Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 2
2
T ónlistardagar
á Akureyri
12.-14. maí
Dagana 12.-14. mai
næstkomandi halda
Passiukórinn á
Akureyri, Lúðrasveit
Akureyrar og
Tónlistarfélag Akreyr-
ar þriggja daga
tónlistarhátið i íþrótta-
skemmunni á
Akureyri. Hátiðin
hefur hotið nafnið
TÓNLISTARDAGAR í
MAÍ 1978. Þetta er i
annað sinn sem haldnir
eru Tónlistardagar
með þessu sniði.
Hugmyndina um
tónlistarhátið af þessu
tagi má meðal annars
rekja til árlegra vor-
tónleika Passiukórsins
á Akureyri. Þar hefur
kórinn flutt stór kirkju-
leg tónverk og mun
vera eini kórinn utan
Reykjavikur sem
reglulega hefur flutt
slik verk. í Reykjavik
hafa Pólýfónkórinn og
Fflharmóniukórinn
einkum gert skil þessu
sviði tónlistar.
Forgöngumenn Passiukórsins
létu sér koma til hugar aö i
tengslum við vortónleika mætti
koma á frekara tónleikahaldi.
Leiddi það til þess að i sam-
vinnu við Tónlistarfélag Akur-
eyrar var efnt til Tónlistardaga
imail977.Það var þriggja daga
hátíð sem hófst með ein-
söngvaratónleikum. Þvi næst
voru tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands, sem ekki hafði
komið til Akureyrar um árabil.
Hátiðinni lauk með tónleikum
Pssi'ukórsins og var þar flutt
óratorian Messias eftir G.F.
HSndel. Þetta var i fyrsta sinn
— og hið eina til þessa — sem
þetta stórvirki tónlistarinnar
var flutt i fullri lengd hér á
landi.
Aðsókn að öllum tónleikunum
var afar góð og undirtektir með
slíkum ágætum að ákveðið var
að freista þess að gera
Tónlistardaga að reglulegum
árlegum viðburði.
1 þetta sinn hefur LUðrasveit
Akureyrar bæst i hóp aðstand-
enda Tónlistardaga og auk þess
munu félagar úr öllum söng-
kórum á Akureyri taka þátt 1
flutningi eins verkanna á
Tónlistardögum nú.
Dagskrá TÓNLISTARDAGA 1
MAÍ 1978 verður sem hér segir:
Föstudagur 12. maí:
Sinfóniuhljómsveit Islands leik-
ur undir stjórn Páls P. Páls-
sonar. Einleikari á lágfiðlu
verður Unnur Sveinbjörns-
dóttir.
Á efnisskrá verða meðal
annars:
Béla Bartók: Konsert fyrir lág-
fiðlu og hljðmsveit
Ottoerino Respighi: Furutré
Rómaborgar
Laugardagur 13. mai:
Lúðrasveit Akureyrar ásamt
blásurum Ur Sinfóniuhljómsveit
Islands og u.þ.b. 160manna kór
undir stjórn Roars Kvam.
Efnisskrá:
F. Mendelsohn: Overture fur
Harmoniemusik op. 24.
A. Reed: Rahoon, Rhapsody foi
Clarinet and Band.
H. van Lijnschooten:
Nederlandse suite fur
Harmonie.
H. Berlioz: Symphonie Funebre
et Triomphale.
Þessa tónleika verður að telja
merkan viðburð. 011 verkin á
efnisskránni verða hér frum-
flutt á islandi. Auk þess kemur
fram í lokaverkinu, Sorgar- og
sigursinfóniu Berlioz, kór þar
sem félagar Ur öllum kórum á
Akureyri sameina krafta sina.
Þetta munu verða hátt á annað
hundrað manna.
Sunnudagur 14. mai:
Passlukórinn á Akureyri syngur
ásamt kammersveit og ein-
söngvurum undir stjórn Roars
Kvam.
