Alþýðublaðið - 19.05.1978, Side 1

Alþýðublaðið - 19.05.1978, Side 1
alþýöu- FÖSTUDAGUR 19. MAI 1978 93. TBL. — 59. ÁRG. M stinn listi Al þýðuflokksins NORDSAT-áætlunin: hverjir hagnast á fyrirtækinu? Kostnaður fyrir ísland 700-800 milljónir á ári NORDSAT er nafn á hug- myndum um sjónvarpskerfi um gerfihnött fyrir öll Noröurlönd. Hugmyndir varöandi sam- norræn t sjónvarp eru ekki alveg nýjar af nálinni, en sl. sumar kom Ut skýrsla um málið og slð- an hafa almennar umræður blómstrað á Noröurlöndunum um NORSAT að undanskildu Islandi. Ekki er undirrituðum kunnugt um að eitt einasta orð úr skýrslunni hafi veriö þýtt og útgefið á islenzku og það á sinn þátt I ótrúlega litlum umræðum hér álandi. Þó hafa a.m.k. tveir menn, Elias Davlðsson og Þor- björú Broddason, skrifað um NORDSAT og fyrirbærið hefur litillega borið á góma viðar. i kvöld, föstudagskvöld, mun svo NORDSAT vera til umræðu i Kastljósi Sjónvarpsins, en sá vettvangur er hins vegar hvergi nógu góður til að fara rækilega niður í saumana á NORDSAT. í skýrslu ráðherranefndar Norðurlanda eru meginmark- miö samnorræns sjónvarps taj- in þessi: — að styrkja norræn menningarsamskipti! —að auka freisi til vals á dag- skrám sjónvarps á Norðurl. —að veita norrænum inn- flytjendum á Norðurlöndum tækifæri til að sjá dagskrár sjónvarps heimalandsins. En nú er staðreyndin sú, að allur almenningur á Norður- löndum hefur ekki beðið um þetta sjónvarpskerfi, en þrátt fyrir það virðast margir em- bættismenn i Skandinaviu niðursokknir i útreikning og vangaveltur vogna þess. Ein- hver hlýtur að hagnast á ævin- týrinu og væri verðugt rann- sóknarefni að kanna það. Otal önnur sjónarmið hljóta einnig að koma fram varðandi NORDSAT, sem nauðsynlegt er aö meta. í ályktun Bandalags Isl. listamanna 7. mai s.l. koma fram sjónarmið andstæð NORDSAT og má segja að þar birtist ýmis atriði sem andmæl- endur NORDSAT á öllum Norðurlöndunum hafa sett fram. Hér skal aðeins drepið á örfá atriði: Óhemju kostnaður a. Aukið framboð sjónvarps- efnis hefur óæskileg félagsleg áhrif, m.a. minnkandi þátttöku almennings i félagslifi, minnk- andi neyzlu innlendrar fram- leiðslu á sviöi lista og fræðslu. b. NORDSAT — áætlunin er m.a. fólgin i þvi að hluti inn- lends sjónvarpsefnis minnkar úr 30% I 5% og samkeppni isl. sjónvarps við hinar erlendu stöðvar gætu kostaö isl. sjón- varp lífiö. c. Kostnaður íslands vegna NORDSAT, opinberar greiðslur, auk útgjalda einstaklinga til kaupa á loftnet- um og tengibúnaði, er talinn nema 700—600 milljónum króna á ári! Bandalag isl. listamanna bendir á að þessi upphæð sé alls ekki I samræmi viö framlög rikisins til annarra þátta menn- ingar— og félagsmála og „óbærilegt álag meðan for- gangsmálefnum landsmanna er ekki sinnt, og á meöan þjóðin er skuldum vafin”. d. Ahrif af tiföldun erlends sjónvarpsefnis getur haft ómældar afleiðingar á þróun islenzkrar menningar. Niðurstaða samtaka lista- manna er sú, að þeir hvetja full- trúa Islands til að hætta þátt- töku i NORDSAT—nefndum. Brandari! —Ég tel umræöuna um sam- norrænt sjónvarpskerfi nánast