Alþýðublaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 7
œ- Föstudagur 10. febrúar 1978
7
ÍSigurður A. Magnússon, form- Rithöfundasambands fslands:
Könnun á kjör-
Blaðamaður og ljósmyndari Alþýðublaðsins
litu inn á skrifstofu Rithöfundasambands íslands,
og voru þá svo heppnir að ná tali af formanninum
sjálfum, Sigurði A. Magnússyni. Miklar annir
voru á skrifstofunni, en Sigurður á bágt með að
segja nei, eins og allir vita, og féllst á að svara
nokkrum spurningum blaðamanns.
um rithöfunda á
Hvað eru félagsmenn Rithöf-
undasambandsins margir?
Félagsmenn eru i dag 184.
Nokkuð margir voru teknir inn á
siðasta aðalfundi, eða um 20
manns. Við rýmkuðum inntöku-
skilyrði fyrir tveimur árum,
'þannig að það var nóg að hafa
gefið út eina bók til þess að ná
inngöngu, en nú eru likur til að við
þrengjum inntökuskilyrðin aftur,
ekki sist vegna þess að hugtakið
bók er dálitið á reiki. A til dæmis
að taka 20 siðna fjölritað hefti
sem bók sem fullnægir inntöku-
skiiyrðum? Ég byst við að fólk
verði áfram að sýna tvær bækur,
eða tvöverksinönnur, t.d. leikrit,
kvikmyndahandrit eða ljóð.
Undanfarið hafa lífeyrissjóðs-
mál rithöfunda verið til umræðu.
Hvernig standa þau mál nú?
Jú, þetta var spurning um það,
hvort við færum inn i Lifeyrissjóð
rikisstarfsmanna, en það varð nú
ekki af þvi. Sem betur fer erum
við ekki á rlkisjötunni beint, en
það er til einhver sérstakur lif-
eyrissjóðsreikningur, sem veitir
þeim sem fá starfsstyrk. Og þeir •
sem fá þennan starfsstyrk, geta
borgað inn á þennan reikning, ef
þfeir kæra sig um, það er ekki
skylda, og fara þá þannig inn i
Lifeyrissjóð rikisstarfsmanna.
Þessi möguleiki er sem sagt op-
inn til þess að tryggja sér lifeyris-
sjóðaréttindi.
Rithöfundasambandið hefur
ekki i hyggju að stofna sinn eiginn'
lifeyrissjóð?
Við erum bara svo óstjórnlega
fátækir. Þetta er reyndar eitt-
hvað að lagast, bæði fjárhagur
sambandsins og öll kjör rithöf-
unda hafa stórlega batnað á sið-
ustu árum. En það er svo litill
partur af rithöfundum sem
stunda ritstörf eingöngu. Það er
ekki nema 10 menn í mesta lagi
og margir eru i öðrum llfeyris-
sjóðum, en við erum umfram allt
að hugsa um þá menn sem hvergi
eiga inni.
Nú hefur Rithöfundasambandið
sérsamning við útvarp, sjónvarp
og útgefendur. Hvernig samning-
um hefur tekizt að ná?
Já, við gerum samninga beint
við útvarp, sjónvarp og leikhúsin,
en samningurinn við bókaútgef-
endur er rammasamningur.
Þessir samningar eru nokkuð
góðir, nema rammasamningur-
inn við bókaútgefendur, sem er
langtlangt á eftir öllu þvi sem við
þekkjum á Norðurlöndunum t.d.
Helsti gallinn á þessum ramma-
samningi er sá að við fáum allt of
lága prósentutölu af Utsöluverði
bóka. 1 Skandinaviu allri er regl-
an sú, að höfundurfær 16 og 2/3%
Norðurlöndum
— er adal viðfangsef nid í dag
al útsöluverðí bókar i bókabúð.
Hér fáum við 15% af forlagsverði
áður en bóksali hefur lagt sin 30%
áogáður enaðsöluskattur kemur
á, þannig að við fáum 15% af
hálfu útsöluverði bókarinnar úr
búð. Þannig að við erum svona
helmingi ver settir en aðrir höf-
undar á Norðurlöndum. Svo er
markaðurinn miklu minni hér,
svo að þetta er náttúrulega tvö-
falt óréttlæti. Það verður rithöf-
undaþing i vor. Það er alltaf á
fjögurra ára fresti og ég veit að
þettamálverðurofarlega þar. En
við sættum okkur við þennan
rammasamning fyrir tveimur ár-
um vegna þess að það hefur aldr-
ei verið gerður slikur samningur
áður og við vildum hafa eitthvað i
höndunum, þótt ómerkilegt væri.
