Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 12
alþýöu-
blaöiö
Útgefandi Alþýðuflokkurinn rAcninAriiD
Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild rUolUL»AOUk
blaðsins er að Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. 74 APRH. 1978
Eitthvað verður að
gera
— Égeraö sjálfsögöu hlynnt-
ur þessum aðgerðum, þvi eitt-
hvað verður að gera — sagði
Haraldur Guðmundsson hafnar-
verkamaður við Reykjavikur-
höfn er Alþýðublaðið innti hann
álits á útskipunarbanni Verka-
mannasambandsins sem hófst i
gær i Reykjavik og viðar um
landiö.
— Ég er hins vegar óánægður
með forystuna i verkalýðsfélag-
inu, sem er enginn að minu
mati. Verkalýðsforustan hefur
ekkert gert til að undirbúa
mannskapinn fyrir þessar að-
gerðir, en slikt hlýtur að vera
mjög árfðandi ef árangur á að
nást.
— Ég var á þvi, þegar Geir
Hallgrimsson boðaði kjara-
skerðingaráform rikisstjórnar-
innar, að þá hefði strax átt að
fjölmenna á þingpalla eins og
gert var þann 9. nóvember forð-
um daga, og sýna þannig and-
stöðu verkalýðsins við áform
rikisstjórnarinnar. Að minum
dómi var sú leið sem valinn var
i staðinn, þ.e.a.s. 2ja daga alls-
herjarverkfall, næsta haldlitii
aðgerð, eins og reyndar hefur
sýnt sig.
Til bölvunar
— Ég hef ekki haft mikinn
tima til að velta þvi fyrir mér
hvaða áhrif þessar aðgerðir
muni hafa þegar fram i sækir,
en helzt hallast ég að þvi að
þetta gagni okkur verkamönn-
um litið og verði eingöngu til
bölvunar sagði Guðmundur
Jónsson, hafnarverkamaður i
Reykjavik i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær.
Aðspurður taldi hann að Ut-
skipunarbannið myndi rýra
tekjumöguleika hafnarverka-
manna talsvert, en sagðist eiga
von á aö verkalýðsfélögin
myndu bæta þeim þann tekju-
missi upp, að einhverju leyti.
óánægja á ,,Bakkan-
um”
— Ég er ekki nögu hrifinn af
þessum aðgerðum Verka-
mannasambandsins , sagði Karl
Hannesson, en hann vinnur sem
kranamaður við Reykjavikur-
höfn.
— Sérstaklega tel ég þó, að sú
ákvörðun Suðumesjamanna og
Vestfirðinga að vera ekki með,
hafi mikil áhrif, þvi vitaskuld
er, það slæmt i aögerðum sem
þessum ef ekki næst full sam-
staða um þær.
— Ég hef orðið var við vax-
andi óánægju meðal manna hér
á Bakkanum um að þeim skuli
beitt fyrir allan skarann i þess-
um aðgerðum, jafn tvisýnar og
þær eru.
Aðgerðirnar þyrftu að
vera viðtækari
Þessunæst varð á vegi blaða-
manna, um borð i einum Foss-
anna i Reykjavikurhöfn,fullorð-
inn verkamaðursem var á leið i
land! Þótt hann væri á mikilli
hraðferð, gaf hann sér þó smá
tima til að ræða við blaðamenn,
en þvertók fyrir að láta nafn
sins getið. Hann hafði eftirfar-
andi um málið að segja. — 1 al-
vöru talaö strákar, þá hef ég
ekki nógu mikla trú á þessu, það
vantar algjörlega samstöðuna
um aðgerðirnar. Þær þyrftu að
vera miklu viðtækari, ef von á
að vera um einhvern árangur.
— Hvaða vit er til dæmis i þvi
að allt landverkafólk i fullri
vinnu, á meðan að hafnarverka-
menn bera hitann og þungann af
öllu saman. Nei, það eina sem
þýðir er auðvitað allsherjar-
verkfall.
