Alþýðublaðið - 18.03.1978, Síða 9

Alþýðublaðið - 18.03.1978, Síða 9
Sía* Laugardagur 18. marz 1978 9 Óhæfilegur málatilbúnaður — og vinnubrögð Á etleftu stundu Fjármálaráöherra vor hefur boðað — daginn áður en þing- heimur fer i páskaleyfi, sem standa mun til 29. þessa mánað- ar — að fram verði lagt frum- varptil nýrra skattalaga þegar þing komi saman á ný! Almennt mun talið, að stefnt sé að þvi, að þinglausnir verði um 20. april, enda taliö, að landsfeðurnir þurfi þá að fara að taka sig saman i andlitinu vegna tvennra kosninga, sem i hönd fara. Vitanlega er fjarri þvi, að skattalagafrumvarpið — ef fram kemur — verði eina málið sem þingheimur þarf um að fjalla fram að þinglausnum. Þvi er hætt við, að sama ólánslagið verði á störfum Alþingis og veriö hefur alltof lengi. A sveitamáli talað, mætti segja, að Alþingi hafi heht tvö gangmál. Annaö er áður en jóla- leyfi þingmanna hefst þegar veriðer aðharka eða pina fram, og koma einhverju nafni á fjár- lögin. Hiö siðara er, þegar uppúr þingstörfum er að slitna og koma verður r.afni á lokaaf- greiöslur ýmissa mála, sem búin eru að velkjast lengi um þingsali, ef þau verð'a þá ekki svæfð/ Milli þessa tvenns er svo engu likara en þingstörfin „liggi niðri” og litið eða ekkert mark- vert gerist. Það væri þá helzt einhver gofuþytur um þessar sifelldu neyðarráðstafanir, sem stjórnin — i umkomuleysi sinu — telur að gera þurfi. Hér skiptir ekki máli, þó mest af þessum ráð- stöfunum áorki þvi einu að hella oliu á einhvern eld iþjóð- lifinu, auðvitað helzt í „verð- bólgubálið”. Það er samt nokkur tilbreyting og getur gefið ástæðu til hvassra skoðanaðskipta, svo lognhatt- arnir að minnsta kosti hallist litillega og standi á ská um hrið! Við skuiuni ekki halda þvi fram, að störf þingmanna séu vandalaus, þvi siður að ekki þurfi aö gæta margs, sem alls ekki er ætið áhlaupaverk. En einmitt vegna þess að vandinn er talsverður. verður að gæta þess rækilega, að jafna störf- unum þannig niður á þingtim- ann, að vinnubrögöin séu ekki ýmist i ökkla eða eyra. Þetta heyrir auðvitað undir, að verkstjórn öll sé skynsamleg, en líkist ekki þeirri tegund skollablindu, sem kölluð er að hitta beint i tunglið! Enginn vafi leikur á, að fjár- lögin eru þýðingarmesta laga- setning hvers árs. Og til þess að vel fari, verður að gera sér far um — framar öðru — að þau séu eins raunhæf áætlun og nokkur kostur er. Þau snerta svo djúpt allan hag almennings á fjárhags- árinu, að þar verður að finna kjölfestu. Þá er ekki siður þess að minnast, aö þau eiga að vera umgjörð um framkvæmd fjár- málayfirvalda, umgjörð, sem fásinna er að setja, eigi ekki aö hlita henni sem nákvæmast. Við höfum hinsvegar orðið vitni að þvi, að þessi merka áætlun fer oft algerlega úr böndunum. meira að segja rétt i sama mund og hnútarnir hafa verið reyrðir. Þar er margan dragmöskvann að finna. Allt slikt skapar samt sem áður ringulreið, sem auðvitað mætti komast hjá, ef hagnýtari vinnubrögð væru viðhöfð. Við getum rétt hugsað okkur veslings þingmennina, komna i það ástand, að vökustaura væri mest þörfin hamast við að rétta hendur upp