Alþýðublaðið - 19.05.1978, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 19.05.1978, Qupperneq 7
Föstudagur 19. maí 1978 7 Sími flokks- skrifstof- unnar i Reykjavik er 2-92-44 Kópavogur Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins i Kópavogi er opin daglega frá kl. 5 og frameftir kvöldum, lengur um helgar. Sími skrifstofunnar er 44700. Garðabær .... Garðabær. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins f Garðabæ er aö Garðaflöt 23, sími 42244. Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 20:30 til 22:30. A laugardögum er hún op- in frá klukkan 14 til 18. — Hafið samband viö skrifstofuna. Alþýðuflokksfólk! Viðtalstimi framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins er á | þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 4-6 e.hd. Hafnarfjörður: Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins i Hafnarfirði er i Alþýðuhúsinu, simi 50499. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kiukkan 16 til 18. Utankjörfundar-atkvæðagreiðsla er hafin. Kosninga- skrifstofan aðstoöar þá, er þess óska. — Hafið samband við skrifstofuna. Ungbarnið TINY Eftirlæti allra telpna Dúkka sem: Grætur - Drekkur úr pela og vætir bleyju INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1 í HREINSKILNI SAGT Stjarna eða hrímþursatá? í sviðsljósinu Að vonum hljóta fræðslumál hverrar þjóðar aö vera áhuga- vekjandi hverju sinni. Svo er og hér á landi, sem dæmin sanna. Mikil umbrot eiga sér nú stað i þessum málum hér og vant að sjá fyrir endann á þvl—máske ekki ástæða til aö óska þess—enda veröa slik mál ætlð að laga sig nokkuð að breyttum timum. Annað mál er, hve hratt skuli farið, þegar breytingar eru fyrirhugaðar, eða að ganga yfir. Aðstæðum, sem búnar eru að eiga langan aðdraganda, verður varla gjörbreytt I einni svipan, en þær áorka miklu um alla möguleika til rekstrar og fram- kvæmda. Þvi miður viröist ærið mörg- um sjást yfir þessa augljósu staðreynd og á það ekki siður viö allra hæst yfirvöld en hina, sem beinllnis starfa I þeim „vlngarði”. Ætlunin er aö drepa nokkuð—-aö þessu sinni— á hug- myndir um rekstur og stjórnun skóla, sem nú eru að stinga koll- inum upp og furöu margir ræða af áhuga, en máske ekki að sama skapi af grundaðri Ihygli. Svo virðist, sem nokkuð af þessu blessaöa fólki telji, að það væri til mikilla bóta, að sem flestir kássist I yfirstjórn skól- anna. Fram til þessa hefur verið talið, að hér þyrfti ákveðinn aðili að hafa siðasta oröiö, enda bæri sá aðili ábyrgð á hinum fræðilega rekstri. Grunnskólalögin gera r áð fyr- ir, að um eigi að vera að ræða allskonar ráð—vægast sagt vott af ráðstjórn— sem þó firrir aðalstjórnanda á engan hátt ábyrgð af heildarstarfi. Allir mega auövitaö sjá, að slikir stjórnarhættir væru meira en vafasamir. t fyrsta lagi er yfirstjórn háö þeim lögum og reglugerðum, sem stofnunin starfar eftir. Engin leið er aö komast framhjá þvi. Hugmyndir um allskonar frumkvæði, sem stofnunin eigi að taka I sinar hendur, og menn eru aö velta völunni um, eru svtt bezt framkvæmanlegar, aö þær brjóti ekki I bága við lög og regl- ur, auk þess sem aöstæðurnar á hverjum stað geta auðveldlega reist við þeim skorður. Þegar menn ræöa um sjálfstæöi skól- anna sem allra meina bót, sézt of oft yfir þennan hlut. Enginn þarf að telja sig neinn kerfisþræl, þó látinn sé I ljós verulegur efi á, að fræðslukerfið eigi að stefna ýmist I þessa átt- ina eöa hina I störfum hinna ein- stöku skóla. Menn geta auö- veldlega gert sér í hugarlund, hvernig þeirri útgerö reiddi af yfirleitt, þar sem skipshöfn gæti borið skipstjóra ráðum, að ekki sé talað um ef þeir fengju einnig ihlutunarrétt, sem lltt eða ekki hefðu á sjó komið. Eflaust má margt að skóla- stjórum og kennurum finna. En væru til þess nokkrar likur, að betur gegndi, ef þeir, sem að- eins hafa séö skólann frá ann- arri hliðinni —ytri hliðinni— hefðu úrslitavald um rekstur- inn? Hinir fyrrnefndu hafa þó lagt I það umtalsverða