Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 1
< FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 74. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. Ritstjórn blaðsins er til húsa í Sfðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91) 81976 Fundur verkalýðsforystunnar í gær: Fullur stuðning- ur við útflutn- ingsbannið mótmæla tillögu Alberts Guðmundssonar ,,Með riftun kaupgjaldsákvæða kjarasamninganna frá 22. júni sl. hefur rikisstjórn landsins og meirihluti Alþingis vcgið að hags- munum alls launafólks og ógnað frjálsum, lögbundnum samnings- rétti þess, og stofnað með þvi til ófriðar i landinu, með atvinnu- rekendasamtökin sér við hlið. Við þvi óheillaspori, að rifta kjarasamningum, höfðu Alþýðu- sambandið og önnur hagsmuna- samtök launþega i landinu varað oglýst yfir, að slikt myndi hafa i för með sér gagnráðstafanir af hálfu verkalýðssamtakanna. Þessum aðvörunum var i engu sinnt. Engum þarf þvi að koma á óvart, þótt verkalýðssamtökin hafi boðað tilaðgerða i þvi augna- miði að fá atvinnurekendur til samninga. Óvíst hvort stað- greiðslufrumvarpid verður lagt fram „Sem stendur er ómögu- legt að seg ja hvað um þetta mál verður," sagði Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í Fjármála- ráðuneyti, þegar blaðið innti hann i gær eftir hve- nær og hvort frumvarpið um skattalagabreytingar og staðgreiðslukerfi skatta yrði lagt fram á Alþingi. Höskuldur sagði að þingmenn stjórnarflokkanna hefðu nú undir höndum drög að frumvarpi um tekju-og eignarskatt og að auki að frumvarpi um staðgreiöslukerfi skatta. Höskuldur lagði áherzlu á að þessi frumvörp væru hvorugt fullgerð, og byggðist það þvi á ákvörðun þingmanna, hvenær þau verða lögð fram. Verður þvi að álita að mikiö vafamál sé hvort þessi mál nái þvi aö verða lögð fyrir þing að þessu sinni, en þingtiminn tekur úr þessu mjög að styttast. Á þeim fjórum viðræðufundum, sem fóru fram milli aðila i mars- mánuði, neituðu atvinnurekendur með öllu að koma til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Á siðasta fundinum, 31. mars sl., tilkynntu atvinnurekendur að þeir hefðu óskað eftir viðræðum við rikisstjórnina og myndu kveðja fulltrúa ASl til fundar aft- ur, ef ný viðhorf sköpuðust. Siðan hefur ekkert frá þeim heyrst. Meðan þessu fer fram, dynja samíelldar verðhækkanir yfir al- menning i landinu. I stað jákvæðra viðbragða frá atvinnurekendum við kröfum verkalýðssamtakanna hafa þau mætt hatursáróðri. Fundurinn telur ástæðu til að mótmæla sér- staklega tillögu eins af þing- mönnum rikisstjórnarflokkanna, sem hann hefur lagt fram á Al- þingi, um bann við verkföllum. Fundurinn lýsir fyllsta stuðn- ingi við ákvörðun Verkamanna- sambands Islands um útflutn- ingsstöðvun, og hvetur jafnframt önnur aðildarsambönd innan ASI til að hraða undirbúningi að- gerða, með það markmið fyrir augum að fá samningana i gildi eða sambærileg kjör.” Ctskipunarbann Verkamannasambands tslands hófst I Reykjavfk frá og með deginum f gær. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari blaösins — ATA við Reykjavikurhöfn I gærmorgun en þar var þá unnið við að skipa upp úr einum Fossinum. A baksfðu blaðsins eru síðan fleiri myndir frá Reykjavikurhöfn og viðtöl við nokkra hafnarverkamenn og starfsfólk á Kirkjusandi, en umræðuefnið er að sjálfsögðu útskipunarbannið. Sjá bakslðu Steinþór Gestsson: rrEkki þekki listann” ,,Mér er með öllu ókunnugt um tildrög að þessu framboði og tel ósennilegt að það standi i nokkru sam- bandi við þau átök sem urðu vegna niðurröð- unar á lista Sjálf- stæðismanna i Suður- landskjördæmi,” sagði Steinþór Gestsson, al- þingismaður, þegar Al- þýðublaðið ræddi við hann i gær. Steinþór kvað afar ósennilegt að margir