Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 6
Föstudagur 14. apríl 1978 0 . —* MPLA-hermaftur búinn sovézkum vopnum. Angóla: Einka-Víetnam Kúbanir sitja sokknir upp að nafla i hinni suð- • lægu Afriku, alveg á sama hátt og Banda- rikjamenn sátu á sinum tima i Vietnam. Kúbanir marsera um Afrikulönd með þung (sovésk) vopn, og stund- um vinna þeir stóra sigra, en til lengri tima mun ihlutun þeirra ekki verða þeim til fram- dráttar. Kúbanir eru stoð og stytta MPLA-stjórnar- innar i Luanda í Angóla, en stjómin á i miklum átökum innanlands gegn frelsishreyfingum og stór landssvæði eru þeg- ar fallin i skaut frelsis- hreyfingunum. Svo virð- ist sem Luanda-stjórnin hvorki tapi né vinni striðið i bráð, heldur hangi um sinn i kúbönskum stráum. Opinberlega eru Kúbanir i Angóla sem ráðgjafar stjómarinnar og undir stjórn Agostinho Netos forseta landsins. Háttsettir menn i „her Angóla” era m.a. sovéskir og austur-þýzkir. En raunverulegt verk- éfni „ráðgjafanna” er það að berjast. Alls staðar þar sem útlit er fyrir að hermeirn Luanda-stjórnarinnar þurfi að láta i minni pok- ann fyrir frelsishreyf- ingum, kemur her Castrós Kúbumanns til bjargar. Fiskurinn En Kúbanir hafa lika tapað orrustum, fyrst og fremst i suður- hlutanum, þar sem frelsishreyf- ingin UNITA, undir leiðsögn dr. Jonasar Savimbi, syndir i mann- hafi Ovimbundu-ættflokksins, sem er næstum 40% af ibúafjölda Angóla. Mannfall Kúbana hefur upp á siðkastið verið svo mikið, að þeir eru nú hættir að senda likin heim til Havana. Nú. eru kúbanskir hermenn brenndir og settir i fjöldagrafir. Þeir særðu fara á sjúkrahús eða sjúkraheimili i Sovétrikjunum og Austur-Þýzka- landi. A Kúbu má sjá merki um striðsþreytu, og i Luanda er hviskrað um aö i liði Kúbumanna hafi borið talsvert á liðhlaupi. Fidel Castro, hefur þvi i nafni „alþjóðahyggju öreiganna” aflað sér erfiðleika. Þá er enn eitt vandamál sem Kúbanir og Luanda-stjórnin standa frammi fyrir, og það ekki litilvægt. Kúbanir með sinn 20.000 manna her og Angólamenn meö sinn 20.000 manna her og 100.000 sjálfboðaliðar angólskir eru stöð- ugt aðmissatengslsfnvið fólkið á þeim svæðum sem þeir ráða yfir og verða óhjákvæmilega að reiða sig á ef þeir eiga að halda yfirráð- um. Biturleiki Á siðustu vikum hefur baráttan i suðurhlutanum blossað upp. Stjórnin i Luanda hefur hreinsað út úr fátækrahverfum höfuðborg- arinnar fólk til að nota i fall- byssufóður, mikilvægir vinnu- staðir eru tæmdir af vopnfærum körlum og konum, sem eru sett i sjálfboðaliðasveitirnar án sér- stakrar þjálfunar. Þetta hefur valdift biturleika hjá mörgu fólki og lamað framleiðslu Angóla, sem ekki var of burðug fyrir. Samtfmis eru komnir til lands- ins frískir sovéskir hermenn, m.a. til að þjóna MIG-flugsveit- um stjórnarinnar. Danskur kapitalisti, sem steig um borð i Aeroflot-farþegaþotu á alþjóð- legriflugleið til Angóla, fékkhálf- gert áfall þegar hann sá farþega- Sjáifboftallfti I her stjórnarlnnar I Luanda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.