Alþýðublaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 5
' Laugardagur 18. marz 1978
5
UR LEIKHUSINU
Jónas Jónasson
Enskt skáld, John Gay að
nafni, samdi The Begar’s
Opera sem var fyrst sýnd i Lin-
coln’s Inn Fields leikhúsinu 1
Lundúnum, stundum kaliað
Hertogahúsið eða jafnvel
Tennisvöllurinn, og þegar leikið
var fyrst var komið 1728 allar
götur. Höfundurinn varð frægur
af. Svo leið og beið þar til annar
frægur tók sig til og samdi upp
úr betlaraóperunni aðra óperu
sem heitir á islensku Túskild-
ingsóperan og Kurt Wiell skrif-
aði tónlistina. Bertold Brecht
potaði i heimsvömbina og vakti
athygli, en vist er að músikin
hans Weill er slik að án hennar
yrði verkið hálft og kanski varla
það. Túskildingsóperan gerist i
Lundúnaborg og persónur ein-
tómir þjófar, betlarar og hórur,
sumsé fólk eins og enn finnst i
þeirra heimsborg. Verkið deilir
á og gerir grin að borgarastétt-
inni og vaxtaverkjum hennar.
Eg hefi ekki fyrr setið sam-
komusal Menntaskólans við
Hamrahlið en býsn var gaman
núna og haglega gert allt sam-
an. Það er engin hörgull á
mannskap, þátttakendur og
reddarar eins margir og ibúar
Grimsey og mjög hefur vel rek-
ist til að finna manngerðir sem
passa i skrautlegar manna-
myndir leiksins, sumar leikper-
sónur þannig hannaðar að þær
festast vel í minni. Sýningin er
jöfn og áferðarfalleg, slétt og
felldoghvergiáberandigöt, það
var þá fljótlega stoppað i þau
með galdragripinu Æskufjöri.
Það er vont að tina úr brot úr
þessari mosaikmynd, byggð á
nær fjörutiu brotum, fyrir utan
ramma hljómsveitarinnar og
verður ekki gert. Það var gam-
an, og það er ekki einfalt mál
fyrir þá sem sköpuðu gamanið.
Sviðsmynd úr Túskildingsóperunni i uppfærslu Menntaskólans
við Ilamrahlfð
Gaman!
Mikil vinna og ströng og ótæm-
andi kraftur unga fólksins plús
reynsla þeirra sem utan sviðs
stóðu. Ingvar Török gerði
prýðisgóða leikmynd og teikn-
aði búninga, Þorgerður Ingólfs-
dóttir, ágæt listakona, stjórnaði
söngnum, söngtextar þýddir af
Þorsteini frá Hamri, Sveinbirni
Beinteinssyni og Böðvari Guð-
mundssyni. Taltexta þýddi Þor-
steinn Þorsteinsson og öllu sam-
an stjórnaði og setti saman,
Stefán Baldursson.
Hér hefur vel tekist til, já, það
var ákaflega gaman.
Þökk fyrir
15. marz 1978
Jónas Jónasson
Motorciaft
Þ.Jónsson&Co.
SKEIFUNNI 17 REYKJAVIK
SIMAR: 84515/ 84516
MILLILANDS OG EYJA
á ódýran, öruggan og þægilegan hátt
Það er fátt einfaldara heldur en að
taka bifreiðina með á milli lands og
eyja, eftir að Herjólfur kom til sög-
unnar. Við bjóðum farþegum upp á
þægindi og þjónustu, ódýrt fargjald
og litinn aukakostnað, ef billinn á að
fljóta með.
*
Helgarferð milli lands
og Eyja er bæði sjálfsögð
og skemmtileg.
Alla daga er siglt frá Vestmannaeyj-
um kl. 9.30 að morgni og frá Þorláks-
höfn kl. 13.45 eftir hádegi. Á sunnu-
dögum er þó lagt af stað kl. 14.00 frá
Vestmannaeyjum og siðan kl. 18.00
frá Þorlákshöfn.
Flytjum auk farþega og bifreiða alls
kyns varning ef þess er óskað.
HERJÓLFUR HF.
Vestmannaeyjum, sími 98-1838, 98-1792
Matkaupshúsinu, Vatnagörðum, Reykjavík, sími 86464