L'nnið að söltun við Kirkjusand i gtr, en þar voru allar frysti-
geymslur tæmdar vikuna fyrir útskipuunarbann.AB-myndir ATA
Ekkert vit i að iandverkafólk sé I
fuliri vinnu.
Guðrún Káradöttir: Hef meiri trú
á alisherjarvinnustöðvun.
Hvað segir
verkafólk um
útskipunar-
bannið?
Fyrirvaralaust út-
skipunarbann betra
Þessunæstu lögðu blaðamenn
leiðsina inn i fiskverkunarstöð-
ina við Kirkjusand og hittu þar
fyrstan að máli Hjálmar Jó-
sepsson sem saltaði fisk ásamt
vinnufélögum sinum.
— Mér likar þessar aðgerðir
nokkuö vel, sagði Hjálmar —
svo langt sem þær ná. Ég tel
hins vegar að það hefði átt að
stoppa vinnu hafnirnar algjör-
lega þ.e.a.s. setja hefði átt Ut-
skipunarbann, jafnframt upp-
skipunarbanni.
— Þá er ég á móti þeim und-
irbUningstima sem gefinn var
áður en aðgerðirnar tóku gildi,
þviþærrýrðu mjögáhrif Utskip-
unarbannsins. Ef útskipunar-
banniðhefði gengið i gildi fyrir-
varalaust, er ég ekki i neinum
vafa um að það hefði haft áhrif
mjög skjótt. Sú vika sem leið frá
þvi Utskipunarbannið var til-
kynnt, var af atvinnurekendum
nýtt til hins itrasta og fyrsti-
geymslur viöa tæmdar.
Er Hjálmar var inntur álits á
Hjáimar Jósepsson: Þeir eru
..Kvíslingar”..
þeirri ákvörbun Vestfirðinga og
Suðurnesjamanna að taka ekki
þátt i útskipunarbanninu sagði
hann. — Þetta eru „kvislingar”
sem ætla sér að reyna að ná inn
peningum á kostnað annarra.
Þeirra afstaða kemur sér mjög
illa fyrir þá menn sem i aðgerð-
unum standa.
— Það sem ég tel að væri ár-
angursrikast nú, eru viku alls-
herjarverkföll með nokkurra
daga vinnu á milli. Það má mik-
ið vera efatvinnurekendur væru
ekki farnir að ókyrrast fljótlega
undir slikum kringumstæðum.
Ertu ekkert hræddur um að
atvinnurekendur myndu þá
setja verkbann á verkafólk i
staðinn?
— Við skulum nú sjá hvað
þeir endast lengi til að halda
uppi verkbanni blessaðir.
Að endingu kvaðst Hjálmari
finnast sjálfsagt að það verka-
fólk sem ekki tekur þátt i verk-
banninu sjálfu, tæki að sér að
bæta hafnarverkamönnum upp
það fjárhagstjón sem hafnar-
verkamenn verða fyrir.
Karl: slæmt þegar ekki er viðtæk
samstaða um aögerðir sem þess-
ar.
Hef meiri trú á
allsherjarvinnustöðvun
GuðrUn Káradóttir fiskverk-
unarkona á Kirkjusandi tjáði
blaðamönnum að vikuna áður
en Utskipunarbannið tók gildi
hefðu allar frystigey mslur
Kirkjusands verið tæmdar og
þvi myndu vafalaust liða nokkr-
ar vikur áður en áhrifa Utskip-
unarbannsins tæki að gæta þar.
— Ég hef sjálf meiri trU á
allsherjar vinnustöðvun en að-
gerð eins og þeirri sem nU hefur
verið gripiö til og satt að segja
bjóst ég frekar við að til þess
ráðs yrði gripið. Mér finnst að
það eigi allir að standa saman
þegar um er aö ræða að ná fram
kjarabótum fyrir allan f jöldann.
—GEK
Haraidur: Það vantar alia for-
ystu I verkalýðsfélagið.