Alþýðublaðið - 14.02.1978, Síða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1978, Síða 3
Þriðjudagur 14. febrúar 1978 Lokaskýrsla um úttekt á loðnuveiðum og vinnslu: Auðvelt að afla milljón tonna með núverandi veiðiflota og verk- smiðjukosti sólarhrlnsa Blaðinu barst i gær skyrsla netndar um úttekt á loðnuveið- um og vinnslu, lokaskýrsla, og hefst hún á yfirliti um störf ncfndarinnar eftir 1. marz 1977. Skýrslunni, sem er 21 vélrituð blaðsiða, er skipt f 6 liði, sem auk fyrrnefnds yfirlits eru gerð reiknilikans af loðnuveiðunum, heildarúttekt á búnaði og framkvæmdum loðnubræðslna, flutningaskip fyrir bræðslu- loðnu, ýmis önnur verkefni og loks niðurstöður og ályktanir, en þar kemur fram það álit, að auðvelt sé meö núverandi veiði- flota og verksmiðjukosti að veiða þau milljón tonn, sem fiskifræðingar leggja til að veidd verði. Þessi siðasti kafli skýrslunnar birtist hér i heild: Nefndin telur að taka beri mið af ráðum fiskifræðinganna að heildarloðnuaflinn verði um 1 miljóntonna á ári.næstu tvöár- in a.m.k. Þessu magni er auð- - velt að ná með þeim veiðiflota og verksmiðjukosti, sem þegar er fyrir hendi. Þau skip, sem nú eru við loðnuveiðar, þurfa að landa þrjátíu sinnum fullfermi hverttil þess að einnar milljón tonna markinu sé náð. Þær verksmiðjur, sem þegar eru starfræktar yröu 70—80 sólar- hringaaðbræða 1 milljón tonna. Eðlileg endurnýjun skipastóls og verksmiðja er aö sjálfsögðu óviðkomandi ofangreinum stað- reyndum. Taldar eru likur á þvi að haffs geti hindrað sumarveiðar á loðnu verulega fyrir Norður- og Norðvesturlandi næstu árin. Miklar f járf estingar, sem byggja á sumarloðnuveiðum hljóta að vera mjög ótryggar, þar til meiri reynsla fæst á þessu sviði. Með reiknilikani og tölvu má likja eftir ýmsum aðstæðum, sem skapast á vetrarloðnuver- tið og finna hagkvæmustu leiðir til lausnar miðaö við gefnar for- sendur. Flutningastyrkir hafa hingað til yfirleitt verið alltof lágir til að beina bátum til fjar- lægari hafna. Nefndin leggur til að Loðnunefnd verði faliö að láta halda áfram tölfræðilegri vinnu og tilraunum meö reikni- likan það, sem gert hefur verið af loðnuveiðunum. Nefndin gerði itarlegar at- huganir á þvi, hvort mögulegt væri aö fá gerða tilraun til loðnuflutninga af miöum með sérstöku skipi og fá úr ýmsum afgerandi spurningum varðandi sh'ka flutninga skorið. I ljós kom að tilraunin hefði ýmist orðið mjög kostnaðarsöm eða ódýrari skip væru ekki fáanleg á hent- ugum tima. Það virðist mun hagkvæmara að flytja hráefni til fjarlægra verksmiðja á sér- stökum flutningaskipum en að nota veiðiskipin til þess ef hægt er að leigja slik skip til skamms tíma.Einnig ættu hráefnisflutn- ingar að verða þjóðhagslega hagkvæmarien leiga á bræðslu- skipum. Lagt er til að Verðlags- ráðsjávarútvegsins kanni hvort hagsmunaaðilarnir, verksmiðj- ur og seljendur samþykki að Loðnuflutningasjóður ábyrgist kostnaðaf flutningatilraun og ef nægilegur áhugi er fyrir hendi meðal hagsmunaaðila þá óski ráðiðeftir þvi við Sjávarútvegs- ráðuneytið að tilraunin verði gerð. Nefndin er enn þeirrar skoð- unar að bygging og rekstur nýrrar verksmiðju geti ekki borið sig skv. þeim útreikning- um, sem lagðir eru til grund- vallar við verðákvörðun á bræðsluloðnu. Hins vegar þyrfti að vera til a.m.k. ein ný og full- komin verksmiðja á tslandi, svo að ekki þurfi að sækja vitneskju um það til nágrannaþjóðanna, hvernig vinna eigi bræösluhrá- efni með hámarksafrakstri. All- ar lagfæringar og endurbætur á verksmiðjum, sem gerðar voru á árinu 1977 og áformáðar 1978 voru taldar kosta um 4.000 mill- jónir króna án þess aö nokkrar teljandi stækkanir né nýbygg- ingarséuþar