Rammasamningurinn er ekkert
annaðen viðmiðun, þ.e.a.s. menn
geta notað hann en samkvæmt
höfundarlögum þá getum viðekki
samið fyrir höfunda, þeir mega
gefa þau, þeir mega borga með
þeim, þeir mega gera við þau
hvað sem þeir vilja. Við mælum
reyndar með þvi að höfundar fari
eftir rammasamningnum, en i
sumum tilfellum er það dálitið
erfitt. Til dæmis með ljóðabækur
sem seljast ekki nema i tvö eða
þrjú hundruð eintökum að öllum
jafnaði, þá gefur auga leið að höf-
undur fengi samkvæmt ramma-
samningnum minna en ekki neitt
út úr þvi.
Nú eru menn að reyna að gefa
út sjálfir. Veistu hvernig það hef-
ur rcynst?
Égveit ekki hvernig þaðkemur
út, en það virðist vera nokkuð
blómlegt. Menn selja þetta sjálfir
og gefa út sjálfir og vinna bókina
að meira eða minna leyti sjálfir,
en ég hef ekki heyrt neitt um
hvernig það kemur út. Flestir
yngri höfundar virðast gera þetta
með ljóðabækur.
Er það ekki lika vegna þess að
þeir fá ekki bækurnar útgefnar
með öðru móti?
Jú, vissulega. Ég hef talað við
þó nokkra útgefendur sem segja
bara: Ég tek það ekki i mál að
gefa út ljóðabækur. Þó eru nokkr-
ir sem gera það af einhverjum
ástæðum, — góðgerðarstarfsemi
lika kannski, ég veit það ekki.
Ragnar i Smára hefur lengi verið
bakhjarl ungra ljóðskálda, t.d.
Nú skrifar höfundur handrit
sem samþykkt er úl útgáfu hjá
fyrirtæki. Hann fær verk sitt upp-
gert peningalega séð, i fyrsta lagi
hálfu ári siðar. Er þetta rétt?
Jú jú. Þetta er hlutur sem þarf
tvimælalaust að breyta og á ekki
að taka annað i mál. Þarna eru
Norðurlönd önnur til viðmiðunar,
en þau búa auðvitað ekki við
veröbólgu sem kemst neitt i lik-
ingu við það sem gerist hér hjá
okkur, svoleiðis að bara með
þessu móti brennast upp tugir
þúsunda króna. Þessu verður að
breyta þvi' að þessir peningar
verða að aungvu.
Ég hefði gaman af, að spyrja
þig að einu Sigurður. Nú loksins
þegar þessir aurar koma nú, þá
er þetta orðið svo litið að þetta cr
bókstaflega ekki orðið að neinu.
Dregur þetta ekki kjarkinn úr
höfundum, þótt hart sé að játa
það?
Það getur verið, ég veit það
ekki. En ég vona nú svona sóma
sins vegna þá reyni menn að gera
þaö sem þeir geta. Þetta er sjálf-
sagt einstaklingsbundið.
En það er satt ogþað erumarg-
ir virtir höfundar t.d. sem ættu
ekki að þurfa að standa i svona.
Hinir auðvitað ekki heldur, en
þetta kemur afkáralegast út með
þá. Þar að auki eru þetta smá-
skitlegar irþphæðir sem ýerið er
,að grát\út i flestum tilfellum.
Þetta er jú punktur sem við vilj-
um takast á við á þinginu i vor.
Segir þetta ekki sina sögu um
það, hvernig bókaútgáfu er komið
á isUodi?
i Jú, þ\ð gerir það. Það er veriö
að gera \önnun á þvi meðal fé-
lagsmanna, á hvaða kjörum þeir
hafa verið hjá sinum útgefendum
og meiningm er að reyna að
draga lærdóm af þvi. Þaö er lög-
fræðingur sambandsins, Ragnar
Aðalsteinss., er hefur með þessa
könnun að gera. Og það væri
vissulega gott, ef félagsmenn
brygðu skjótt við og létu Ragnari
i té upplýsingar i þessu máli. í
annan stað erum við búnir að fá
styrk hjá menningarsjóönum
Norræna, i samráði við Færey-
inga og Græniendinga, til þess að
gera allsherjar úttekt á stöðu
bókarinnar, og bókaútgáfu,
hvernig ástandið sé og hvernig
kjör rithöfunda séu. Þessi könnun
er að fara af stað innan skamms.
Það verðurvissulega fengur að fá
einhverja heildarmynd af þessu.
Og hvernig er staðan núna?
Já, ég vona að við berum gæfu
til þess að halda þeirri samstöðu
sem áunnizt hefur. Auðvitað hafa
verið átök hjá okkur, en þau eru
ekki pólitisk lengur, sem betur
fer. Ég held að allir átti sig á því
núna, að sameining allra rithöf-
unda i' eitt félag, var það bezta
sem gat gerzt.
HERMÖS'
So9fthosfr»l«fcUf irtlýra-
o9Bot9orfJina«nt»'»
Alltvarþaó
indælt strió
lofrtoðhfifur
J