Alþýðublaðið - 27.04.1978, Síða 12

Alþýðublaðið - 27.04.1978, Síða 12
alþýðu- blaöiö Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins erað Hverf isgötu 10, sími 14906 —Askriftarsími 14900. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Sigurður Benediktsson um álit Kuwada Eftirávizkan auðpredikuð Vegna ummæla James T. Kuwata, sérfræðings frá Rogers Engineering um starf Orkustofnunar við Kröflu leitaði blaðið í gær álits Sigurðar Benediktssonar hjá Orku- stofnun á málinu. Sigurður sagöi að þvi færi fjarri að hér ræddi um einhvern nýjan fróðleik, þvi hjá Orkustofnun hefði mönnum verið kunnugt um flest þau atriði, sem Kuwada vik- ur aö. Hann kvað það rétt að við Kröflu væri tvöfalt vatnshita- kerfi, en þau eru stórum erfiðari við að fást en einföld kerfi, og hefðu menn ekki hitt fyrir slikt annars staðar hér fyrr, en holur viö Kröflu eru mjög djúpar. I Námaskarði, Krýsuvik, á Reykjanesi og á Nesjavöllum hefði alls staðar verið um einfalt kerfi að ræða og t.d. i Mexico hefðu menn leitast við að forðast tvöfalt vatnshitakerfi. Komiðhefði i ljóst að við Kröflu er neðra kerfið hagkvæmara til nýtingar og þvi verið i það ráöist að fóðra efra kerfið af i holu 9. Notkun beggja kerfanna hefði reynst óhagkvæmt, vegna afl- leysis i efra kerfi og áhrifa þess a hið neðra, og enn verra vegna þess hve kalkútfelling hefði kom- ið i miklum mæli úr efra kerfinu, en um hana var vart að ræða, eft- ir fóðrun. Hvað kisilútfellingu snerti sagði Sigurður að hún virt- ist eiga sér stað þegar hitastig færi upp fyrir 320 gráður, en við það hitastig kæmi öll fyrri reynsla aö litlu gagni og væri þá komið inn á „annað land,” eins og Sigurður orðaði það. Holurnar boraðar samkvæmt beztu vitneskju á hverjum tima Aðrar holur, en hola númer 9 hafa ekki verið fóðraðar lengra niður en ofan i efra vatnshita- kerfið og tók allnokkurn tíma að gera sér grein fyrir að aflleysi margra holanna stafaði af þeim vankanti að hafa þannig bæði i nýútkominni Kröflu- skýrslu er að finna gagn- rýni sérfræðings frá Bandarikjunum, James T. Kuwada, á Rogers Engin- eering, þar sem hann finn- ur að hvernig að borunum var staöið. í skýrsiunni er kerfin i gangi. Sagði Sigurður að hér kæmi eðli svæðisins til skjalanna, en við Kröflu er borað i „öskju” og virtist sem eðli „öskjunnar” væri svona háttað, að finna eftirfarandi álit og orð sérfræðingsins. Kuwada telur að aflminnkun i holunum sé aö kenna kalkmynd- unum i þeim, sem að sönnu er ekki auðvelt að koma i veg fyrir, en mætti hafa stjórn á, ef fram- leiðslan væri takmörkuð við að- eins eitt vatnshitakerfi. Svo sem en i „öskju” hefur ekki verið bor- að fyrr hér. Holur t.d. númer 7 og 11 voru hreinsaðar á sinum tima, en það gaf ekki aukinn kraft og Frh. á 10. siðu nánar kemur fram i viðtali við Sigurð Benediktsson hér á siðunni er þarna um tvö vatnshitakerfi að ræða og hið neðra afimeira. Ku- wada segir i skýrslunni: „Allar borholurnar hafa verið boraðar án þess að hafa stjórn á lóðlinu holanna. Sumar skemmd- Frh. á 10. siðu Kröfluskýrslan: Bandarískur sérfrædingur gagnrýnir