Efnisskrá:
J.S. Bach: Kantata B.W.V. 21,
„Ich hatte viel BekHmmernis.
W.A. Mozart: Requiem K.V.
626.
Kantata nr. 21 er af mörgum
talin ein vandaðasta og
umfangsmesta kirkjukantata
Bachs. HUn mun hér verða flutt
i fyrsta sinn hér á landi.
Requim, Sálumessa Mozarts, er
með vinsælustu og fegurstu
kirkjutónverkum allra tima.
Verldð mun hafa verið flutt einu
sinni áður á tslandi, fyrir 1950.
Með kórnum mun leika
kammersveit skipuð hljóðfæra-
leikurum Ur Sinfóniuhljómsveit
tslands. Einsöngvarar verða
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Ruth MagnUsson, Jón Þor-
steinsson og Halldór Vilhelms-
son.
Fylkir gengst
fyrir námskeidi
Nýlokiö er félaganám-
skeiöi hjá íþróttafélaginu
Fylki í Árbæ# en námskeiö
þetta er haldið á vegum
félagsmálaskóla UMFI og
stóð þaö frá 6. marz til 22.
marz. Leiðbeinendur á
námskeiðinu voru þeir
ólafur Oddsson og Jón
Gunnar Grétarsson, en alls
sóttu 16 manns námsskeið-
ið, aðallega félagsmenn
Iþróttafélagsins.
Þetta er annað náms-
skeiðið sem íþróttafélagið
Fylkir genst fyrir af þessu
tagi, en Fylkir er eina
íþróttafélagið í Reykjavík
sem haldið hefur slíkt
námskeið.
Þátttakendur á nám-
skeiðinu voru á einu máli
um ágæti slikrar félags-
fræðslu, sem stuðlar án
efa að auknum félags-
þroska þátttakenda.
Föstudagur 14. apríl 1978
SSSST
Dagheimilið við Furugrund i Kópavogi.
Kópavogur:
NÝTT DAGHEIMILI
„Rikið stendur sig illa í
dagvistunarmálum" segir
Kristján Guðmundsson
félagsmálastjóri Kópa-
vogs, en þar er verið að
opna nýtt dagheimili í dag,
dagheimilið við Furu-
grund.
Þetta er annað dagheimilið sem
bærinn reisir en þar eru auk dag-
heimilanna starfandi tveir leik-
skólar. A nýja dagheimilinu er
rúm fyrir 36 börn. Forstöðukona
heimilisins er Jóhanna Thor-
steinsson.
Blaðið ræddi við Kristján
Guðmundsson félagsmálastjóra
Kópavogs um opnun dag-
heimilisins. Sagði hann að heimil-
inu hefði verið komið upp á mjög
skömmum tima, en byggingin er
einingarhús frá Húsasmiðjunni
hf. Það kemst þvi fyrr i gagnið en
verið hefði ef byggt hefði verið á
venjulegan hátt og kostnaðurinn
er mun lægri.
Hann benti einnig á það að þeir
Kópavogsmenn ætla að gera til-
raun með nýja dagvistartilhögun,
og gefa foreldrum kost á hálfs-
dags vist á dagheimilinu fyrir
börn sin, sem fá þá heitan mat
þar. Áður hefur það verið þannig
að börnin hafa annað hvort verið
á dagheimili allan daginn eöa
haft leikskólapláss hálfan daginn
en þar hafa þau ekki fengið heitan
mat. Má búast við að þessi nýja
tilhögun komi sér vel fyrir þann
hóp fólks sem ekki hefur haft full
not fyrir dagheimilisrými allan
daginn, en hefur heldur ekki nægt
fjögurra tima leikskólavist fyrir
börn sin.
