Alþýðublaðið - 07.03.1978, Qupperneq 10
10
Landssmiðjan
SÖLVHÓLSGÖTU-101 REYKJAVIK SÍMI 20680 TILEX 2207
jafnvægisvél ?
Fram til þessa hefur ekki verið hægt að gera viS
skilvindur hér á landi. Hefur það reynst mjög
kostnaðarsamt fyrir eigendur skipa og fiskimjöls-
verksmiðja að fá þessar viðgerðir.
LANDSSMIÐJAN getur nú annast viðgerðir á öllum
tegunda skilvinda, blásara og rafmótora.
LANDSSMIÐJAN hefur fengið jafnvægisvél frá
Þýskalandi og sérstök verkfæri til viðgerðanna. Véiin
er mjög fullkomin og fljótvirk.
oc ALFA-LAVAL
hefur framleitt skilvindur síðan 1883 og í dag framleiðir
ALFA-LAVAL yfir 200 gerðir af skilvindum m. a. fyrir fiskimjöls-
og lýsisiðnaðinn. -
v
Mosfellshreppur
— Lóðaúthlutun
Mosfellshreppur auglýsir hér með eftir
umsóknum um einbýlishúsalóðir i Tanga-
hverfi.
Umsóknum sé skilað fyrir 18. marz 1978.
Eyðublöð fást á skrifstofu hreppsins, Hlé-
garði.
Áætlað er að svæðið verði byggingarhæft
siðari hluta sumars.
Sveitarstjóri.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreiðar og
ógangfærar bifreiðar er verða sýndar að
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 7. marz, kl.
12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu
vorri kl. 5.
SALA VARNALIÐSEIGNA
(S: lítboð
Tilboö óskast í ýmsar geröir af pappir fyrir Prentstofu
Reykjavikur og Fræösluskrifstofu Reykjavikur.
(Jtboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3
R.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 18. aprfl
1978 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR ;
Fríkirkjuvogi 3 — Sími 25800
Frikirkjusöfnuðurinn í Reykjavík
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn i
Frikirkjunni sunnudaginn 12. mars n.k. kl.
3 e.h., strax á eftir messu.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Stjórnin
Þriðjudagur 7. marz 1978. SSSST*
Félag byggingaridnadarmanna í Hafnarfirdi:
Mótmæla skerdingu
verdbótaákvæðum
Á félagsfundi
byggingariðnaðarmanna i
Hafnarfirði/ þann 23.
febrúar sl. var gerð eftir-
farandi samþykkt:
Félagsfundur Félags
byggingariönaöarmanna i
Hafnarfiröi haldinn 23. febrúar
1978 mótmælir þeirri stórfelldu
kaupmáttarlækkun, er felst i ný-
settum lögum um skeröingu verö-
bótaákvæöa.
Fundurinn telur aö meö þessari
lagasetningu sé veriö á ósvifinn
og freklegan hátt aö gera aö engu
þann árangur, sem náöst hefur i
þeirri varnarbaráttu sem verka-
lýöshreyfingin hefur háö til þess
aö ná fram viöunandi lifskjörum.
Fundurinn mótmælir harölega
þeirri atlögu aö frjálsum
samningsrétti sem felst i laga-
setningu þessari, sem algerlega
óþolandi og óviöunandi afskiptum
rikisvaldsins af nýgeröum kjara-
samningum. Fundurinn mót-
mælir harölega þeim rökum
rikisvaldsins aö siöustu kjara-
samningar launþegasamtakanna
i landinu séu tilefni slikra
aögeröa.
Fundurinn bendir á aö rikis-
stjórnin hefur viöurkennt aö
samningarnir hafi veriö innan
skynsamlegra marka, fyrst meö
þvi aö greiöa fyrir samningum
ASl, einnig meö gerð samninga
viö BSRB og loks er kjaradómur
úrskurðaöi laun BHM, en i kjara-
dómnum átti fulltrúi rikis-
stjórnarinnar sæti.
Aö framan sögöu veröur sú eina
ályktun dregin aö aögeröir rikis-
valdsins miöi aö þvi einu aö efla
einu auðstéttina I landinu á
kostnaö þeirra sem minnst mega
sin launþeganna.
Til að mótmæla þessu
gerræöi og til þess aö berjast
fyrir réttmætum og samnings-
bundnum veröbótum samþykkir
fundurinn að segja upp kaup-
liöum allra kjarasamninga
félagsins viö atvinnurekendur.
Einnig hvetur fundurinn alla
launþega til þess aö sameinast i
aögeröum er duga til þess aö
hrinda þessum ólögum.
Hver er...? 7
hreyfingum sem mest ber nú á,
þ.e. Fylkingunni, KFl/ML og
EIK (m-1), verða gerð sérstök
skil á öðrum staö, en auk þeirra
munu ennþá vera til, aö þvi best
er vitað, KSML (b), klofnings-
brotið úr KSML frá 1974 og Sósial-
istafélag Reykjavikur. Sósialista-
félagiö er leifar gamla Sósialista-
flokksins, en hópurinn sem aö þvi
stendur neitaði aö leggja niður þá
starfsemi sem fylgdi Sósialista-
flokknum — sameiningarflokki
alþýöu.og neitaði að ganga inn i
Alþýðubandalagið þegar þaö var
formlegur stjónmálaflokkur áriö
1968. Hugmyndafræöigrundvöllur
félagsins er dálltiö óljás, en ljóst
er þó að þaö viðurkennir félag-
ana Marx, Engels og Lenin sem
frambærilega frumkvöðla sósial-
ismans, en óljóst er um afstöðuna
til Stalins og afstöðuna til núver-
andi stjórnarfyrirkomulags i
Sovét.
