Alþýðublaðið - 14.02.1978, Qupperneq 7
6
Þriðjudagur 14. febrúar 1978
Þriðjudagur 14. febrúar 1978
7
Frá verksmiðju (slenzka járnblendifélagsins á Grundartanga
»
Fá hvorki hlífdar-
föt ne áhaettuþóknun
„Þvi er ekki að neita, að það er
svolitill urgur i mönnum hérna,
þar sem erfiðlega gengur að sam-
ræma túlkun þeirra samninga
sem gilda fyrir okkur, sögðu tveir
trésmiðir, sem Alþýðublaðið
hafði tal af á Grundartanga.
„Við erum ráðnir hingað með
tiu prósent álagi á launataxta,
svo og bónus, sögðu þeir enn-
fremur, en hins vegar eru ákvæði
um hlifðarfatnað og fleira i
óvissu. Þar er ýmislegt, sem ef til
vill má kenna stéttarfélögunum,
þvi samningar eru orðnir svo
flóknir og óljósir, að erfitt er að
finna óumdeilanlega skýringu á
ákvæðum þeirra.
Við fáum til dæmis engin
hlifðarföt hérna. Ekki galla, skó-
fatnað eða vinnuvettlinga, það
verðum við allt að leggja til sjálf-
ir. Þetta eru töluverðir peningar,
þvi til dæmis samfestingurinn
kostar ellefu þiisund krónur og
hann dugir ekki lengi. Vinnuvett-
lingar duga ef til vill hálfa viku,
að jafnaði, og þeir kosta um sjö
hundruð krónur parið, þannig að
þarna er um töluverða peninga að
ræða.
Svo erufleiri atriði, sem deilt er
um i samningunum, sem geta
munað menn nokkru. Til dæmis
fáum við enga áhættuþóknun,
þótt við séum prilandi svona utan
i mótum og upp um allt við vinn-
una. I kjarasamningum segir aö
áhættuþóknun skuli koma ofan á
öll laun fyrir vinnu sem fram-
kvæmd er i lausum stigum, eða
yfir fimm metra frá jörðu. Ef
gæta á öryggis ættum við aö
vinna þessi sökklamót hérna i
lausum stigum, en hins vegar
yrði vinnan þá mun hægari, þann-
ig að við spörum fyrirtækinu stór-
fé með prilinu. Hins vegar fáum
við ekki samþykkta áhættuþókn-
un.
Þessi mál þarfnast öll endur-
skoðunar og vonandi verða þau
leyst þannig að viðunandi sé, þótt
svo i dag reyni þeir frekar að fá
okkur til að falla frá þeim ákvæð-
um sem óumdeilanleg geta talist f
samningnum.” —hv
Góðar
vinnu-
búðir
„Aöbúnaður hér er ailur, hvað
varðar fæöi og húsnæði, með þvi
besta sem nokkru sinni hefur
gerst hérlendis við svipaðar stór-
framkvæmdir. Ég hef verið við
Sigöldu og i Þorlákshöfn, og verð
að segja eins og er, að hér er
reglulega vel aö mannskapnum
búið.sagði einn af verkamönnum
þeim er starfa viö byggingu járn-
blendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, i viðtali við Al-
þýöublaðið.
Verkamenn, iðnaðarmenn og
aðrirþeúrer starfa við byggingu
verksmiðjunnar á Grundartanga,
utan þeir er búa svo nálægt bygg-
ingarstaðnum aö þeir halda til
heima, búa i vinnubúöum, sem
rúma liðlega tvö hundruð manns.
Vinnubúðirnar standa saman af
sjö skálum og fáeinum smærri
húsum. I skálunum eru tveggja
manna herbergi, góö aðstaöa til
snyrtingar og verður ekki annað
um þá sagt en aö frágangur er til
fýrirmyndar. Varla verður um þá
sagt að þeir séu heimilislegir,
enda sllku vart til að dreifa i
nokkrum vinnubúðum, en víst er
að eitt þaö fyrsta sem eftir er tek-
ið er hve snyrtilegir og tiltölulega
þægilegir þeir eru.
