Alþýðublaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. marz 1978
9
Þorskar í sjó og á landi!
Banni aflétt!
Jæja, nú má þorskurinn svei
mér fara að vara sig á nýjan
leik, þar sem Matthias ráðherra
hefur nú dregið verndandi hend-
ur sinar inn i ermarnar aftur!
Það var annars ekki laust við
að vera spaugilegt, að horfa
framan i blessaðan ráðherrann i
sjónvarpinu i fyrrakvöld —
reyndar formann LÍÚ lika —
þar sem hann birtist á skjánum
yfir sig hrifinn af þvi, að hafa
sett á þorskveiðibann einmitt á
þeim tima, sem veðrið reyndist
svo óhagstætt, að litið hefði
veiðzt hvort sem var! „Það er
ekki svo oft, sem hún Astriður
min deyr!” sagði karlinn við
jarðarför kerlingar sinnar, þeg-
ar hann var að hvetja gesti til
aðneyta nú óspart veitinganna i
erfisdrykkjunni!
Það er ekki svo oft, sem þessi
ráðherra virðist sjá jafn ræki-
lega fram i tímann. Reyndar
hefur nú sami ráðherra þekkzt
að öðru fremur en að taka til
verulega haldbærra ráða i
friðunarmálum, enda litið haft
fyrir að fara að ráðum kunn-
áttumanna i þeim efnum. Samt
er engan veginn aö lasta til-
buröi, þó liklegt sé, að þessir
hafi til litils komið og eigi að
auki trUlega eftir að draga
nokkurn slóða.
Forstjóri Hafrannsóknar-
stofnunar, Jón Jónsson, sem all-
ir vita að er einn reyndasti af
okkar ágætu fiskifræðingum lá
ekkert á þvi, að hann og stofnun
hans hefði verið þvi mótfallinn,
að setja þetta friðunarbann á,
þegar það var gert, þó ráðherr-
ann vissi sýnilega betur!
Stundum hefur sú liking verið
notuð, að hóflitið dráp gotfisks
rétt fyrir hrygningu eða á
hrygningartimanum væri hlið-
stætt við að bændur slátruðu án-
um sinum um sauðburðinn! Það
skiptir auðvitað ekki öllu máli,
hvort. um er að ræða nokkra
daga til eða frá.
Þó velmegi vera,að einhverj-
ar þorskkindur hafi sloppið við
liflát og getað haldið áhyggju-
laust upp á páskahátiðina fyrir
aðgerðir ráðherrans, er synt, að
þessu máli er enganveginn k)k-
ið. Og eftirmálinkunna að verða
mörg og langdregin. Þar mun
koma til margs Teitsins og
Siggunnar. Nokkrar deilur
munu þegar risnar vegna þess,
að sumir útvegsmenrr' afskráðu
skipshafnir á meðan á veiði-
banni ráðherrans stóð.
Allt bendir nú til, að mála-
rekstur sé i uppsiglingu af þess-
um orsökum og trúlegt að sátt
og samkomulag útvegsmanna
og skipshafna, sem afskráðar
hafa verið, verði ekki á neinn
hátt ljúfari eftir.
En hver verður svo árangur
af þessu veiðibanni Matthiasar,
þegar allir endar koma saman?
Það er i raun aðalatriðið. Að
dómifiskifræðinga er hér um að
ræða timaskekkju sem rýrir
gildi bannsins stórlega, eöa ger-
ir það tilgangslítið, nema þá til
að skapa óþægindi og úlfúð,
-sem er fáum til gagns og engum
til þægðar.
Það virðast nefnilega vera
ýmsir dragmöskvar i þessu illa
riðna neti ráðherrans.
Ennþá mun ekki hafa verið
tekin ákvörðun um á hvern hátt
verður snúizt við þeim erfiðleik-
um fjölmargra sjómanna við að
ná netum úr sjó i tæka tið. Þar
hefur forspá ráðherrans liklega
ekki verið eins örugg og forspá-
in um veðurfarið i páskavik-
unni!