innifaldar. Nefnd- in telur enn að stækkun og end- urbætur á hráefnisgeymslum á Norðausturlandi og Aust- fjörðum sé ein arðbærasta fjár- festingin fyrir atvinnuveginn sem heild. Oll gögn, sem nefndin hefur aflað, eru sem stendur I vörslu Rannsóknastofnunar fiskiönað- arins. Nefndin leggur til aö Sjá- varútvegsráðuneytið láti búa til prentunarog gefa út þann hluta þessa efnis, sem ástæða þykir til. Atvinnuleysi eykst í Reykjavfk og stærri kaupstödum Samkvæmt nýútgefinni skrá Félagsmálaráðuneyt- isins yfir fjölda atvinnu- lausra 31. janúar sl. var heildartala atvinnulausra 579, envar um siðustu ára- mót 817. Atvinnuleysi mun hafa aukizt til muna í Reykjavik og stærri kaup- stöðum. Nú eru á atvinnu- leysisskrá i Reykjavík 125 manns, þann 31. desember Frumvarp til laga um ráöstaf- . anir vegna ákvörðunar Seöla- bankans um gengisbreytingu isl. krónu var afgreitt frá Alþingi i gær. Fjárhags- og viðskiptanefnd hafði áður fjallað um frumvarpið og klofnaði hún i tvennt i afstöð- unni til þess. Meirihlutinn, þing- menn stjórnarflokkanna, mæltu með samþykkt frumvarpsins: en minnihiutinn, Lúðvik Jósepsson og Gylfi Þ. Gislason, mæitu gegn samþykkt og skiluðu sér-nefndar- áliti. 1 þvl kemur m.a. fram, að nú- verandi rikisstjórn hefur þrisvar sinnum lækkað gengi Islenzkrar krónu formlega, auk gengissigs, nær allan valdatíma rlkisstjórn- arinnar. Þá segir orðrétt: „Gengislækkunarstefna stjórnarinnar hefur leitt til þess, að nú er Bandarikjadollar 156,7% hærri f verði gagnvart islenzkri krónu en hann var i ágúst 1974. þegar stjórnin kom til valda. Auð- vitað hefur þessi mikla gengis- breyting leitt til gifurlegra verð- hækkana hér á landi. Innfluttar vörur hafa af þessum ástæðum hækkað i veröi um 150-170%. Gengislækkunarstefnan hefur voru þeir aðeins 69. Sam- bærilegar tölur frá Akur- eyri eru 25, áður 6, frá Hafnarfirði 41, áður 33, Kef lavík 27, áður 12, Kópa- vogi 9, áður 5. Hinsvegar hefur mjög dregið úr atvinnuleysi á Sauðárkróki og Siglufirði tveimur hinna minni kaupstaða erátt hafa við atvinnu- leysiað striöa. Áður voru skráðir atvinnulausir á Siglufirði 63, nú 33 llka haft sln áhrif á annaö verðlag hér á landi. Þegar núverandi rikisstjórn tók viö völdum i ágúst- mánuði 1974 var framfærsluvisi- talan 297 stig. Nú er hún orðin 934 stig og nemur þvl hækkunin um 214%. Þaö þýðir að verölag hér á landi hefur rúmlega þrefaldast i tið núverandi stjórnar”. Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, boöar enga nýja stefnu af hálfu rlkisstjórnarinnar. Það sýnir að hún heldur sig enn við gengislækkunarstefnuna, Þá stefnu, sem á undanförnum árum hefur leitt til óöaveröbólgu og si- endurtekinna átaka á vinnu- markaði”. Þá segir að meö gengisfelling- unni áformi rlkisstjórnin aö gera jafnframt breytingu á þeim kjarasamningum, sem gerðir voru með samþykkt hennar á s.l. sumri, og á þeim samningum sem hún gerði sjálf við BSRB fyrir rétt rúmum þremur mánuöum. Ljóst sé þvi að ríkisstjórnin sé enn við sama heygarðshorniö I efnahags- málaaðgerðum sinum. Enn eigi að beita gengislækkun, sem auki verðbólgu og enn skuli leysa vandann á kostnaö launafólks. ,og á Sauðárkróki 48, nú 21. 1 nokkrum kaupstöðum var ekki um nokkurt atvinnuleysi að ræða svo sem i Bolungarvik, I Grinda- vik og I Austfjarðakaupstöðunum þremur. Mest hafði dregið úr at- vinnuleysi á Húsavík I janúar- mánuði, þar voru um áramótin 63 á skrá en 31. janúar aðeins 9. Þegar á heildina er litið hefur nokkuð dregið úr atvinnuleysi i kaupstöðum I janúarmánuði, skráðum atvinnulausum hefur fækkað úr 361 i 335.' Atvinnu- leysisdagar voru að sjálfsögðu flestir I Reykjavik eða 2837 þá kom Sauðárkrókur með 874, Hafnarfjörður með 748 og Húsa- vik með 519. Tala atvinnulausra lækkar í kauptúnum. 