Mötuneyti á staðnum er rúm-
gott, sérstaklega snyrtilegt og
greinilega vel búið tækjum. Ekki
var annaö að heyra en að starfs-
mönnum likaði kosturinn vel. 1
sama húsi og mötuneytið er, hafa
starfsmenn aðgang að sjálfvirk-
um þvottavélum, og sjúkrastofa
er þar einnig, einkum ætluð til að
veita fyrstu hjálp i slysatilvikum.
Sjúkrabifreið er til taks á
vinnusvæðinu og er henni alltaf
haldið hitaðri, þannig að ef slys
verða gangi flutningur ávallt
hnökralaust. Sem betur fer hefur
ekki reynst mikil þörf fyrir iáf-
reiðina, þvi aðeins eitt alvarlegt
slys hefur orðið á byggingar-
timanum.
Loks hafa svo starfsmenn yfir
að ráða tómstundahúsi, eins kon-
ar féiagsheimili. Þar er sjónvarp
isérstöku herbergi, útvarp, borð-
tennisborð með tilheyrandi út-
búnaði, bobb-borö og svo töfl og
spil. Er greinilegt að þessi að-
staða er mikið nýtt á kvöldin.
Þetta kvöld er blaðamenn dvöldu
ástaönum var sjónvarpsherberg-
ið fullskipað og afþreyingartækin
á staðnum þvi sem næst fullnýtt.
Forráðamenn verksmiðjunnar
lögðu á það sérstaka áherslu, i
sambandi við vinnubúðirnar og
það hve snyrtilegar og þægilegar
þær væru, að i þeim efnum væri
stærsti þátturinn umgengni
starfsmanna sjáifra. Hefði náðst
einstaklega gott samstarf um
umgengni. Hvergi væri farið
lengra en i fremri gang á útiskó-
fatnaði og umgengni öll eins og
best verður á kosið.
Öryggismál
í ólestri?
íáiiiiX-i
Þótt vel sé að starfemönnum á
Grundartanga búið i fæði og hús-
næði og vel séð fyrir afþreying-
armöguleikum i fritimum, eftir
þvi sem gerist i vinnubúðum, er
þó allmargt sem að má finna.
Fram kemur annars staðar það
er snýr að launa>og kjaramálum,
en annar málarlokkur, ekki
ómikilvægari, er öryggismálin og
segjast verður eins og er, að þar
er ekki allt sem skyldi.
Járniðnaðarmenn klifra um
fjörutiu metra háa stálgrind, þar
sem þeir vinna við suöu og fleira,
án öryggisbelta, eða annars þess
er gæti heft fall þess er missti
jafnvægið. Sérstaka skó, er gætu
auðveldað klifur þetta og aukið
öryggi, hafa menn ekki fengið, né
heldur annað það er telst nauð-
synlegt til að lágmarksöryggi sé
gætt.
I viðræðum við bæði verka-
menn og iðnaðarmenn þarna á
staðnum kom greinilega fram, að
margir eru óánægðir með fram-
vindu þessara mála. Einkum er
samanburðurinn við Svia þá er
vinna við byggingu eins af stál-
grindarskálunum á svæðinu,
óhagstæður. Sviarnir hafa sér-
stök öryggisbelti, þannig útbúin,
að þeir geta hreyft sig ákaflega
frjálst um við vinnu sina, en ef
snöggt átak kemur á beltin, herð-
astþau þegar og stöðva manninn.
Þá hafa þeir sérstaka stóla til að
vinna i, þar sem slikt hentar. Auk
þessa hafa þeir svo klifurskó.
Islendingarnir, sem starfa hjá
Istak (Svíarnir eru þarna á veg-
um norskra verktaka), hafa feng-
ið öryggisbelti sem eru föst,
þannig að maðurinn krækir end-
unum i belti sér, en bregður
lykkjunni um einhvern fastan
punkt. Þessí belti eru þannig, að
sögn manna á Grundartanga, að
erfitt er að athafna sig i þeim og
lltið hægt að hreyfa sig út frá
þeim fasta punkti sem lykkjunni
er brugðið um.
Þvi eru þau litið sem ekkert
notuð.
Klifurskó hafa tslendingarnir
ekki, né heldur stóla.
