Alþýðublaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 12
aflþýói blaðið i- Útgefandi Alþýðuflokkurinn FOST U DAG U R Ritstjórn Alþýðublaösnins er að Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsími 14900. J 0. FEBRUAR 1978
Haffrannsóknarstofnun leggur til m m
Þorskafli íslendinga
minnki um 55 þús.
tonn frá síðasta ári
— stofnar annarra nytjafiska vannýttir segir forstjóri
Hafrannsóknarstofnunar í skýrslunni
Blaðinu hefur borizt skýrsla
Hafrannsóknastofnunar um
ástand helztu nytjastofna á fs-
landsmiðum og aflahorfur 1979.
Fyrir þessari skýrslu, sem sjá-
varútvegsráðherra hefur kallað
„gráa”, sem andstæðu hinnar
frægu „svörtu” skýrslu, ritar
forstjóri Hafrannsóknastofnun-
ar, Jón Jónsson, formála, sem
birtur er hér á eftir, en þar kem-
ur fram það aflamagn, sem
stofnunin telur ráðiegt að veitt
verði á þessu ári, án hættu á of-
veiði. 1 skýrsiunni er að finna
greinargerð um ástand hinna
ýmsu fiskstofna, árgangaskip-
an, sókn og horfur. Stofnunin
gerir nú að tillögu sinni, að há-
marksafli á þorski 1978 verði 270
þús. tonn, sem er 20 þús. tonnum
meira, en meðalþorskveiði fs-
lendinga a árunum 1967-76.
Þorskaflinn á sl. ári fór hins
vegar langt fram úr tillögum
stofnunarinnar og var um 325
þús. tonn. Hins vegar leggur
stofnunin til aukna veiði á fiest-
um helztu nytjafiskum öðrum,
ýsu, ufsa, karfa, skarkola, grá-
lúöu, steinbit, sild og loðnu.
Formáli Jóns Jónssonar,
forstjóra Hafrannsóka-
stofnunar:
1 tillögum um hinn nýja haf-
réttarsáttmála, sem unnið hefur
verið að á undanförnum árum,
eru skýr ákvæði þess efnis, aö
strandrlkið ákveði sjálft þann
hámarksafla, sem leyfilegt sé
að taka af hinum einstöku dýra-
stofnum innan efnahagslögsögu
þess.
Strandrikinu er þar beinlinis
lögð sú skylda á herðar, að
tryggja á sem bestan hátt við-
komu og hámarksnýtingu þess-
ara stofna með viðeigandi frið-
unaraögerðum, sem byggðar
skuli á hinni bestu visindalegu
þekkingu er þaö hefur yfir að
ráða hverju sinni.
Strandrikið skal einnig sjálft
ákvarða hve mikinn hluta af
heildarafla hinna einstöku teg-
unda það telur sér fært að nýta.
Þessi ákvæði, sem gengið
hafa óbreytt i gegnum margar
endurskoðanir á tillögunum,
hafa grundvallarþýðingu fyrir
stjórnun fiskveiða á tslands-
miðum.
Ein megin röksemd okkar á
undanförnum áratugum fyrir
stækkun fiskveiðilögsögunnar
við Island var sú, að vegna þess
hve algerlega viö erum háðir
fiskveiðum, værum við færari
um að stjórna þessum veiðum
en útlendingar eða alþjóða-
stofnanir. Reynslan á eftir að
sýna hvernig okkur fer þetta úr
hendi.
Astand ýmissa nytjastofna á
Islandsmiðum er nú með þeim
hætti, að strangt aðhald er
nauösynlegt með veiðunum. Við
veröum þess vegna að gera okk-
ur grein fyrir þvi, hve mikla
veiði hinir ýmsu stofnar þola og
haga sókn i samræmi við það.