1 kauptúnunum, 44 að tölu, var tala skráðra atvinnulausra 447 um áramótin, en hafði lækkað niður I 226 þann 31. janúar sl. 1 nokkrum kauptúnum og þá helzt þeim stærri var engin atvinnu- laus. A Skagaströnd og Breiðdalsvik hafði atvinnuleysi aukizt, i fyrra dæminu úr 32 I 46. Langflestir voru atvinnulausir á Þórshöfn eða 50, en það er reynd- ar næst hæsta tala atvinnu- lausra næst á eftir Reykjavlk, at- vinnuleysisdagar I janúar voru þar 1202. Mest atvinnuaukning hafði orðið á Stokkseyri þar voru áður 70 á skrá en nú 31. Flestir at- vinnuleysisdagar I kauptúnum voru sem fyrr segir á Þórshöfn, næst i röðinni voru Stokkseyri með 933, Skagaströnd með 589 og Vopnafjörður meö 541. Ekki er hægt að segja aö um nokkurn markverðan skilnað sé að ræöa i atvinnuleysistölum milli landshluta. Það virðast helzt vera einstakir staðir sem orðið hafa fyrir barði atvinnu- leysisins. Hvað viðkemur at- vinnuleysi meðal karla eöa kvenna þá virðist tala skráðra karla vera nokkuð hærri eða 321 á móti 258 konum. Flestir voru skráðir atvinnulausir meðal verkakvenna og annarra iðn- verkakvenna eða 244 þá komu verkamenn og sjómenn 185 að tölu. Atvinnuleysi meðal iönaðar- manna var ekkert nema i kaup- stöðum, en þar voru 17 þeirra at- vinnulausir. Efnahagsmálaþróunin í tíd stjórnar Geirs og Ólafs: Verðlag hefur rúm lega þrefaldast! Bóndinn fékk verdlaun kvikmynd eftir Þorstein Jónsson Eftir að lokið var sýningu á islenzku kvik- myndunum í Háskólabíó á laugardaginn á listahátíð var ÞORSTEINI JÓNS- SYNI kvikmyndagerðar- manni veitt verðlaun að upphæð kr. 200.000 fyrir mynd sína BoNDI. Thor Vilhjálmsson afhenti honum verðlaunin og kvað dómnefnd hafa orðið sam- mála þótt eðlilega hefði verið viss skoðanaágrein- ingur þar sem svo margir menn með ólík viðhorf og ólikan menningarlegan bakgrunn hefðu verið í dómnefndinni. Hann sagði, að dómnefndin, sem i áttu sæti auk hans þeir Baldur Hrafnkell Jónsson, Wim Wenders og Pantelis Vouígaris, hefði einnig orðiö sammála um að veita kvikmyndinni Lilju eftír þá Hrafn Gunnlaugsson og Snorra Þórisson sérstakt viðkenningar- skjal. Kvikmyndin Bóndier gerö árið 1975 og hefur verið sýnd I sjón- varpinu. Myndin fjallar um Guðmund bðnda á Kleifum við Isafjarðardjúp en hann þraukar við búskapinn án véla og raf- magns. Börnin fara að heiman þegar þau vaxa úr grasi og Guðmundur er einn eftir með konu sina og þrjú börn. Hann talar um að hætta búskap á hverju ári en það er orðið of seint fyrir hann að flytja til kaup- staðarins og taka upp kaup- staðarlif. Myndin lýsir lifi bónda og bregður upp mjög lifandi mynd af lifsbaráttu hans.Telja verður að Þorsteinn sé vel aö þessari viður- kenningu kominn og óskar Alþýðublaðið honum til ham- ingju. Próf kjör Alþýðuf lokks á Akranesi Sex fram- bod bárust Frestur til að tilkynna um þátttöku í prókjöri Al- þýöuflokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningar á Akra- nesi rann út síðast liðinn sunnudag. Alls bárustsex framboð I fjögur efstu sæti listans Guðmundur Vé- steinsson, bæjarstjórnarmaður, býður sig fram i 2. sætið, Rik- harður Jónsson, bæjarstjórnar- maður, býður sig fram i 1. og 2. sætið. Sigurjón Hannesson, bygg- ingarmeistari, býöur sig fram i 1., 2., 3., og 4. sætið. Skúli Þórðar- son, forstjóri Lifeyrissjóðs verka- lýðsfélaganna, býður sig fram i 1., 2., og 3. sætið. Rannveig Edda Hálfdánardóttir, símamær, býður sig fram i 3. sætið og Þorvaldur Þorvaldsson býður sig fram i 1. og 2. sætið. Akveöið hefur verið að kosning fari fram dagana 4. og 5. marz næst komandi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.