Þeir járniðnaðarmenn er starfa
i grindunum hafa svokallað hæð-
arálag, vegna þess að þeir vinna
það háttyfir jörðu eða gólfi. Hins
vegar hefur hæðarálag, eða
áhættuþóknun, ekki tiðkast meðal
annarra starfamanna. Við annan
enda ofnskálans, sem nú er að
risa, er verið um þessar mundir
að slá upp fyrir og steypa undir-
stöður fyrir hreinsikerfi verk-
smiðjunnar. Töluverður fjöldi
smiða vinnur við þetta, klifrandi
utan i mótum, sem vissulega eru
nógu há til að mikil meiðsl gætu
hlotist af falli. Þeir fá ekki
áhættuþóknun. Þeir fá ekki held-
ur áhættuþóknun fyrir þaö, aö
yfir þá i grunninum trónar mikill
byggingakrani, sem i sifellu
sveiflar hlassi eftir hlass yffr þá i
grunninum. Má ekki mikið útaf
bregða með hann til þess að stór-
slys hljótist af.
Var greinilegt, af þvi sem
blaðamenn sáu og heyrðu meðan
á stuttridvöl á vinnustað stóö, að
öryggismál eru öll i nokkrum
ólestri.
-hv.
Þurrar vinnubúdir
„Ég er mjög ánægður með þetta
og ég veit að hið sama er um
flesta aðra1, i það minnsta
mjög marga. Það er raunar allt
annað lif að halda vinnubúöunum
svona þurrum, þvi þar sem þessi
regla hefur ekki gilt, var oft ekki
svefnfriður siðari hluta vikunnar
fyrir fyllerii, sagði verkamaður á
Grundartanga, við blaðamenn á
i miðvikudagskvöldið.
Setið var að spjalli i félags-
heimili starfsmanna á Grundár-
tanga, þegar i tal barst sú regla,
sem þykir einna mest setja svip
sinn á vinnubúðirnar þar. I þeim
er sumsé öll meðferð áfengis og
fikniefna stranglega bönnuð og
varðar brottrekstri.
„Það verður að segjast eins og
er, hélt annar áfram, að i vinnu-
búðum viða er mjög mikið
drukkið. Eins og sagt hefur verið
áður, það er oft ekki nokkur
svefnfriður fyrir drykkjuhávaða
og látum. Hér heyrir það til al-
gerra undantekninga ef maður
sést undir áhrifum og þá er lika
um að ræða menn sem eru að
koma úr helgarfrii, eða einhvers
staðar utan frá, og sjást rétt með-
an þeir eru að koma sér i rúmið.
Það er einnig mjög gott að
Guðlaugur Hjörieifsson, sem
hefur einhvers konar umsjón með
þessu, lætur eitt yfir alla ganga i
þeim efnum. Hann er harður, en
sanngjarn.
Guðlaugur, sem margir starfs-
menn kalla „járnskalla”, er
staðarverkfræðingur á Grundar-
tanga.
Vitað er að viða i vinnubúöum
um iandið er drykkja erfitt
vandamál. Þessi regla á
Grundartanga var tékin upp með
samkomuiagi stjórnar, verktgka
og starfsmanna og væri vafalaust
hægt að koma henni viðar við.
—hv
„Atvinnurekendur eru
atvinnurekendur, þeir
eru allir tiltölulega svip-
aðir i þvi að vilja helst
greiða sem minnst laun,
og þvi hefur ekkert I
þeirra afstöðu komið
okkur á óvart. Það sem
hefur komið okkur i
opna skjöldu er afstaða,
eða afstöðuleysi, okkar
eigin verkalýðsfélaga og
landssamtakanna, þvi
þessir aðilar hafa verið
algerlega sofandi og
hafa ekki fengist til að
lyfta fingri fyrir okkur i
þessum deilumálum
okkar.
Við höfum margoft haft sam-
band við þessa menn, en þeir hafa
alltaf haft of mikið að gera til að
sinna okkar málum. Svo bera þeir
þvi við að rétt sé að biða eftir
svæðasamningunum fyrir Hraun-
eyjarfossvirkjun, áður en okkar
svæðissamningar eru gerðir, en
ef svo á að vera þá verður þessu
verki lokið og við farnir, sögðu
verkamenn, sem blaðamaður
Alþýðublaðsins hitti að máli viö
Grundartanga, i skoðunarferð
þangað i boði Islenska járn-
blendifélagsins h.f., siðastliðinn
miðvikudag og fimmtudag.