Skýrsla þessi um ástand
nytjastofna á íslandsmiðum og
veiðihorfur, er ekki sú fyrsta,
sem stofnunin sendir frá sér um
þessi mál, en það er ætlunin að
úttekt sem þessi verði gerð
reglulega um hver áramót og
geti orðiö grundvöllur að nauð,
synlegri stjórnun veiðanna á
komandi ári. Það er þó ýmsum
vandkvæðum bundið að gera
slika úttekt á þessum tima árs,
m.a. vegna þess að endanlegar
aflaskýrslur vantar fyrir ýmsar
tegundir siðustu mánuði ársins
og verður þvi að áætla það sem
á vantar.
Skýrsla þessi er undirbúin af
hinum einstöku sérfræðingum,
Framhaid á bls. 10
Belgískur
togari tekinn
Vita- og varðskipið Ar-
vakurtóká miðvikudaginn
belgiskan togara Henriette
0 236 og flutti til hafnar
sakir ólöglegra veiðarfæra
togarans. Þá er verðskips-
menn fóru um borð í togar-
ann i því skini að kanna
hvort veiðarfæri skipsins
væru í samræmi við reglur,
gengu þeir úr skugga um
að möskvastærð neta tog-
arans var ólögleg
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar mun vera æði
langt siðan erlendir togarar hafa
verið teknir hér við land sakir
ólöglegra veiða eða yeiöarfæra,
siðast var um að ræöa Vestur-
þýzkan togara er notaö hafði þétt-
riöinn poka við veiðarnar. Þýzki
togarinn var þá sviptur veiðileyfi,
likur eru á að sá belgiski veröi
eingöngu dæmdur i sektir fyrir
ólögleg veiðarfæri.
Landhelgisgæzlan kannar af og
til veiöarfæri erlendra togara hér
við land, siðast var farið um borð
i belgiskan togara 3. janúar sl.
Nú munu vera viö veiöar hér
viö land þrir erlendir togarar, all-
ir belgiskir, liggja tveir þeirra i
höfn, annar sakir reglubrots sem
fyrr segir, hinn vegna vélarbilun-
ar. Færeyingar hættu veiöum hér
við land i desember sl., höfðu þeir
þá fyllt kvóta sinn. Samnings-
timabili Vestur-Þjóðverja lauk
28. nóvember I haust.
Beigiski togarinn Henriette 0 236 I höfn i Reykjavik, fyrsti erlendi tog-
arinn sem gerist brotlegur við Islenzka fiskveiöilöggjöf um skeiö.
Danski gjaldeyririnn
Engra nafna ad
vænta ad sinni
Fyrir nokkrum dögum
birti Alþýðublaðið frétt
þess efnis, að von væri á
f réttatilky nningu frá
Seðlabankanum, vegna
danska gjaldeyrisins, en
Björn Tryggvason, að-
stoðarbankastjóri, upplýsti
að drög að slíkri tilkynn-
ingu lægju fyrir og væri
hennar að vænta bráðlega.
Undirbúningur þessarar
fréttatilkynningar átti rót að
rekja til ádráttar sem dómsmála-
ráöherra gaf á Alþingi, um að
nauðsyn kynni að bera til að upp-
lýsa helztu þætti þessa máls og ef
til vill birta nöfn einhverra
manna, þar sem kviksögur heföu
myndast, þar sem vegið væri að
ósekju að ýmsum mönnum.
Biaöið hafði i gær samband
við Svein Sveinsson hjá
gjaldeyriseftirliti Seðla-
bankans, þar sem ekki hefur
enn bólað á þessari fréttatilkynn-
ingu, en Sveinn hefur unnið að
rannsókn þessa máls, ásamt Sig-
uröi Jóhannessyni. Sveinn sagöi
aö vegna anna i tilefni ráðstafana
i efnahagsmálum, hefði dregizt
að fréttatilkynning yrði lögð
fram, en þeir punktar sem saman
hefðu verið teknir, áttu að fara
fyrir bankaráðið til umsagnar.