Ella má gera ráð fyrir, að
hann hefði ekki dregið af sér við
að gera menn vara við, hvernig
veðrið réðist!
Nú er það auðvitað spurning-
in, hvernig verður háttaö um
hugsanlegar sektir fyrir að hafa
ekki getað ráðið við náttúruöfl-
in, eða hvort þær verða ekki á
lagðar, þó hótað væri. Og hver,
eða hverjir eiga að meta það,
hvort um er að ræða tilraunir til
að skúlka undan veiðibanninu,
eða tiðarfarið hefur beinlinis
girt fyrir athafnir við netadrátt-
inn?
Allt þetta er auðvitað i lausu
lofti, eins og vænta mátti af öll-
um málatilbúnaði. Loks er svo
ástæða til að benda á þann
málarekstur, sem nú er upp
kominn i Vestmannaeyjum. Þar
virðist deilan standa um, hvort
bátarnir, sem fyrir voru teknir
á vegum landhelgisgæzlunnar,
hafi verið búnir að ljúka veiði-
ferð eða ekki, Vissulega getur
tvennt verið til, þó likurnar
bendi langtum fremur á, að
heimkoma þeirra i höfn stafaði
af þvi að lögskipaður fridágur
var framundan, fremur en að
löngun og tilraun til lögbrota
væri fyrir hendi. Hver einasti
maður, sem eitthvað þekkir öl
sjósóknar og fiskveiða, veit auð-
vitað — hvað sem um ráðherr-
ann er að segja — að það er
ákaflega hæpið, að togbátar geti
tryggt það, að nákvæmlega sá
skammtur af t.d. þorski, sem
leyfður var, komi i vörpuna
hverju sinni! Af þvi leiðir auð-
vitað beint, að löghlýðnir menn,
sem fá eitthvað stærri skammt
en leyfður var af hinum „vernd-
aða fiski” hlutu að geta rétt af
aflasamsetninguna i heild með
þvi að leita þar til á aðrar fiski-
slóðir. Og hver á svo að meta
það, hvort hér var — eins og i
þessu tilfelli — tilraun til brots
eða bara hreinlega slys?
Af þessu, sem þó er ekki nema
fátt eitt talið, sézt, að auðvitað
var þessi „friðun” sama van-
hugsaða kákið og aðrir tilburðir
Matthiasar Bjarnasonar.
Mergurinn málsins er auðvit-
að sá, að það eitt að hunza ráð-
leggingar okkar færustu manna
uni friðunartimann og fram-
kvæmd alla, er sama endur-
tekna glópskan, sem einkennt
hefur ferilinn.
Sjómanna- og útvegsmanna-
stéttir. okkar eru vissulega alls
annars maklegar en svona káks
eða geðþótta hrokafullra sjálf-
birginga. Baráttan við að draga
björg i bú okkar er vissulega ær-
in þó ekki þurfi að heyja enn
harðari glimu við þorska á
þurru landi. Þar mætti rifjast
upp hin gamla visa Sveins frá
Elivogum, þegar hann stundaði
sjósókn syðra: „Lifs mér óar
ölduskrið/ er þaö grófur vandi/
að þurfa að róa og þreyta við /
þorsk á sjó og landi.
Slátrun gotþorsksins verður
svo væntanlega I fullum gangi
þegar þar að kemur, með þekkt-
um afleiðingum.
Oddur A. Sigurjonsson
í HREINSKILNI SAGT
Nr.8 Pegov
sagðist kona hans þurfa að
bregða sér i verzlunarleiöangur.
Hún hélt rakleiöis til borgar-
fógeta og bað um skilnað. Enn eitt
hjónabandið var farið i vaskinn.
Eiginkonur á færibandi
Næst þegar Wolfe gekk i það
heilaga, hljóp heldur á snærið hjá
'honum. Mildred, á sautjánda ári,
var dóttir vel efnaðs bankastjóra.
