Alþýðublaðið - 27.04.1978, Side 5

Alþýðublaðið - 27.04.1978, Side 5
Fimmtudagur 27. apríl 1978 5 SKOPUN Erna Indriðadóttir skrifar; ] Ad koma á jafnrétti með pappírssnepli Arið 1976 samþykkti Alþingi lög sem tryggja skyldu jafnrétti karla og kvenna i islenska þjóð- félaginu. Sama ár var Jafn- réttisráði komið á laggirnar og átti það að sjá um að lög þessi yrðu virt og þeim framfylgt i hvivetna. Þetta var út af fyrir sig allt saman gott og blessað en það er spurning hvortlögin hafi i raun- inni nokkuð að segja. Eitt ákvæði laganna fjallar t.d. Um það að óheimilt sé að auglysa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu. Þetta ákvæði er auðvelt að fara f kringum. Ef það vantar skrifstofustúlku til starfa hjá fyrirtæki auglýsir viðkomandi fyrirtæki eftir starfskrafti og ræður siðan til starfa sina skrifstofustúlku. Lögin breyta engu um það að skrifstofustörf eru og verða að likindum áfram hefðbundin kvennastörf. Alveg sama þó auglýstsé eftir starfskrafti. Það er heldur ekki óalgengt að það fylgi með auglýsingunni að starfskraftur innskuli vera rösk eða áreiðanlcg. Bæði kynin skulu hafa sömu laun fyrir sömu vinnu, njóta sömu möguleika i sambandi við stöðuhækkanir o.s.frv. Þetta ætti að vera sjálfsagt mál en er það þvi miður ekki, á meðan konur vinna tvöfalda vinnu hafa þær ekki möguleika á að sinna ábyrgðarmiklum og timafrek- um störfum. Oftskortir þær lika þá menntun sem til þarf og lög um jafnrétti karla og kvenna breyta alls ekki neinu þar um. Að visu gera lög þessi ráð fyr- ir þvi að byrjað skuli snemma að tryggja jafnréttið. Mennta- og uppeldisstofnanir eiga að sjá fyrir þvi að kennslubækur og önnur kennslutæki geri engan mismun á kynjunum. NU ber flestum uppeldiskenningum saman um það að börn læri mest af þvi sem þau sjá i kring- um sig, ekki þvi sem þeim er sagt. Það er hægt að segja litilli stelpu það hundrað sinn- um að hún geti orðið læknir þeg- ar hún verður stór, en ef hún er siðan spurð ætlar hún samt sem áður að verða hjúkrunarkona. Hún er ekki vön að sjá neina kvenkyns lækna og þar af leið- andi er henni miklu eðlilegra að láta sér detta i hug að verða hjúkrunarkona.hún hefur jú séð að það eru konur sem stunda það starf. Börnin hafa fyrir augunum vissa verkaskiptingu kynjanna og taka meira mar á þvi sem þau sjá en hinu sem reynt er að troða inn i höfuðið á þeim i gegnum bækur. Þannig að enn einu sinni hafa jafn- réttisló'gin litið að segja. Það er Jafnréttisráð sem á að sjá um aö lögunum sé fram- fylgt, og að vissu marki getur það eflaust haft einhver áhrif, en þau eru tæpast mikil. Mis- réttið á sér kýpri rætur en svo að þvi verði kippt i lag með ein- um pappirssnepli.Sem beturfer eru konur nú að verða með- vitaðar um það að kvennabar- áttan verður ekki slitin úr tengslum við stéttabaráttuna, jafnréttið snýst ekki bara um þaðhver vaskar upp eftir kvöld- matinn. Konur tilheyra mis- munandi stéttum eins og aðrir þjóðfélagsþegnar og konur i verkamannastétt eru kúgaðar af auðstéttinni eins og menn i þeirri sömu stétt. En konur inn- an hverrar stéttar búa yfirleitt að auki við kynjamisrétti. Eins og er er litið á konur sem vara vinnuafl sem kallað er út þegar þörf krefur en sent heim þegar dregst saman á