangri krossferð
Chamorros gegn Somozafjöl-
skyldunni og völdum hennar.
Hann leit alla tið á, að fjölskyld-
an væri „siðlausir sniklar á
þjóðarlikamanum, siðferðislaus
I einu og öllu og stórþjófar i
þokkabót”! A þessu áliti sinu lá
hann sannarlega ekki.
Ferill Chamorros hófst opin-
berlega i háskólanum i Mana-
gua með hörðú andóii i orðum
gegnrikjandi einvaldi. Hann tók
og skamman tima þátt i skæru-
hernaði og reyndi að koma af
stað byltingu, en varð áhendur
og dæmdur i 9 ára fangelsi. Það-
an slapp hann eftir 18 mánaða
refsivist og mjög að tilhlutan
Amnesti samtakanna. Honum
var bannað að fara Ur landi og
túlkunarfrelsi blaðs hans mjög
takmarkað. En hann hélt bar-
áttu sinni gegn einræðinu
ótrauður áfram.
Tacho Saomoza varð að bita i
það sUra epli, að leyfa Cham-
orro að fara til Bandarikjanna
fyrir þrem mánuðum, til að
taka þar við heiðursverðlaunum
frá Columbia háskólanum fyrir
óhvikula baráttu gegn einræði
og mannréttindabrotum og sér-
lega merka og athyglisverða
blaðamennsku i þágu mannrétt-
indamála.
1 viðtalinu viðTIME lét Tacho
Somoza i ljós sárahryggð sina
yfir morði erfðaf janda síns, auk
þess sem hann sór af sér alla
hlutdeild i þvi! „Hann var harð-
ur og vægðarlaus andstæðing-
ur”, sagði Tacho ,,en hann var
alla tið heiðarlegur andstæðing-
ur ”,
Daginn eftir morðið voru fjór-
ir menn handteknir og ásakaðir
fyrir illvirkið. Einn þeirra, sil-
vio Pena Rivas, lét svo ummælt
við dómara i Managua, að hon-
um hefðu verið greiddar 14.25
milljónir dollara, tU þess að
drepa Chamorro. Greiðsluna
hefði Pedro Ramos, kUbanskur
Bandarikjamaður í Miami i
Florida innt af hendi!
Ramos þessi er skráður eig-
andi Utibús blóðbankans um
rædda, sem Chamorro hafði
haftað skotspæni. Ramosneitar
hinsvegar hlutdeild sinni i
moröinu, sem hann taldi
„hryllilegt ódáðaverk”, að
sögn!
En hverjir sem að þvi hafa
staðið, má segja að Tacho
Somoza hafa raunar haft fuUar
hendur af vandkvæðum fyrir,
þótt hann blandist ekki i morð-
máUð.
Sjálfur fékk hann alvarlegt
hjartaáfall i fyrrasumar og var
lengi milU heims og heljar.
Hann tók það ráð að fara i
megrun og sló af sinum 240 lbs
kroppþunga einum 40 lbs, en
hefur samt ekki náð sér að fuUu
enn. Talið er að pólitiskt vald
ættarinnar sé á allnokkru reiki,
þrátt fyrir 45 ára stjórn hennar
á landinu — eða máske vegna
hennar — allteins.
Bandarikjastjórn hótaði i
fyrra að sviptá Nicaragua allri
efnahagsaðstoð vegna brota
stjórnar Tachos á mannréttind-
um. Tacho tók þann kostinn að
lina nokkuð á mestuharðræðun-
um, einkum gegn skæruliða-
hreyfingunni, Sandinista fyrr-
um félaga Chamorros, en mikil
* ólgaersamtsem áður i landinu,
kirkja landsins er þar — eins og
stendur — i harðasta andófinu
gegn Somoza.
Rétt nýlega lýsti Tacho þvi yf-
ir, að hann myndi leggja niður
völdsem rikisleiðtogi árið 1981!
Vel má svo fara. En hitt eru
landsbúar sannfærðir um, að
hann muni ekki sleppa völdum
auðveldlega, né af fúsum vilja.
Trúlega muni hann koma þvi
svo fyrir að einhver leppur hans
taki viðforsetavöldum, en sjálf-
ur muni hann halda í völd yfir-
hershöfðingja „þjóðliðsins”,
sem fram að þessuhefur i reynd
stjórnað landinu.
Byggt á Time.
Fylgismenn Chamorros bera likkistu hans um stræti Managua.