Sveinn upplýsti þó að ekki væri
von á birtingu neinna nafna að
sinni, en kvaðst eiga von á að ein-
hverjar upplýsingar um máliö
yrðu sendar út, þegar um hægðist
að nýju. aM
Stjórn SFR:
skerdingar-
áformum
A fundi i stjórn Starfsmanna-
félags Reykjavikurborgar, sem
haldinn var fimmtudaginn 9.
febr. 1978., var gerð eftirfarandi
ályktun:
Fundur i stjórn Starfsmanna-
félags Reykjavikurborgar varar
stjórnvöld mjög alvarlega við þvi
að rjúfa eða skerða gildandi
kjarasamninga. Ráðstafanir i
efnahagsmálum, sem fela i sér
slika skerðingu, munu fyrst og
fremst bitna á launafólki. Með
hvers konar ógildingu á samning-
um þeim, er gerðir voru árið 1977
við launastéttir af samtökum at-
vinnurekenda, riki og sveitar-
félögðum, er einnig grafiö undan
trú launþega á þvi, að hægt sé að
vinna að slikum samningum af
fullum heilindum og i trausti þess
Frh. á 10. siöu
Fyrirsjáanleg lokun hjá Kirkjusandi
120-130 manns missa þá atvinnuna
Allar likur benda til að á
næstu dögum missi á milli 120
og 130 starfsmenn fiskverkun-
arstöðvarinnar á Kirkjusandi
atvinnu sina um lengri eða
skemmri tlma. 1 samtali við
blaöamann Alþýöublaðsins
staðfestí framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Rikharð Jónsson,
aö allt benti nú til að loka yröi
fyrirtækinu vegna bágborinnar
fjárhagsstöðu þess. Sagði Rik-
harð að þeir hefðu ekki lengur
bolmagn til að kaupa hráefni tii
vinnslunnar og þvi hefðu togar-
arnir þrir, sem að öllu jöfnu
hafa lagt upp hjá húsinu, siglt
með aflann til útlanda.
Meðal þess fólks sem vinnur
hjá Kirkjusandi eru 15 — 17 fast-
ráðnar konur I fiskverkun.
Kauptryggingarsamningi þess-
ara kvenna hefur verið sagt
lausum með venjulegúm _ viku
fyrirvara.
Eftir sem áður er
ráðningarsamningur þeirra i
fullu gildi, en uppsagnarfrestur
á honum mun vera einn mánuð-
ur á báða bóga.
Engin trúnaðarkona
Biaðamenn lögöu leið sina
niöur á Kirkjusand i gær þeirra
erinda aö hitta að máli trúnað-
arkonu þeirra fiskverkunar-
kvenna sem nú hafa misst kaup-
tryggingarsamning sinn. Þegar
á staðinn var komiö, kom hins
vegar i ljós, aö þessar konur
hafa enga trúnaðarkonu. Var
blm. tjáö aö svo heföi verið frá
þvi um siðustu jól, er þær sem
þá gegndu þessum starfa sögðu
honum iausum. Fljótlega eftir
að þannig skipaðist komu
verkakonurnar sér saman um
að útnefna Brynju Öskarsdóttur
trúnaöarkonu og var þessi út-
nefning tilkynnt til Verka-
kvennafélagsins Framsóknar,
en félagið þarf að staðfesta út-
nefninguna. Einhverra hluta
vegna hefur þó veriö fátt um
svör frá félaginu til þessa, þrátt
fyrir að itrekað hafi veriö leitað
eftir afgreiðslu á þessu máli.
Það er vitanlega með öllu
óþolandi fyrir þær konur sem
þarna vinna að hafa engan trún-
aðarmann og ekki sizt þegar
atvinnuástandið er ekki trygg-
ara en raun ber vitni.
,/Ekki af illum hvötum"
Alþýöublaðiö leitaði til Þór-
unnar Valdimarsdóttúr,
formanns Verkakvennafélags-
ins Framsóknar og spurði hana
hverju þetta sætti. Sagöi Þórunn
aö trúnaðarmenn á vinnustöð-
um þyrfti að kjósa sérstakri
kosningu og þvl miöur hefði ekki
komist I verk að láta þá kosn-
ingu fara fram ennþá. — Ég tek
þaö fram að þessi dráttur er
ekki sprottinn af illum hvötum,
sagði Þórunn Valdimarsdóttir,
formaöur Verkakvennafélags-
ins Framsóknar, að lokum.
—GEK