eða niður mörg hundruð sinnum i beit á þessum stundum. Ætla má, að þeim sé tak- mörkuð þörf á morgunleikfimi útvarpsins, að þeim slag loknum! Skattamálin og úrlausnir þeirra hafa verið á döfinni mestallan valdatima núverandi rikisstjórnar. Landslýður hefur verið alinn á loforðum um úr- bætur á þeim þýðingarmiklu lögum, svo að segja stanzlaust. Efndirnar á þvi hafa auðvitað verið niðri i frostmarki allan timann, en nú, nú hefur fjár- málaráðherra boðað að kálf- urinn muni senn lita dagsins ljós! Eftir þvi sem bezt er vitað, hanga tvö nýmæli við skatta- lögin. Annað er upptaka virðis- aukaskatts og hitt að koma á staðgreiðslukerfi skatta. Hér er um að ræöa gagngera breytingu á framkvæmd laga og þvi ætti það svo að vera, að þingheimi gæfist kostur á ræki- legri athugun. Þess ber einnig að gæta, að sá er munurinn á almennum skattalögum og hinum árlegu fjárlögum, aö skattalögunum er eflaust ætlað að standa árum saman, þar sem fjárlögin gilda aöeins fyrir eitt ár. þó það sé jsála sannast, aö drefjar illa unninna fjárlaga sulla út nokkurt árabil. Nú er það rétt, að mikilsvirtur embættismaður, þar sem rikis- skattstjóri er, hefur unnið að gerð skattalaganna nokkuð lengi. En svo virðist sem fjár- málaráðherra hafi ekki getizt meira en svo að tillögum hans, þvi það veröur að draga stór- lega i efa, að óburðurinn, sem fram kom siðast, hafi verið hans verk — óspillt. Mun það og hafa verið sam- mæli þingmanna, að drögin, sem fram voru lögð, ættu ekki annasrs staðar frekar heima en i ruslakörfunni! Vitanlega er rikis'skattstjóri ekkert almætti fremur en aðrir dauðlegir menn. Samt verður að gera ráð fyrir, að hann sjái ýmsum öðrum betur i þessu efni. Núverandi skattalög hafa eðlilega lengi verið þyrnir i holdi landsmanna. Ranglæti þeirraerog hefurverið fyrst og fremst i þvi fólgið, hve menn ganga ójafnir til leiks. Tekjuskatturinn er orðinn hreinn launamannaskattur, en aðrir — einkum þeir, sem mest hafa umleikis — hafa fundiö ótal göt, til þess að sleppa við lög- mætar kvaðir. Ef til vill er varla viö þvi að búast, aö nokkur skattalög , verði nokkru sinni lögfræðingaheld. En þvi betur, sem til þeírra ervanaað og þau nákvæmar rædd og krufin til mergjar, mætti þó ætla að færri yrðu flösurnar. Ef allt fer að h'kum.er Alþingi ætlaður þriggja vikna timi, til að inna þetta af höndum, auk alls annars, sem saman hefur safnast frá siðasta gangmáli! Þetta eru auðvitað fráleit vinnubrögö, þegar um svo af- drifarika löggjöf er að ræða. Og það þarf ekki neinn stór- spámann til að sjá, að hér verður sama skoilablindan sett á svið og um fjárlagaafgreiðsl- una. Málið verður trúlega hespað af, að svefndrukknum, rauöeygum þingheimi einhverja nóttina rétt fyrir þinglausnir! Um slikan málatilbúnað og vinnubrögð veröur naumast haft nema eitt orð — óhæfilegt. Oddur A. Sigurjónsson, I HREINSKILNI SAGT Björgvin Jónsson þrettán ára gamall úr Keflavik kom sá og sigraði i deildarkeppni Skáksam- bands Islands, þegar Skákfélag Keflavikur sigraði Skákfélagið Mjölni með 5.5 vinningum gegn 2.5. Hann tefldi einnig úrslita skákina um skákmeistaratitil Suðurnesja við Gisla Sigurkarls- son, en þar sigraði Gisli og varö skákmeistari Suðurnesja og tryggði sér sæti i áskorandaflokki á Skákþingi Islands sem nú er aö hefjast. