Alþýðublaðið - 07.03.1978, Síða 6

Alþýðublaðið - 07.03.1978, Síða 6
6 Þriðjudagur 7. marz 1978. tsssr Hvert stefna þeir? Hér á eftir verður i örstuttu máli gerð grein fyrir þeim þrem- ur „vinstri” samtökum sem mest ber á i stjórnmálalifinu, um þessar mundir, en það eru Fylk- ingin, KFI/ML og EIK(m-l). Að langmestu leyti er stuðst við höfuðmálgögn samtakanna, en einnig annað útgáfuefni þeirra. 011 iýsa samtökin yfir að þau stefni að sósialiskri byltingu á tslandi og uppbyggingu sósialisks þjóðskipulags. Þau greinir hins vegar á um baráttuleiðirnar og einnig um greiningu á þvi hvað sósialiskt þjóðfélag sé fyrir nokk- uð. EIK(m-l) og KFt/ML hafa lýst stuðningi við þjóðskipulag það sem Kínverjar og Albanir byggja upp i löndum sinum, en segja að eftir tið Stalins hafi hins vegar hafist niðurrif sósialismans i Sovét og nú sé þar i landi auðvaldsriki og fasiskt stjórnarfar. Fylkingin virðist helst haliast að þvi að bæði i Kina og Sovét sé nú við lýði skrifræöis- þjóðskipuiag, að þetta séu „gölluð verkalýðsriki”. Fylking byltingar sinnaðra kommún- ista Fylking byltingarsinnaðra kommúnista (FBK) er stuðn- ingsdeildlV, Alþjóðasambands- ins á Islandi, en þar er um að ræða heimssamband trotskyista. Fylkingin gekk i 4. Alþjóðasambandið 1976, en áður hétu samtökin Fylkingin bar- áttusamtök sósialista. Um af- stöðu trotskyistanna segir svo: „Fylking Byltingarsinnara kommúnista er trotskýisk sam- tök. FBK stefnir að þvi að byggja upp byltingarsinnaðan fjöldaflokká íslandi. Við teljum að ekki sé hægt að vinna þetta verkefni i einangrun frá baráttu og starfi félaga okkar i öðrum löndum... Islenskur verkalýður verður þá aðeins stéttvis, að hann styður baráttu stéttar- bræðrasinna um allanheim, þvi hann mun vita, að hann á visan stuðning þeirra. Þannig litum við á okkur sem hluta af stærri heild og a'ðíslenska byltingin muni veröa hluti af heimsbylt- ingu öreiganna, hlekkur i þeirri byltingu. A sama hátt og við munum taka virkan þátt i stéttabaráttunni hér á landi og reyna að leiða hana til stærri markmiða og baráttuforma, munum við kynna fyrir isl. verkalýðsstéttinni baráttu stéttarbræöra annars staðar i heiminum... Við verðum eini pólitiski straumurinn i islenskri verkalýðshreyfingu, sem verður fær um að gera þetta, þar sem við verðum skipulögð i heimsflokk. Þann heimsfiokk, — Heimsflokk hinnar sósialisku byltingar, — IV. Alþjóðasam- bandið, —munum við leitast við að byggja og efla um leið og við byggjum upp Fylkinguna sem kommúniskan fjöldaflokk. Við álitum okkur kjarna þess flokks sem við stefnum að”. Fylkingin höfðar i áróðri sin- um tíl „verkalýðsaflanna” sem húnkallarsvo, enþar virðist átt við fylgismenn Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og annarra „vinstri” samtaka. Fylkingar- menn hafa jafnvel gengiö inn i Alþýðubandalagið og starfa þar að.boðun stefnu sinnar. óljóst er þó hver afstaða Alþýðubanda- ÁVARP 31. FYLKINGAI TIL VERK Óieiga og kúgaSai þjóia heims sanwinist) A Stéttabaráttani? ALLSIIEIMARVEIUiFALL IJNS SIGUR VINNST! IkvERKALÝÐS BLAÐIÐl Uppsaí á Kirk NÝ DAGSBRÚN Mætum kjaraskerdingunni med skæruverkföllum tim.WA sinm... s uadc EDA „SIGURBRAUT FÓLKSINS” B1 JnlMBMimiKC Kjmi'lj’ VEBKALÝn j Hverjar eru raunverulegar orsakir Indókína-deilunnar lan Smith riðartilfalis Talað viðAraT. Guðmundsson formann EIK (m-l) Sjá opnu STARFSKRA Sösialistafélags Reykjavíkur [ Mætum öll á bai fundinn í Tjarnai ir*- hreyflncin *r fy /fil', ‘VA tA ( “* 6flM“ bnrlttuhrryfLnju W r . .0 //-. ) tj í Iv, ' ■ ' - CEailM VERKALfDSFELðGlM AD 8AR i ; \ \ 't/TT) " - duivistarrymi rrwR ,UL naroi 1 — \; 1 - FtlLLA ATVINMV - CECN FJÖLDAUP f /7 ?, - sjnrsavíWRiiiAiwm svdma t ^ ^ 7”"""' / 1 - - CECK ALLKl HEIHSVALDASTOTll I jKjaramálaáfyktun EIK (m-l) og Verkalvðsbia NEISTI — málgagn Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista. STÉTTARBARATTAN — málgagn Komm