Orkustofnun 50 erlendir vís- indaleidangrar væntanlegir til landsins í sumar Gunnar Björn Jónsson hjá Rannsóknarráði ríkis- ins sagði i viðtali við blaðið að þegar væri búið að veita 34 erlendum vísinda- leiðangrum leyfi til að stunda rannsóknarstörf hér á landi á komandi sumri. Fleiri umsóknir liggja fyrir og má búast við að alls verði hér um 50 leiðangrar að störfum i sumar. Þetta er svipuð tala og verið hefur undanfarið ár. t hópum þessum er mikið af námsmönn- um, þeir sjá um útbúnað sinn sjálfir og senda hann gjarnan sjó- leiðis. Þeir stunda hér aðallega jarðfræði— og fuglarannsóknir, enda býður landið upp á mjög góða aðstöðu til slikra rannsókna. 1 ár koma þessir hópar einkum frá Englandi en einnig frá Þýzka- landi, Bandarikjunum og Sviþjóð. Það er mjög svipað þvi sem verið hefur undanfarin ár. I þessum hópum hefur yfirleitt verið mesta friðsemdarfólk, svo ekki höfum við þurft að kvarta neitt undan þvi. EI Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu 3 mánuðina óhagstæður um tæplega 4 milljarða króna Vöruskipta jöfnuður í marzmánuði var óhag- stæður um sem svaraði 3.9 milljörðum króna og fyrstu þrjá mánuði ársins er vöruskipta jöfnuðurinn þvi óhagstæður um sem svarar 5.1 milljarði. Fyrstu þrjá mánuði ársins i fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 135 milljónir. t þessu sambandi er rétt að geta þess að meðalgengi erlends gjaldeyris er talið vera 31% hærra nú en það var i sömu mán- uðum i fyrra. Þrátt fyrir það er mismunurinn gifurlegur. Fyrstu 3 mánuði ársins fluttum við út ál og álmelmi fyrir rúm- Kröfluskýrslan: Haetta á eldgosi meiri en ádur „Hætta á eldgosi á Kröflu- og Námafjalls- svæðunum verður að teljast meiri um þessar mundir en hún var talin fyrir nokkrum mánuðum. Ástæðan fyrir þessu á Kröf lusvæðinu er fyrst og fremst skjá Iftavirknin síðustu vikur, hraungosið 20. des. s.l. og sú stað- reynd, að hér er um megin- eldstöð að ræða. Erfitt er hinsvegar að meta hversu líklegt megi telja, að eld- gos brjótist út á næstunni, og ef það skeður, hvar það komi, og hverju tjóni það muni valda. Leirhnjúks- sprungan verður þó að teljast einna líklegastur gosstaður". „Framangreindur kafli er tekinn orðrétt upp úr skýrslu um Kröflu- virkjun, sem Július Sólnes, verk- fræðingur, hefur tekið saman fyr- ir iðnaðarráðuneytið. Um þau vinnubrögð yfirvalda, að vinna samtimis að öflun gufu til virkjunarinnar og byggja stöðvarhús og fullbúa það rán- dýrum tækjabúnaði, segir skýrsluhöfundur að þar hafi verið tekin „talsverð áhætta”. Likur- nar á þvi að stööin kunni að standa gufulaus eða gufulitil, verði nú að teljast meiri en áður. Um framkvæmdir á næstunni er sagt, að áætlun þar aö lútandi verði að vera sveigjanlegar, „svo hægt verði að mæta sérhverjum óvæntum aðstæðum á skynsamlegan hátt”. . Bent er á að mannvirki öll séu lögð i vissa hættu á meðan jarð- skjálftar standi yfir og goshætta þeim samfara. „Það er ekki alveg hið sama að leggja stöðvar- mannvirki i hættu til að geta sem fyrst farið að framleiða raforku og svo hitt að leggja þau i þessa hættu meðan