atvinnu- markaðnum. Fjárhagslega eru þær háðar fyrirvinnu sinni, nema þær hafi þvi betri mennt- un og laun sem er ekkert af- skaplega algengt. Og sá sem ekki getur séð fyrir sér sjálfur getur ekki verið sjálfstæður. Enda neyðast margar konur til að sitja allt li'fið i þrælómögu- legum hjónaböndum vegna þess að þær sjá sér ekki nokkurn kost að sjá fyrir sér og börnunum sinum á viðunandi hátt. Það þarf að kollsteypa núver- andi þjóðskipulagi og koma á algjöru jafnrétti kynjanna á heimilinu og út á atvinnu- markaðnum ef allir eiga að fá að lifa við jöfn skilyrði, og það virðist vera andskoti langt i land með það, þvi miður. SKOÐUN Bjarni G. Tómasson skrifar: Nú er timi skuldaskila fyrir kjósendur, i það minnsta fyrir alla launþega á Islandi. í næstu kosningum hafa þeir valið. Ef kjósendur vildu þiggja min ráð, þá er þetta kjörinn timi til að láta tveggja flokka kerfi festa rætur á íslandi. En það má gera með þvi að kjósa Alþýðu- flokkinn annars vegar og Sjálf- stæðisflokkinn hins vegar. Is- lendingar eru hlynntir lýðræði og þessir tveir flokkar fara aldrei i felur með lýðræðið. Þetta segi ég i tilefni þess, að nú liggur fyrir Alþingi frum- varp um staðgreiðslu skatta. En er þetta frumvarp nokkuð annað en bull og kjaftæði? Er nokkurs staðar i þvi að finna stjórnarfarslegar umbætur frá þvi sem var? Getur ekki hver sem er blandað fjárhag sinum og fyrirtækis sins saman , fært fjölskylduútgjöld yfir á fyrir- tækið og hagrætt bókhaldinu þannig, að hann borgi enga skatta? Er nokkurs staðar i frumvarpinu gerð tilraun til þess að finna leið, til að ná til alls skattpenings i landinu? Launþegar mega vita, að það er þýðingarmikið fyrir þá, að svo verði um hnútana búið, að þeir verði ekki látnir greiða skatta fyrir þá, sem eru miklum mun betur i stakk búnir til að gera það sjálfir. Varðandi stað- greiðslu skatta hefur oft verið vitnað i þýzka skattakerfið, og oft ógætilega, miðað við það, að hér á landi eiga búsetu mjög margir Þjóðverjar, sem þekkja þýzk skattamál. Það tekur stutta stund, að upplýsa hvernig þau eru I reynd fyrir launþega: Giftur maður með eitt barn, t.d. sem ætlar að ráða sig i vinnu fer til skattstof- unnar. Þar fær hann kort, sem tilgreinir aldur hans og ástæður og hvar hann stendur i skatt- stiganum. Meö þetta kort fer hann til atvinnurekandans og hann framvisar þvi til ráðningarskrifstofunnar. Að þessu loknu getur maðurinn gengið til starfa. Vinni konan ásamt manni sinum utan heimilis, greiðir hún skatt samkvæmt lögum skatt- stofunnar. Hvorugt hjónanna fer út i atvinnulifið án vitundar ráðningarskrifstofunnar, og er hún mjög stór i sniðum varðandi skattamál. Þegar launaumslagið er opnað kemur i ljós strimill. A honum er upphæð launa, hve mikil gjöld eru greidd og hverj- um þau er greidd, sem sagt allar upplýsingar fyrir laun- þegann. Einu sinni á ári — i lok hvers árs — fær hann ársuppgjör frá skattinum, á sama hátt og við fáum hér ársf jorðungslega vegna orlofsins. Það eru þvi ósannindi frá rótum að þýzkir launþegar geri skattskýrslu. Þetta er i stórum dráttum sagan um staögreiðslu skatta. Þessi saga er ekki löng en nógu iöng þó til þess að þvælast eins og bögglað roð fyrir brjósti hátÞ virtra alþingismanna á Islandi. Þeir vita hvernig