Þá sagöi Kristján einmg aö rik-
ið hefði ekki staðið sig sérlega vel
hvað snertir Uthlutun fjár til dag-
vistunarmála. Riki og sveitar-
félög skipta með sér dagvistunar-
kostnaði til helminga og veitti
rikið aðeins 7 1/2 milljón króna til
Kópavogsbæjar i þessu skyni, en
bærinn sjálfur veitti 51 milljón
króna til þessara mála. Hefði
sennilega orðið heldur litið um
framkvæmdir i dagvistunarmál-
um Kópavogs ef bærinn hefði
aðeins haft 15 milljónir króna i
höndunum til dagvistunarmál-
anna.
Kristján taldi að með opnun
þessa nýja dagheimilis tækist
bænum að fullnægja þörf
forgangshópanna þ.e. börnum
námsmanna, einstæðra foreldra
og börnum sem bUa við erfiðar
félagslegar aðstæður.
Blaðið óskar Kópavogsbúum til
hamingju með nýja dagheimilið
og vonar að þar meigi risa sem
allra flest góð dagheimili i fram-
tiðinni. EI
Gallerí Sudurgata 7
Blómleg starfsemi í sumar
í fyrrdag boðuðu
aðstandendur „Gallerí
Suðurgata 7” til blaða-
mannafundar í húsa-
kynnum sinum og kváð-
ust mundu standa fyrir
liflegri starfsemi i
sumar, sem þeir kynntu
á fundinum.,
NU stendur yfir sýning á verk-
um Friðriks Þórs Friðrikssonar
og Steingrims Eyfjörð Krist-
mundssonar en henni lýkur n.k.
sunnudagskvöld (16. april).
Þriðjudaginn 18. april verður
galleri i tösku staðsett i galleriinu
og mun MagnUs Pálsson opna
sýningu i þvi. Galleri taska
verður aðeins þennan eina dag i
gallerunu. Ingiberg Magnússon
opnar einkasýningu 22. april.
Hann mun sýna grafikmyndir og
teikningar, en sýningu hans lýkur
7. mai. 13. mai-28. mai sýnir Gylfi
Gislason verk sin, en Gylfa er
óþarfi að kynna þvi hann er
landsmönnum kunnur fyrir
myndlist sina. 3. júni munu
aðstandendur gallerisins sýna
verk sin en þessi sýning er jafn-
framt rúmlega eins árs afmælis-
sýning.
Galleriið hefur reynt að kynna
þá fjölbreytni sem á sér stað i
listum erlendis og i þvi sambandi
má minna á að á siðasta starfeári
sýndi galleriið verk eftir niu
erlenda listamenn sem allir komu
hingað.til lands. Galleriið hyggst
halda áfram á þeirri braut.
24. jUni opnar New York»lista-
maðurinn Brian Buczak sýningu
á teikningum sem hann hefur
unnið Ut frá umhverfi gallerisins.
Buczak stendur fyrir útgáfufyrir-
tæki og mun hann senda
galleríinu bækur með sýningunni.
15.-30. júii mun Peter Schmidt
vera með sýningu i gallerlinu.
Hann er þýskættaður en hefur
verið bUsettur i Bretlandi og
starfað þar. Hann mun sýna
vatnslitamyndir sem hann hefur
gert s.l. tvö ár. 26. ágUst mun
Gabor Atalai opna sýningu Red-y
made rauðu umhverfisverki sem
aðstandendur gallerisins munu
vinna upp fyrir hann, en Atalai er
ungver ji sem á ekki kost á að fara
frá landi sinu. Útgáfur af þessu
verki hafa verið settar upp i Pól-
landi og Hollandi. Þessari
sýningu lýkur 10. sept. En 16.
sept. opnar Bjarni Þórarinsson
sýningu, en hann er einn af
aðstandeundum gallerisins.
Fleiri sýningar eru ákveðnar ai
þær verða kynntar siðar. Þess má
geta að stöðug bókasýnig verður i
allt sumar á handunnum bókum
eftir myndlistamenn.
Forráftamenn „Gallerl, Sufturgata 7