Alþýðublaðið - 27.04.1978, Page 1
FIMMTUDAGUR 27. APRIL
Ritstjórn blaðsins er
til húsa í Síðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta
vaktar (91)81976
.Huldumeyjarnar” í handtökumálinu fundnar:
Segja að fölskum sönn-
unargögnum hafi verið
komið fyrir
Haukur Guðmundsson neitar
sakargiftum kvennanna
Hinar svoköiluðu
„huldumeyjar”, sem hvað mest
var leitað vegna rannsóknar á,
„handtökumálinu” svonefndar
virðast nú komnar fram i dags-
Ijósið. Tvær konur búsettar i
Kefiavik hafa viðurkennt i ræki-
legri skýrslugerð hjá
Rannsóknarlögreglu rikisins
sem þær háfa siðan staðfest
fyrir dómi, að hafa að beiðni og
áeggjan Hauks Guðmunds-
sonar, fyrrum rannsóknar-
lögreglumanns i Keflavik,
biekkt Kari Guðmundsson og
Guðbjart heitinn Páisson, til
Voga á Vatnsleysuströnd
C.desember 1977. Við yfir-
heyrslur hafa konurnar sagt að
áður hafi áfengi verið komið
fyrir með leynd i farangurs-
geymslu bifreiðar Guðbjarts, i
þvi skyni að koma honum og
Karli Guðmundssyni undir
hendur Hauks Guðmundssonar
til handtöku fyrir ætluð smýgl-
brot. Haukur Guðmundsson hef-
ur við yfirheyslur alfarið neitað
sakaráburði kvennanna.
Svo sem kunnugt er taldi
rikissaksóknariá sinum tima að
rannsókn á handtökumálinu
hefði ekki leitti ljós nægjanlega
sterkar likur til sakfellis yfir
Hauki Guðmundssyni. Var þvi
af ákæruvaldsins hálfu ekki
krafist frekari aðgerða i málinu
að sinni, „nema fram komi
nýjarupplýsingarsem kynnu að
renna styrkari stoðum undir
fyrrgreindar sakargiftir á hend-
ur kærða,” eins og segir orðrétt
i bréfi rikissaksóknara.
Hinn 9.april siðastliðinn komu
hins vegar fram nýjar upplýs-
ingar sem leiddu til þess að haf-
in var rannsókn af hálfu
Rannsóknarlögreglu rikisins.
Sú rannsókn leiddi siðan til þess
að böndin bárust að konunum
tveimur sem nú hafa játað að
hafa aðstoðað Hauk Guðmunds-
son er hann handtók Karl
Guðmundsson og Guðbjart
Pálsson i Vogum 6.desember
siðast liðinn.
Forræði rannsókarinnar er i
höndum Rannsóknarlögreglu
rikisins, en það eru þeir
Hannes Thorarensen og Grétar
Sæmundsson rannsóknar-
iögreglumenn sem hafa haft
hana með höndum. Hefur f jöldi
fólks verið yfirheyrður siðustu
sólarhringa vegna hennar.GEK
Kröflu-
virkjun
gang-
sett
í gær
- enn einu sinni
i gær hófst enn ein til-
raun til að framleiða raf-
orku frá þeirri frægu
Kröf luvirkjun, en raf-
magnsframleiðslu virkj-
unarinnar var sem kunn-
ugt er hætt fyrir nokkru
siðan þegar þrýstingur í
beztu holu virkjunarinnar
koðnaði niður.
Siðustu daga hefur
þrýstingur í holu 7 verið að
glæðast og i gærdag um há-
degisbil voru vélar virkj-
unarinnar gangsettar á ný
og rafmagnsframleiðsla
hafin.
En rætt var við Gunnar Inga
Gunnarsson, staðartæknifræðing
Kröfluvirkjunar um miðjan dag i
gær, var rafmagns framleiðslan
komin i 2 megawött og taldi
Gunnar ekki útilokað að hægt yrði
að auka hana i 4—5 megawött.
Þess má geta að það er innan
við 10% af afkastagetu virkjunar-
innar.
Fróðlegt verður að fylgjast með
hve lengi tekst að halda raforku-
framleiðslu virkjunarinnar úti
þetta skiptið en eflaust yrði það
máttarstólpum orkumála lands-
ins mikill andlegur styrkur, ef
blessaðar holurnar vildu nú vera
svo vænar að halda uppi ögn af
þrýstingi þótt ekki væri lengur en
bara fram yfir kosningar.
—GEK
Hún var ekkert sérlega uppveðruð yfir allri hljómsveitarinnar i gær. Sjá frétt á baksiðu. —
klassikinni unga frökenin, sem sat og hlýddi á æf- AB-mynd: ATA
ingar Söngsveitarinnar Filharmóníu og Sinfóniu-
„Það má segja að farið sé að
hrikta f hér nyrðra,” sagði Jón
Heigason, formaður Einingar,
þegar Aiþýðublaðið átti tal við
hann i gær um framDvæmd út-
flutningsbanns þar fyrir norðan.
Jón sagði að til félagsins hefði
nú borizt bréf frá Kaupfélagi Ey-
firðinga, vegna ástands mála á
Dalvik, en þar eru horfur á að
geymslur fyllist um aðra helgi og
er þvi i bréfinu beðið um að mega
skipa út 6000 kössum af freðfiski
þaðan. Þá sagðist Jón eiga von á
bréfi frá kaupfélaginu, vegna
Hriseyjar, en þar hefur verið all-
nokkur afli að undanförnu, og þótt
geymslurými sé þar enn nokkuð
og eitthvað verkað i salt, munu
einhverjir hafa fullan hug á að fá
undanþágu undan banninu.
100 tonn af
málningu
Enn sagði Jón að við sig hefði
verið rætt af forstöðumönnum
Sjafnar á Akureyri, vegna leyfis
til útflutnings á 100 tonnum af
málningu, en þvi kvaðst hann
hafa svarað á þá lund, að þar væri
við IÐJU og formann henar. Jón
Ingimarsson, að eiga. Þeir hjá
Sjöfn kveðast hafa greitt yfir-
borganir til sinna starfsmanna,
15—20%, og þykjast þvi eiga inni
að fá þessa heimild, en Jón sagði
að hverjar sem málalyktir yrðu i
viðskiptum SjafnarviðlÐJU, ætti
eftir að reyna á hvort verkamenn
á Akureyri kærðu sig um að skipa
vörunni út og yrðu það aldrei
nema fullar verðbætur til sam-
ræmis við fyrri samninga greidd-
ar.
Fundur i dag
Jón Helgason sagði að i dag
yrði haldinn fundur um þessi mál.
og þar rætt hvernig við yrði
brugðizt. Hann sagði það álit'sitt
að of mikil vægð hefði verið sýnd i
framkvæmd bannsins og lýsti sig
andvigan undanþágunum.
AM
Útflutningshann á Norðurlandi
„Farið að hrikta V’
— segir formaður Einingar og telur að of mikil vaegð
hafi verið sýnd í framkvæmd útf lutningsbannsins