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og fékk Gisli 6 vinninga. Þvi miður hefur Gisli ekki tima til að sinna skákinni sem skyldi vegna starfa sinna, en þvi má bæta við að I öilum keppn- um Skákfélags Keflavikur i deild- arkeppni Skáksambandsins hefur hann aðeins tapað einni skák. Vikjum nú aftur aö unga piltinum úr Keflavik og sjáum hvernig hann teflir. Hvitt: Björgvin Jónsson. Svart:Magnús Gislason. 1. e4 e5, 2. Rf3 Rc6, 3. d4 exd4, 4. Bc4 Be7, 5. c3 Rf6, 6. e5 Re4, 7» CXD D5, 8. Bb5 0-0, 9. 0-0 a6, 10. BxR bxB, 11. Rd2 c5, 12. dxc Rxc5,13. Rb3 RxR, 14. DxR c5, 15. Bf4 Be6 16. Hfdl Hb8,17. Dc2 Db6, Mý unglingastjarna skák í Kef lavík Friðrik Ölafsson fer á skákmót- ið á Lone Pine. 18. b3 Db4, 19. Bg5 BxB, 20. RxB g6, 21. Hacl Hbc8, 22. De2 Hc6, 23. De3 Kg7, 24. h3 a5, 25. Df3 h6, 26. Df6 skák Kg8. Á leiö tií útianda Birkir Leósson frá Skákfélag- inu Mjölni fer þriðjudaginn 21. marz til Noregs og tekur þar þátt i unglingamóti. abcdefgh ~~~~yrws?----jcjyw'""—--------------- I it3ri if 5 L 1 & & <1 % ' > a m K & & .. & ABCDEFGH 27. Rxf7 HxR, 28. Dxg6 skák Hg7, 29. De8 skák Kh7, 30. DxH De4, 31. g3 Dxe5, 32. Dxc5 Hxg3, 33. fxH Dxg3, 34. Kfl Bxh3, 35. Ke2 Dg2, 36. Df2 Bg2, 36. Df2 Bg4, 37. Kel De4, 38. Kd2 Bf5, 39. Hc7 Kh8, 40. Hc8 Kh7, 41. Da7 Kg6, 42. Hgl Kh5, 43. Df7 Kh4, 44. Df6 Kh5, 45. Hhl DxH, 46. DxB Kh4, 47. Df2 Kh5, 48. Hg8 Da2 og svartur gaf um leið. Hallur Simonarson finnst mér full harður að segja að ýmist hafi Walter S. Browne verið hafinn upp til skýjanna eða fordæmur. Hann hefur sina galla eins og flestir menn, en einnig sina kosti. Walter S. Browne Ég hef reynt að lýsa honum eins og ég kynntist honum i þáttum hér i Alþýöublaðinu og finnst að ég hafi fariö milliveginn. Kannski les Hallur ekki það sem hér er ritað en ég les hans skrif og hef gaman af. Guðlaug Þorsteinsdóttir Norö- urlandameistari kvenna, einnig úr Skákfélaginu Mjölni fer til keppni i Danmörku miðvikudag- inn 22. marz. Varmárskóli i Mosfellssveit sigraði Barnaskólann i Keflavik með 11.5 vinningum gegn 4.5. Tefltvará átta borðum, tvöföld umferð, umhugsunartimi var 15 minútur á keppanda. Keppt var i ýmsum iþrótta- greinum þennandagen þvi miður veit ég ekki um frekari úrslit. Þetta var miðvikudaginn 15. marz. Svavar Guðni Svavarsson. Féiag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 21. mars 1978 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, uppi. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. önnur mál. Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Maslus tii* Grensásvegi 7 Simi 32655. & MOTOfítOLA Alternatorar i bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platinulausar transistor kveikjur i flesta bila. Hobart rafsuðuvéiar. Haukur og Ólafur h.:’. Armúla 32—Simi 3-77-00. Auc^sendu' AUGLvSINGASlMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 Sendi- bíia- stöðin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.