Sjálfstæðismenn ættu þarna hlut að máli, þótt hann yrði að itreka að hann vissi ekki meira um lista þennan en nafn Gunnars Guðmundssonar, skólastjóra að Laugalandi i Holtum, sem orð hefur haft fyrir þessu framboði I fjölmiölum. Gunnar lét þó hafa þaö eftir sér I gær, að sú ákvörðun að skipa Steinþóri Gestssyni i þriðja sæti listans, gæti vissu- lega haft áhrif á fylgi hans, en hann kveðst einmitt sækja fylgi listans i Rangárvalla og Arnes- sýslu, en það voru menn úr þeim héruðum auk Vestmannaeyja, sem fjölmennastir voru I flokki þeim, sem sagður var hafa gengið út af fundi Sjálfstæöis- manna ,þegar listi þeirra I kjör- dæminu var tilkynntur. Er þvi liklegt að hér sé sami hópur á ferð, en i viðtali viö Dagblaöið i gær forðast Gunnar að gefa upp aðrar ástæður fyrir tilurð listans, en hiö vanalega tal forvigismanna margra slikra lista nú, aö ástæöan sé „fáir valkostir” og fleira I þeim dúr. Oftast munannaðundir búa, innanflokkaátök og alls lags persónulegur rigur fremstu flokksmanna. AM Könnun á nýtingarhlutfalli í frystiidnaði: 5.5 milljarda kr. tap á ári vegna lélegrar nýtingar? svarar til meðalársafla 10 skuttogara af minni gerd Töpum við tslendingar milljöröum króna ári hverju vegna lélegrar hráefnisnýtingar I frystihúsum: Þvi miður lltur út fyrir að svo sé, ef dæma má af könnun sem fyrirtækin Hagvang- ur og Rekstrartækni gerðu fyrir timaritið Sjávarfréttir og greint er frá I nýjasta tölublaði ritsins. Þar kemur fram að tap þetta geti numiö allt að 5582 milljónum króna á ári hverju, miðað við nú- verandi verðlag á fiski. — Já hvorki meira né minna en 5 millj- arðar i súginn, og er þá aðcins reiknað með vinnslu fjögurra fisktegunda, þorsks, ýsu, karfa og ufsa, og gengið út frá þeirri for- sendu að hámarksnýtingu megi miða við þá bestu meðalnýtingu sem náðst hefur I einstökum landshluta hér, en að sögn blaös- ins er þetta þó engan veginn örugglega hámarksnýting. „Niðurstaöa þessarar athugun- ar leiddi i ljós geysimikinn mun að þvi er varðar nýtingu aflans. Þannig nam framleiöslan á fryst- um þorski á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra um 40% af mótteknum þorski til frystingar, I Reykjavik og á Reykjanesi um Frh. á 10. síðu Veizlan í Árnesi 25 þúsundir á nef hvert? A sumardaginn fyrsta áætlar Landsvirkjun að efna til mikillar veizlu i Árnesi, vegna Sigöldu. Á þessa veizlu va'r minnst i leiðara blaðsins i gær, en nú hefur blaðið frétt að gestir munu eiga að verða um 270 og eru meðal þeirra al- þingismenn og annað stórmenni. Mikiðmun verða i lagt, svo há- tið þessi megi fara fram meðsem mestum skörungskap. Ráðist verður i feikimikinn snjóruðning, svo „limousinur” þurfi ekki að skakast um i ófæru, eða hvitar „galosíur” að sökkva i krapa fyr- ir dyrum veizlusalarins. Varlega áætlað verður spandansinn á hvert nef ekki undir 20-25 þús. og þvi sennilegt að grinið losi fimm milljónirnar, þegar upp frá borð- um verður staðið. A fundi i gær mun hafa verið ákveðið af stjórn Landsvirkjunar að bjóða blaðamönnum að vera viðstaddir og þvi viðbúið að litið verði um svefn i blaðamannastétt á næstunni af kvíða og tilhlökkun, þar til ljóst hverjir fá boð og hverjir ekki. Vigsla Sigöldu er raunar af- staðin, en nú er ætlunin aö kynna framhaldsframkvæmdir og er þaðeitt og út af fyrir sig gleðiefni, þvi að loknum „framhaldsfram- kvæmdum” hlýtur að vera hægt að efna öl annarrar „vigslu”. Þess skal að lokum getið aö það er Hótel Holt, sem trúað hefur verið fyrir að „hantera” steikur, velja bóga, og bringur af fé, snoðnu sem fiðruðu. auk alls hins undursamlegasta úr sjávarafla og um daginn var hofsteikarinn þar uppfrá að anda á silfurföt og breiða úr skrautdúkum. AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.