Alþýðublaðið - 08.05.1978, Qupperneq 1
alþýöu-
blaöið
BORGARMAL
BÉ-IjjHHP §p£lív;'
ígjl l.
pL'
é&t&UmS"BSr. % I w
„Borgin kaupi skipa-
lyftu ásamt einkaad-
ilum í Reykjavík”
Rætt við Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúa,
um uppbyggingu skipasmíða og skipaviögeröa
í höfuðborginni
Reykjavikurborg á að
ganga til samstarfs við
Slippfélagið i Reykjavik
um kaup á skipalyftu, er
gæti tekið upp öll
stærstu kaupskip okkar
íslendinga, sagði Björg-
vin Guðmundsson, borg-
arfulltrúi Alþýðuflokks-
ins, i viðtali við Alþýðu-
blaðið í gær. Og borgin á
einnig að beita sér fyrir-
ir samstarfi stálsmiðj-
anna i Reykjavik um
skipasmiðar og skipa-
viðgerðir, sagði Björg-
vin.
Björgvin Guðmunds-
son, borgarfulltrúi, lagði
nýlega fram i borgar-
stjórn svofellda tillögu
um þetta mál:
„Reykjavikurborg hafi frum-
kvæði að þvi að koma á samstarfi
Slippfélagsins i Reykjavik og
stálsmiðjanna i borginni um
stofnun skipasmiðastöðvar og
skipaverkstæðis. Ef þörf krefur
leggi borgin fram hlutafé i nýtt
fyrirtæki um þessa starfsemi.
Slikri starfsemi i borginni verði
þegar ákveðinnstaður. M.a. verði
athugað hvort borgin eigi ekki að
kaupa skipalyftu ásamt framan-
greindum aðilum svo unnt veröi
að taka upp hin stærstu kaupskip
okkar tslendinga og framkvæma
á þeim flokkunarviðgerðir”.
Björgvin sagði, að einkaaðilar i
Reykjavik hefðu ekki fjárhags-
legt bolmagn til þess að skapa þá
aðstöðu, sem nauðsynleg væri
til skipasmiöa og skipavið-
gerða. Þess vegna yrði að fara
sömu leið i þessu efni og farin
hefði verið á Akureyri, þ.e. fá
opinbera aðila til þess að veita
málinu stuðning. Hér veröur
borgarstjórn Reykjavikur að
taka alla forustu, sagði Björgvin.
A t vi nn u m á la á s t an di ð i
Reykjavik er þannig i dag, að
nauðsyn er stórátaks i atvinnu-
málum. Viö þurfum að byggja
upp nýjar atvinnugreinar i
Reykjavik, sagði Björgvin.
Undanfarið hefur framleiðslu-
starfsemi i borginni dregizt
saman. Þá þróun þarf að stöðva
og snúa henni við. Ný skipa
smiðja og ný skipaverkstöö getur
verið fyrsta skrefið á þvi sviði,
sagði borgarfulltrúinn.
En það er ekki aðeins hags-
munamál Reykjvikinga að skapa
þessa aðstöðu i Reykjavik, bætti
hann við. Hér er einnig um þjóð-
hagslegahagkvæmtmálað ræða.
Hundruð milljóna i erlendum
gjaldeyri fara til viðgerða
erlendis á kaupskipum okkar. Ef
við flytjum þessar viðgerðir inn i
landið þ.e. til Reykjavikur
spörum við gifurlegar fjárhæöir i
gjaldeyri um leið og við sköpum
aukna atvinnu i höfuðborginni,
sagði Björgvin Guömundsson að
lokum.
Frá núverandi athafnasvæði Slippfélagsins. (AB-mynd: KIE)