Sósialistafélagiö hefur boöiö
fram I kosningum i Reykjavik, en
að öðru leyti ber mjög litið á þvi.
Félagið er þó skrifað fyrir blaðinu
Nýrri Dagsbrún, sem kemur út
mánaðarlega i Reykjavik. Aðset-
ur félagsins er að Tryggvagötu
10.
KSML (b) fór af stað með tals-
veröum umsvifum i upphafi, hófu
meöal annars útgáfu höfuömál-
AUGLÝSINGASIMI
BLADSINS ER
14906
alþýöU'
smáauglýsinga-
sími VÍSIS er
86611
gagnsins, Oreigans og fræðilegs
rits sem heitir Bosévikinn. Siðari
hluta ársins 1977 heyröist ekkert
frá þeini og útgáfa málgagnanna
hefur legið niöri allt til þessa
dags. Hvort þetta er lognið á und-
an storminum skal ósagt látiö, en
þeir sem vilja kynna sér samtök-
in geta snúiö sér til miöstöövar
KSML (b) að Laugavegi 2&. 3,
hæð.
—ARÍ
1977 T
urlandi ogi ám i Þingeyjarsýslum
og i yopnafirði og i Breiðdalsá i
Suður-Múlasýslu. Sömu sögu er
ekki að segja af veiöi á Suöurlandi,
Vesturlandi og Vestfjörðum þó að
undantekning sé frá þvi. Þannig
varð metveiði i Þverá i Borgarfiröi
og þar veiddist stærsti stangar-
veiddi laxinn, svo vitaö sé, og var
þaö 28pundalax.Þá ervitaöum tvo
28 punda laxa, sem veiddust i net i
Olfusá frá Laugardælum.
Laxá i Aðaldal bezta
laxveiðiáin.
Bezta stangarveiöiáin var Laxá i
Aöaldal meö 2699 laxa aö meðal-
þyngd 9,3 pund. í öðru sæti varö
Miöfjaröará i Húnavatnssýslu með
2581 lax aö meöalþyngd 7,7 pund,
en i báöum þessum ám var met-
veiði, og þriöja bezta stangarveiði-
áin var Þverá i Borgarfiröi með
2368 laxa að meöalþyngd 7,9 pund.
Siöan kemur Laxá i Kjós i fjóröa
sætið, en þar veiddust 1940 laxar aö
meðalþyngd 7,0 pund og fimmta
varð Viöidalsá og Fitjá I Húna-
vatnssýslu með 1792 laxa aö meöal-
þyngd 9,6 pund, sem er hæsti með-
alþungi aö þessu sinni, og varð
þetta bezta laxveiöi, sem fengizt
hefur i þessum ám.
Af laxinum, sem veiddist sumar-
iö 1977 höföu 53% dvaliö eitt ár i s jó,
en 47% tvö ár eöa lengur, en meðal-
þungi á laxi var 3,6 kiló.
1 Laxeldisstöð rikisins i Kolla-
firði komu 1574 laxar og í Lárós-
stööina á Snæfellsnesi gengu 835
laxar. Auk þess komu laxar i Fisk-
haldsstööina aö Botni i Súganda-
firði og fiskhaldstilraun i Reykjar-
firði við Isafjarðardjúp gaf góða
raun s.l. sumar, en þar fengust um
100 laxar.
Hér með fylgir listi yfir veiði f
tæplega 70 ám viðsvegar um land
sumariö 1977 og innan sviga eru
tölur um laxveiðina 1975 og 1976 til
samanburöar.
Styrkir til
háskólanáms i Noregi
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram I
löndum sem aöild eiga aö Evrópuráöinu fjóra styrki til
háskólanáms I Noregi háskólaáriö 1978-79. — Ekki er vitaö
fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma ( hlut
Islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram-
haldsnáms viö háskóla og eru veittir til niu mánaöa náms-
dvalar. Styrkfjárhæöin er 2.300 n.kr. á mánuði, auk allt aö
1.500 n.kr. til nauösynlegs ferðakostnaðar innan Noregs.
— Umsækjendur skulu hafa góöa þekkingu á norsku eöa
ensku og hafa lokið háskólaprófi áöur en styrktimabil
hefst. Æskilegt er aö umsækjendur séu eigi eldri en 40 ára.
Umsóknir um styrki þessa skuiu sendar til:
Utenriksdepartementet, Kontoret for kulturelt
samkvæm med utlandet, Stipendieseksjonen, N-Oslo-
Dep., Norge, fyrir 1. april 1978 og lætur sú stofnun i té
frekari upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið,
28. febrúar 1978
Auglýsing
um grásleppuveiðar
Meö tilvisun til reglugerðar frá 23. febrúar um grásieppu-
veiðar vill ráöuneytiö minna á, aö allar grásleppuveiöar
eru óheimilar nema að fengnu leyfi sjávarútvegsráöu-
neytisins.
Upphaf veiöitimabilsins er sem hér segir:
Noröurland eystri hluti 10. mars.
Austurland 20. mars.
Noröurland vestur hluti 1. april.
Vesturland 18. april.
Þar sem nokkra daga tekur aö koma veiöileyfum til
viötakenda, vill ráöuneytiö hvetja veiöimenn tii aö sækja
timanlega um veiöileyfi.
Sjávarútvegsráöuneytiö