brandara á þessu stigi málsins. Til dæmis er tækniþekking engan veginn nægilegtil aö gera þetta kleift, sagði EliasDaviös- son, kerfisfræðingur, i samtali við AB. —Þetta umtal vekur falskar vonirhjá mörgum,en þó ber að taka það alvarlega, vegna þess aö hér er á ferðinni, geysilega viðamikið mál. Þetta snertir f jölmörg svið þjóðlifs og menningu landanna og þó að samnorrænt sjónvarp sé fjar- lægur möguleiki nú, þá er hitt ljóst aö ýmsir aöilar hafa mik- inn hag af tilkomu þess og að undirbúningi sé tmnið. í grein sem Elias skrifar i Morgunblaðið 24. janúar s.l. tel- ur hann upp þrenns konar aöila sem muni hagnast af NORDSAT: 1 fyrsta lagi framleiðendur rafeindabúnaðar (gervihnettir, eldflaugar, senditæki, móttöku- tæki, loftnet o.fl.) t öðru iagi umboösaðilar ofan- greindra framleiðenda á hverj- um staö. I þriðja lagi almenn fjölþjóða- fyrirtæki. NORDSAT myndi auka veru- iega útgjöld sjónvarpsstöðva og mjög liklegt er að þeim yrði mætt með auglýsingasölu i samnorræna sjönvarpinu. Nú eru sjónvarpsauglýsingar að- eins leyföar á tsiandi og i Finn- landi, en trúlega yrði auglýs- ingabann fljótlega niður fellt á hinum Norðurlöndunum. Samnorrænt sjónvarp er vissu- lega álitlegur auglýsingamark- aður og auglýsingatiminn yröi seldur dýrt — svo dýrt aö aöeins voldugustu fyrirtækjasam- steypurnar myndu hafa efni á að auglýsareglulega. Þannig er ruddur vegur fyrir vaxandi ein- okun, þar sem hætta er á aö minni fyrirtæki myndu ekki þola slika samkeppni. Offramboð fremur en skortur I lok greinar sinnar segir Elias Daviðsson m.a.: „Sé litiö á framboð sjónvarps- dagskráa, þá myndi NORDSAT vissulega stórauka valmögu- leika manna og vikka nokkuð sjóndeildarhringinn. Litimennhins vegar á alhliða framlag NORDSAT i þágu menningar, menntunar og af- þreyingar, þá er þaö framlag hlutfallslega lítiðað magnitilog i besta falli einhæft...’ „...Þaðer matundirritaðs, aö auka megi menningarlega sam- vinnu Norðurlanda og gagn- kvæm kynni Norðurlandabúa, á Framhaid á 6. siðu — tæknileg þekking ekki nægileg fyrir samnorrænt sjónvarp Atvinnuleysi meðal menntamanna staðreynd í mörgum Evrópulöndum íslendingar geta prísað sig sæla — enn sem komið er Viða i Evrópu er farið að bera á atvinnuleysi meðal mennta- manna. Einkum eru það menn úr svokölluðum húmaniskum greinum sem verða fyrir barð- inu á atvinnuleysinu. Viöfangs- efni húmanista er manneskjan sjálf, en störf þeirra virðast þó óþörf. Hins vegar er ausið pen- ingum i tæknimenntunina, enda búizt við aö það gefi meiri gróða i beinhörðum peningum þegar fram liða timar. Tæknifræöing- um ýmiskonar er boðið gull og grænir skógar, og styrkir til náms eða atvinnu út um allan heim. Það er i sjálfu sér ekki undarlegt vegna þess að i nú- tima iönaðarþjóðfélaginu er tæknin og sú velferö sem mæld er i bilum, sjónvörpum og sim- tækjum orðin mikilvægari en manneskjan sjálf. Hún er löngu týnd i allri velferðinni. Fjöldatakmarkanir óvinsælar Allir eiga jafnan rétt til menntunar, um það eru flestir sammála, hvernig svo sem til tekst með framkvæmdirnar á þvi. Þegar það för að bera