þeir eiga að klúðra málinu, en virðast ódug- legri við uppbygginguna. Væru þýzk skattalög ekki stærri i sniðum, en hér er fjallað um þau, þá færi ekki mikið fyrir þeim. Til að gefa örlitla hugmynd um umfang þeirra má nefna, að skattstiginn með grundvallar- töflu yfir tekjuskattinn er á 300, — þriðja hundrað — blaðsiður I meðalstóru bókarbroti. Ég legg þvi ekki þessi skattlög á borðið fyrir islendinga nema i stórum dráttum, en þeir mættu tileinka sér lögin eins og ég hef gert i tuttugu ár frá þvi að ég kynntist þeim, að svo miklu leyti, sem þau geta aðlagazt islenzkum kringumstæðum. Ég ætla að vikja að þvi i lokin, hvernig Þjóðverjar fara að þvi aðná til alls skattpenings og um leið að losa launþega við það að standa kengbognir undir þvi að greiða tekjuskattinn einir, eins og hér á sér stað. Atvinnurekandi, sem hefur haldið eftir af launum upp i skatta, honum ber að gera skattinum skil ársfjórðungs- lega. Bregðist það, koma þeir frá skattstofunni, loka, og banna áframhaldandi rekstur. Ef maður kaupir eitthvað sem einkaeign og lætur fyrirtækið borga, getur hann bókað, aö þeir koma frá skattstofunni og heimta hreina reikninga. Verði hann ekki við kröfum skattstof- unnar, er fyrirtækinu lokað á stundinni. (Hier ist geschloss- ísn.) < er borin von, ef ekki næst til alls skatt penings í landinu Ef einhver stundar t.d. við- skipti við útlönd, þá er það rikis- valdið sem gefur fyrirmæli i samvinnu við skattstofuna. Fari eitthvað ekki eins og bezt verður á kosið, fær sá sem veitir fyrir- tækinu forstöðu fyrirskipun um að fjárfesta ágóðann, i fast- eignum, i atvinnutækjum eða þvi sem þykir arðvænlegt. Þessu verður að hlýða, annars fer illa. Nefna mætti fleiri dæmi, sem sýna að á bak við þýzka skatt- heimtu stendur sterkt skatta- eftirlit og viðtæk skattarann- sókn, sem lætur ekkert fara fram hjá sér. Þetta er þunga- miðja laganna. Væru Þjóðverjar ekki með þessa lagabót, væri ástandiö hið sama þar og það er hér: óða- verðbólga og fjármálasukk. En staðreyndin er sú, að þegar verðbólguaukning er 4% þar er hún 50% hér. Væri þetta hag- stjórnarákvæði sett inn i islenzk lög og þvi fylgt fast eftir, þá færu margir á hausinn, sem vel mætti ske. En íslendingar eru aumingjar sem sjá skitinn innan margra dyra, en þora ekki að moka honum út. Þeim þykir svo vænt um gorkúluna sina. Um þetta mætti skrifa langt mál, þvi hér er um stórmál að ræða. Skattalögregla er það sem koma skal, og hún kemur þegar launþegar hafa áttað sig á þvi, hvað það er mikið stórmál fyrir þá vegna skattanna sem þéir greiða. Þá er málið i höfn. Frumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi er bezt komið heima i föðurhúsunum, þvi það er sami grautur i sömu skál og kemur ekki til með að bæta neitt. Þvi tilmálsbóta er i mesta lagi hægt að segja, að það skemmir heldur ekki neitt. Þjóðverji var fenginn til að aðstoða okkur i morðmálinu fræga og við eigum einnig að fara fram á aðstoð við að koma skattamálum okkar á réttan kjöl. Þetta eru hámenntaðir menn komnir á ellilifeyri. Við eigum að senda fólk til að nema þessi fræði, og mun það taka 3-4 ár. Þannig eigum við að leysa málið. Bjarni G. Tómasson málaram. MeðaIholti6. I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.