„Verkalýdsfélögin sinna
ekki vandamálum okkar”,
— segja verkamenn vid verksmidjubygginguna á Grundartanga
„Það virðist nokkuð útbreiddur
misskilningur að hér á Grundar-
tanga búi menn við einhver
uppgrip i vinnu og launum, sögðu
þeir ennfremur, en þvi fer viðs
fjarri.Til að byrja með eru tima-
laun hér ekki betri en gerist á
almennum vinnumarkaði i
Reykjavik, svo dæmi séu tekin.
Við fáum enga staðaruppbót,
aðeins sumir fá bónus, við
fáum ekki hliföarföt, eða nein
friðindi, önnur en þau að við
höfum fritt fæði, en þar gengur
jafnt yfir alla starfsmenn hér við
framkvæmdirnar. Þetta þýðir að
verkamaður, sem ekki er i
steypuvinnunni, á ekki möguleika
til að ná meiri tekjum en sem
nemur á milli þrjátiu og fimm og
fjörutiu þúsund krónum á
mánuöi. Þar eru innifaldir nokkr-
ir fastir yfirvinnutimar á viku, en
næturvinna engin. Myndi
mörgum þeim er væri i svona
vinnubúðum, fjarri heimili sinu
og fjölskyldu, þykja það nokkuð
hart aö fá þá ekki að nota meir af
þeim tima til þess að auka tekj-
urnar.
Viö þetta bætist svo misræmi og
hróplegt launamisrétti. Bæði
milli verkamanna annars vegar
og iðnaðarmanna svo sem tré-
smiðanna hinsvegar, svo og milli
verkamanna innbyrðis.
Smiðirnir hafa tiu prósent álag
á taxta sina, svo og bónus og eiga
kost á töluverðri næturvinnu.
Þeir verkamenn sem vinna við
steypuna hafa ekkert álag, en
hins vegar bónus og mikla nætur-
Bæði verkamennirnir
og smiðirnir, sem deildu
á launakerfi og kjara-
mál við Grundartanga,
eru starfandi þar á
vegum ístaks h.f., sem
er verktaki á staðnum.
Ekki fann blaðamaður
neinn forráðamann þess
vinnu. Þeir vinna um það bil átta-
tiu klukkustundir á viku og geta
náð i launum upp undir sjötiu
þúsund á viku. Það er vissulega
fyrirtækis, þann er skýrt
gæti launamálapólitik
þess. Hins vegar var
málið borið undir Jón
Sigurðsson, nýráðinn
framkvæmdastjóra
járnbiendif élagsins.
Jón kvaðst ekki geta svarað
fyrir hönd verktakans. Hins
vegar væri einfalt mál að skýra
það hvers vegna laun væru ekki
sérstaklega há hjá þeim sem
vinna við fyrirtækið. Þar væri um
að ræða markaða stefnu, sem
miðaðist við að láta laun ekki
vera til muna hærri en gerðist á
almennum vinnumarkaði, né
heldur sleppa aukavinnu lausri.
Tilgangurinn væri sá að láta
byggingu verksmiðjunnar á
Grundartanga valda eins litilli
röskun á vinnumarkaði
svæðísins og unnt væri. Þess
væru dæmi að stórframkvæmdir
af þessu tagi hefðu haft neikvæð
áhrif, með þvi að sprengja allt
upp, en þess hefði verið gætt að
svo færi ekki að þessu sinni.
—hv
Myndir og texti:
Halldór
Valdimarsson
Jón Sigurðsson framkvæmda-
stjóri Járnblendiverksmiðjunnar
Viljum ekki
raska vinnu-
markaðinum
nokkuð há tala, en ef deilt er með
vinnustundafjöldanum i hana,
verður niðurstaðan ekki falleg.
Og, eins og við sögðum, verka-
lýðsfélögin gera ekkert i
málunum. Þeir eru algerlega sof-
andi og sinna ekki beiðnum okkar
hið minnsta.” —hv