á at- vinnuleysi meðal mennta- manna, vaknaði sú spurning hvort það væri ekki ábyrgðar- leysiaf stjórnvöldum að veraað mennta fólk sem siðan fær ekk- ert að gera i sinu fagi. Svo-vstíg tekið til þess ráðs aö fara að takmarka fjölda námsmanna I ýmsum greinum og vakti þaö mikla andúð i röðum náms- manna sjálfra Atvinnulausir eilifðar- stúdentar Mönnum finnst það náttúr- lega súrt i broti að fá ekki vinnu við þau störf sem þeir eru búnir að mennta sig fyrir. Þegar þeir standa frammi fyrir þeirri stað- reynd, veröur þrautarlendingin oft sú að halda bara áfram i náminu, alveghreint endalaust. Að lokum eru þeir orðnir of- menntaðir miðað við þau störf sem þeir geta fengið á atvinnu- markaðnum. En kannski sitja þeir á skólabekk allan þennan tima i von um að ástandiö lagist og einhverja vinnu verði að fá siðar meir. Lan gs kól a mennt un „finni” en verkmennt- un? Það gefur meiri tekjur i dag að vera meðháskólamenntun en verkmenntun, og þykir þar af leiöandi „finna”. Og eins og kjör verkamanna eru á islandi I dag, er ekkert skritið að fólk sækist eftir þvi að fá góða menntun i von um að geta lifað mannsæmandi lifi að loknu námi. Þaö á auövitað að gera verkmenntunininni jafn hátt undir höföi og langskólamennt- un af ýmsu tagi. En i stéttar- þjóðfélaginu eru ekki miklar likur á að svo verði gert. Þar sem atvinnuvegirnir og einok- Þérkatta Gyifl unarfyrirtækin stjórna landinu er hætt við aö menntunin veröi miðuð við þarfir þeirra fyrir vinnuafl, en ekki viðþaö hvaö hver og einn vill læra og starfa við. Sama þótt verkfræð- ingar keyri leigubila 1 Háskóla Islands hafa nem- endur mótmælt harðlega öllum fjöldatakmörkunum og enn sem komiö er, er atvinnuleysi meðal menntamanna tæplega orðiö nokkuö—yaMjamál, en þaö er viðbúið i framtiðinni að þróunin hér verði svipuð og i nágranna- löndunum. Blaðamaður brá sér 4pp i háskóla, nánar tiltekið I hús Verkfræði- og raunvisinda- deildar nr.2ogræddi þar við tvo námsmenn sem útskrifast bráö- lega frá þessari virðulegu stofn- un. Fyrst hittum við fyrir Gylfa Arnason, sem væntanlega verð- ur vélaverkfræbingur I vor. Hvernig eru atvinnuhorfur i þinu fagi? — Gifurlega góðar. Þaö er næga vinnu að fá hjá Verkfræöi- stofum, þvi opinbera og hjá stærri iönfyrirtækjum. Ég er búinn að fá vinnu á Verkfræði- skrifstofu Gunnars og Kristjáns og tveir skólafélagar minir lika. Ber eitthvað á atvinnuleysi hjá verkfræðingum? — Ég hef heyrt að þaö sé oröið erfitt fyrir rafmagnsverkfræð- inga aö fá vinnu núna. Attu von á þvi að atvinnuleysi aukist meðal menntamanna hér á landi, á komandi árum? xNei, og ég vonast til að fólk haldi áfram að mennta sig. Menntun er góð, jafnvel þó hún nýtist ekki. Mér væri alveg sama þó verkfræðingar færu aö keyra leigubil. Myndir þú sætta þig við það? — Nei, tæplega. Heidur þú að atvinnuleysi eigi eftir að aukast meðal mennta- manna hér á landi? — Ég veit ekki, meöal lækna og tannlækna verður sennilega aldrei neitt atvinnuleysi, enda er fjöldi þeirra sem fer i það takmarkaður. Framhald á 6. siðu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.