beðið er eftir gufu. A móti kemur, að verði stöðvarhús- framkvæmdum seinkað getur svo farið að gufan verði tiltæk áður en þeim lýkur. Þetta tvennt verður að meta og vega áður en ákvörð- un er endanlega tekin um tilhög- un stöðvarhúsframkvæmda við þær aðstæður, sem nú rikja á Kröflusvæðinu”. SPARNAÐARRAÐSTAFANIR FORMANNSINS I siðasta kafla Kröfluskýrsl- unnar, leitast höfundur við að svara þvi hvort framkvæmda- hraðinn við Kröflu hafi valdið aukakostnaði. Segirhann svarið i stórum dráttum neitandi. Nefnd eru dæmi um harðfylgni Jóns Sólness, Kröflunefndarfor- manns, gagnvart viðskiptavinum nefndarinnar, sem sparað hafi milljónir á milljónir ofan. Hafi japanska fyrirtækið Mitsubishi t.d. nærri verið búið að snuða Kröflunefnd um 21 milljón i flutningsgjöld á búnaði til Islands, en formaðurinn rekið þetta ofan í Japanina „eftir erfiö- ar samningaviðræður”. Siðar tókst formanninum að fá Mitsubishi til að falla frá þeirri kröfu, aö erlend bankatrygging yrði keypt vegna aflvélakaupa- iánsins i Bank of Tokyo. Hafi for- maðurinn flogið til Tokyo i október 1975 og náð samningi um að isl. bankatrygging skyldi nægja. „Spöruðust þannig milljónir króna”, segir Július sonur Jóns i skýrslunni. —ARH lega 3.7 milljarða á móti 1.7 i fyrra. Innflutningur Islenska ál- versins nam aftur á móti 3.8 mill- jörðum fyrstu þrjá mánuði þessa árs á móti 283 milljónum i fyrra. Aðrir stærstu innflytjendur voru Járnblendifélagið, Landsvirkjun og Kröfluvirkjun. Þessi mynd var tekin á æfingu I Háskólablói i gærmorgun. (AB mynd — ATA) Tónlistarvid- burdur í Háskólabíói t kvöld kl. 20.30 efnir Sinf óniuh 1 jóms veit íslands ásamt Söng- sveitini Filharmóniu til tónleika i Háskólabiói. Á tónleikunum verða flutt þrjú verk sem hafa aldrei áður verið flutt hér á landi. Þar af er eitt íslenzkt verk eftir Sigursvein D. Kristinsson „GRENISKÓGUR- INN” sem hann samdi árið 1974 við samnefnt kvæði Stephans G. Stephanssonar. Þá verður flutt „Te deum” eftir Zoltán Kodály. Auk hlut- verks kórsins, sem er mjög stórt, taka þátt i flutningi verks- ins fjórir einsöngvarar og stór hljómsveit. Aö siðustu verður flutt Sigurljóð eftir Johannes Brahms, og er það jafnframt hið viðamesta af þessum þremur verkum. Verkið er fyrir átt- raddaðan kór, og hljómsveit, hefur, að þvi er bezt er vitað aldrei verið hljóðritað á hljóm- piötu. Siglinde Kahman, Rut Magnússon, Sigurður Björnsson og Halldór Vilhelmsson sem fara með einsöngshlutverkin, og syngur sá siðast taldi i öllum þremur verkunum. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson, en hann hefur stjórnað Söngsveit- inni Fílharmóniu undanfarin tvö ár. Söngsveitin hefur æft þessi þrjú verk allt frá þvi i haust og hefur söngfólk lagt mikinn tima i æfingar. Þvi leik- ur ekki vafi á, að um mikinn tónlistarviðburð er að ræða. Tónleikarnir verða endur- teknir á laugardag kl. 14.30. Miðar eru seldir i Bókaverzlun Lárusar Blöndal og Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar, einnig veröa seldir miðar við innganginn. —KIE

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.