Hún lét ástkærum eiginmanni
sinum I té peninga til að reisa
hótel, sem siðar varð eftirlætis-
staðurungra stúlkna I frægðarleit.
Af Mildred er það að segja, að
hún skildi við mann sinn eftir
fimm ára sambúð og „fór heim”.
En nú blasti lifið við Wolfe.
Einhleypur með hótelið yfirfullt
af ungum og blómlegum meyjum.
Hann lét heldur ekki að sér hæða,
og nú fór að verða fjör f kirkjun-
um.
Nr. 9 Bavarfy Nr. 10 Shirlay
Fyrst var þaö 17 ára snót,
Adele, sem kastaði framavoninni
fyrir sinn heittelskaða. Mary
Carnahan sagði umsvivalaust já,
þegar Wolfe bað hennar i sima,
þótt hann hefði aldrei séð hana.
Sú sæla entist i hálfan mánuð.
Næst kvæntist hann 19 ára
einkaritara, Mary Arvanis. Hún
átti bágt með að þola allt þetta
ungmeyjager I kringum eigin-
manninn og skildi þvi við hann.
Peggy, 18 ára, varð næst í
röðihni og siðan vinkona hennar
Beverly, sem varð númer 9,
Tiunda brúðurin varð Shirley,
sautján ára gömul, — og nú loks
hélt Wolfe að hann hefði höndlað
hamingjuna. Honum hafði bara
láðst að segja konunni að hann
hefði verið giftur 9 sinnum áður,
auk þess sem hann hafði aldrei
fengið löglegan skilnað við þær
tvær siðustu.
Nr. 11 og 14 Sharry
Shirley rauk á dyr I fússi, en til-
tækiö kostaði brúðgumann nokkr-
ar milljónir. Hann lét sér þetta
lika að kenningu veröa og tók sér
góða hvild i fimm ár.
Aftur og nýbúinn
En þá tóku hjólin að snúast á
ný. 11. eiginkonan varð Sherry, 18
ára, mánuði siðar Kathy og svo
hin sautján ára Pat. Þá aftur
Sherry ogsvo átján áradansmey,
Paulette.
Demerle varð brúður nr. 16 og
17, en að loknum rúmlega hálfs
árs hjúskap skildu þau Wdfe.
Móðurinn var nú farinn að renna
af gamla manninum og ákvað
hann að leita á náðir fyrrverandi
konu sinnar Sherryar. Hún kom
honum fyrir á hótelinu, sem hún
hafði tekið við stjórninni á þegar
hér var komið sögu, og skildi sá
gamli fá tima og næði til að njóta
Nr. 1 Helan
Nr. 2 Majorís
Nr. 3 Marji
Nr. 4 Mildred
Nr. 8 Adaia
Nr. 6 Mary
Nr. 7 Mary
hvildar þar.
En sem fyrr sagöi var hótelið
alltaf yfirfullt af ungum stúlkum,
sem voru I frægðarleit, og þvi
ekki sem heppilegastur hvildar-
staður fyrir Wolfe.
Fóruleikar svo, að hann kvænt-
ist hinni 18 ára Ester, og stakk
siðan af með henni til Las Vegas.
Þar gaf hann henni álitlega
upphæö, svo hún gæti heimsótt
foreldra sina i New York. Hún
kom aldrei til baka!
A næsta ári kvæntist hann
Gloriu, og entist það hjónaband I
sjö ár. Að þvi loknu kynntist
Wolfe 20. konuefninu sinu, Mariu
og gengu þau i það heilaga eftir
stutt kynni, — og eru gift enn, að
þvi er bezt er vitað.
Nr. 12 Kathy
Nr. 18 Pantott*
Nr. 19 Otorta
. Nr. 13 Pat
Nr. 16 og 17 Damarto
Nr. 18 Eatlwr
Miisútt IiF
I Grensásvegi 7
Simi 82655.
motorola
Alternatorar
i bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
llobart rafsuöuvélar.
llaukur og ólafur h. .
Ármúla 32 —Simi 3-77-00.
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stödin h.f.