vinnu og orku, að sérmennta og sérhæfa sig við þau störf, sem hér um ræðir. Hinir fyrrnefndu hafa þó lagt I það umtalsverða vinnu og orku, aö sérmennta og sérhæfa sig við þau störf, sem hér um ræðir. Við skulum ekki gleyma þvl i öllu þvi breytingabusli, sem nú þykir hæfa, aö skóli hefur hneygð til að vera Ihaldssöm stofnun, reyndar I beztu merk- ingu þess orðs. Skóli hlýtur að byggja starf sitt á reynslu, bæði um það sem vel eða miður hefur gefizt. Óviða á betur við en þar hið forna spakmæli: Flýttu þér hægt. Hvort sem mönnum likar betur eða verr, verða allar breytingar aö skirast I eldi reynslunnar, og þá fyrst verða marktækar, þegar hún er feng- in. Þetta á ekki hváö sfzt við, þegar um er að ræöa gjörbreyt- ingar á starfsháttum. Enginn vitiborinn maöur ætti að kasta þvi fyrir róða, sem sómasamlega hefur gefizt, fyrir óreyndar og litt þekktar hug- dettur, jafnvel þó berist erlend- is frá. Allt annað er að standa i vegi fyrir þvi, að álitlegar nýjungar séu reyndar eftir þvl sem aðstæður og starfsreglur leyfa. Til er i okkar fornu fræöum dálitiö gráglettin saga um við- skipti Asa og hrimþursa, sem vissulega voru sjaldan ástúðleg, en gætu enn verið ihuganarefni. Einn af hinum siðarnefndu haföi orðið fyrir þvi i vörzlu Asa, að stórutá hans kól. Til bóta fyrir þetta brutu Æsir tána af, köst- uðu henni upp á himininn og gerðu stjörnu af. Þetta þótti þursum vera fullar bætur og vel það og glöddust af bliki hennar og ljóma! Eigum við ekki að hugleiða og athuga vel, hvers eðlis ýmsar þær „stjörmur”, sem mörgum þykir þeir sjá á himni fræðslu- mála okkar eru. Þaö skyldi þó aldrei vera, að sumar þeirra—máske fleiri en ýmsa grunar—séu meira I ætt viö hina fornu hrlmþursatá en raunverulegar stjörnur? Oddur A. Sigurjónsson Aldamótabarn flytur þakkir Reykjavlk, 16. mai 1978 A annan I hvitasunnu slðast- liðinn sat ég boð I Glæsibæ ásamt mörgum hundruöum af eldra fólki, sem Alþýðuflokkur- inn bauð til kaffidrykkju með mikilli rausn og prýöi. Þar voru nokkur skemmtiatriði, ræður, yndislegur söngur og undirleik- ur ágætra listamanna. Þar sem ég er ein af alda- mótabörnunum þá er ég svo gamaldags að ég kann ekki við að þiggja mér veittan greiða og ógleymanlega gleöistund án þess að þakka fyrir mig. Ég bjóst við að einhver góður félagi mundi kveöja sér hljóðs, og segja nokkur þakkarorð til stjórnandans, og flokksins I heild, frá okkur gestunum. En þar sem ég er nýliöi á þessum vettvangi og þrengsli svo mikið að ég náöi ekki til stjórnandans, Hauks Morthens, til aö fá 4-5 minútur til umráöa og sýna þakklæti okkar, fannst mér ég veröa að senda nokkrar llnur og fá þeim rúm i blaði ykkar. Það er nauösynlegt að gera sér dagamun og skipta um föt Alþýðublaðið á hvert heimili Ert þú félagi 1 Rauóa krossinum? ' . '• I Deildir félagsins » eru um land allt. RAUÐI KRÖSS ISLANDS og sjá fólk. Þá gefst oft timi og tækifæri til að rifja upp gamlar minningar, sem gaman er aö orna sér við. Og einmitt i þessu kaffiboöi kom mér i hug áminn- ing frá bernsku minni og hér er sú: Ef maður var sendur til næstu bæja með fundarboö, gangnaseöil eða önnur skilaboö þá var sagt af góöri móður, „Mundu aö heilsa og kveöja og mundu að þakka fyrir þig, ef þú færð góðgjörðir” Þess vegna leyfi ég mér fyrir hönd allra veizlugesta að þakka ógleym- anlega gleðistund i Glæsibæ. Við ég biðja Alþýöuflokknum allrar blessunar, framfara og sigurs og megi hann verða leiðarljós lands og þjóðar um ókomin ár. Ragnheiður Brynjólfsdóttir PÓST- OG SÍMA MÁLASTOFNUNIN Óskar að ráða Loftskeytamann/Simritara hjá Pósti og sima á Isafirði. Nánari upp- lýsingar verða veittar hjá Starfsmanna- deild og umdæmisstjóra á Isfirði. UTBOÐ Tilboð óskast I Ijósaperur (220 V) og ræsa fyrir skóla Reykjavlkurborgar. Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. júnl 1978 kl. 11 f. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Ffíkifkjuvegi 3 — Sími 258C0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.