únistaflokks tslands / Marxista-Leninista VERKALÝÐSBLAÐIÐ — máigagn Einingarsa m taka kommúnista (marx-leninista) NV DAGSBRÚN — málgai Sósialistafélags Reykjavikur. Mörgum gengur illa að átta sig á og greiná á milli hinna ýmsu sam- taka og hópa sem til eru á „vinstri kantinum” is- lenska og sem flest kenna sig við kommún- isma og byltingu stjórn- kerfisins. Þetta er eðli- legt, þar sem flestar þessar stjórnmálahreyf- ingar eru tiltölulega ný- tilkómnar — á yfir- standandi áratug, tals- vert hefur verið um nafnbreytingar á þeim og klofning i röðum þeirra o.s.frv. Hreyfingar þessar eru að miklu leyti skipaðar ungu fólki og eru sprottnar úr hugmyndafræðileg- um hræringum i Evrópu, aðal- lega á Norðurlöndunum, á siðustu 10 árum, og barátta þeirra á milli hefur verið hörð. Flestar hreyf- ingarnar rekja hugmyndafr. sína til þekktra leiðtoga úr sögu kommúniskrar hreyfingar, ein telur sig byggja á kenningum Marx, Engels, Lenins og Trotskys (Fylkingin). Þrjár telja sig byggja á kenningum Marx, Eng- els, Lenins, Stalins og Maó Tse- tungs, (EIK (ml), KFI/ML, KSML(b)), ein virðist helst telja sig byggja á Marx, Engels, og Lenin (Sósialistafélagið) o.s.frv. Hér er ekki ætlunin að rekja þró- unarsögu „vinstri kantsins” i smáu og stóru, heldur að nefna þær hreyfingar sem helst kveður að af „vinstri” hópunum og rekja i örstuttu máli hvernig þær eru til komnar (sjá meðfylgjandi teikn- ingu). Æskulýðsfylkingin (1938—1968) var óformleg æskulýðssamtök Sósialistaflokksins, en 1970 er samtökunum breytt i sjálfstæð stjórnmálasamtök og heitir þá Fylkingin — baráttusamtök sósi- alista. A árunum 1973—1974 fara harðnandi hugmyndafræðilegar deilur innan Fylkingarinnar og voru aðalstraumarnir troskyistar og marx-leninistar eða „maóist- ar”. Þessum deilum lyktaði með klofningi samtakanna haustið K tD.H H >T O Hver er hvað og hvers er hvað...? — örlrtil úttekt á ..vinstri kantinum” lagsins sem flokks er til Fylk- ingarinnar, ef slik stefna er þá yfirleitt til mótuð, og sama gild- irum Alþýðuflokkinn. EIK(m-l) hafa hins vegar hafnað öllum samstarfstilboðum Fylkingar- innar og lýsa þvi yfir að með henni verði ekki starfað. í stefnugrundvelli KFl/ML segir aðflokkurinn muni berjast gegn „trotskyisma og öðrum borgaralegum stefnum sem fjandsamlegar eru hagsmunum verkalýðs og vinnandi alþýðu”. Fylkingin gefur út höfuðmál- gagnið NEISTA, sem kemur út einu sinni i mánuði og tíl skamms tima einnig fræðilega ritið Kommúnistann. Miðstöð samtakanna er að Laugavegi 53A. Kommún- ista- flokkur íslands ML Kommúnistaflokkur ís- lands/Marxistar-Leninistar- KFl/ML er stofnaður af KSML árið 1976 og samkvæmt stofn- þings samþykkt byggir hann starf sitt á „marxisma-leninisma kenningum Maós Tse-tungs”. Þá segir að flokkurinn muni af alefli berjast gegn „nútima endurskoð- unarstefnunni, sem sovéska sósi- alheimsvaldastefnan hefur for- ystu fyrir og er hættulegasti óvin- ur alþýðu heimsins. KFl/ML kallar islenzka alþýðu til árvekni gagnvart styrjaldarhættunni, sem vigbúnaðarkapphlaup og samkeppni risaveldanna — Bandarikjanna og Sovétrikjanna skapar, og bendir sérstaklega á vaxandi útþenslustefnu sovésku sósialheimsvaldasinnanna. KFl/ML mun sameina verka- lýðsstéttina undir forystu sinni og leiða hana fram til sósialiskrar valdbyltingar i bandalagi við smábændur og aðra vinnandi al- þýðu, og afnema þannig auð- valdsþjóðfélagið og reisa alræði öreiganna”, segir ennfremur i stofnþingssamþykkt flokksins. Hörð skoðanabarátta hefur verið á milli EIK(m-li) annars vegar og KSML/KFÍ/ML hins vegar allt frá stofnun fyrrnefndu sámtakanna og er deilt um hug- myndafræði, starf og stefnu. A öðrum stað er sagt stuttlega frá klofningi forvera KFI/ML, KSML, en á siðasta ári fór einnig að hrikta i innviðum Kommún- istaflokksins. Ef marka má stað- hæfingu sem fram kemur f viðtali

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.